Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 2
c" firi vri’r 2 Tíminn '/-A\ h;'i;. rr líiQ.'ib’j'ivri Þriðjudagur 17. júlí 1990 Samdráttur hefur orðið í farþegaflutningum hjá Arnarflugi: Afpantanir vegna óþarfrar hræðslu Markaðshlutdeild Amarflugs á Evrópuleiðum félagsins hefur dregist töluvert saman á fyrrihluta þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Flugleiðir hafa bætt öriítið við sig og SAS sömu- leiðis, hefur m.a. tvöfaldað sitt sætaframboð á Kaupmanna- hafnarleiðinni. Fargjöld munu vera svipuð hjá flug- félögunum, bæði boðið upp á hærra verð íyrir mestu þjónustu og opna miða og lægra verð fyrir þá farþega sem eru tilbúnir til að binda sig meira. „Við áætlum að okkar hlutur á Evr- ópuleiðum á sama tíma í fyrra hafi verið rétt rúm 80% en sé nú um 85%. Á Kaupmannahafnarleiðinni einni og sér er hins vegar gert ráð fyrir að markaðshlutdeild SAS sé um 20 af hundraði. En þar tvöfolduðu þeir sætaframboð sitt í fyrra,“ sagði Einar Sigurðsson í samtali við Timann. „Eg hef ekki nákvæmar tölur þvi markaðshlutdeild ræðst af heildartöl- um markaðarins. Það liggur hins vegar fyrir að um talsverðan sam- drátt var að ræða í flugi Amarflugs vegna truflana," sagði Bjami Sig- tryggson, markaðsstjóri Amarflugs, þegar Tíminn hafði samband við hann. Bæði er þar um að ræða tmfl- anir þegar rikið leysti til sín þotu fé- lagsins og eins vegna erfiðleika í sambandi við leigusamninga. „Minna sætaframboð getur einnig að miklu leyti skýrt þessa þróun. Jafnframt var töluvert um afþantanir vegna þeirrar umfjöllunar sem varð um þessi mál. Farþegar virðast hafa orðið hræddir og ekki áttað sig á að flugreksturinn er í reynd með mikl- um ágætum. Þjónustan er jafhgóð og hún var og vil ég þar til dæmis nefha stundvísi Amarflugs. Við leggjum á það mikla áherslu að standa við áætl- anir. Síðan þessi mál leystust hafa verið átta reglulegar áætlunarferðir í hverri viku auk annarra ferða,“ sagði Bjami. jkb Vigdís til Lux Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hefúr þegið boð stórhertoga- hjónanna af Luxemborg um að fara í opinbera heimsókn til Luxemborgar dagana 10.-12. september 1990. VÍUaH til Hvols- vallar Héraðsnefhd Rangæinga hefúr sent frá sér ályktun sem samþykkt var á fyrst fúndi hennar á þessu kjörtíma- bili, þar sem nefhdin lýsir ánægju sinni yfir fyrirhuguðum flutningi kjötvinnslu Sláturfélags Suðurlands til Rangárvallasýslu. Þá skorar héraðsnefhdin á ríkis- stjóm Islands að kaupa eign Sláturfé- lagsins við Laugames í Reykjavík til að flýta fýrir flutningi Sláturfélags- ins. Minna um eyðnismit á íslandi en hjá grannþjóðum: Fræðslu einni ekki að þakka w Fjallvegir: Astandið eðlilegt Astand íjallvega er nú með eðli- legu móti og jafnvel betra en á sama tíma í fyrra. Ekki mun líða á löngu þar til flestir fjallvegir verða færir. Skagafjarðarleið upp í Sprengis- „Það svona gengur í bylgjum og aðallega upp á við núna,“ sagði Óli kokkur í veiðihúsinu við Þverá i gær. Síðasta holl, sem hætti á há- degi í gær, var með 28 fiska. Tíu fiskar komu á land fyrir hádegi. Samtals úr bæði Kjarrá og Þverá em komnir um 580 laxar, og er það vel yfir meðallagi. Það er nægur fiskur í ánni en hann er ekki duglegur við að taka. Hann hreyfir sig lítið og lítur þá helst við flugunni. Eins og annars staðar vantar ferskt vatn og væri tveggja daga úrhellisrigning vel þegin af veiðimönnum. Dapurt í Laxá í Leirársveit Það er óhætt að segja að veiðin í Laxá í Leirársveit hafi verið með lakara móti það sem af er sumri. Á and verður þó ekki opnuð í sumar, þar sem brú yfir Eystri Jökulsá skemmdist vegna snjóþyngsla. Ekkert ömggt vað er á ánni og því ekki ráðlegt að reyna að fara yfir hana. GS. hádegi í gær vora komnir 179 fiskar á land, sem er ekki mikið meira en veiðimenn gátu fengið á einni góðri viku í fyrra. Það holl sem nú veiðir í ánni er skipað þaulreyndum bandarískum veiðimönnum, sem hafa vanið kom- ur stnar í ána undanfarin ár. Þeir hófu veiðar á laugardag og hollið stendur í viku. Þeir veiða eingöngu á flugu og hafa fengið um 50 laxa, sem verður að teljast ágætt. Að sögn Jóns Odds Guðmundsson- ar, veiðivarðar í Laxá, er ástand ár- innar ekki með besta móti. I henni er lítið vatn og þvi göngur litlar. „Það er allt of hlýtt og okkur vantar rigningu,“ sagði Jón og skaut ekki fyrir það loku að regndansinn yrði stiginn á næstu dögum. I samantekt frá landlækni kem- ur í Ijós aö þeir er sýkst hafa af HIV eða eyðniveirunni eru heldur færri en búist var við í spám. Tíminn hafði samband við Sigurð Guðmundsson lækni og spurði hvaða ástæður hann teldi koma þama til. „Sem betur fer má almennt segja að undanfarið ár hafi greinilega miklu færri greinst smitaðir en við áttum von á. Okkar spár vom byggðar á út- breiðslutölum þjóðanna í kring og þær hafa reynst rangar Skýringamar gætu verið annars vegar að smitaðir kæmu ekki inn í heilbrigðiskerfið Lifnar yfir Laxá í Þing. í gær lifnaði nokkuð yfir veiðinni í Laxá í Aðaldal og tólf fiskar komu á land fyrir hádegi í gær. Það hefur gengið illa undanfama daga, þar sem áin hefúr verið afskaplega köld, aðeins sjö gráður. En áin hefur nú hlýnað og laxinn er farinn að láta sjá sig. Á öllum svæðum í Laxá í Aðaldal era komnir um 520 fiskar, sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Laxinn lætur ekki bjóða sér maðk, og því hefur „gardenfly" mátt víkja fyrir spón og flugu. Þess má geta, fýrir veiðimenn sem vilja krækja sér í veiðileyfi, að vegna forfalla era nokkrir dagar lausir í Aðaldal um mánaðamótin ágúst-september. Að öðra leyti er áin uppseld. GS. þar sem þeir vantreystu því. Eða hins vegar að útbreiðsla sjúkdóms- ins sé önnur og minni en hjá grann- þjóðum okkar. Við vonum auðvitað að sú skýring sé rétt og teljum hana reyndar mun liklegri," sagði Sigurð- ur. Hann taldi það jafnframt styðja síð- ari skýringuna að færri hefðu þegar fengið einkenni alnæmis en gert hafði verið ráð fyrir. „Þeir sem era mikið veikir eiga ekki annarra kosta en að leita inn í heilbrigðiskerfið og við áttum von á fleiram með ein- kenni." Hann taldi líklegustu skýringu á minni útbreiðslu eyðni á íslandi en hjá nágrönnum okkar vera þá að hér væri minna um mjög fátækt fólk og hlutfallslega minna um sprautusjúk- linga. „Við eram ekki með getto þar sem sjúkdómurinn hefúr breiðst út með miklum hraða. Hins vegar dreg ég í efa að við getum enn sem kom- ið er farið að klappa okkur á bakið og þakka þeirri fræðslu sem staðið hefúr verið fýrir þessa minni út- breiðslu. Fræðslan hér hefúr verið á mjög svipuðu stigi og hjá grann- þjóðum. Áð vísu má ef til vill gera ráð fýrir að á íslandi hafi fræðslan náð til fleiri en annars staðar þar sem sagt er að almennur fjölmiðla- áhugi sé hér meiri en víðast hvar í veröldinni. En ég held að skýringin sé miklu frekar almennt þjóðfélags- leg,“ sagði Sigurður. Meginvandamálið í dag sagði Sig- urður vera að sífellt hefði dregið af þeim sem þegar hafa sýnt einkenni alnæmissmits og þeir þyrftu í aukn- um mæli mikla umönnun. Þetta væri vandamál sem þyrfti að leysa. jkb URHELLISRIGNING VÆRI VEL ÞEGIN Fréttirfrá Umferðarráði: Alvarlega slösuðum hefur fækkað mikið Alvarlega slösuðum í umferðar- slysum hér á Iandi hefúr fækkað um 34% á fýrstu sex mánuðum þessa árs, miðað við sama tíma í fýrra. Hugsanleg skýring á þessari fækkun er aukin notkun bSbelta og barnabflstóla. Þetta kemur fram í frétt frá Umferðarráði. Þar kemur einnig fram að 82 hafa orðið fýrir alvarlegum meiðslum i ár, sem voru 125 á árinu 1989. Lítils háttar fækkun hefúr orðið á heild- arfjölda siasaðra. Frá áramótum hafa orðið 9 bana- slys í umferðinni þér á landi og 13 manns hafa látist Flestir hafa látið Ufið í umferðarslysum í Árnessýslu, eða 6 manns, og 4 hafa látist i um- ferðarslysum í Húnavatnssýslum. Þá hafa 12 fleiri ökumenn slasast í ár en í fyrra, en siösuðum farþeg- um hefur fækkað um 8. Túttugu og tveimur fieiri ungmenni á aldrin- um 17 tfl 20 ára hafa slasast í um- ferðinni á fýrri helmingi þessa árs, en á sama tíma í fýrra. Talsvert hærra hlutfall þeirra sem slasast hafa i ár hefur notað örygg- isbúnað, þ.e. bflbelti eða barnabfl- stól, sem er talið hugsanleg skýring á fækkun meðal alvarlega slasaðra frá í fýrra. Þannig verða áverkar ekki eins alvarlegir og ella. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.