Tíminn - 26.05.1990, Page 6

Tíminn - 26.05.1990, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 26. maí 1990 TTMTNN MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöidsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Prentsmiðjan Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,- , verð I lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Lýðræði og valddreifing í dag er kosið í langflestum þeirra 204 sveitarfélaga, sem landið skiptist nú í. Aðeins 50 fámennir sveita- hreppar neyta réttar síns til þess að kjósa hreppsnefndir mánuði síðar en hinn almenni kjördagur segir til um. 30 staðir hafa kaupstaðarréttindi og þar eru kjömar bæjar- stjómir, auk þess sem um 30 kauptún koma hér við sögu, en þá er um að ræða hina fámennari þéttbýlisstaði í landinu. Hefðbundinnar flokkaskiptingar gætir ekki svo mjög í sveitarstjómarkosningum, ef litið er á landið í heild, jafnvel þótt listakosningar séu aðalreglan í þéttbýlis- stöðum, þ.e. kaupstöðum og kauptúnum. Staðbundnar ástæður af ýmsu tagi ráða því að framboð til sveitar- stjóma fara ekki alls staðar eftir hreinum flokkslínum, heldur byggjast þau á samstarfi mismunandi flokksfé- laga eða annarra samtaka um stefnuskrár og röðun á lista. I flestum bæjarfélögum er þó aðalreglan sú að stjóm- málaflokkamir leitast við að bjóða fram sína eigin lista. Þegar svo er hljóta kosningar að bera að meira eða minna leyti einkenni almennrar landsmálastefnu flokk- anna, þar sem tekist er á samkvæmt því. Það er athygl- isvert að yfirleitt er ekki barist undir því kjörorði í sveit- arstjómarkosningum að einhver einn flokkur eða framboðslisti nái meirihluta, þótt slíks séu dæmi, eink- anlega í Reykjavík. Sveitarstjómarkosningar hafa því almennt á sér svip lýðræðislegrar valddreifmgar og út frá því gengið að meirihlutavald í bæjarstjómum og öðrum sveitarstjómum byggist á samstarfí mismunandi flokka, en ekki flokkseinræði. Með þessu er sjálfkrafa verið að treysta eina af gmndvallarreglum lýðræðis- skipulagsins að meirihlutavaldið færist til, sé á hreyf- ingu frá kjörtímabili til kjörtímabils, en staðnæmist ekki á einni hendi og staðni sem einflokksstjóm ámm og ára- tugum saman. Kosningabaráttan í Reykjavík mótast af þeirri stað- reynd, að þar hefur myndast einflokkskerfi í borgar- stjóm með ógeðugri foringjadýrkun og flokkshollu skrifstofu- og embættisbákni. Flestir hljóta að viður- kenna að valdabákn, þar sem saman tvinnast flokkspól- itískur einstefnuakstur og flokksbundið skrifstofuveldi, er gróðrarstía spillingar og misbeitingar á valdi. Skoðanakannanir benda samt til þess að íhaldsand- stæðingum muni ekki takast að sigra einveldið í borg- Einflokkskerfið í Reykjavík inni. Það hefur jafnvel komið fram, að flokksræði Sjálf- stæðisflokksins gæti styrkst í þessum kosningum. Það þýðir þá að stjómarandstaðan í borginni muni veikjast. Slík þróun er andlýðræðisleg og þeim mun ógnvænlegri að þörf er sterkrar stjómarandstöðu í svo gamalgrónu valdabákni sem einflokksstaða Sjálfstæðisflokksins er. Full ástæða er því til að hvetja fijálshuga kjósendur í Reykjavík til þess að vinna gegn ofurvaldi íhaldsins. I því sambandi kemur upp nafh Sigrúnar Magnús- dóttur, hins reynda og dugmikla borgarfulltrúa, efsta manns á B-lista. Skoðanakannanir em áminning til stuðningsmanna hennar um að fylkja sér um kosningu hennar, því að enginn á vísa kosningu nema áhugi fylg- ismanna sé vakandi. JrEGAR BRÉF ÞETTA er látið á þrykk út ganga er kosn- ingabaráttu lokið og í dag, laug- ardaginn 26. maí, eru það kjós- endur sem hafa orðið og velja sér fúlltrúa í sveitarstjómir til næstu ijögurra ára. Á hátíðisdegi íyrir mörgum ár- um hóf ágætur ráðherra aðal- ræðu dagsins með þeim orðum, að í dag er sjómannadagurinn um land allt. Menn kímdu að en ráðherrann hélt reisn sinni eftir sem áður, enda varð honum ekki annað á en meinlaus fótaskortur á tungunni og engum datt í hug að leggja það út til verri vegar. Á sama hátt má’segja, að í dag er kosninagdagur um land allt og er kosið í öllum hinum stærri sveitarfélögum landsins. En þótt víða sé hart barist til að ná hylli kjósenda og mönnum heitt i hamsi í mörgum byggðarlögum snýst opinbera umræðan að mestu um kjörfylgið í Reykjavík og allra síðustu daga fyrir kosn- ingar í næstu bæjum, eða þeim sem eru nánast sambyggðir höf- uðborginni. Þama em að vísu fjölmennustu byggðárlög landsins en það get- ur verið álitamál hvort þau em að sama skapi hin mikilvægustu. Um það má deila eins og margt annað. Ástæðan til að stjómmálaum- ræðan nær helst ekki út íyrir höfuðborgarsvæðið er að nokkr- ir öflugustu fjölmiðlar landsins hafa þráfaldlega kostað skoð- anakannanir á flokkafylgi, fyrst og fremst í Reykjavík, og síðan hefúr ein könnun verið gerð seint og síðar meir i nágranna- byggðum og á Akureyri. Um niðurstöður skoðanakann- ananna er svo rætt og ritað. Stjómmálamenn segja álit sitt á þeim, fréttaskýringar em á tak- teinum og út af þeim lagt á ýmsa vegu. Allt beinir þetta athyglinni að því bæjarfélagi þar sem oftast er kosið í gamni, eins og skoðana- kannanir um flokkafylgi gefa sig út fyrir að vera, því t.d. út- hlutun fúlltrúa fylgir ávallt með í leiknum. í margar vikur fyrir kosningar hefúr með þessu móti tekist að halda umræðunni um kosningar, sem svo sannarlega em haldnar um land allt, við Reykjavík og það ótrúlega fylgi sem borgar- stjóraflokkurinn nýtur þar. Síðasta orðið Vel má vera að ekki sé við hæfí að ræða um skoðanakannanir á kosningadegi, á þeim degi sem sú eina og afgerandi skoðana- könnun fer ffam. Hún er ekki pöntuð og greidd af meira og minna vilhöllum fjölmiðlum, heldur era almennar og leyni- legar kosningar mikilvægasti homsteinn þess lýðræðisskipu- lags sem við búum við og viljum hafa til ffambúðar. Urslitum kosninga verður ekki áfrýjað og þau em endanleg um hverjir sitja munu í sveitar- stjómum næsta kjörtímabil. Skoðanakannanir segja hins vegar alls ekki síðasta orðið í kosningabaráttunni. En það verður æ meira áberandi hve rik- an þátt þannig „forkosningar“ hafa á frambjóðendur og kjós- endur. I áróðurshrinunum fyrir kosningamar er sífellt verið að skírskota til skoðanakannana rétt eins og að þar sjái menn fyr- ir sér endanleg kosningaúrslit og að engu verði umbreytt á sjálfan kosningadaginn. Það er alveg sama hve hlutlaus þau fyrirtæki og stofnanir sem gera kannanir á fylgi stjómmála- flokka segjast vera og að þau geri ekki annað en mæla viðhorf kjósenda á vísindalegan hátt, það er staðreynd að skoðana- kannanir hafa mikil áhrif á sjálf- ar kosningamar, þótt ekki sé nema vegna þeirrar miklu um- ræðu sem þær vekja og að stjómmálaflokkar og. frambjóð- endur reyna að notfæra sér nið- urstöður sér í hag. Fara margir til dæmis frjálslega með útkomum- ar þegar svo ber undir. En það er i kjörklefúnum sem úrslitin ráðast og það ættu menn að hafa hugfast að talning at- kvæða og skipting þeirra á milli flokka og frambjóðenda er það sem endanlega ræður hveijir ná kosningu í sveitarstjómir en ekki útreikningar sem byggðir em á svömm lítils úrtaks og eiga að mæla skoðanir fólks á hvem- ig það heldur að það kjósi þegar þar að kemur. Kosið um lífsstíl Þótt kosningar geti verið spennandi og oft er tilhneiging til að gera þær að keppni eða ati, eins og boltaleiki og dægurlaga- söng, em þær í eðli sínu alvar- legur hluti þess stjómkerfis sem við búum við og í kosningum velur fólk sér lífsstíl, svo notað sé tískuorð um hvers konar um- gerð kynslóðimar kýs að hafa um æviskeiðin. Kýs fólk sér fúlltrúa sem telur að félagshyggja og samvinna séu farsælustu stjómunarformin og að mál eigi að leysa með þarfir og óskir fjöldans í huga? Eða telja kjósendur að sér- hyggjufólk sem heldur fram rétti hins sterka í samkeppninni við meðbræður sína, sé líklegast til að stuðla að þeim lífsstíl sem líklegastur er til farsældar ein- staklinga og fjölskyldna? I lýðræðisskipulagi er það rétt- ur kjósanda að velja og hafna í kosningum og það er skylda frambjóðenda, þótt ekki sé hún lögbundin, að kynna undan- bragðalaust hver þeirra valkost- ur er. Sá kostur sem kjósendum er boðið upp á er yfirleitt kallaður kosningaloforð, og þykja þau ekki merkileg. Lýðskrumarar hafa nefnilega lagt það í vana sinn að lofa ýmsu því sem þeir geta ekki efnt, eða kæra sig ekk- ert um að standa við þegar þeir hafa náð þeim áfanga að verða kjömir fúlltrúar. Sá leiði vani stjómmálamanna að lofa upp í ermina á yfirleitt rætur að rekja til þess að þeir álíta að framkvæmdir og eyðsla sé vinsæl í augum atkvæðanna, en tekjuöflun hins opinbera óvinsæl. Hún er heldur aldrei sótt annað en í vasa sömu at- kvæða og verið er að gylla bruð- lið fyrir. En þetta em þær leikreglur sem pólitíkusar hafa tamið sér og við þær verða þeir að búa og kjós- endur þeirra að virða þeim til betri vegar. Alvaran tekur við Þegar svo kosningaatinu lýkur tekur atburðarásin nýja stefnu. í einstaka sveitarfélögum fær einn listi hreinan meirihluta og þar með nokkurs konar einræðisvald til að ráðskast og ráða næstu fjögur árin. Það er að segja ef meirihlutinn samanstendur ekki af einhvers konar sambræðingi margra lífsstíla sem bjóða upp á árekstra í daglegu amstri sveitar- stj ómarmálefnanna. Annars staðar verður að fara að semja um starfhæfa meirihluta til að fara með málefni þau sem sveitarstjómir þurfa að leysa, og getur orðið þvælið að samhæfa viðhorfm og ekki síður gömlu kosningaloforðin. En alltaf tekst það um síðir, þótt síðar á kjör- tímabilinu kunni að slitna upp úr samstarfi hér og hvar, eins og dæmin sýna að alltaf getur gerst. Að starfhæfúm meirihluta fengnum, sem tekur að sér stjóm sveitarfélags í mikilli óþökk minnihlutans sem hótar virkri andstöðu, hefst siðan starfið sem öll kosningarimman stóð um. Það er að móta og ffamfylgja stefnu í stjóm og rekstri bæjarfé- lagsins sem flestir geta við unað og tryggt fúlltrúum fólksins pól- itískt langlífi og fleytt þeim áfram í valdastöður eftir enn næstu kosningar. Hin hversdagslegu nauðsynjaverk Á milli kosninga felst stjóm sveitarfélaga í flestu öðm en því að agnúast út í pólitíska and- stæðinga og standa í illdeilum milli meirihluta og minnihluta. í þeim samfélögum sem kallast sveitarfélög þarf mörg mál að leysa og samhæfa til þess eins að lífið geti gengið sinn vanagang. Rennandi vatn i krana eða mið- stöðvarkerfi, tregðulaus niður- skolun úr klósettum, greiðar samgöngur milli heimila, vinnu- staða og skóla, skipulag nánasta umhverfis og ótalmargt fleira sem stendur okkur svo nærri í dagsins önn, að við tökum ekki eftir þvi fyrr en rafmagnið fer af

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.