Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 6. júní 1990 Tíminn 13 REYKJAVÍK Þökkum stuðninginn í kosningunum. Fulltrúaráö Framsóknarfélaganna í Reykjavík þakkar Reykvíkingum stuðninginn í kosningunum 26. maí sl. Sérstakar þakkir færum viö öllum þeim fjölda, sem lagði á sig mikla vinnu við að tryggja kjör fulltrúa Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúaráðið. m Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og með 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Kópavogur - Hluthafafundur Hluthafafundur verður haldinn í Framnesi hf. miðvikudaginn 6. júní nk. á Hamraborg 5, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Húsnæðismál. 2. Hlutafjáraukning. Önnur mál. Stjórnin. Landsstjórn og framkvæmdastjórn L.F.K. Sameiginlegur fundur verður haldinn mánudaginn 11. júni kl. 18.00. Umræðuefnið er: Úrslit sveitarstjórnarkosninganna og verkefni næstu mánaða. Stjórn L.F.K. Ifi Borgarskipulag Reykjavíkur vill minna á sýningu á hverfaskipulagi borgarhluta 1, Gamla bænum, sem stendur yfir í Byggingar- þjónustunni við Hallveigarstíg. Sýningunni lýkur þ. 16. júní nk. Hægterað fá kortaf hverfaskipulaginu afhent á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, 3ju hæð. Verðlaunatillögur úr skipulagssamkeppni á Geld- inganesi eru einnig til sýnis á sama stað. FLUGMÁLASTJÓRN Bóklegt atvinnuflugnám Flugmálastjórn mun standa fyrir bóklegri kennslu fyrir væntanlega atvinnuflugmenn í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja skólaárið 1990-1991, ef næg þátttaka verður. Kennt verður í kennsluhúsnæði Flugmálastjórnar á Reykjavíkurflugvelli. Inntökuskilyrði eru einkaflugmannsskírteini og stúdentspróf (þar af a.m.k. 3 einingar í eðlisfræði). Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Flugmála- stjórnar í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Um- sóknir þurfa að hafa borist þangað fyrir 1. júlí nk. Umsóknum skal fylgja: Staðfest Ijósrit af stúdentsprófi, Ijósrit af einkaflugmannsskírteini og I. flokks heilbrigðisvottorð frá trúnaðarlækni flugmálastjórnar. Flugmálastjórn I faömi fjölskyldunnar unir hann sér best Gibson á göngu með eitt bama sinna. FJÖLSKYLDUMAÐUR- INN MEL GIBS0N Hann hefur fengið viðumefnið kynþokkafyllsti maður í heimi og konur dá hann. En í raun er Mel Gibson harðgiftur maður og hefur verið það síðastliðin níu ár. Hin heppna heitir Robyn og flutti inn til Gibson’s aðeins sem herbergisfé- lagi til að byija með. Eithvað þró- uðust málin því sex árum síðar giftu þau sig. Gibson og Robyn eru bæði kaþ- ólsk og hafa ekki mikið álit á notk- un getnaðarvama. Sjálf eiga þau nú sex böm og ætla enn að stækka við hópinn. Gibson kemur úr stórri fjölskyldu svo ekki sé meira sagt því þau era 11 systkynin. „Eg elska böm“, segir Gibson, „Þau era það yndislegasta sem til er og þau veita manni svo mikla gleði og hamingju". „Faðir minn gaf mér heilræði og það var það að ég átti að ná mér í gáfaða eiginkonu", segir kappinn. Gibson hefur mikið álit á konum og segist alls ekki geta sætt sig við þá skoðun að konur séu jafnokar karla. „Flestar konur myndu ekki sætta sig við að vera settar svo lágt“ segir hann Þessi vinsæli leikari átti við tíma- bundið áfengisvandamál að stríða en segist nú neita sopanum. „Eg er hamingjusamur maður í dag og kann að meta það sem ég hef. „Fjölskyldan er það mikilvæg- asta í lífi mínu og ekkert annað gæti komið í stað hennar“, segir Gibson. Hvert er síðan álit Gibson’s á viður- nefninu kynþokkafyllsti maður heims? „Mat fólks á því hvað sé kynþokki og hvað ekki er svo mis- jafnt og því er út í hött að staðhæfa eitthvað í þeim efhum”, segir hann. „En ég veit svo sem að ég er ekkert ljótur", segir Gibson og setur upp svip sem segir allt sem segja þarf um þau efni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.