Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 6. júní 1990 Sovétmenn tilkynna niðurskurð kjarnorkuvopna: Ráðstefna hefst um mannréttindi Utanríkisráðherrar Evropu og Norður-Ameríku hófu í gær ráð- stefnu um mannréttindi í Kaupmannahöfn. í opnunarræðu sinni sagði utanríkisráðherra Dana að ráðstefnan myndi njóta ávaxta byltingarínnar 1989 sem batt endi á gamaldags kommúnisma í Austur-Evrópu. Heiti ráðstefnunnar er skammstafað á ensku CSCE og er hún framhald af Helsinkiráðstefnunni 1975 sem setti fram sáttmála um samvinnu Austur- og Vestur-Evrópuþjóða í vamar-, efnahags- og mannréttindamálum. Lithaugar féngu ekki að sækja ráðstefnuna. Þjóðernisátök í Sovétríkjum FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Leiðtogar Var- sjárbandalagsins hittast í Moskvu á fimmtudag. Siðast hittust þeir í júlí fyrir tæpu ári en nú hafa nýir leiðtogar tek- ið við í flestum aðildarlönd- um bandalagsins. „Þetta verður jarðarför Var- sjárbandalagsins í sinni gömlu hernaðar- og hug- myndafræðilegu mynd“, sagði einn stjórnarerindreki bandalagsins. Næsti fundur bandalagsins á að verða í Prag en óvíst er hvort Tékk- ar og Ungverjar verða í bandalaginu eða hvort það verður enn til þegar kemur að þeim fundi. PRAG - Kosningabarátt- unni í Tékkósiólvakíu lauk í gær með sjónvarpsávörpum flokkanna. Kosningar verða um helgina. SOFFÍA - Stjórnarand- stæðingar i Búlgaríu sögð- ust óttast að gallharðir kommúnistar myndu grípa til ofbeldisverka til að spilla fyr- ir fyrstu frjálsu kosningum í landinu sem hefjast á sunnudag. BRUSSEL - Landbúnaðar- ráðherrar Efnahagsbanda- lagsins hittast í dag til að ræða „kúaæði" og hvort óhætt sé að borða breskt nautakjöt. TEHERAN - (ranir kröfðust þess að breski rithöfundur- inn Salman Rushdie yrði komið í hendur breskum múslimum og að hann yrði drepinn fyrir guðlast. Á Vest- urlöndum hafa menn vonast til að (ranir afturkölluðu dauðadóm yfir Rushdie en þessar kröfur trúarleiðtog- ans Ayatollah Ali Khamenei gerðu þær vonir að engu. JERÚSALEM - Háttsettur innflytjendastjóri í (srael sagði að stjórn (sraels ætti að taka mark á þeirri hótun Míkaels Gorbatsjofs leiðtoga Sovétríkjanna að stöðva flutning sovéskra Gyðinga til landsins ef innflytjendurnir væru látnir setjast að á um- deildum landsvæðum. LONDON - Verð fer nú hraðlækkandi vegna þess að kaupendur telja að OPEC takist ekki að hemja fram- leiðslu sína eftir offram- leiðslu að undanförnu. MONRÓVÍA - Líberískir stjórnarhermenn börðust við uppreisnarmenn á stærstu gúmmíplantekru landsins. Forseti landsins, Samúel Doe, tók á móti trúarleiðtog- um og vill semja við þá um frið. AMRITSAR - Að minnsta kosti 30 menn voru drepnir í átökum aðskilnaðarsinnaðra Síkha. ( dag eru sex ár liðin frá því Indlandsher náði Gullna hofinu á sitt vald en það er mesti helgidómur Síkha. ISLAMABAD - Skæruliðar skutu 25 eldflaugum að höf- uðborg Afganistans. 10 menn dóu að sögn ríkisút- varpsins í Kabúl. 35 þjóðir hafa undirritað Helsinkisátt- málann. Allar Evrópuþjóðimar nema Albanía eiga aðild að honum auk Bandaríkjanna og Kanada. Utanríkis- ráðherrar flestra þessara landa em á ráð- stefnunni þar á meðal utanríkisráðherra Islands, Jón Baldvin Hannibalsson. A fundinum verða ýmis mál rædd meðal annars aðild sameinaðs Þýskalands að vamarbandalögum. Jón Baldvin sagði í ræðu á fundinum að þjóðir ættu sjálfar að ákveða stöðu sína í bandalögum við aðrar þjóðir. Það gilti um Þjóðveija og það sama gilti í sjálfstæðismálum Eystrasaltsþjóða. Lithaugar sóttu um að hafa áheymarfulltrúa á ráðstefhunni en fengu ekki, vegria þess að ekki hefði verið eining um það, að sögn utanríkis- ráðherra Dana. Þeirri hugmynd vex nú fylgi að efla hlutvcrk CSCE-ráðstefnunnar og jafn- vel hefur verið rætt um að hún komi í stað NATÓ og Varsjárbandalagsins. Jón Baldvin sagði það vera skoðun ís- lensku rikisstjómarinnar að þótt rétt væri að auka hlutverk CSCE-ráðstefn- unnar ætti hún ekki að koma í stað stofnana sem í mörg ár heíðu stuðlað að samvinnu, öryggi og stöðugleika í Evr- ópu. Sjévardnadze utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna notaði ávarp sitt til að tilkynna um aukinn niðurskurð sovéskra kjam- orkuvopna í Evrópu. Hann sagði frétta- mönnum að í lok ársins 1990 myndu Sovétmenn aðeins hafa Iítinn hluta skammdrægra kjamorkuvopna sinna í Evrópu. Fulltrúar NATÓ í Bmssel sögðu að þessi niðurskurður væri minni en vest- ræn ríki færu fram á. Þeir em ekki held- ur ánægðir með niðurstöður nýafstað- ins leiðtogafundar þar sem ekki náðist samkomulag um vem Þýskalands í NATÓ og fátt nýtt gerðist í afvopnunar- málum NATÓ og Varsjárbandalagsins. Að minnsta kosti 10 menn létust og 200 særðust í átökum Úzbeka og Kir- gísa í borginni Osh sem er í Mið- As- íulýðveldinu Kirgísíu í Sovétríkj- anna. I gær réðu lögreglumenn miðborg Osh en átök héldu áfram í úthverfum borgarinnar. A mánudag skutu lög- reglumenn á þúsund manna hóp Úz- beka sem brcnndi hús og reyndi að ná lögreglustöð borgarinnar á sitt vald. í gær vom undirritaður samningur um vopnahlé milli skæruliða og stjómvalda í Kambódíu. Samningurinn er þó talinn lít- ils virði þar sem hann nýtur ekki stuðn- ings Rauðu Kmeranna. Þijár skæraliða- hreyfingar beijast gegn yfirráðum Víetnama í Kambódíu. Síhanúk prins hef- ur verið talsmaður hreyfinganna og undir- ritaði hann samninginn ásamt forsætisráð- herra leppstjómar Víetnama í landinu. Friðarumleitanirhafa farið ffam í Japan í boði japönsku ríkisstjómarinnar. Fulltrúi kambódísku ríkisstjómarinnar krafðist Neyðarástandi hefúr verið lýst yfir í borginni og nágrannabyggðum henn- ar. Úzbekar eru í meirihluta i borginni. Deilur hófúst milli þeirra og Kirgísa vegna lóðaúthlutanna. Deilur um vatnsréttindi og jarðnæði eru algeng- ar í Mið-Asíuríkjum Sovétríkjanna en aukin harka hefúr færst í átök þjóða í Sovétríkjunum eftir að slakað var á miðstýringu kommúnistaflokksins. þess að viðræðumar yrðu aðeins milli sín og Síhanúks og létu Japanir undan þeirri kröfú. Það varð til þess að fúlltníi Rauðu Kmeranna neitaði að taka þátt í samninga- viðræðunum og að undirrita samninginn. Samkvæmt honum á vopnahlé að hefjast um leið og þjóðstjóm verður mynduð en það á að verða í lok næsta mánaðar. Kínveijar, sem hafa stutt Rauðu Kmer- anna, reyndu í gær ákaft að fá fúlltrúa Kmera aftur að samningaborðinu en það tókstekki. Walesa reynir að reka gamian bandamann: Samstaðan að minnka Lcch Walcsa rcyndi á mánudag að reka einn áhrifamesta leiðtoga Samstöðu úr röðum samtakanna. Adam Michník cr ritstjóri víðlcs- ins daguiaðs Samstöðu, „Gazeta Wyborcsa". Wafesa skrifaði hon- um brcf og sagðist draga tii baka stuðning sinn við hann og sagði að blaö hans skyldi hætta að nota nafn Samstöðu i blaðhaus sfnum. BÍaðið „Gazeta Wyborcza“ hefur gagnrýnt kosningabaráttu Walesa scm vifl vcrða forseti Póllands. Michnik hcfur svarað Walesa og segist njóta einróma stuðnings starfsmanna blaðsins og að aðeins þjóðarfundur Samstöðu geti bannað sér að nota merki Sam- stöðu i blaðhaus sinum. Frétta- skýrendur segja að Walesa sé að reyna að grafa undan forsætisráð- herra Póllands Tadcusz Mazo- wiecki en Walcsajýsti yfír „stjórn- málalegu stríði“ á hendur ríkis- stjórninni i siðasta mánuði. Hann sakar ríkisstjórnina um að fara ekki nógu hratt í umbótum og að vera orsök að hættulegri pólitiskri stöðnun. Michnik hefur barist fyrir því að leiðtogar Samstöðu stæðu saman en ósætti er komið upp á milli þeirra. Fyrir forseta- og þingkosn- ingar næsta vors vilja bæði Mazo- wiecki og Walesa safna saman stuðningsmönnum sínum í ein- hvers konar nýja flokka. Walesa hcfur áður ráðist að vinstrisinnuð- um stuðningsmönnum Samstöðu og gert marga virtustu banda- menn sina að pólitískum óvinum. Þeir berjast nú gegn forsetafram- boði hans og saka Walesa um að hafa einræðistilhneigingar. Þýskalandsmeistari í hraðskák: V-þýsk tölva vinnur sigur í gær varð Peter Enders Þýskalands- meistari í hraðskák en hann varð ekki sigurvegari á hraðskáksmótinu sem hann tók þátt í. Sigurvegarinn var tölva sem kölluð er Mefistó. Þýska skáksambandið leyfði tölvunni að keppa í tilraunaskyni til að sjá hvem- ig hún stæði sig. 35 skákmenn tóku þátt í mótinu og var hámarkslengd skákanna 10 mínútur. Mefistó fékk 521 stig en Enders, sem var næstur að stigum, fékk aðeins 417. Reglur þýska skáksambandsins segja hins vegar að hraðskáksmeistar- inn verði að vera mennskur og þess vegna hlaut Enders titilinn. Síhanúk prins á íslandi í okt 1984. Erfiðlega gengur að koma á friði í landi hans. Kambódía: Friðarsamningur án Rauðra Kmera

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.