Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 17. júlí 1990 Þriðjudagur 17. júlí 1990 Tíminn 9 í--. ■ í haust mun viðskiptaráðherra leggja fram á Alþingi nýtt frumvarp um auglýsingar. í frumvarpinu er lagt til að stofnuð verði: Auglýsinganefnd sem getur bannað auglýsingar og sektað auglýsendur í haust verður lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um breytingu á lögum um verð- lag, samkeppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti. Frumvarpið sem um ræðirtekur sérstaklega til auglýsinga og mætti i raun frekar kalla það viðbót við gildandi lög heldur en eiginlega breytingu. Meðal annars er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar auglýs- inganefndar er íylgist með auglýsingum og hafi vald til að stöðva þær ef um brot á regl- um frumvarpsins, eða þegar gildandi lög- um, er að ræða. Sömuleiðis er það nýmæli að nefndinni verður gert heimilt að sekta þá er gerast brotlegir við bann um allt að einni milljón króna. Ymsum aðilum hefur verið sent frumvarp- ið til umsagnar og skoðanir varðandi ágæti þess eru töluvert skiptar. Verslunarráð Is- lands telur frumvarpið vera óþarfl í núver- andi mynd. Er meðal annars bent á að hing- að til hafi verðlagsráð séð um kærur vegna auglýsinga. Er talið að stofnun fyrrgreindar nefndar komi aðeins til með að skapa óþarfa rugling. Jafnframt gagnrýnir Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Is- lands, þá ætlun að steypa saman f eina nefnd bæði löggæsluaðila, ákæranda, dómara og innheimtuaðila. Neytendasamtökin hins vegar hafa ekki nema gott eitt um frumvarpið að segja en vilja þó bæta við það ákvæði um bann við innskotum auglýsinga. Er það í samræmi við vilja meirihluta í skoðanakönnun sem Neytendasamtökin stóðu fyrir. Langur meðgöngufími Árið 1987 var samþykkt á Alþingi þings- ályktun um auglýsingalöggjöf þar sem rík- isstjóminni var falið að skipa nefhd til að undirbúa heildarlöggjöf um auglýsingar. Þingsályktunin byggðist á tillögu Stein- gríms J. Sigfússonar frá árinu 1986. Árið 1988 skipaði síðan Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra nefnd er í sátu Jón Ög- mundur Þórðarson, lögffæðingur í við- skiptaráðuneytinu, Jón Magnússon hdl., Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri, Sól- veig Ólafsdóttir, lögffæðingur og fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýs- ingastofa, og Þórhildur Gunnarsdóttir, verslunar- og markaðsstjóri. Starf nefndarinnar byggðist meðal annars á að kynna sér lög og reglur varðandi auglýs- ingar erlendis. Má þar nefna gildandi reglur á hinum Norðurlöndunum og breska aug- lýsingsamþykkt. Með tilliti til aukinnar notkunar gervihnatta til sjónvarps- og hljóð- varpssendinga auk hugsanlegrar sameining- ar Evrópu í efnahagsbandalag var jafhframt tekið mið af siðareglum Alþjóðaverslunar- ráðsins um auglýsingastarfsemi, tilskipana ráðs Evrópubandalagsins um villandi aug- Eftir Jóhönnu Krístínu Bimir lýsingar, sjónvarpssendingar yfir landamæri og fleira. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á komandi hausti og taki gildi frá og með fyrsta október 1990 nái það ffam að ganga. Milljón króna sektarheimild nýrrar auglýsinganefndar Meðal helstu breytinga nýju laganna frá núgildandi lögum er stofnun svokallaðrar auglýsinganefndar. Hingað til hefúr hér á landi starfað siðanefnd skipuð fulltrúum Sambands islenskra auglýsingastofa, Versl- unarráðs íslands og Neytendasamtakanna. Siðanefhdin hefur ekki getað bannað aug- lýsingar heldur aðeins gefið ábendingar og veitt áminningar. Sömuleiðis hefúr hingað til ekki verið um að ræða refsingar vegna brota siðareglna. Að sögn formanns Neyt- endasamtakanna, Jóhannesar Gunnarssonar, hafa því þeir aðilar er standa utan fyrr- greindra samtaka, gjörsamlega getað huns- að ábendingar siðanefndarinnar. Með tilkomu nýju laganna er gert ráð fyrir skipun fimm manna nefndar er starfi fjögur ár í senn. I nefndinni koma til með að sitja fúlltrúar frá sömu aðilum og í siðanefnd en auk þeirra mun ráðherra skipa formann sem verður lögffæðingur og annan mann með sérþekkingu á sviði fjölmiðlunar. Brot á ákvæðum laga verður nú hægt að kæra til auglýsinganefndarinnar en einnig mun hún geta tekið upp mál af sjálfsdáðum. Telji formaður nefndarinnar auglýsingu bijóta í bága við lög getur hann bannað hana. Mun bannið geta staðið í viku eða uns nefndin hefur komið saman og tekið ákvörðun. Banni nefndarinnar má fylgja ákvörðun um sekt sem komi til fram- kvæmda ef bannið er brotið. Hámarkssekt skal vera ein milljón króna, og breytist í samræmi við vísitölu. Sektina má innheimta með lögtaki. Auglýsinganefnd getur jafnframt krafist allra nauðsynlegra upplýsinga af aðilum tengdum auglýsingum sem eru til meðferðar hjá nefndinni. Þá hefur nefndin heimild til að kveðja menn á sinn fund til munnlegrar skýrslugjafar. „Stórkostlega óeðlilegt“ I umsögn Verslunarráðs um ffumvarpið segir meðal annars: „I fyrirliggjandi ffum- varpi eru engin ný veigamikil ákvæði um auglýsingar sem þegar er ekki lagarammi um.“ Jafnffamt eru 46. og 47. greinar ffum- varpsins gagnrýndar. í þeirri fyrri segir m.a. að auglýsingar skuli vera á lýtalausri ís- lensku nema sérstaklega standi á. En sú seinni leggur bann við að veittar séu ófull- nægjandi, rangar eða villandi upplýsingar. Telur Verslunarráð að þessum greinum muni verða afar erfitt að framfylgja svo vit sé í. „Þær munu annaðhvort valda ómældum leiðindum fyrir alla aðila eða sem líklegra er verða marklaus samanber 27. ákvæði verð- lagslaganna sem aldrei hefur reynt á.“ En það ákvæði fjallar einmitt um ófúllnægjandi upplýsingar. Veigamesta athugasemd Verslunarráðs tengist skipun auglýsinganefhdar. „Sam- kvæmt verðlagslöggjöf hafa Verðlagsstofn- un og Verðlagsráð hlutverki að gegna í eftir- liti og kærumálum vegna auglýsinga. Því er það stórkostlega óeðlilegt að setja upp við hlið verðlagsráðs annað stjómvald til þess að annast sömu mál í sömu lögum." Að lok- um segir: „Verslunarráð Islands mælir því gegn endurflutningi ffumvarpsins í núver- andi búningi.“ „Aöskilnaóur löggjafar*, dóms- og framkvæmda- valds gleymdist“ „Siðanefndin er sett upp í samstarfi þeirra aðila er hlut eiga að máli, en er fyrst og fremst á vegum Sambands íslenskra auglýs- ingastofa. Verðlagsráð hefúr hingað til haft öll völd til að banna auglýsingar bijóti þær í bága við gildandi lög. Að setja upp nefnd til að gæta sömu laga væri eins og að hafa tvær tegundir af lögreglu eða tvo hæstarétti. Þessi auglýsinganefnd er tómt rugl. Það sem í raun er verið að gera er að breyta siðanefnd SÍA í opinbert apparat. En það er alls ekki heppilegt varðandi uppbyggingu stjóm- sýslu,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs. Hann sagðist telja að ef af stofnun nefndarinnar yrði myndi það leiða til að málum yrði vísað sitt á hvað til Verðlagsráðs og auglýsinganefnd- ar og myndi það eingöngu valda óþarfa ruglingi. „Eins og þetta er sett upp i frumvarpinu er gert ráð fyrir að auglýsinganefnd gegni hlutverki lögreglu, ákæranda, dómara og innheimtuaðila. Þeir sem sömdu þetta hafa greinilega ekkert heyrt um aðskilnað lög- gjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Mér finnst að semjendur frumvarpsins hafi farið út á mjög hálan ís,“ sagði Vilhjálmur. Hann nefndi einnig að Verslunarráð væri ekki að draga úr því að til staðar þyrfti að vera löggjöf um auglýsingar. Hins vegar teldu þeir réttara að stefht væri að frekari út- færslu núgildandi laga, sem og nánari ákvæðum um störf Verðlagsráðs og hvemig því bæri að taka á þeim málum sem upp koma. Oskað var eftir umsögn SIA um frumvarpið. í SÍA em tólf auglýsingastofur í allt. Ástæða þess að ekki em fleiri í sam- tökunum munu einkum vera ákvæði um stærð og veltu auglýsingastofa sem nauð- synlegt er að uppfylla til að þeim sé veitt innganga. Stjóm félagsins hefur ekki tekið frumvarpið til umfjöllunar enn sem komið er. Er ekki búist við að af því verði fyrr en um mánaðamótin ágúst-september. Félags- mönnum mun þó hafa verið kynnt efni frumvarpsins á síðasta aðalfúndi. Vom þeir félagsmenn er Tíminn hafði tal af sáttir við að sett væri frekari reglugerð um auglýsing- ar. En sögðu þó að allt eins mætti búast við ákveðnum athugasemdum. Almenningur andstæóur auglýsingainnskotum Meðal annarra hagsmunaaðila er fengu frumvarpið sent vom Neytendasamtökin. Formaður samtakanna Jóhannes Gunnars- son sagði í samtali við Tímann að Neyt- endasamtökin fognuðu þessu frumvarpi, styddu það og hefðu samþykkt fýrir sitt leyti, með einni tillögu um viðbót. Þá þættu einstaka ákvæði of „loðin“ þó ekki hefði verið gerð sérstök athugasemd við þau. Viðbótin sem um ræðir er að ekki megi ijúfa útsendingu kvikmynda eða einstakra þátta í sjónvarpi til flutnings auglýsinga. Þetta á þó ekki við um beinar útsendingar þegar eðlileg rof verða á útsendingu. „Við gerðum könnun árið 1988 um viðhorf fólks til auglýsinga í sjónvarpi og hljóð- varpi. Þar var spurt: Hvað fyndist þér um að auglýsingar kæmu inn i kvikmyndir i sjón- varpinu? 91,2 af hundraði sögðu það slæmt, en 4,3 af hundraði vom því fylgjandi. Þann- ig að ekki leikur nokkur vafi á vilja almenn- ings í þessu máli. Við viljum stoppa það af að verið sé að gera hlé í miðjum þáttum til að koma að auglýsingum. Eg bara spyr, hver vill til að mynda fá þá þróun sem orðið hef- ur í Bandaríkjunum að tveggja klukku- stunda kvikmynd taki kanski þijá og hálfan tíma,“ sagði Jóhannes í samtali við Tímann. Aðspurður sagðist Jóhannes ekki vera sátt- ur við þriðju grein laganna og viðbót við hana þar sem segir meðal annars: „Ekki þykir ástæða til þess að hafa í lögunum heimild til að dæma í refsingu vegna ein- falds gáleysis heldur þarf að koma til ásetn- ingur eða stórfellt gáleysi.“ Jóhannes sagð- ist persónulega ekki treysta sér til að skera úr um mun á litlu og stórfelldu gáleysi. „Þama er að mínu áliti verið að skilja dym- ar eftir of mikið opnar. Það má segja að þetta sé dálítið loðið,“ sagði Jóhannes. Lög um afborgunarviö- skipti og frekari reglugeróir Jóhannes sagðist ofl óska þess að ýmsir hlutir gengju hraðar fyrir sig en þeir gera, en Neytendasamtökunum fýndist auglýsinga- frumvarpið mjög góð byijun. „Við vonum að ekki verði stoppað eftir þessa lagasetn- ingu því varðandi neytendavemd stöndum við langt að baki grannþjóðum okkar. En í þessum lögum er gert ráð fýrir að ráðherra setji frekari reglugerð um málið. Jafnframt hefúr okkur verið tjáð af viðskiptaráðuneyt- inu að verið sé að semja lög um afborgunar- viðskipti sem lengi hefúr verið brýn þörf á. Þannig að við fognum því að menn virðast vera að bretta upp ermamar og taka á þess- um málum , msm . lll : ■ .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.