Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 16
AUOLVSINOASÍMAR: 680001 - 6863QO NUTIMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 SAMVINNUBANKINN BYGGÐUM LANDSINS l.'IH--*.!,'! NISSAN Réttur bíll á éttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða2 Slmi 91-674000 L0ND0N-NEWY0RK-ST0CKH0LM DALLAS ^=-"-^ TOKYO Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tímiim LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ1990 Netaeigendur á Hvammstanga ekki sáttir við að net þeirra skuli fjarlægð. Sama gerðist í fyrra en þá var: Veiðieftirlitsmaður og lögregla íVestur-Húnavatnssýslu lögðu í fýrradag hald á silunganet sem lögð höfðu verið við Vatns- nes í Miðfirði. Eigendur nokkurra netanna hafa kært þetta til lögreglunnar og segja að hér sé um löglegar veiðar að ræða. Haft er eftir veiðieftirlitsmannin- um Eiríki H. Helgasyni í Morg- unblaðinu í gær að netin sem lögð eru meðfram ströndinni i Mið- firði uppfylli ekki þau skilyrði sem sett eru í nýrri reglugerð. Skylt er t.d. að hafa nafn eigehda á netunum en þorri þeirra mun hafa verið ómerktur. Einnig muni möskvastærð þeirra vera ábóta- vant. Eigendur netanna, sem eru sjö, hafa þegar kært þetta til lögregl- unnar og segja að netin séu full- komlega lögleg. Ágúst Sigurðs- son, einn eigenda, sagði í samtali við Tímann í gær að þeir sem áttu netin hafi allir verið með veiði- leyfi. Netin hafi verið samkvæmt reglugerð hvað varðaði möskva- stærð og merkt sínum eigendum. „Reyndar eru sum merkt upphafs- stöfum og veiðileyfisnúmerum en þessir menn töldu ekki nóg að hafa eingöngu upphafsstafina og vildu hafa fullt nafn." Hann sagði að hér væri um silunganet að ræða en ekki laxanet eins og fram kom í Morgunblaðinu i gær. Ágúst sagði að þetta hafi líka komið fyrir í fyrra að netin voru tekin og veiðin kærð. „Netunum var hins vegar skilað á Þorláks- messu. Við höfðum samband við sýslumanninn i morgun og hann sagði að sennilega yrði netunum skilað." Ágúst sagði það vera al- rangt sem komið hefur fram að ekki sé leyfilegt að leggja net í landi Hvammstanga. Það sé full- komlega leyfilegt þeim sem hafa aflað sér veiðileyfis hjá hreppn- um. „Hvammstangi á veiðirétt um 20 faðma út í sjó og að landa- mörkum beggja enda. Öll þessi net voru innan þeirra marka," sagði Ágúst að lokum. -hs. Bilun við nýju aðveituæðina á Nesjavöllum: Stýrilokar standa á sér Nokkrir stýrilokar sem eiga að tengjast hinni nýju aðveituæð Hita- veitu Reykjavíkur frá Nesjavöllum hafa staðið á sér eftir að heitu vatni var hleypt á æðina til þess að prófa hitaþensiubúnað og finstilla stjórn- og mælikerfi. Að sögn Gunnars Kristinssonar hitaveitustjóra hafa ekki komið fram eiginlegar bilanir í lokunum heldur hafa þeir ekki virkað sem skyldi. Stýrilokarnir stjóma gufustreymi inn á virkjunina og halda hæfilegum þrýstingi á lögnum og tækjabúnaði. Um er að ræða loka af tegundinni Slumberger sem er frönsk fram- Veðrið í Reykjavík um helgina: Hlýtt áfram Spáð er áframhaldandi hlýju veðri í Reykjavík um helgina. Hitinn fór víða yfir 20 stig um miðjan dag í gær og samkvæmt spá frá Veður- stofunni verður það sama upp á ten- ingnum í dag, austan gola og hiti 12 - 19 stig. Búist er við hlýju og léttskýjuðu veðri á sunnudag um vestanvert landið en á mánudag er gert ráð fyr- ir að kólni á ný. -ÁG leiðsla. Viðgerðarmaður frá fram- leiðanda hefur þegar gert við einn lokanna en lokið verður við viðgerð- irnar eftir verslunarmannahelgina. Gert er ráð fyrir að framleiðandi beri kostnað vegna þessa. -ÁG Hjálparhella pólskra barna um langt árabil Ingþór Sigurbjömsson málarameistari í Reykjavík hefur mörg hin síðarí ár sent áríega marga gáma af hreinum notuðum fatn- aði af ýmsu tagi til fátækra bama og unglinga í Póllandi. Nokkrir vinir Ingþórs og aðdáendur þessa mikla fómarstarfs hans hafa unnið að því undanfarið að hann gæti átt kost á því að fara sjálf- ur til Póllands og dveljast nokkra daga meðal þeirra sem veita sendingum hans móttöku og njóta hjálpar hans. Með honum færí þá væntanlega aðal hjálparmaður hans, bréfritarí og túlkur; dr. Amór Hannibalsson. Þar sem þetta yrði töluvert kostnað- arsöm ferð og ekki er enn nægur farareyrir fyrir hendi mælast vinir hans vinsamlegast til að einstak- lingar og félög, sem fylgst hafa með starfi Ingþórs og meta það að verðleikum, sýni hug sinn til þess- arar ráðagerðar með því að senda sem fyrst ferðaframlag eftir efnum og ástæðum á gíróreikning nr. 33210 - 0 í Póstgíróstofunni Ár- múla 6, 150 Reykjavík. Greiðslu má inna af hendi á pósthúsum og i bönkum og sparisjóðum. Ef tekst að fjármagna þessa ferð verður hún jafnvel farin í ág- úst/september á þessu ári. Brygðust áformin rynni féð beint til hjálpar- starfsins. Þeir sem að þessu söfnunarátaki standa eru: Jón Ögmundur Þor- móðsson lögfræðingur, Sigurður Gunnarsson f.v. skólastjóri, Bern- harður Guðmundsson fræðslustjóri þjóðkirkjunnar, Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona, Ingólfur Guðmundsson námsstjóri, og Örlygur Hálfdanarson bókaút- gefandi. Vinnuslys í Þjóðieikhústnu: FÉLLAF EFRI SVÖLUM Vinnuslys varð við framkvæmdir í Þjóðleikhúsinui gær, Slysið varð nieð þeim bætti að maður féll fimm og hálfan metra a f c t'ri s völ- um niður í aðalsal hiissins. Mað- urimi var að saga sundur steypu- styrktarjárn og var fesrur í ðr- y ggisbclti. Hann haföi prófað það áður en það gaf s^ fains vegar í falliuu með þessum afleiðingum. Maðurinn er talsvert slasaður og var fluttur á slysadcild. Atburð- urin n átti sér stað um kl. fjögur. GS. Timamynd:Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.