Tíminn - 09.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.06.1990, Blaðsíða 3
'Laagardagur 9: júnr 1990 Tíminn 3 Hvað á að gera þegar aðeins 22 bílastæði eru við 23 íbúða fjölbýlishús? FELLA NIÐUR EINA ÍBÚÐ? íbúar í flöibýlishúsi við Granda- veg eru ekki alls kostar ánægðir með hvemig til hefur tekist við að skipuleggja bilastæði við húsið. i því eru 23 íbúðir, en hins vegar eru aðeins 22 bflastæði við húsið. íbúamir hafa sent inn kvörtun til félagsmálaráðuneytisins vegna þessa máls. Ráðuneytið vísaði því til embættis byggingafulltrúa í Reykjavík. Tíminn spurðist fyrir hjá bygginga- fulltrúaembættinu hvernig málið yrði leyst. Þar var fátt um svör, en bent á að hugsanlega mætti fella niður eina íbúðina svo fjöldi ibúða og bílastæða standist á. Yfir tvö ár eru liðin frá þvi að fyrstu íbúarnir fluttu inn í húsið. Nær útilokað er að kom fyrir einu bílastæði í viðbót við það. íbúar í fjölbýlishúsinu segja að iðulega skapist þar vandræðaástand vegna skorts á bilastæðum. Þess ber að geta að skortur á bílastæðum við fjölbýlis- hús er gamalt vandamál. Engar reglur eru til um hve mörg bilastæði skulu vera við fjölbýlishús, Ballettinn „Palli og Palli" á Listahátíð íslenski dansflokkurinn frumsýnir 14. júní í íslensku Óperunni „Palla og Palla" nýjan ballett fyrir börn. Verkið er sprottið af kynnum við hina þekktu barnasögu „Þegar Palli var einn í heiminum", sem fjallar um drauminn þegar Palli vaknar einn dag og er aleinn í heiminum. Palli og Palli er frjálsleg túlkun á þessari sögu og nokkrum atriðum bætt við til að mæta kröfum dansins og leikhússins. Allir hlutir sem á vegi Palla verða lifna við og ímyndunar- aflinu er gefinn laus taumur. Þannig túlka dansarar appelsínu, klæðaskáp og strætisvagn svo eitthvað sé nefht. Danshöfundur er Sylvia von Kos- poth, en hún er Hollendingur og hef- ur starfað hér á landi í vetur, m.a. kennt við Listdansskóla Þjóðleik- hússins og Kramhúsið og samið verk með danshópnum Pars pro Toto. Þrjár sýningar verða á Palla og Palla á Listahátíð. Frumsýning er 14. júní kl. 20:00 og tvær sýningar laugar- daginn 16. júní kl. 14:30 og 17:00. Miðaverð er kr. 800. Sýningin tekur um klukkustund í flutningi. Miðasala fer fram i miðasölu Listahátíðar í Reykjavík. -EÓ Vigdís fer til Sovétríkjanna Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, fór áleiðis til Sovétríkjanna í gær. I Moskvu opnar forseti sýningu á verkum ungra islenskra myndlistar- manna i „All- Russian Decorative and Folk Art Museum". Þar verða sýnd verk eftir Huldu Hákonardóttur, Hrein Friðfínnsson, Kristin G. Harð- arson, Rristján Guðmundsson og Rögnu Róbertsdóttur. Forseti sækir einnig konsert Sigriðar Ellu Magnús- dóttur óperusöngkonu og Anatolii Safiullin bassasöngvara í Rakhman- inoffHall. . I Leningrad opnar forseti samnor- ræna myndlistarsýningu í Hermitage safhinu. Sýningin er haldin á vegum norræna ráðherraráðsins. Verður hún flutt til Moskvu síðar í sumar. Á sýn- ingunni eru m.a. verk eftir Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson. í fylgd með forseta íslands verður Kornelius Sigmundsson forsetaritari. en ljóst er að stefnt var að því að hafa þau jafnmörg íbúðunum í umræddu hús. Hins vegar tókst af einhverjum orsökum ekki að ná þessu markmiði. Byggingafulltrúinn í Reykjavík hefur verið mótfallinn því að íbúar í fjöl- býlishúsum merki sér bílastæði, en ekki skipt sér af því sé það gert. -EÓ GEFUR HJOL Lionsklúbburinn Eir færði nýlega Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga að gjöf tvö Monark þrekþjáífunarhjól. Á myndinni er formaðurinn Jóna Ólafsdóttir (til vinstri) að afhenda gjöfina Soffíu Sigurðardóttur yfir- sjúkraþjálfara, að viðstöddum Bjart- eyju Friðriksdóttur, Eyrúnu Kjartans- dóttur og Sigurþóru St. Briem frá L E IÐ <l ¦¦¦ Aðgengiteg ávöxtunarleið! Viltu geta gripiö til sparnaöar meb litlum fyrirvara? Sparileib 1 er mjög aögengileg ávöxtunarleiö þegar þú vilt ávaxta sparifé þitt í skamman tíma, minnst þrjá mánuöi. Meö því ab velja Sparileib 1 tryggirbu þér greiban abgang ab sparifé þínu. Á Sparileib 1 geturbu náb 3,25% vöxtum umfram verbtryggingu. Leibarvísir liggur frammi á öllum afgreibslustöbum bankans. ÍSLAN DSBAN Kl -í takt við nýja tíma! Sparileiðir Islandsbanka - fyrir fólk sem fer sínar eigin leiðir í sparnaði!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.