Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 7. júní 1990 FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Lögreglumenn skutu byssukúlum upp í loft til að tvístra hópi stúdenta sem henti grjóti að leiðtog- um kommúnistaflokksins í höfuðborg Kirgístan. Um 40 menn háfa dáið í átökum milli Kirgísa og Usbeka und- anfarna þrjá daga. Frétta- stofan Tass sagði frá því að átökin hefðu breiðst út til höfuðborgarinnar Frunze og stúdentar hefðu hent stein- um að Medet Sherimkulov ritara kommúnistaflokks lýð- veldisins þegar hann ætlaði að ávarpa mótmælendur. WASHINGTON - Forseti S-Kóreu sagði að Gorbatsjof hefði heitið að hjálpa til við að draga úr einangrun N- Kóreu. VARSJÁ - Átök Lech Wa- lesa og gamalla banda- manna hans mögnuðust í gær þegar Walesa endurtók gagnrýni sína á linkind ríkis- stjórnar Samstöðu við um- bætur í Póllandi. Virtur leið- togi Samstöðu skoraöi á Walesa að taka þátt í opnum viðræðum um ágreining sinn og annarra Samstöðu- manna. MOSKVA - Leiðtogar Var- sjárbandalagsins hittast í dag í Moskvu til að ræða framtíð bandalagsins í Ijósi þess að kalda stríðinu er lok- ið og kommúnismi er að hverfa í A-Evrópu. A-BERLÍN - Austur-Þýska- land mun minnka her sinn úr 130.000 mönnum niður í 100.000. Dregið verður úr stríðsviðbúnaði hersins eins og hægt er. KAUPMANNAHÖFN - Vestrænar ríkisstjórnir hældu umbótum í mannrétt- indum í A-Evrópu á RÖSE ráðstefnunni. Júri Orlov sagði hins vegar að Sovét- stjórn færi enn illa með íbúa landsins. HÖFÐABORG - Forseti Suður-Afríku F.W. de Klerk hefur beðið ríkisstjórn sína um leyfi til að aflétta neyðar- lögum í landinu. Embættis- menn segja að hann muni tilkynna afnám laganna á þingi landsins í dag. AMSTERDAM - Hol- lenska veðurstofan, KNMI sagði að sögur um stórt kjarnorkuský yfir Barentshafi í Sovétríkjunum væru ósannar. Orðrómur um þetta varð til þess að verð á olíu hækkaði en það lækkaði síðan aftur. UTLOND Verð á olíu hefur hraðlækkað: Raunverð jarðolíu eins og fyrir 1973 Undanfarnar vikur hefur verð á olíu lækkað um þriðjung. Ef dregin eru frá verðinu áhrif verðbólgu er það nú líkt og 1973 en það ártóku OPEC ríkin að stjórna verði og framleiðslu olíu. Verð á Norðursjávarolíu var í gær 14.55 dollarar fyrír tunnuna en í upphafi árs var það 23 dollarar. Ástæðan fyrir verðhruninu er sú að OPEC ríkin þrettán hafa framleitt meiri olíu en þau hafa mátt sam- kvæmt umsömdum kvótum sínum. Miklir kuldar í Bandaríkjunum í vet- ur juku eftirspumina en þegar tók að hlýna söfnuðust fyrir birgðir af olíu. 3. maí hittust fulltrúar OPEC ríkj- anna á neyðarfundi í Genf og ákváðu að draga úr framleiðslu sinni. Kaup- endur á olíu hafa hins vegar ekki séð nein merki þess að önnur ríki en Saudi-Arabía hafi minnkað fram- Kosningar í Tékkóslóvakíu: Fyrrverandi leið- togar handteknir Fyrrverandi leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins, Milos Jakes, var handtekinn í gær ásamt fjórum öðrum harðlínu kommúnistum. Jakes var seinna sleppt en einn nánasti samstarfsmaður hann Vasil Bilac er enn í haldi. Mennimir vom sagðir gmnaðir um að hafa brotið lög i ág- úst 1968 þegar Varsjárbandalagsríkin réðust með heri sína inn í landið. Mönnunum var ekki verið birt nein ákæra en án hennar má aðeins halda þeim í 48 tíma. Jakes sá um hreinsan- ir í tékkneska kommúnistaflokknum eftir innrás Varsjárbandalagsins þeg- ar 500.000 menn vom reknir úr flokknum. Hann tók við af Gustav Husak 1987, sem leiðtogi kommún- istaflokksins, en honum var steypt af valdastóli í lýðræðisbyltingunni á síðasta ári. Frjálsar kosningar verða í Tékkó- slóvakíu um helgina. Kosningabar- áttunni lauk formlega í gærkvöldi. Vaclav Havel forseti landsins hvatti landsmenn sína í sjónvarpsávarpi til að kjósa þá frambjóðendur sem hefðu sýnt í verki andstöðu sína við einræði. Hann sagði að kosningamar myndu sýna hvort tekist hefði að endurreisa lýðræði í landinu. Fram- bjóðendur „Borgaravettvangs“ sem er flokkur Havels vom áberandi í kosningabaráttunni og búist er við að flokkurinn vinni mikinn kosninga- sigur. Fjöldagöngur neyddu Jasek til að segja af sér í 24.nóvember 1989. Sviss gengur í Alþjóðagialdeyrissjóðinn: Albanía samþykkir Helsinkisáttmálann Albanir sögðu á miðvikudag að þeir vildu taka þátt í ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, ROSE og þeir myndu taka upp hjá séröll atriði Helsinkisáttmálans frá 1975. Þetta er mikil stefnubreyting hjá harðlínukommúnistum í Al- baníu. Ríkisstjóm þess lands hef- ur lengi verið einangrað í alþjóða- málum og var eina Evrópuríkið sem ekki átti aðild að RÖSE. Svissnesk stjómvöld tilkynntu í gær stefhubreytingu í alþjóðamálum með þvi að sækja um aðild að Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðnum og „heims- bankanum". Svisslendingarhafa vilj- að verja hlutleysi sitt með því að taka lítinn þátt í starfi alþjóðastofhanna, m.a. á landið ekki aðild að Samein- uðu þjóðunum. Fjármálaráðherra landsins, Otto Stich, sagði frétta- mönnum í gær að þessi ákvörðun endurspeglaði vaxandi áhuga sviss- nesks almennings á að taka þátt í al- þjóðasamstarfi. Það em breytingamar í Austur- Evr- ópu sem hafa orsakað þessar stefnu- breytingar bæði hjá Svisslendingum og Albönum. Bæði ríkin vilja taka virkari þátt í endursköpun Evrópu. Á blaðamannafundi í Kaupmanna- höfn, þar sem utanríkisráðherrar RÖSE ríkjanna halda nú fund, sagði Petrit Bushati, sendiherra Albaníu, að Albaníumenn vildu taka þátt í starfi RÖSE en hann minntist ekki á fonnlega aðild. Hann sagði að ríkis- stjóm hans myndi taka upp allar regl- ur ráðstefnunnar og samþykkja það sem önnur riki ráðstefnunnar hefðu samþykkt. Ráðstefnan er framhald Helsinkiráðstefhunnar 1975. leiðslu sína. Verð á olíu lækkaði í gær þegar birtar voru tölu um miklar birgðir Bandaríkjamanna af olíu. Ol- íuverð gæti enn haldið áfram að lækka. Nafnverð á tunnu er nú um 14 dollarar en sérfræðingar búast þó ekki við að það fari niður fyrir 10 dollara eins og það gerði 1986 vegna mikillar ofTramleiðslu. Ólafur Noregskonungur á fslandi 1988. Noregskóngur að hressast Læknar sögðu í gær að Ólafur kon- ungur Noregs væri að ná sér en hann var hætt kominn vegna hjartaslags og lungnabólgu. „Hans hátign er f góðu skapi og sýnir mikinn viljastyrk", sagði í tilkynningu Ríssjúkrahússins. Lungnabólgan er nær horfin og hjart- að starfar eðlilega. Norðmenn virða konung sinn mikils m.a. er hann tákn um andspymu við hemám Noregs í stríðinu og er hann talinn látlaus maður fólksins. Haraldur krónprins hefur tekið við skyldum föður síns sem þjóðhöfðingi Noregs. Hann er 53 ára en Ólafur er 86 ára og elsti þjóðhöfðingi í Evrópu. Skortur á konum vegna stúlknamorða: Makalausir Kínverjar Kínverskum karlmönnum reynist sífellt eriiðara að finna sér eigin- konur. Samkvæmt kðnnun CNS, fréttastofunnar í Kína, eru meira en 90% ógiftra Kínverja karlkyns. Fréttastofan gaf út skýrslu í gær þar sem sagði að í aldurshópnum 29- 49 ára væru 10 milljón fleirí karlar en konur. Ástandið færi versnandi, því að í aldurshópnum 0-19 ára væru 13.9 miUjón íleiri drengir en stúlkur. í skýrslunni var sagt að í 100 manna úrtaki ógiftra Kínvcrja hefðu 93 reynst vera karlar cn aðeins 7 konur. Ástandið er verst í Guangxi héraði í suðvesturhluta Kína, þar sem rúmlegá 120 drcngir fæðast á móti 100 stúlkum. í skýrslunni er ekki gctið um ástæðurnar fyrir þessari þróun en fréttastofan sagði í febrúar að í mörgum svcitahéruðum væri stúlkubornum drekkt. Annars Staðar nýttu mcun sér þann mögu- leika nútímavísinda að kanna kyn ófæddra barna og láta fóstureyða þeim ef þau rcyndust vera af röngu kyni. Margir forcldrar telja nauðsynlegt að vlðhalda nafni fjöl- skyldunnar með því að eignast son og sú stefna kínverskra stjórn- valda að banna hjónum að eiga fieiri en eitt barn hcfur orðið til að sumir foreldrar vilja helst ekki eignast stulku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.