Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 7. júní 1990 fÉÉI*: GARRI Tíminii MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavik Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrífstofun Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð f lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Öryggi Evrópu Venjulega eru viðræðufundir milli ríkisstjóma og ein- stalo-a ráðherra um Evrópumálefni bundnir við við- skipta- og efnahagslega samvinnu Evrópuríkja. Reynt heáir verið að sigla sem mest óbreytta stefnu í þeim málum hvað sem líður stjómmálaþróuninni í Mið- og Austur-Evrópu, þ. á m. í Sovétríkjunum sjálfum. Haldið er fast við að skipulagsbreytingar innan Evr- ópubandalagsins standist áætlun og alríkisvald þess verði aukið efhahagslega og pólitískt. Lítill bilbugur virðist vera á því að samningar milli EFTA og EB um „Evrópskt efnahagssvæði“ haldi sitt strik og virðist hvorki í því né öðm talin þörf á að breyta neinu, þótt Evrópukortið hafi verið teiknað upp á nýtt á fáum mánuðum og næsta óvænt. En hvað sem því líður að Vestur- Evrópulöndin láti sem „byltingin mikla 1989“, svo notuð séu orð danska utanríkisráðherrans, hafi engin áhrif á Evr- ópuríkishugsjón sína og EFTA-ríkin sjái enga ástæðu til að hægja á ferðinni í samningum um sín mál við Evrópubandalagið, þá er sýnilegt að austur-evrópska byltingin setur mark sitt á samskipti vestrænna þjóða og Austur- Evrópuríkja á sviði vamar- og öryggis- mála. Þau mál em til umræðu í Kaupmannahöfn á fundi utanríkisráðherra 35 þjóða sem eiga aðild að Helsinkisáttmálanum ffá 1975 um öryggi Evrópu og samstarf Evrópuþjóða um ffiðarmál. Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu er við- varandi samskiptavettvangur aðildarþjóða Helsinki- sáttmálans og getur komið saman þegar henta þykir. Þessi samskiptastofnun svo til allra Evrópuríkja og Bandaríkjarma og Kanada að auki er bersýnilega að fá aukið gildi eftir stórbyltinguna í kommúnistaheim- inum. Svo langt hefur talið um mikilvægi Helsinki- sáttmálans gengið, að fyrir tilstilli hans mætti leggja niður Atlantshafsbandalagið og Varsjárbandalagið sem úr sér gengið skipulag valdajafnvægis og vamar- öryggis, en láta umræðuvettvang Helsinkisáttmálans taka við hlutverki hemaðarbandalaganna. Slík bjartsýni um hlutverk Helsinkisamkomulagsins sætir auðvitað gagnrýni og efasemdum eins og fram kom í ræðu íslenska utanríkisráðherrans í Kaup- mannahöfn í gær. í máli Jóns Baldvins Hannibalsson- ar endurómar sá tónn sem er í talsmönnum allra NATO-ríkja, að Atlantshafsbandalagið hljóti að starfa áffam. Undir það má taka að óraunhæft sé að hraða upplausn Atlantshafsbandalagsins. Hitt sýnist ein- boðið að hlutverk þess er að breytast. Það getur ekki starfað á sama grundvelli eftir „byltinguna“ í austan- tjaldslöndunum eins og það hefur gert í meira en 40 ár. Atlantshafsbandalagið kemst ekki hjá því að sæta breytingum í samræmi við stjómmálaþróun Evrópu og veiklun Varsjárbandalags sem ekki er nema nafhið tómt. Þörf fyrir nýskipan öryggiskerfis Evrópu er augljós. Viðræður um það efni hljóta að fara ffam á vettvangi Helsinkisamkomulagsins hvert svo sem endanlegt skipulag öryggismálanna verður. Það verð- ur ffamtíðin að leiða í ljós. Nýr vettvangur, eða Nýr vettlingu r, sem mun vera kunnara orð á stærsta stjórnarandstöðuflokkn- um í borgarstjórn Keykjavíkur, fundaði í fyrrakvöld til aö ræða úr- siit kosninganna. Af fréttum að dæma hefurfiokkurínn uppgötvaö að hann var í ranninni sigurvegarí kosninganna i höfttðborginni þó borgarfuiltrúar hans hafi aðeins orðið tveir en ekki fjórir eða fimm eins og Vettlingurínn hafði gert sér vonir um og titkynnt fyrir kosning- ar. Nú, hálfum mánuði eftir kosn- ingarnar, þegar vclflestir eru búnir að velta fyrír sér úrslitunum og greina þðu eftir efnuin og ástæð- um, kemur fram sú túlkuo að gaoiia fjórflokkakerfið bafi þegar alif kemur tU alls beðið skipbrot i kosningunum. Aðaihöfundur þess- arar kenningar er Svanur Krist- jánsson, hugmyndafræðingur Nýs vcttlings og iektor í stjórnmáia- fræði við Háskóla íslands. Garri er þeirrar skoðunar að Svanur hafi jafnan komíð upp með skynsam- legri kenningar en þessa, en jafijvel hinum ágætustu stjúrumálafræð* ingum getur fatast flugið þegar þeir eru sjálfir mitt í þeirri hríng- iðu sem þelr hyggjast greina. Þaö fer þó að verða vei þekkt i Félags- vísindadeild Háskólans að pólitisk- ir hugmyndafræðingar flokka velj- ist til Íektorsstarfa, og í Ijósi þeirrar staðrcyndar er óhæft að hafa sömu fyrirvara á íræðilegu glldí kennioga Svans um kosninga- sigur Nýs;; vcttlings og kenninga; Hannesar Hðlrastelns um aUa skapaða hluti. En sjaldan er ein báran stök og í krafti þessa kosningaósigurs Nýs vettlings, sem á hálfum mánuói er orðinn að kosningasigri, hyggst flokkurinn nú jafnvci bjúða fram tU Alþingís í næstu kosningum. DV greinír frá þvi í gær að nú séu „$amfy!kingaröftin“ í Nýjum veft- lingi að íhuga frainboð undir sömu formerkjum og í sveitarstjórnar- kosningunum, eini vandinn sem að steðji sé sá að ef um haustkosning- ar verði að ræða gæti tíminn sem til stefnu er reynsi naumur. Gangi þetta eftir og Steingrími licr- inannssy ni verði aðósk sioni um að stjúrnin sitji út kjörtimabilið má heldur betur búast við tíðindum í ísleuskrl pólitík. Alþlýðubandalag- iö myndi þá Ifklega bjóða fram kiofið líkf og om daginn og Alþýðu- flokkurinn sennUega alls ekld nema undir nýjum formerkjum. Enginn veit hvar Ólafur Ragnar myndi vera en nú yrði hann að taka afstöðu með öðru hvoru Al- þýðubandalagsframboðinu. Aí myndinni seni fylgdi fréttinni í DV um málið má sjá þau Kristinu Á. Ólafsdóttur, fyrrura alþýðubanda- iagskonu og stuðningsmann for- mannslns I þeim flokki. Þar má líka sjá Hrafn Jökulsson, fyrrum nn, nú i Ál- þýðuflokknuni samkvæmt DV. Hrafn cr búinn að fá sér barðahatt að hætti Jóns Baldvins og gengur síðan undir nafilinu litli Jón. Litli Jón mun væntanlega beita sér fyrir þvi innan Alþýðuflokksins að flokkurinn hjóði fram undir nýju nafni í komandi kosningum og fá „standing ovation“ frá Hafnar- fjarðargenginu, sem hefur ýmislcgt að fela eftir kosningaósigurinn á dögunum - eða hvað? Einnig er á myndinni sjáifur oddviti Vcttíings- ins, Ólína Þorvarðardóttir, og er haft eftir henhi í DV að „framboð Nýs vettvangs á Jandsvisu kæmi mjög vel til greina, en þó tæpast undir eigin nafni.“ Garrí bíður spenntur eftir því að heyra hvaða nafn muni veljast á landsframboð af þessu tagi. En í Ijósi þess að kratar vilja ekki láta gleyma sér og þar í flokki eru hatt- ar í tfeku, og i Ijósi þess að þarna veröa kratar og kommar komnir samnan undir eino hatt er næsta sjálfgefið að kalla framboðið Nýjan hatt. Hitt er annaö mál, að gangi þessir draumar Vettlinganna eftir, skal Garri glaóur éta sinn gamla fjórflokkahatt. Garri Tíminn birti um síðustu helgi út- drátt úr uppslætti sem breskt stór- blað gerði um helgarskemmtun í Reykjavík og var fjallað um inn- fædda og tiltektir þeirra í yfirlætis- fullum háðungartóni, og skyldi engan undra. I gær var Morgunblaðið andaktugt yfir íslandsfréttum gervihnattasjón- varpsins Sky, sem einhvem daginn flutti frétt frá íslandi í lok allra fréttatíma um berrassaða karlinn á íþróttavellinum. Moggi ber sig aumlega yfir því að fréttamenn í út- löndum hafa engan áhuga á „lífi eða menningu þeirrar þjóðar er byggir eyjuna við ysta haf.“ Þykir málgagni Lúsodda, og allra annarra væminna nævista sem framkalla grænar bólur á lesendum sínum með venjulegu gjálfri um fegurð stúlkna söguþjóðarinnar á sögueyj- unni, geimftéttastöðin sýna lista- þjóðinni miklu litla virðingu. Hins vegar hafa færri tekið eftir að geimstöðin gerði betur en margsýna strákinn sem hljóp um berrassaður bæði að aftan og framan og segja hvar svona fyndni þætti skemmti- Ieg. Því var skýrt til skila haldið að þetta væri þjóðbúningur innfæddra. Svona ummæli þykja níðangursleg ef sögð eru um þjóð sem býr fyrir sunnan tempraða beltið, en bara skondin um fólk sem lítur út eins og svin, svo enn sé vitnað í ritstjóm Mogga. Sýkna og sekt Fílefldir lögregluþjónar hlupu bera strákinn á Laugardalsvellinum uppi, báru út og búruðu inni. Sögðu að hann ætti eftir að afþlána og þar við situr. Hins vegar var annar berrassaður bak og fyrir sem klappað var lof í lófa fyrir sýninguna á sjálfúm sér á almannafæri. Svo bar til um hvítasunnuhelgina að sá virðulegi og sómakæri kaup- maður, Haukur Jakobsen, leit út um glugga á heimili sínu við Sóleyjar- götu að gá til veðurs. Þá voru ný- mæli á ferð. Strípaður karl framdi berrössun í Hljómskálagarðinum fyrir framan stofuglugga góðborg- aranna og sagði Haukur síðar, að ekki væri laust við að hann hafi orð- ið hissa. Opinberunin við Sóleyjargötu er liður í listahátíð sem eflir menning- arlífið og ber hróður lands og bók- menntaþjóðar um víða veröld. Verst að fréttahaukar skuli ekki sjá púðr- ið í listrænum rassa- og tippasýn- ingum á almannafæri og sýna það tjáningarform söguþjóðarinnar í geimsjónvörpum heimsins. Þess í stað margsýna íúrtamir ómerkilegan striplara sem hleypur um í þjóðbúningi innnfæddra á fót- boltaleikjum með gjörsamlega ólistræna lögregluþjóna á eftir sér. Næst ætti strípalingurinn á vellin- um að hafa vit á að fella rassaköst sín inn í listahátíð og fá borgað fyr- ir tiltækið í stað þess að vera stung- ið í tugthúsið og gert að greiða sekt. Og nú velta lögfróðir því fyrir sér hvers vegna annar sýningargripur- inn er handsamaður og dæmdur fyr- ir sama verknað og annar fær lof og opinberan aur fyrir. Varla nema von að Jakobsen hafi orðið dálítið hissa. Búkakúltúr aö utan En það er víðar en á íslandi sem frægðarfólk upphefst með því að bera á sér botninn, eða botna ann- arra. Svo er um japanska ofurlistakonu sem von er á að komi til íslands og fremji gjöminga til eflingar and- legu lífi bókmenntaþjóðarinnar á sögueyjunni við ysta haf. Frægðarferill stúlkunnar hófst með kvikmyndagerð og bar þar hæst verk sem hún gerði um rassa. I þvi einstæða bíói er bragðið upp á hvíta tjaldið títtnefhdum líkams- hluta 600 eða 6000 manna og kvenna, misjöfhum að stærð og lögun, hverjum á eftir öðmm og höfðu menn misjafna skemmtun af á sínum tíma. En engum blandast hugur um að listrænt var þetta bíó og menningaraukandi. Hins vegar var haft á orði að sumum væri farið að leiðast þó nokkm fyrir lok sýn- ingarinnar en bót er að því að aldrei þarf að bíða lengi eftir að sjá The End á sýningu bakhlutamyndarinn- ar. Fleiri frægðarverk vora unnin klæðalaust og líklega hafa umbúðir um hljómplötu aldrei vakið aðra eins alheimsfúrðu og þær sem vemduðu tónverk manns frú Ono og þau hjónin prýddu með ómeng- uðum baksvip sínum á bakhliðinni og að sjálfsögðu fúllri ásýnd á for- síðu. Svona renna nú menningarskeiðin saman og er talsverð ónákvæmni í frásögn himnasjónvarpsstöðvarinn- ar af rassasýningum á íslandi og ekki nema von að Mogga sámi, að ekki er minnst þar á annað en ótýndan rassaglenni, innfæddan, en ekki minnst á listrænan þokka stráksins á hlaðinu hjá Jakobsen. En vonandi líta heimsfréttamenn himnastöðva upp þegar japanskir poppgjömingar verða færðir upp á sögueyjunni og verður sú dýrð mik- il. Svo er mál að fara að slá botninn í þetta skrif, sem flest má segja um, nema að botnleysa er það ekki. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.