Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 17. júlí 1990 1ARNAÐ HEILLA Sjötugur: Helgi Sæmundsson ritstjóri Mér þykir mjög við hæfi að ég biðji Tímann fyrir fáein orð í tilefni af sjö- tugsafmæli Helga Sæmundssonar sem á afmæli í dag. Hann er fæddur 17. júlí 1920 á Stokkseyri. Foreldrar hans, Sæmundur Benediktsson og Ástríður Helgadóttir, voru alþýðu- fólk og af alþýðufólki komin. Þau fluttu til Vestmannaeyja þegar Helgi sonur þeirra var bam að aldri og þar stundaði hann nám í gagnfræðaskóla 1936-39 en vorið 1940 útskrifaðist hann úr Samvinnuskólanum. Helgi var blaðamaður hjá Alþýðu- blaðinu 1943-1950 en þá réðst hann til Menningarsjóðs og vann þar síðan að útgáfumálum. Síðustu sjö blaða- mannsárin var hann ritstjóri. Um þetta og ýmiss konar nefndarstörf hans má lesa í mannfræðibókum. Helgi Sæmundsson varð þjóðkunn- ur strax á unga aldri og varð skjótt þjóðsagnapersóna. Þegar hann er spurður hvort slíkar sögur séu sannar, svarar hann gjaman sem svo að það hljóti að vera. Helgi var fæddur með alvarlegan hjartagalla sem bagaði hann mjög ffaman af ævi. Á þeirri veilu varð um síðir ráðin bót vestur í Ameríku og þá fyrst vissi Helgi hvað það var að hafa sæmilega heilsu. Honum var það ær- in manndómsraun að ganga með þennan kvilla. Það fylgdi og með að framan af ævi gekk honum illa að hafa vald á máli sínu og framburði og hefðu margir lingerðari menn kosið að láta sem minnst til sín heyra á al- mannafæri. En hér bjó að baki sá lífs- þróttur sem ekki var drepinn í dróma, Helgi lét ekki bælast og gekk með si^ur af hólmi. Á blaðamannsárum sínum skrifaði Helgi talsvert um stjómmál, enda var hann í stjóm Sambands ungra jafnað- armanna og flokksins alls. Þó dvaldi hugur hans meira við bækur og skáldskap. Árið sem hann varð tví- tugur kom út ljóðakver eftir hann: Sól yfir sundum. Fljótlega mun hon- um hafa fúndist helst til mikill un- gæðisbragur á kverinu og jafnvel verið fremur raun en yndi að því. Það sýnir þó hvert hugur hans stefndi. Og á árunum 1975-81 komu ffá hans hendi 4 ljóðakver þar sem margt er laglega sagt svo að ljóðavinir munu telja hann hafa bætt fyrir bemsku- brekin ef menn meta æskuljóðin svo. Ég sá og heyrði Helga Sæmundsson fyrst vorið 1938 þegar hann var að byrja að láta til sín taka á mannfúnd- um. Þegar ég var blaðamaður hjá Tímanum hlutum við öndverðir að klóast stundum eins og verða hlýtur á stríðsvelli. Síðan vomm við 17 ár saman í úthlutunamefnd listamanna- launa og urðu af þessu öllu talsverð kynni. Hygg ég að óhætt sé að segja að okkur hafi fallið skár eftir því sem kynnin urðu lengri og samstarfið meira. Þegar horft er til baka virðist mér að ævistarf Helga Sæmundssonar sé öðm ffemur að taka þátt í bók- menntaumræðu í landinu í hálfa öld. Hér mun ég ekki tíunda einstök verk en miklu tel ég skipta hvemig sú um- ræða gengur. Þó að nú megi kalla um sinn að rólega sé tekið á málum, var sú tíðin að bókmenntaumræðan var í baráttustíl og Helgi ágætlega liðtæk- ur á vígvellinum. Nú þakka ég samskiptin og minnist margra skemmtilegra stunda þegar vopn em hengd á vegg og tekið upp það sem kallað er léttara hjal. Gott væri enn að lifa og eiga kost slíkra tækifæra. H.Kr. Guðmundur Benediktsson Fæddur 3. maí 1907 Dáinn 13. júní 1990 Ekki var hann sonur minn hár í loft- inu, er hann kynntist mildri hendi Guðmundar Benediktssonar, þess manns er við kveðjum í dag. Þær vom ófáar gönguferðimar, sem þeir fóm saman og mátti þá vart á milli sjá hvor var hamingjusamari. Mun þetta hafa verið mikil lífsfylling fyrir þá báða. Þar eð leiðir okkar foreldr- anna skildu var Guðmundur því allt- af sem kær afi á heimilinu. Alltaf var hægt að leita til þessa ljúfa og bam- góða manns. Guðmundur fæddist í Kjrkjuskógi í Dölum, fluttist snemma til Reykja- víkur af heilsufarsástæðum, þar eð hann þoldi ekki að starfa við hey- skap. Fljótlega hóf hann störf hjá Eimskip, fyrst við uppskipun, síðar sem skrifari, það er hann bar ábyrgð á vinnutíma þeirra manna, sem störf- uðu við skipaafgreiðslu. Mér er tjáð að honum hafi farið þessi störf vel úr hendi, því að hann var óvenju tölu- glöggur maður og starfi sínu mjög trúr. Við þetta starfaði hann ffam yfir sjötugt. Frístundir sínar notaði hann gjama til lestrar góðra bóka, ekki síst þeirra er fjölluðu um byggðir og nátt- úm landsins. Guðmundur hafði alla tíð mikla ánægju af ferðum í sveitina, því að landbúnaðarstörf áttu alla tíð sterk ítök í honum. Þetta kom mjög vel í ljós í heimsóknum á sveitaheimili, er hann átti kost á, ásamt mér og syni mínum. Guðmundur eignaðist sjö systur, þar af em tvær látnar, hinar em allar bú- settar héma í Reykjavík. Einnig átti hann fóstursystur og fósturbróður, sem nú er háaldraður. Nú er sætið hans Guðmundar autt. Nú spyr hann ekki ffamar um vinn- una, skólann eða annað, sem snertir daglegt líf. 1 lok maí tóku sig upp veikindi, sem Guðmundur hafði átt við að stríða í mörg ár. Var hann þá fluttur á Landspítalann, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Þar áttum við kost á að fylgjast með líðan hans daglega. Vil ég nota tækifærið og þakka starfsfólki hjartadeildar ffá- bæra umönnun, einnig Tryggva Ás- mundssyni lækni, sem hafði annast hann á Vífilsstöðum og einnig utan spítalans, og Guðmundur bar mikið lofá. Við þökkum Guðmundi hinar fjöl- mörgu góðu samverustundir og ást- vinum hans sendum við samúðar- kveðjur. Blessuð veri minning hans. Elín og Kristinn Nú er komið að kveðjustundinni. Fjölskylduvinur okkar, Guðmundur frá Erpstöðum Benediktsson, eða Mundi eins og við kölluðum hann alltaf, er nú látinn. Og þegar ég nú sest niður og rita þessi fátæklegu orð streyma minn- ingamar fram í hugann. Leiðir okkar Munda lágu saman frá því ég var smábam í Eskihlíðinni, þar sem hann leigði hjá foreldmm min- um. Minningamar sem ég á ífá Eski- hlíðarámnum, en þaðan fluttist ég fimm ára gömul, em flestar, ef ekki nær allar, tengdar Munda. Hann var mér svo sérstaklega góður og hafði gaman af heimsóknum mínum upp í risherbergið, þó lág væri ég í loflinu. Enda fékk ég alltaf góðar móttökur og oft gott í munninn. Ofl tók hann mig með sér í göngutúra og við skoðuðum nágrennið, m.a. kindumar hennar Im- bu gömlu í Eskihlíðinni, en í þá daga vom Hlíðamar hálfgert úthverfi. Eftir að fjölskyldan fluttist í vestur- bæinn hélst þó vináttan og samband- ið óslitið ffam á þennan dag. Hann kom oft í heimsókn á sunnudögum þegar ég var krakki, og eins hittumst við á stórhátíðum og i afmælum, ann- aðhvort á Hagamelnum, á Látra- ströndinni hjá Trausta bróður mínum eða í Hafnarfirði, eflir að ég stofnaði þar mitt heimili. Mér hefúr alla tíð fundist svo eðlilegt að Mundi væri sem einn af fjölskyldunni. Og eftir að ég gifti mig og eignaðist sjálf fjöl- skyldu héldust vináttuböndin, þó að oft yrði lengra á milli þess að við hitt- umst hin síðari ár. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum Munda og þakklát fyrir það, hvað hann var mér og minni fjölskyldu alla tíð góður. Ég votta aðstandendum hans inni- lega samúð. Vor sál er svo rik af trausti og trú, að trauðla mutt bregðast huggun sú. Þó cevin sem eldinn þrjóti, Guðs eilífð blasir oss móti. (Jóhannes úr Kötium) Stefanía í dag verður til moldar borinn vinur minn Guðmundur Benediktsson. Hann andaðist á hjartadeild Land- spítalans 13. þ.m. eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Hann var fæddur að Kirkjuskógi í Miðdölum, Dalasýslu, 3. maí 1907, þriðja bam þeirra hjóna Guðrúnar Guðmunds- dóttur og Benedikts Snorrasonar er þar bjuggu. Árið 1914 fluttist Guðmundur með fjölskyldu sinni að Erpstöðum í sömu sveit, en þar hafði áður búið afi hans Snorri Þorláksson og kona hans Hólmffíður Baldvinsdóttir. Erpstaða- heimilið var til fyrirmyndar um alla heimilishætti og gestrisni, svo orð fór af. Þar var löngum gestkvæmt, því þangað áttu margir erindi. Meðal annars var þar bókasafn sveitarinnar um árabil. Á þessu menningarheimili ólst Guðmundur upp ásamt 7 systrum og tveimur fóstursystkinum. Eins og að líkum lætur fyrir tíma vélvæðing- arinnar var nóg að starfa á stóru heimili og hann mun ekki hafa verið gamall er hann fór að leggja lið við bústörfin. Það kom fljótt í ljós er hann fékk aldur og þroska hversu verklaginn og fylginn sér hann var við öll störf. Hugur hans stóð einnig til að afla sér meiri menntunar og fróðleiks. Veturinn 1926 til 1927 fór hann til náms á Hvítárbakkaskóla í Borgar- firði. Oft minntist hann þess tíma og hve það hefði orðið sér notadijúgt á lífsleiðinni. Eftir Hvítárbakkadvölina mun áhugi Guðmundar á íþróttum hafa vaxið. Hann og nokkrir ungir menn úr Miðdölum fengu leikfimi- kennara til að kenna sér leikfimi, og um líkt leyti var stofnað Ungmenna- félagið Æskan og var hann einn af stofnendum þess. Á stefnuskrá fé- lagsins var, auk íþrótta og skemmt- anahalds, aðstoð við heimili sem þurftu hjálpar við vegna veikinda. Til dæmis var algengt að koma saman á sunnudegi um sláttinn og hjálpa til við heyskapinn. Var æði oft sem þess þurfiti með. Ef tími vannst frá brauð- stritinu á sunnudögum á sumrin var stundum farið í útreiðatúra og man ég eftir Guðmundi á góðum fáki á þeim stundum. Árið 1947 fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og hóf störf hjá Vega- gerð ríkisins og vann þar í nokkur ár, en lengst af starfaði hann hjá Eim- skipafélagi Islands, eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Oft mun starfið á höfninni hafa verið Guð- mundi erfitt, því hann var ekki heilsuhraustur og haldinn asma í mörg ár. Hann var mjög ósérhlifinn og harður við sjálfan sig við að mæta í vinnu þó lasinn væri. En störf hans nokkur síðari árin við höfnina voru honum léttari. Þá fékk hann svokall- að skrifarastarf og fórst honum það vel úr hendi sem annað er honum var trúað fyrir. Guðmundur var að eðlis- fari mjög nákvæmur og samvisku- samur til orðs og æðis. Kynni okkar Guðmundar og fjöl- skyldu minnar urðu fyrst veruleg eft- ir að hann fluttist til Reykjavíkur. Þá höguðu atvikin því svo, að hann leigði herbergi í sama húsi og við á Kárastíg 10, og eftir að við fluttum í Eskihlíð 16A fékk hann nokkru síðar leigt hjá okkur og keypti svo af okk- ur íbúðina, þegar við árið 1956 flutt- um á Hagamel 34. Árið 1984 skiptir hann svo um íbúð og flytur í Eskihlíð 22. Guðmundur leigði alltaf hluta húsnæðisins gegn aðhlynningu og var hann lánsamur hvað það snerti og þurfti ekki oft að skipta um leigjend- ur, enda hafa þau Elín og sonur henn- ar, Kristinn, verið hjá honum á þriðja áratug. Guðmundur var dagfarsprúður mað- ur og sérstaklega bamgóður, enda hændust þau að honum. Að leiðarlokum vill fjölskyldan þakka honum tryggð og vináttu á liðnum árum og biður honum Guðs blessunar. Aðstandendum færi ég samúðar- kveðjur. Víglundur Sigurjónsson FRIMERKI Islensk frímerkjasöfnun og póstsaga Háskólaútgáfan: íslensk frí- merkjasöfnun og póstsaga. Heim- ildaskrá. Rannveig Gísiadóttir. Reykjavík 1990. 113 bls. Innan raðarinnar, Lykill, rit um bókfræði, er nú komið út hefti með þeirri fyrirsögn er að ofan getur. Ef til vill er þetta ein sú þarfasta bók, er út hefir komið hér á landi, fyrir frímerkjasafnara. Það er svo með söfnun frímerkja og póstsögu, eins og hverja aðra söfnun, hluta eða efnis, að til þess að vel sé þarf að vera hægt að leita sér heimilda. Nú loks, árið 1990, stöndum við frammi fyrir því að geta það. Auk heldur er það kona, sem ekki hefir verið of mikið af í þessum fræðum, sem heldur upp á þetta merkisár með því að senda frá sér slíka bók. Þessu ber frímerkjasöfnurum að fagna og nota sér til hins ýtrasta, svo söfnun þeirra verði betri og ánægjulegri. Þetta eru fyrstu viðbrögð við bók þessari, því að þörfin fyrir hana var mikil. Við lauslegan samanburð á efni í fátæklegri spjaldskrá minni, verð ég þess hinsvegar var, að þama vantar margt, en einnig er margt í bókinni, sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til. Svona er þetta einfaldlega í allri söfnun. Aðeins stöðug leit get- ur leitt til þess að eitthvað verði fullkomið, það er að öllu efni verði saman safnað á einn stað. Því er nauðsynlegt að halda þessari söfnun áfram, svo lengi sem eitthvað finnst til viðbótar og bæta við. Mætti þá til dæmis gefa út viðbætur á einhverju árabili, t.d. fimmta hvert ár, og svo nýja heildarútgáfu á fimmtán til tuttugu ára fresti. Þama á einnig Frímerkja- og póstsögusjóður að koma myndarlega inn í og sjá til að rit þetta sé sífellt ferskt, til hagræð- is fyrir safnarana. Aðeins örfá atriði vildi ég þó taka fram um það sem mér finnst að mætti fara betur. Undir lið 6, á bls. 14, finn ég ekki frímerkjaklúbbinn Heklu, sem þó starfaði lengi og gaf út Safnarann á sínum tíma. Heldur ekki Frímerkjaklúbb Æskunnar, sem enn er starfandi, né Félag ungra frímerkjasafnara og mörg fleiri fé- lög sem getið er í heimildum upp- töldum í bókinni. Þá vantar allt efni úr Alþýðublaði frá 1954-1960. Rit þeirra Vestmannaeyinga vantar einnig. Svona mætti lengi telja, en hér skal staðar numið. Þetta aðeins undirstrikar að verkinu er alls ekki lokið. Hér þarf að vinna lengur og mikið meira. Því er þetta verðugt áframhaldandi verkefni fyrir Rann- veigu og Póstsögusjóðinn svo að út geti komið nýjar og betri útgáfur bókarinnar. Það er einmitt það ánægjulega við söfnunina, að henni má halda áfram í það óendanlega og hafa sífellt meiri ánægju af því sem ávinnst. Aðstandendum ritsins óska ég hinsvegar til hamingju með verkið, sem er vel af stað komið og satt best að segja, betra en ég þorði að vona. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.