Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 2
2 Tírriinn Fimmtudágur 1'6. águst 1990 Ólafur Theódórsson segist hafa borgað of há lóðaleigugjöld til ísáfjarðar, á bara að borga 1,77 kr. í leigu: Hnífsdælingar fé- flettir vísvitandi? Ólafur Theódórsson, starfsmaður hjá Fasteignamati ríkisins, hefur nú ákveðið að krefja ísafjarðarkaupstað um ofgreidda lóðaleigu allt að 10 ár aftur í tímann. Þetta ætlar hann að gera á grundvelli gamals lóðaleigusamnings milli Eyrarhrepps og sín, sem gerír ekki ráð fýrír að lóðaleiga hækki umfram verðbólgu. Þá eru ekki ákvæði í samningnum um uppsögn hans eða gildistíma. Aður en Eyrarhreppur og Isaíjarðar- kaupstaður sameinuðust árið 1971, voru gerðir í einhveijum tilvikum lóðaleigusamningar, er kveða á um fasta lóðaleigu, sem miðaðist við fer- metrafjölda lóða. Virðist það einkum eiga við íbúa í Hnífsdal. Við samein- inguna var þessu breytt og sú regla iát- in gilda, að miða lóðaleigu við fast- eignamat lóða. Olafúr Theódórsson sagði, að í sinu tilfelli hafi lóðin verið tekin undir verkamannabústað, og var lóðaleigu- samningnum þinglýst. „Þegar ég greiði upp Iánið sem ég tók fyrir hús- inu, þá kemur þessi samningur í ljós. I honum stóð, að ieiga eftir lóðina skal vera krónur 1,77 fyrir árið. Það eru engin ákvæði um hækkun, né um upp- sagnarfrest og samningurinn er ekki til ákveðins tima.“ Ólafur sagðist hafa skrifað bæjarstjóra ísafjarðar bréf vegna þessa máls, þar sem hann krefst endurgreiðslu þeirra lóðaleigugjalda sem hann hafði verið látinn boiga. Ól- RALA stóð fyrir alþjóð- legum fræðslufundi sl. föstudag: Haldinn í minn- Olafssonar Rannsóknastofnun landbúnað- arins hélt sl. fðstudag afþjóðleg- an fræðslufund f minningu dr. Gunnars heftins Ólafssonar, fyrrum forstjóra RALA, en hann lést árfð 1985. Á fundinum var fjallað um fagsvið sem Gunnar var sérfræðingur í og vann við í rannsóknum sínum. Alls sóttu um 50 manns fund- inn. þar af 30 erlendis frá. Á fundinum var ijallað um vissa þætti fóðrunar sauðfjár og beit. Fjallað var um það nýjasta f undirstöðu á mati á fóðurgildi fóðurs. Átta erindi voru flutt á fundinum, bæði af íslenskum og erlendum fræðimönnum á þessu sviði. Erleudu gestirnir voru einkum frá Norðurlönd- um, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Að sögn Ólafs Gnðmundssonar hjá RALA, voru um 20 erlendir gestír sem sátu fundinn alveg, en með mökum voru um 30 útíendingar í tengsium við fundinu. „Þetta er mjög góð aðferð til að ná tengslum við aðra og nú vita tleiri að unnið er að þessum málum hérna. Við fáum dálitið af fyrirspurnum um okkar störf og erum gjarnnn beðnir um að koma og halda fyrirlestra er- lendis,“ sagði óiafur. Gunnar var búinn að vera lengi starfandi hjá Rannsókna- stofnun landbúnaöarins og hafði þar sinnt ýmsum rann- sóknarverkefnum. Hann lauk doktorsnámi við landbúnaðar- háskólann i Noregi. Gunnar kom á fót svokallaðri glermaga- aðferð sem hefur verið notuð sem undirstaða í fóðurmatí hér á landi, fyrir bændur og aðra. Auk þess vann hann, ásarat öðr- um, vfð að flnna út aöferð við beitarþolsmat á landi og margt fleira mættí telja tíl. -hs. afúr taldi sig eiga að borga 1,77 krónur í lóðaleigu, en bærinn tók í leigu 3% af fasteignamati lóðarinnar. „Bæjarstjór- inn svaraði þessu eftir langan tíma, þar sem hann vísaði til fordæma annarra sveitarfélaga. Ég hafði hins vegar kynnt mér málið vel og þetta átti sér ekkert fordæmi, td. í Kópavogi þar sem um svipaða samninga var að ræða, þá var þar einnig ákvæði um uppsögn." Málið lá niðri um hríð, en Ólafúr tók það upp aftur og krafðist þess að það yrði tekið fýrir á bæjarráðsfúndi. „Það var gert, en bæjarráð visaði málinu til lögfræðings. í júlí i fyrra fékk ég bréf frá bæjarstjóra ísafjarðar þar sem hann hafnar kröfúm mínum.“ Ólaftir segist þá ekki hafa ætlað að reka málið frek- ar í bili, en í vor rakst hann á fasteigna- gjaldaseðil hjá tengdafoður sínum á Isafirði og þar stóð meðal annars, að lóðaleiga fari eftir leigusamningi. „Ég fæ síðan ljósrit af leigusamningi tengdafoður míns og hann er þá sam- hljóða mínum. Málið er einfaldlega það, að ffá þvi ég fór að átta mig á því að bærinn hefúr verið að innheimta of háa lóðaleigu, hefúr ekkert komið fram í samskiptum mínum við bæinn, um rétt hans til að innheimta 3% af fasteignamati lóða. Því segi ég það, að á þessum tíma hefúr bærinn vísvitandi verið að féfletta Hnífsdælmga." Sjónarmið Ólafs er það að samningar eru samningar. „Ef þessir samningar eru komnir úr takt við annað, þá á auð- vitað að fjalla um það á þeim vettvangi sem menn hafa heimild til, t.d. skrifa mönnum bréf þar sem farið er ffarn á endurskoðun.“ Ólafúr segist þess vegna gera kröfú vegna of hárrar lóða- leigu, 74 þúsund fyrir sl. tíu ár, og væntir þess að samkomulag náist um árin þar á undan. Ólafúr Helgi Kjartansson er forseti bæjarstjómar á ísafirði. Hann sagði í samtali við Tímann, að á þessari stundu væri lítið um málið að segja. , J>að er þó alveg ljóst, að þegar sam- emingin var árið 1971, var lóðaleiga með allt öðrum hætti í Eyrarhreppi. Síðan varð breyting, en ég þekki ekki nákvæmlega með hvaða hætti hún varð. Auðvitað er eðlilegt að erindi Ól- afs verði skoðað og afgreitt." Ólafúr Helgi taldi geta komið til þess að skoða þyrfti hvem og einn lóðaleigu- samning fyrir sig sem gerður var fyrir sameúiinguna -hs. Daglegar reykingar 12-16 ára grunnskólanema 1990 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 1“ I I ! i . . ! ! i i Vest- firöir Reykja- nes Reykja- Austur- Vestur- . SuBur- NorOur- Noröur- vfk land land land land land vestra eyslra Merkilegt er hve mikill munur er á fjölda reykjandi grunnskólanema á hinum ýmsu svæöum landsins. Reykmengun ergreinilega langminnst í skólum á Norðurlandi en allt aö flórum sinnum meiri á VestQörðum. Reyklausir grunnskólar í fimm sýslum og bæjum á íslandi: Um 5,6% af 12-16 ára reykja daglega Um 5,6% grunnskólanema á aldrinum 12-16 ára reykja dag- lega samkvæmt könnun sem fram fór í vor í 180 skólum á landinu. „Svælarar11 eru fæstir (2,1%) á Norðurlandi eystra en hlutfallslega um flórum sinnum fleiri á Vestflörðum þar sem reykjandi skólaböm eru flest í VINNUSLYS varð í verksmiðjunni Vífilfelli í Reykjavík. Maðurinn sem slasaðist handleggsbrotnaði. Ekki er vitað nánar um málsatvik. Tlmamynd: pjetur Átak um landgræðsluskóga hefur gengið vel. Gróðursettar verða 2,3 milljónir plantna á vegum átaksins: ÁRANGUR FRAM ÚR BJORTUSTU VONUM Átak um landgræðsluskóga 1990 hefur gengið vel, bæði að því er framkvæmdir, fláröflun og kynningu varðar. Þetta kemurfram í fréttatil- kynningu frá framkvæmdanefrid um landgræðsluskóga 1990. í sumar verða gróðursettar 1,3 milljónir trjáplantna á vegum átaksins. Það eru Skógræktarfélag íslands, Skógrækt ríkisins, Landgræðslan og landbúnaðarráðuneytið sem standa að átaki um landgræðsluskóg, en til- efnið er 60 ára afmæli Skógræktarfé- lags íslands. Undirbúningur hófst i ársbytjun 1989 og var markmiðið í upphafí að auka og efla íslenska birkiskóginn og að gera íslenskt gróðurríki fjölbreyttara og sterkara en það áður var. Með landgræðslu- skógum eru sameinaðar aðferðir landgræðslu- og skógræktarmanna, þ.e. skógrækt á lítt eða ógrónu landi. Áætlað var að gróðursetja á bilinu eina til eina og hálfa milljón plantna og nú er ljóst að gróðursettar verða 1,3 milljónir planma í sumar. Fram- kvæmdanefnd hefúr auk þess gert samninga um framleiðslu á einni milljón plantna fyrir næsta ár. Þannig mun átakið standa að ffamleiðslu og gróðursetningu 2,3 milljóna plantna, sem er talsvert umffam björtustu vonir, eins og kemur ffam í fféttatil- kynningu. Vel hefúr gengið að fjármagna átak- ið og undirtektir almennings hafa verið góðar. Sérstakur starfsmaður hefúr séð um fjáröflun, en ffam- kvæmdastjóm sér um skipulag og ffamkvæmdir. í ffamkvæmdastjóm- inni sitja Hulda Valtýsdóttir, formað- ur Skógræktarfélags íslands, Svein- bjöm Dagfinnsson ráðuneytisstjóri, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Sigurður Blöndal, fyrrum skóg- ræktarstjóri. -hs. Reykjavík er hlutfalliö 6,4%, boríð saman við tæpan flórð- ung (22,8%) í álíka könnun fýr- ir sextán árum. Allir skólar reyndust nú reyklausir í fimm bæjum og sýslum, þ.e. á Seyðisfirði og í Dala-, Stranda- , S-Þinaeyjar- og N-Múla- sýslum. T 9 bæjum og sýslum til viðbótar reykja innan við 2% grunnskólanema. Einn skóli í N-ísafjarðarsýslu er hins vegar einsdæmi, en þar reykir helm- ingur nemenda. Þorvarður Ömólfsson og Jónas Ragnarsson segja ffá niðurstöðum þessarar síðustu og umfangsmestu reykingakönnunar sem ffamkvæmd hefúr verið til þessa í tímaritinu Heilbrigðismál. Þeir segja reykinga- kannanir i framhaldsskólum og í þjóðfélaginu í heild einnig benda til þess að æ færri ánetjist reykingum og að Islendingar séu hægt en örugg- lega að nálgast takmarkið: Reyklaust land. Athyglisvert er hve miklu munar á reykingum gmnnskólanema eftir landssvæðum og sömuleiðis bæjar- félögum og sýslum. Á Siglufirði, Akureyri, Blönduósi og Hveragerði reykja aðeins 1-1,6% nemenda 12- 16 ára. Hins vegar reykja 10-11% jaínaldra þeirra á Egilsstöðum, Eski- firði og Ólafsvík og yfir 13% á Norðfirði. Á höfúðborgarsvæðinu er meira en tvöfaldur munur milli sam- liggjandi bæjarfélaga. Þar er hlutfall- ið lægst í Garðabæ 4,1% en hæst i Kópavogi 9,4%. Hvað snertir þróunina fæst bestur samanburður í Reykjavík þar sem samsvarandi reykingakannanir hafa verið gerðar í skólum fjórða hvert ár allt frá 1974. Þá var t.d. um sjötta hvert 13 ára bam farið að reykja dag- lega og um 42% höfðu ánetjast við 16 ára aldur. Nú reykja þar aðeins um 3% við 13 ára aldur og um 11% stráka og 17% stelpna við 16 ára ald- ur. Jafnffamt kom í ljós að reyklausum heimilum hefúr fjölgað töluvert. Fyrir sextán ámm bjuggu aðeins 20% skólabama á reyklausum heim- iium. Fyrir fjórum ámm var þriðj- ungur heimilanna orðinn reyklaus og i vor sögðu 42% nemenda engan (annan) reykja á heimilum sinum. Um 40% grunnskólanema á landinu öllu bjuggu í vor á reyklausum heim- ilum. í könnunum hefur komið ffam að reykingar á heimili hafa mikil áhrif á reykingar nemenda. Þannig virðist tvöfalt líklegra að bam fari að reykja ef foreldrar þess gera það og þrefalt líklegra ef bam á systkini sem reyk- ir. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.