Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 16. ágúst 1990 AÐ UTAN Saddam Hussein hefur reynst seigari og skynsamari en nokkurn óraði fyrir: SADDAM SEMUR VI IRANI Saddam Hussein bauð í gær írönum frið og gekk að öllum helstu skilyrðum írana. Hann bauðst til afhenda Irönum aftur land, sem hann hefur haldið frá lokum stríðsins við írani, að virða landmæra- samning um sameiginleg yfirráð yfir einu siglingaleið íraka út í Persaflóa og hefur boðisttil að láta lausa alla íranska stríðsfanga. íranir fögnuðu samstundis þessu boði Saddams og sögðu að það gæti leitt til varanlegs friðar á milli land- anna. Tilboði Saddams var vel tekið víðast hvar í heiminum og þeir, sem geta unnt honum sannmælis, viður- kenna að hann hefur sýnt meiri Iipurð og útsjónarsemi í deilunni um Kúvæt en nokkum óraði fyrir. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallaði tilboð Iraka merkan viðburð og sagði það vera góð tíðindi. Utanrikisráðherra Italíu sagði að Israelsmenn mættu gjaman taka sér Hussein til fyrir- myndar og reyna að sýna álíka hug- myndaauðgi í deilunni við Palestínu- menn. Saddam virðist hafa tekist að beina athygli heimsins að deilu ísra- els og Palestínumanna með því að tengja yfirráð sín á Kúvæt við her- nám Israels á vesturbakkanum og Gasa. Saddam hefúr hvatt til þess að arabískar liðsveitir leysi af hólmi herlið Bandaríkjamanna í Saúdí-Ar- abíu en herflutningar Bandarikja- manna til Saúdí-Arabíu hafa espað marga múslima til reiði þar sem þeir telja það margir vera vanhelgun við Mekka og heilagt land að hafa þar hersveitir heiðingja. . Með þessum síðustu útspilum sínum virðist Sadd- am bæði hafa tekist að vinna sér tíma og eignast bandamenn. Hussein kon- ungur Jórdaníu fór í gær í Washing- ton og sagði sendifúlltrúi íraka hjá Sameinuðu þjóðunum að Hussein hefðu í fórum sínum bréf ffá Saddam um leiðir til lausnar á deilunni. Walther Romberg undirritaði samning þýsku ríkjanna um gjaldmiðilssamruna. Hann hefur nú veríð rekinn úr ríkisstjóm A- Þýskalands. Hér stendur hann á milli á milli v-þýska kanslarans og fiármálaráðherra V-Þýska- lands og fagnar samningnum sem hann segir nú að sé að valda hruni a-þýsks efnahags. Ráðherrar reknir en aðrir segja af sér Forsætisráðherra Austur- Þýska- lands, Lothar de Maiziere rak tvo ráð- herra úr ríkisstjóm sinni í gær og samþykkti lausnarbeiðni tveggja ann- arra. Ríkisstjóm hans hefúr verið gagnrýnd fyrir að eiga sök á efna- hagslegu hmni Austur- Þýskalands og benda þessar aðgcrðir til þess að Austur-Þjóðveijar hyggist taka á vandanum fremur en að bíða þess að bræður þeirra í vestri taki við stjóm landsins. De Maiziere sagði á blaða- mannafundi í gær að fjármálaráðherr- ann Walther Romberg hefði verið rekinn úr ríkisstjóminni vegna ágreinings um notlcun skattpeninga eftir sammna þýsku ríkjanna. Rom- berg hafði líka espað vestur-þýska kanslarann Helmut Kohl til reiði fyrir að krefjast stöðugt meiri fjárveitinga til bjargar úreltum austur-þýskum iðnfyrirtækjum og velferðarkerfi A- Þýskalands. Landbúnaðarráðherrann Peter Pollac var sakaður um að hafa farið illa með opinbert fé og sagður hafa gripið til ráðstafanna sem heföu gagnast heildsölum í stað bænda sem margir væm að verða gjaldþrota. De Maizere sagðist að auki hafa samþykkt afsagnarbeiðnir hagfræði- ráðherra síns og dómsmálaráðherra. Hann nefndi ekki hverjir myndu taka við þessum fjóram ráðherraembætt- um en sagði að ráðuneytisstjórar myndu gegna embættunum um stundar sakir. 14. október talinn líklegasti fullveldisdagur Þýskalands: BORGARSTJÓRAR í BONN Borgarstjórar Austur- og Vestur- Berl- ínar komu til Bonnborgar í gær til að andmæla því að kostnaður við að gera Berlín að höfuðborg sé of hár. Sam- kvæmt drögum að sameiningarsáttmála þýsku rikjanna á Berlín að verða höfuð- borg og aðsetur forseta landsins en nýtt þing á að skera úr um hvar þing verður haldið og hvar ríkisstjómin hefur aðset- ur. Þeir sem hafa viljað ríkisstjóm og þing áffam í Bonn, hafa bent á að með þvi sparist miklir fjármunir. Fjármála- ráðherra Vestur-Þjóðveija Theo Waigel sagði á sunnudag að hann vildi ekki færa ríkisstofhanir til Berlínar og sagð- ist heldur vilja veija fjármunum til að styðja efnahag Austur-Þýskalands. Boigarstjóramir frá Austur- og Vestur- Berlín sögðu hins vegar í gær að áætl- anir um kostnað við að gera Berlín að aðsetri þings og ríkisstjómar væm allt of háar. Þeir sögðu að kostnaðurinn væri nálægt því að vera 5 milljarðar marka en eldci 100 eins og vestur- þýska rikisstjómin hefúr haldið ffam. I lok þessa mánaðar er gert ráð fyrir að sameiningarsáttmáli verði tilbúinn til undirritunnar en Austur-Þjóðveijar ráða þvi hvenær þeir sameinast formlega Vestur- Þýskalandi. Nú er allt útlit fyrir að kosningar verði í Þýskalandi öllu 2. desember en í gær var haít eftir austur- þýskum þingmönnum að líklegast myndi sameiningin verða 14. október. Þá myndu vestur-þýska ríkisstjómin taka við stjóm alls landsins ffam að kosningum en maigir telja það nauð- synlegt vegna mikilla efnahagserfið- leika í austri. Bandaríkjadalur seldur á 1,553 þýsk mörk í Evrópu í gær: BNA-dalur aldrei jafn verölítill Bandaríkjadalir voru skráðir á 1.5530 þýsk mörk á miðvikudag og hefur verð þeirra aldrei veríð lægra frá því að þýska markið varð til 1948. Verð á gjaldmiðli Bandaríkjanna er lágt vegna þess að fjármálamenn sjá slæmar horf- ur ffamundan í bandarískum efnahagi og búast við að vextir farí lækkandi. Venjulega hækkar verð á dölum þegar ófríðarhætta vex í heiminum, því að á tímum óvissu telja margir að bandaríkja- dalur sé tryggasti gjaldmiðilinn. Ef til ffekari átaka kemur við Persa- flóa gæti verð á dölum hækkað en sumir gjaldeyriskaupendur segja að ef ekki heföi komið til innrásar íraka í Kúvæt væri dalurinn nú seldur á 1,52 mörk. Hagffæðitölur síðustu mánaða hafa sýnt að hagvöxtur er lít- ill í Bandaríkjunum og hækkun á ol- íuverði mun leiða til aukinnar verð- bólgu að dómi margra hagffæðinga. Mikill halli er á fjárlögum Bandaríkj- anna og stjómvöld hafa ekki virst fær um að koma með raunhæfar tillögur til úrbóta. Kostnaðurinn við að senda hersveitir til Persaflóa mun enn auka á þennan vanda og grafa undan verð- gildi gjaldmiðilsins. Miklar breytingar hafa orðið á verð- mætahlutföllum dala og þýskra marka á undanfömum áratugum eins og eftirfarandi sýnir: 1944, 22. júlí - Eitt af fyrstu verk- efnum Sameinuðu þjóðanna var að endurskoða gjaldmiðilskerfi heims- ins. Vegna stríðsins var verðgildi þýska rikismarksins ekki fastákveð- ið. 1948, 21. júní - Bandamenn stofna nýjan þýskan gjaldmiðill, þýska markið (DM). Verðgildi hans var 3,33 mörk fyrir einn dal. í striðinu fengust 2.50 rikismörk fyrir hvem dal. 1949, 19. sept.- V-Þjóðveijar fella gengið. Dalurinn kostar 4,20 mörk. 1961, 6. mars - V-Þjóðveijar hækka gengið um 5%. Dalurinn kostar 4,00 mörk. 1969, 27.okt. - V-Þjóðveijar hækka gengið aftur, nú um 9.3%. Dalurinn kostar 3,66 mörk. 1971, 21 .des. - Enn er gengið hækk- að. Dalurinn fer í 3.22 mörk. 1973, 14.feb. - Fjórða gengishækk- un. Dalurinn í 2.9003 mörk. 1973, 19.mars - Gjaldmiðlar taka að „fljóta“. Dalurinn fer í 2.8210 mörk. 1980, 3.jan. - Dalurinn sígur niður í 1.7062 mörk, sem var nýtt met. 1984, 31 .júlí - Dalurinn hækkar upp í 2.92 mörk og haföi ekki verið jaffi verðmikill ffá 1973. 1985, 31. júlí - Leiðtogar 7 helstu iðnríkja finnast og reyna að stemma stigu við „of háum dali“. Hann fer í 2.8440 mörk. 1987, 23. feb. - Leiðtogar 6 helstu iðnríkja finnast og reyna að stemma stigu við „of lágum dali“. Hann fer í 1.8305 mörk. 1987, 19. okt. - Dalurinn fellur nið- ur í 1.7740 mörk sama dag og verð- bréfahmn varð í „Wall street“. T\LAY OUTYDOLLAR.THS 1988,4. jan. - Vegna kvíða út afQár- lagahalla Bandarikjanna fellur dalur- inn í 1,5620 mörk. 1989, 22. maí - Dalurinn nær aftur að komast í 2,00 mörk. 1990, 15. ágúst - í gær féll dalurinn niður í 1.5530 mörk í Evrópu. Borgarstjórar Vestur- og Austur- Berifnar halda á mlðum þar sem á stendur „Beri- ín höfuðborg". Vinstra megin er Walter Momper (V-Beriín) en hægra megin Tlno Schwiersina(A- Beriín). Þeir beijast báðir fyrir þvf að Beriín verði höfuöborg sam- einaðs Þýskalands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.