Tíminn - 22.06.1990, Síða 13

Tíminn - 22.06.1990, Síða 13
Föstudagur 22. júní 1990 Tíminn 13 rkvr\i\ðð ■ Mnr Nýr stíll eða hvað? Húsavík - Umboðsmaður Tíminn óskar eftir umboösmanni á Húsavík frá 1. júlí. Upplýsingar gefur Ólöf í síma 91-686300. Verkstjóri, Hvolsvöllur Viljum ráða verkstjóra í Vélsmiðju Kaupfélagsins. Upplýsingar gefur Ágúst Ingi Ólafsson kaupfélags- stjóri, símar 98-78132 og 98-78121. Kaupfélag Rangæinga. Madonna hefur mikil áhrif á fólk um allan heim. Það sannaðist vel er hún var á tónleikaferð sinni um dag- inn. Madonna var þá komin með nýja hárgreiðslu, ólíka þeim fyrri. Hún var með næstum því hvítt litað hárið og í síðu tagli. Þetta var þó ekki ekta hár heldur tagl sem búið var að festa við hennar eigið hár. A tónleikana mætti fólk með sömu hárgreislu og sýnir það vel áhrifa- mátt Madonnu á aðdáendur sína. En aðdáendur stjömunnar eyða ekki jafn miklum tíma í þessa hár- greiðslu og Madonna sjálf því það tekur tvo hárgreiðslumeistara um 45 mínútur að gera Madonnu klára. Sögusagnir hafa verið í gangi um það að Madonna sé í raun að verða sköllótt og þurfi því að nota gervi- hár. Talsmaður stjörnunar sagði Madonnu ekkert hafa að fela þó svo hún notaði gervihár. „Madonna er ennþá með fallegt hár og það er bara mgl að hún sé að verða sköll- ótt,“ sagði hann. Þessi nýja greiðsla er samt ekki nýtt fýrirbrigði því hugmyndin er stolin frá hárgreiðslu sem barbídúkkur em með. Vinningsnúmer eru: 10816, 7357, 4985, 9136, 10038, 15166, 9388, 11128, 17662, 19633, 2952, 9758, 10882. Blindrafélagið, samtök blindra og sjonskertra. Símsvarinn er 38181. Hver er maðurinn? Happdrætti Blindrafélagsins Dregiö 20. júní. MICKEY ROURKE í NÝRRI ERÓTÍK Jú, það er rétt. Þetta er enginn annar en Mel Gibson sem við þekkjum best úr hasarmyndum eins og Mad Max og Lethal Wea- pon. Hér er hann þó í allt öðmvísi hlutverki. Þetta er úr kvikmynd sem verið er að gera í Englandi og fjallar um Hamlet. Mel Gibson leikur Hamlet sjálfan og þykir efni- legur í því hlutverki. Með önnur hlutverk fara Alan Bates, sem leik- ur konunginn, og Glenn Close sem leikur móður Hamlets. Ekki era allir sammála hvemig til muni tak- ast með þá skipan því í raunvera- leikanum er Glenn Close 43 ára og Mel Gibson 34 ára. Það verður gaman að sjá hvort Glenn Close takist að vera sannfærandi í sínu hlutverki sem móðir hans. Mel Gibson, sem hefúr alla fjöl- skyldu sína með sér meðan á tök- um stendur, verður áfram í Eng- landi þegar tökum lýkur því hans bíður annað hlutverk. Hlutverk Hróa hattar. Mel Gibson sem Hamlet Útlitið er ólíkt því sem við höfum séð áður. Nýjasta mynd Mickey Rourke heitir Wild Orchid (Villt brönu- gras) og var framsýnd í Bandaríkj- unum fyrir nokkram mánuðum. Fjallar myndin um hinn eilífa ástar- þríhyrning og þykir í djarfara lag- inu. Myndin 9 1/2 vika sem Rourke lék í og sýnd var hér á landi og þótti gróf þykir ekki djörf miðað við atriði í Wild Orchid. Á móti Rourke í þessari mynd leikur Jaqueline Bisset og ung stúlka sem ekki hefúr áður sést á hvíta tjaldinu en hefur gert það gott sem fyrir- sæta. Það er ekki óalgengt að fyrir- sætur fái hlutverk nú á dögum í kvikmyndabransanum. Þessi unga stúlka hefur fallegt og náttúralegt útlit sem hæfir vel inn í myndina. Myndin gerist í Suður- Ameríku þar sem hiti er mikill og fólk mjög léttklætt. Við tökur á myndinni varð Rourke yfir sig hrifinn af þessari ungu stúlku og hún af hon- um og era þau saman núna. í með þeim. Vonandi verður þess ar getum barið þessa erótísku mynd myndinni era einmitt ástarsenur ekki langt að bíða að við íslending- augum. Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarfiokksins 15. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29352 2. vinningur nr. 14359 3. vinningur nr. 38822 4. vinningur nr. 8039 5. vinningur nr. 13391 6. vinningur nr. 33369 7. vinningur nr. 14360 8. vinningur nr. 14874 9. vinningur nr. 127 10. vinningur nr. 33064 11. vinningur nr. 2606 12. vinningur nr. 6749 13. vinningur nr. 17642 14. vinningur nr. 29032 15. vinningur nr. 13417 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti. Frekari upplýsingar eru veittar I síma 91-21379. Framsóknarflokkurinn Kvennahlaup I.S.I. Ætlar þú að taka þátt í Kvennahlaupi Í.S.Í. laugardaginn 30. júní nk.? Ef svo er komdu þá á sameiginlega göngu- og skokkæfingu LFK-hópsins, sem verður í Laugardalnum í Reykjavík, fimmtudaginn 21. júní kl. 20. Safnast verður saman við anddyri Laugardalshallar. Leiðbeinandi er Ragnheiður Ólafsdóttir íþróttafræðingur, fulltrúi LFK í undirbúnings- nefnd. Mætum hressar. Stjórn LFK. Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og imeð 2. júnf 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.