Tíminn - 22.06.1990, Page 3

Tíminn - 22.06.1990, Page 3
Föstudaguc 22. júní 1990 Tíminn 3 Hrífur umferðarfræðslan betur á fótgangandi en ökumenn: Gangandi fómarlömbum fækkað, akandi fjölgaö Slys á gangandi vegfarendum voru færri á síðasta ári heldur en nokkru sinni síðan slysaskráning Umferðarráðs hófst fýrir hálf- um öðrum áratug. Fjöldi látinna ökumanna og farþega í bílum hefur á hinn bóginn aldrei verið meirí á sama árabili. A árinu 1989 létust 28 manns í umferðarslysum á íslandi. QQDIIDiiDB!l 23AHA !'»• AHA i;/AMA AMA . HAMA KONA KÍ.’NA DRCNGUR KARl M KARI V DDDDDDDDD 2:;ARA 19AHA 5ARA 15ARA 8AI«A ,?f-A‘<A I Al‘:'> 1ARA i’.A'IA ';/.RlM STtJLKA TFLPA TELPA TELPA KONA 1 LLI'A PH.lt.KGN A DDDBDDDD 0 83 AHA 37ARA KARLM KONA 18 ARA STIJLKA 31 ARS KARI.M . ií; ara KARIM ÖKL’MENN BIFHJÓLA ÖKUMcNN BIFREIOA rARÞEGAR I FRAMSÆTI FAnÞEGAR I AFTURSÆTI GANGANDI VCGFARANDI 28 SAMTALS 1990 [flfflli’ll'Sií'fll'ííjl'riit 'jit|t|l'iiÍfÍ! ÉiiifflfiiaifÉi jllfifíijli! Á siöustu árum hafa aö moáallnli ?4 látist a áii hór á landi i umtoiöarslvsum lUMFERDAR Pr4d Aðeins einn fótgangandi lét lífið í umferðarslysi 1989, borið saman við 6 manns árið á undan. Svo langt sem skýrslur ná hafa þessi fótgang- andi fómarlömb umferðarinnar ver- ið að meðaltali 7-8 á ári — þ.e. aldr- ei færri en 4 og fjórum sinnum hafa 10-12 manns týnt lífi á þennan hátt, síðast 1985. Dauðaslys í bílum vom hins vegar 25 í fýrra (14 ökumenn og 11 far- þegar þeirra), borið saman við 20 árið áður og um 14 að meðaltali á ámnum 1980-1987. Alls kostaði umferðin 28 mannslíf á síðasta ári. Þar af vora 2 ökumenn bifhjóla, einn gangandi og 25 í bifreiðum sem áður segir. Enginn tapaði hins vegar lífi í reiðhjólaslysi, á skelli- nöðm eða dráttarvél í fyrra. Alls urðu 97 gangandi vegfarendur fyrir umferðarslysi í fyrra, sem er mun lægri tala en nokkru sinni ffá 1977. Árið áður taldi þessi hópur 136 slasaða og látna og 128 að með- altali næsta áratug á undan. En hveiju mega ca 3-10 fótgang- andi vegfarendur þakka „lífgjöfina" á sama ári og akandi fómarlömb em fleiri en áður? Bendir þetta kannski til að aldrað fólk (sem oft er ekið á gangandi) sé hætt að hreyfa sig utan dyra? Eða er þetta einfaldlega af því að flestir era hættir að ganga? Omar Smári Ármannsson, upplýs- ingafulltrúi lögreglunnar í Reykja- vík, bendir m.a. á að svona lágar tölur um fjölda látinna gangandi vegfarenda verði að skoða í ljósi þess hvað oft geti verið stutt á milli lífs og dauða. Hugsanlega gæti skýringin að hluta til legið í því að fleiri hafi slasast alvarlega heldur en oft áður, þótt ekki væm tiltækar töl- ur þar um. Hvað aðrar skýringar snertir vitnar Ómar Smári til geysilegrar umræðu um umferðarslys fyrir svona tveim þrem ámm. „Við fylgdum þessari umræðu eft- ir. M.a. fóram við skipulega á víst- heimili og félagsmiðstöðvar aldr- aðra. Við reyndum að ná til eins margra úr þeirra hópi og við gátum til að spjalla við þá um öryggismál gangandi vegfarenda og þátttöku þeirra í umferðinni. M.a. útdeildum við endurskinsmerkjum. Þama var okkur vel tekið, því öryggi í um- ferðinni er mikið mál hjá þessum aldurshópi. Þetta fólk þyrsti í upp- lýsingar og vill fá aðvaranir,“ sagði Ómar Smári. Er þetta fólk e.t.v. móttækilegra fýrir upplýsingum og aðvörunum um umferðaröryggi heldur en öku- mennimir? Ómar Smári segir það ekki spum- ingu að móttækilegustu hópamir fyrir fræðslu hjá lögreglunni em bömin og unglingamir og á hinn bóginn gamla fólkið. Þessa hópa sé líka auðvelt að hitta á ákveðnum stöðum, sem aftur á móti sé erfiðara varðandi aðra. Þá hittir lögreglan hvað helst að máli eftir að slys hef- ur komið fyrir. „Þeir hafa þann hugsunarhátt að ekkert komi fýrir mig, þangað til eitthvað hefúr skeð. Bömin em að vísu oft óútreiknanleg. Aftur á móti er svo mikill asi á ungum ökumönn- um í umferðinni, og þeir láta síður segjast, eins og slysin sýna.“ Ómar Smári bendir einnig á, að þótt slösuðum í umferð hafi fjölgað það sem af er þessu ári á landinu öllu, þá hafi slysum fækkað töluvert í höfúðborginni. En þar og annars staðar í þéttbýli er fólk fremur á ferð fótgangandi en á þjóðvegum lands- ins, þar sem margir virðast gefa allt í botn og mörg alvarlegustu slysin verða. - HEI Nú eru starfandi um 140 loðdýrabú í landinu, en voru um 200 fyrir ári. Talið er að þeim fækki enn í haust: Vextir felldir niður á lánum til loðdýrabænda Erfiðleikar loðdýrabænda eru miklir. Stjómvöld hafa reynt að koma til hjálpar. Eina varanlega lausnin er verð- hækkun á skinnum. Timamynd Pjetur Kaloríuskertur bjór: HELGI MAGRI Ný tegund af áfengum bjór frá Viking-Brugg hf er nú kom- inn í hillur ÁTVR. Bjórinn ber nafnið „Helgi magri“, er 4% að styrkleika og einstakur á ís- lenskum markaði að þvi leyti að hann er kalorfuskertur, þ.e. hitaeiningar í Helga magra eru um helmingi færri en í ððrum algengum bjórum. Svo fáum hitaeiningum er náð með sérstðkum aðferðum við bruggun og gerjun bjórsins. Við það verður bjórinn þurr (dry), en „dry“ bjór hefur átt auknum vinsældum að fagna erlendis. Bruggmeistari Vík- ing- brugg hf er Alfred Teufel og hefur hann þróað þessa nýju tegund. Kippa af Helga magra kostar 600 kr. í ÁTVR, þ.e. 100 kr. hver flaska. GS. Staða fisk- matsstjóra er laus Embættí fiskmatsstjóra hjá Ríkismati sjávarafurða hefur verið auglýst laust til umsókn- ar. Staðan er veitt tíl fjðgurra ára í senn og er umsóknarfrest- ur til 6. júli 1990. Halidór Áma- son, sem gegnt hefur embætti fiskmatsstjóra frá 1. ágúst 1985, hefur verið ráðinn verk- efnisstjóri fyrlr sérstöku gæða- átaki í sjávarútvegi frá 1. sept 1990. Hefur Halldóri Árnasyni fiskmatsstjóra verið veitt lausn frá og með 15. júh' 1990. Stjóm Stofnlánadeildar landbúnað- arins hefúr tekið þá ákvörðun að fella niður vexti af lánum loðdýrabænda. Ákvörðunin gildir frá fýrsta júlí 1989 til íyrsta júlí 1992. Jafhframt ákvað stjómin að fresta öllum afborgunum á greiðslum til fyrsta júlí 1992. Framleiðnisjóður hefúr síðan í april greitt vexti af eldri afúrðalánum loð- dýrabænda. Sjóðurinn veitir jafn- framt 50% bakábyrgð á afurðalánum sem tekin em á þessu ári. Síðastliðinn vetur var þeirri hugmynd slegið ffam að Framleiðnisjóður keypti óseld skinn af bændum. Til þess hefúr ekki komið vegna þess að sjóðurinn hefúr ekki fjárhagslegt bolmagn til slikra kaupa. Undanfamar vikur hefúr Fram- leiðnisjóður verið að skuldbreyta lán- um loðdýrabænda í lán til lengri tíma, en sjóðnum var falið þetta verkefni með lögum sem samþykkt vom á Al- þingi í vor. Sú vinna er langt komin, en skuldbreytt verður hjá 170-180 bændum. Jón G. Guðbjömsson, ffam- kvæmdastjóri Framleiðnisjóðs, var spurður hvort einhver von væri til þess að loðdýrabændur gætu greitt lánin til baka. „Miðað við þær forsendur sem við emm með þá geta menn það. Spum- ingin er síðan hvort að forsendumar standist. Þær byggjast á spá um hækkandi skinnaverð. Ef skinna- markaðurinn hagar sér eins og mark- aðslögmálin segja að hann eigi að gera, þá á verð á skinnum að hækka. Við emm ekki með neinar bjartsýnis- spár og geram t.d. ekki ráð fýrir um- talsverðri hækkun á skinnum á næsta ári. Við gemm ráð fýrir að það taki mörg ár fýrir bændur að vinna sig út úr skuldunum." Jón sagði að í mörgum tilfellum væri engin lausn fyrir bændur að hætta loðdýrabúskap. „Það stendur engin venjulegur launamaður undir þessum skuldum. Menn verða að komast í mjög gott skipsrúm ef það á að ganga." Jón Ragnar Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda, sagði að ákvörðun stjómar Stofnlánadeildar létti mikið á erfiðri íjárhagsstöðu loðdýrabænda. Hann sagðist vona að með þessu og fleiri aðgerðum sem ráðamenn hafa gripið til skapaðist svigrúm fyrir bændur að komast yfir erfiðleikana. Jón Ragnar sagði að framtíð loðdýra- ræktarinnar væri undir því komin að verð á skinnum hækkaði. Framleiðsla á skinnum hefúr minnkað mikið upp á síðkastið. Jón Ragnar sagði að ennþá væri mikið til af skinnum í heiminum og til þessa hefðu þessar birgðir hald- ið verðinu niðri. Næsta stóra uppboð á skinnum verður í september. Jón Ragnar sagði hugsanlegt að skinna- verð þokist upp á við í haust, en eins líklegt væri að það héldist óbreytt. Talið er að í dag séu starfandi um 140 loðdýrabú í landinu, en fyrir ári vom þau tæplega 200. Talið er líklegt að þeim fækki enn í haust. Þá verður hvolpum sem fæddust í vor fargað. Búast má við að margir bændur hugsi sinn gang á þeim tímamótum og íhugi að hætta búskap ef horfur verða á óbreyttu skinnaverði. Jón G. Guð- bjömsson sagðist ekki vilja spá um hvað myndi gerast í haust. „Ég veit að margt af þvi fólki sem er í þessari at- vinnugrein í dag vill halda áfram. Það hefur lagt mikið í þetta og hefúr áhuga á búgreininni. Það er hins veg- ar spuming hvað það heíúr mikið þol. Það er búið að reyna á það til hins ítr- asta á síðustu árum,“ sagði Jón að lokum. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.