Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn. ' '''Miövíkudagur '& júríí 1Ö90 Bæjarstjóm Akureyrar: Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta Gengið hefiir verið frá málefha- samningi milli Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks um myndun meiri- hluta í bæjarstjórn Akureyrar fyrir næsta kjörtímabil. Jafhframt hefur verið gengið frá ráðningu Halldórs Jónssonar, framkvæmdastjóra Fjórð- ungssjúkrahússins, í embætti bæjar- stjóra. Að sögn Sigríðar Stefánsdóttur, oddvita Alþýðubandalagsins, var málefhasamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki flokksfélag- anna tveggja og var hann lagður fyrir fundi í gærkvöldi. Hafi flokksfélögin samþykkt málefnasamninginn í gær- kvöldi verður hann lagður fram til kynningar á næstu dögum. Sam- kvæmt samningnum munu flokkarnir skiptast á um embætti forseta bæjar- stjórnar og formanns bæjarráðs, þannig að fyrsta árið verður sjálf- stæðismaður formaður bæjarráðs og alþýðubandalagsmaður forseti bæjar- stjórnar. Að ári liðnu verður síðan skipt. Fyrsti fundur nýkjörinnar bæj- arstjórnar verður haldinn þriðjudag- inn 12. júní og þá verður kosið í helstu embætti nýkjörinnar bæjar- stjórnar. Sjálfstæðismenn eiga 4 fulltrúa i bæjarstjórn Akureyrar og Alþýðu- bandalagið á 2. Minnihlutinn er skip- aður 4 fulltrúum Framsóknarflokks og 1 fulltrúa Alþýðuflokks. hiá-akureyri. Ný lög um félagslegar íbúðir tóku gildi í gær: Vextir endurskoðaðir á þriggja ára fresti Kaupendur félagslegra íbúða hafa framvegis enga tryggingu fyrir fyrir lágmarksvöxtum af lánum Húsnæð- isstofnunar allan 43ja ára lánstímann, þ.e. ef fjölskyldutekjurnar hækka. Samkvæmt nýjum lögum um félags- legar íbúðir sem tóku gildi í gær verða vextirnir endurskoðaðir sex ár- um eftir undirskrift kaupsamnings, með tilliti til tekna, og síðan á þriggja ára fresti eftir það. Þá eru sömuleiðis hert viðurlög við óleyfilegri útleigu félagslegra íbúða. Leigusamningar verða ógildir hafi ekki verið aflað leyfis frá sveitarstjórn (húsnæðis- nefhd), sem jafnframt hefur þá milli- göngu um leiguna. Þeir sem taka slíkar íbúðir á leigu eiga þá á hættu að leigusamningi þeirra verði rift og þeir bornir út úr íbúðinni. Konur styrktar Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var 1.350 Jsúsundum króna veitt til Háskóla Islands til rannsókna í kvennafræðum. Áhugahópur um ís- lenskar kvennarannsóknir, sem starf- að hefur undanfarin 5 ár, tók að sér að úthluta þessu fé í umboði Háskóla íslands. Eftirfarandi umsækjendur hlutu launastyrki: Auður Styrkársdóttir til þess að rannsaka þá málaflokka sem konur á Alþingi hafa beitt sér fyrir frá upp- hafi þingsetu þeirra 1922 og til þessa dags. Dagný Kristjánsdóttir til rann- sókna á skáldsögum Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna. Hanna Maria Pétursdóttir til að rannsaka siði og venjur sem tengjast fæðingum og dauða. Jana Kate Schulman til að ljúka rannsókn á réttarstöðu íslenskra kvenna á miðöldum. Kristín Ást- geirsdóttir til þess að rannsaka hlut kvenna í sjálfstæðisbaráttu íslend- inga. Kristín Jónasdóttir til þess að rannsaka þátttöku íslenskra kvenna í verkalýðshreýfingunni. Lilja Gunn- arsdóttir til þess að rannsaka ímynd kvenna í íslenskum leikritum frá aldamótum til dagsins í dag. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir til þess að ljúka rannsókn sinni á hugmyndum íslenskra kvennahreyfinga í félags- legu og menningarlegu samhengi. - EO Öðrum breytingum í hinum nýju lögum verður sjálfsagt fagnað af mörgum. Lánshlutfall félagslegra íbúða hefur verið hækkað úr 85% í 90% og stimpilgjöld af skuldabréfun- um falla niður. Þá hækka tekjumörk sem gilda um rétt til kaupa á slíkum ibúðum um 25% hjá hjónum. Einnig eru í lögunum nýmæli um stofnun sérstaks tryggingasjóðs vegna bygg- ingargalla. Hámarksstærð félagslegra íbúða verður framvegis 130 fermetr- ar brúttó. Sveitarfélögum er jafhframt auð- veldað að leggja í byggingu félags- legra eignaríbúða. Þar sem framlög sveitarfélaga verða framvegis í formi skuldabréfaláns í stað óendurkræfs framlags áður, sem nam 10% af láni Byggingarsjóðs ríkisins. Sömuleiðis er kaupskylda sveitarfélaga á félags- legum íbúðum stytt úr 15 niður í 10 ár. í frétt frá félagsmálaráðuneytinu segir að með lögunum sé lögð á það áhersla að aðstoð til húsnæðismála miðist jafnt við eignar- og leiguíbúð- ir. Einnig að félagsleg aðstoð í hús- næðismálum miðist við aðstæður einstaklinga hverju sinni en ákvarðist ekki í eitt skipti fyrir öll. -HEI. ísaðar gellur sýnt á Vestfjöröum sem eru sögusvið verksins. Isaöar gellur á Vestfjörðum Alþýðuleikhúsið leggur upp í leik- ferð með gamanleikinn ísaðar gellur þann 8. júní næstkomandi. Ferðinni er til að byrja með heitið til Vest- fjarða, en þar er einmitt sögusvið verksins. Þá verður leikritið sýnt á Akranesi og í Vestmannaeyjum. ísaðar gellur voru sýndar á vegum Alþýðuleikhússins í Iðnó á liðnu hausti. Leikritið segir á gamansaman og hispurslausan hátt frá dvöl þriggja breskra stúlkna við fiskvinnslu í vest- firsku sjávarplássi. Höfundurinn, Frederick Harrison, byggir verkið að hluta á reynslu kvenna frá Hull sem dvalið hafa hérlendis við fiskvinnslu. Hann fer þó frjálst með efhivið sinn og gerir úr kjarnyrtan gamanleik. Leikendur í ísuðum gellum eru þau Ása Hlín Svavarsdóttir, Halldór Björnsson, Ingrid Jónsdóttir og Ólaf- ía Hrönn Jónsdóttir. Leikstjóri er Há- var Sigurjónsson. -hs. Miklar annir hjá lögreglu á Akureyri um helgina: „Fengum öll afbrigði af rugli og vitleysu" „Við höfðum hér öll hugsanleg af- brigði af rugli og vitleysu um helg- ina, slagsmál, skemmdarverk, ölv- unarakstur, hraðakstur og fíkniefhi. Það sést best á því að 31 maður gisti fangageymslumar hér frá því á föstu- dagskvöld og fram á mánudag." Þannig fórust varðstjóra í lögregl- unni á Akureyri orð, aðspurður um atburði helgarinnar. Mikið fyllirí var á Akureyri um helgina. Fjöldi ferðamanna, einkum Sunnlendingar, sótti bæinn heim í blíðviðrinu. Margir gistu á tjald- svæðinu og var róstusamt þar á köfl- um. Engir skemmtistaðír voru opnir á sunnudagskvöldið og þvældist því fólkið um í miðbænum. Á hvíta- sunnudag var aðeins ein sjoppa opin á Akureyri og samkvæmt upplýsing- um Tímans þurrkaðist lagerinn hreinlega upp. Lögreglan hafði í nógu að snúast og hafði vart undan útköllum. Á laugardaginn var tvíveg- is ekið á vegfarendur. Annars vegar var ekið á gangandi vegfaranda og hins vegar á barn á reiðhjóli. Meiðsl urðu ekki teljandi og fengu báðir að- ilarnir að fara heim að lokinni rann- sókn. Bílvelta varð í Öxnadal. Tveir voru í bílnum og var farþeginn fluttur á sjúkrahús og reyndust meiðsli hans ekki alvarleg. Ökumaðurinn slapp ómeiddur, en hann er grunaður um ölvun. Sjö ökumenn voru teknir um helgina grunaðir um ölvun við akstur og tólf voru teknir fyrir of hraðan akstur. Þá klippti lögreglan númer af nokkrum bílum sem vanrækt hafði verið að færa til skoðunar. Rúður voru brotnar í miðbænum og ýmis minniháttar skemmdarverk unnin. Mikið var um slagsmál og pústra en engin alvarleg meiðsli hlut- ust af því. Menn þurftu að fá útrás á ýmsan hátt og var einn staðinn að verki þar sem hann stóð og var að míga inn i bíl sem á vegi hans varð. Þá komu upp tvö mál sem tengdust fíkniefhum. Nokkur ungmenni voru tekin vegna neyslu fíkniefna, og eru bæði málin upplýst. hiá-akureyri. NYR FORMAÐUR UMFERÐARRÁÐS Guðmundur Ágústsson alþingis- maður hefur verið skipaður for- maður Umferðarráðs til næstu þriggja ára og tekur hann við for- Guðmundur Ágústsson. mennsku af Valgarð Briem hrl. Þá hefur Ólafur W. Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, verið skipaður varaformaður ráðs- ins til sama tíma. Atján aðilar til- nefna fulltrúa í Umferðarráð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.