Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 15
'Þriðjudagur 17. júlí 1990 Tíminn 15 ■ V- í?! ittASéss • *■•■<•::■>■ ÍÞRÓTTIR Fynrliöi UMSK hampar hér trtlinum sem liöið fékk sem stigahæsta liöið á Landsmótinu í Mosfellsbæ. Tímamynd; Pjetur Landsmót UMFÍ í Mosfellsbæ: UMSK Landsmótsmeistari Landsmóti UMFf lauk í Mosfells- bæ á sunnudag. Sigurvegarí mótsins varð lið UMSK, sem fékk 333 stig og var 53 stigum yfir næsta liði, HSK sem fékk 280 stig. Sigur UMSK er sögulegur, því að lið HSK hefur nær einokað keppnina frá því á fimmta ára- tugnum, að undanskildum tveim- ur landsmótum. Aðsókn á landsmótið var minni en áætlað var og setti þar veðrið strik í reikninginn. Aftakaveður var á laug- ardag og einnig var leiðindaveður á íostudag. Um 10 þúsund manns voru á landsmótinu. Ágætur áiangur náðist á landsmót- inu og stendur þar uppúr árangur Pét- urs Guðmundssonar i kúluvarpinu, en hann kastaði 20.66, sem er besti árangur á Norðurlöndum í ár og ann- að besta kast Islendings frá upphafi. Besta afrekið í kvennaflokki átti Guðrún Amardóttir UMSK, en hún hljóp 100 metra grindahlaup á 13.7 sek. Þá sigraði Einar Vilhjálmsson Visa-mótið í spjótkasti, en boðsmót á landsmóti. Þá má ekki gleyma árangri Unnar Stefánsdóttur HSK, en hún sigraði í 400 metra hlaupi og varð ijórða í 800 metra hlaupi. Unnur er 39 ára gömul og er 21 ári eldri en sú sem varð í öðru sæti í 400 metrunum, frábær ár- angur hjá Unni. Eins og áður sagði urðu UMSK landsmótsmeistarar í heildarstiga- keppninni. Liðið sigraði fyrst og fremst á breiddinni. Þá átti liðið góð lið í boltagreinum og sundi. Lið HSK varð í öðru sæti en þeir áttu stiga- hæsta fijálsíþróttaliðið. UMSE varð i þriðja sæti með 212 stig. Fjórða sæt- ið vermdi lið UMSB með 209 stig og í því fimmta varð lið HSÞ með 205 stig. ÖIl sambandsfélögin 29 tóku þátt í mótinu að þessu sinni og hefur það aldrei gerst áður og aldrei hafa grein- amar verið fleiri, eða um 73. w íþróttir fatlaðra: Olafur fékk gull í sundi Keppni á Heimsleikum fatlaðra hófst í Assen í Hollandi í gær. Þar keppa sjö Islendingar og á sunnudag Knattspyrna: Makanaky í Malaga Ein af HM stjömum Kamerún í knattspymu, Cyrelle Maka- naky, sem leikið hefur með franska annarrar deildar félag- inu Toulon, hefur skrifað undir þriggja ára samning við spánska annarrar deildar félagið Malaga. Liðið féll í aðra deild á liðnu keppnistímabili. Ekkert hefur verið látið uppi um söluverð á kepptu þrir þeirra í sundi. Ólafur Ei- riksson krækti í gullverðlaun í 400 m skriðsundi. Hann synti á 4.43,08 mín, en hann átti fjórða besta tímann í undanrásum, 4.56,89. Þá varð Kristín Rós Hákonardóttir þriðja í 50 m skriðsundi og Rut Sverrissdóttir varð einnig þriðja í 200 m bringusundi. Eins og áður sagði keppa sjö íslend- ingar á mótinu, en ásamt þeim þrem- ur fyrmefhdu keppa þau Haukur Gunnarsson (fijálsar íþróttir), Geir Sverrisson (sund), Lilja M SnorTa- dóttir (sund), Halldór Guðbergsson (sund) og Sigrún Pétursdóttir (sund). Islendingar hafa oft á tíðum náð góð- um árangri í iþróttum fatlaðra og er þá skemmst að minnast árangurs þeirra Lilju Snorradóttur og Hauks Gunnarssonar á síðustu Olympíuleik- um þar sem þau unnu bæði til verð- launa. Miklar vonir era bundnar við þátttöku sjömenningana á þessum Heimsleikum og fastlega má búast við því að verðlaunapeningamir verði fleiri. íslandsmótið — Hörpudeild: Valsmenn í topp- sæti eftir sigur á IA Valsmenn halda enn toppsætinu, eftir sigur á Skagamönnunt á Skipaskaga á laugardag 3-2 í skemmtilegum og spennandi ieik. Valsmenn byrjuðu leikinn betur undan sterkum austanvindi og skoruðu strax á 10 mín. Þar var að verid Snævar Hreinsson sem skoraði með skalla eftir auka- spyrnu Þorgríms Þráinssonar. Aðeins tveimur mínútum síðar komst Antony Karl Gregory inn- fyrir vörn Skagamanna og skor- aði með glæsilegu skoti. 2-0 og að- eins 12 min liðnar. Þegar líða tók á hálfleikinn komust Skagamenn meira inn í leikinn og þegar skammt var til leiksloka náði Sig- ursteinn Gíslason að minnka muninn. Skagamenn léku undan vindin- um í síðari hálfleik og sóttu stift. Þeir fengu ágæt færi en náðu ckki að nýta þau. En á 60 mín náði Antony Karl að skora þriðja mark Vaismanna gegnt gangi leiksins. Nokkru síðar þurfti dómari leiksins, Guðmundur Haraldsson, að gripa til rauða spjaldsins. Heimir Guðmundsson þurfti að yflrgefa völlinn fyrir ljótt brot á Snævari Hreinssyni og skömmu síðar var Inga Birni Albertssyni, þjálfara Vals, vísað í stúkuna fyrir óprúðmannlega framkomu. Arnar Gunnlaugsson sem komiö hafði inn sem vara- maður minnkaði muninn rétt fyrir leiklok og lokatölur urðu 2- 3 Valsmönnum í hag. Eins og áð- ur sagði dæmdi Guðmundur Haraldsson leikinn og gerði ágætlega. Jafnteflií Fossvoginum Vikingur og KR gerðu jafntefli 1-1 f frekar döprum leik í Foss- voginum á sunnudagskvöld. Vík- ings-Iiðið var ívið betri aðilinn í leiknum, en jafntefll verður þó að teljast sanngjörn úrslit leiksins. KR-ingar skoruðu mark sitt á 10 mfn leiksins og var þar Björn Rafnsson að verki. Eftir markið datt leikurinn niður. Liðin spil- uðu ágætlega á köflum, en árang- urinn var enginn. í síðari hálfleik voru Vikingar sterkari aðilinn, en KR- ingar bökkuðu f vörnina og frelstuðu þess að halda fengn- um hlut. En það var ekki fyrr en um flmmtán minútur voru til leiksloka að Vfkingum tókst að jafna. Þar var Trausti ómarsson að verki, en hann skallaði knött- inn í KR-netið eftir aukaspyrnu. Leikinn dæmdi Ólafur Sveins- son, Úrslit leikja í gærkvöldi: Fram-ÍBV .............. 3-4 Stjarnan-Þór........... 3-0 KA-FH................... 4-0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.