Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn; Fimmtudagur 16. ágúst 1990 DAGBÓK STEFNUMÓT, OFa á stf tga 180 x 165 sm 1990 Málverkasýning Eyjólfs Einarssonar í listasalnum Nýhöfn Eyjólfur Einarsson opnar málvcrkasýn- ingu í listasalnum Nýhöfn, Hafharstræti 18, fbstudaginn 17. ágúst kl. 17-19. Þessi sýning er haldin í tilefni af fimm- tugsafmæli listamannsins, en hann er fæddurf Reykjavík 17. ágúst 1940. Eyjólfur stundaði nám í myndhöggvara- deild hjá Ásmundi Sveinssyni á sínum æskuárum og síðar módelteikningu í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Það- an fór hann til náms við Listaakademíuna f Kaupmannahöfn þar sem hann dvaldi ftá 1962 til 1966. Á sýningunni eru olíumálverk og vatns- litamyndir, allar unnar á þessu ári. Þctta er 15. cinkasýning Eyjólfs, en hann hcfur cinnig tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér heima og erlendis. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 og frá k). 14-18 um helgar. Lokað á mánu- dögum. Sýningin stendur til 5. scptember og eru verkin til sölu. Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Á þriðjudagstónlcikum í Listasafni Sig- utjóns Olafssonar þann 21. ágúst nk. kl. 20.30 munu Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona og Gísli Magnússon pi- anóleikari flytja tónlist cftir Schubert, Brahms, Mendelssohn og Richard Strauss. Marta Guðrún Halldórsdóttir er fædd i Reykjavík árið 1967. Árið 1984 hóf hún söngnám við Tónlistarskólann f Reykja- vik hjá Sicglinde Kahmann, en var jafn- framt nemandi Gísla Magnússonar í pí- anóleik við Tónlistarskóla Garðabæjar og lauk þaðan burtfararprófi árið 1987. Ári síðar tók Marta einsöngvarapróf ffá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Hún stundar nú nám í Tónlistarskólanum i MUnchen þar sem kennarar hcnnar hafa verið pró- fessor Adalbcrt Kraus og prófcssor Dap- hne Evangelatos. Hún sótti námskeið 1 ljóðatúlkun hjá Elly Ameling, Dalton Baldwin og í vetur hjá Helmut Deutsch í Þýskalandi. 15 ára að aldri söng Marta hlutverk Silju i Litla sótaranum eftir Bcnjamin Britten í íslensku óperunni og tvcimur árum síðar i Nóaflóðinu eftir sama höfúnd. Hún hefúr komið ffarn sem einsöngvari m.a. á sum- artónleikum f Skálholti og með Kammer- sveit Reykjavíkur, Mótettukór Hallgríms- kirkju og Islensku hljómsveitinni. Hún er einnig fastur meðlimur í sönghópnum Hljómeyki. Gísli Magnússon á langan og giffurikan tónlistarferil að baki. Ungur að árum hóf hann nám hjá Rögnvaldi Siguijónssyni. Að loknu prófi ffá Tónlistarskólanum í Reykjavík hélt hann utan til náms og var lengst af í Sviss. Fyrstu tónleika sína hélt Gísli á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík árið 1951. Gísli hefúr oft kom- ið ffam á tónleikum, jafút sem einleikari og mcð Sinfóníuhljómsvcit íslands. Ný- lega kom út hljómplata með leik hans, Sónata op. 110 eftir Beethoven og Handel-tilbrigði eftir Brahms. Gísli er skólastjóri Tónlistarskólans í Garðabæ. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar hittast nk. laugardag kl. 10 að Nóatúni 17. Þaðan verður farið á Reykjanes og Selvog nk. laugardag. Farið verður kl. 13.00. Verð með mat er kr. 1.500. Sölusýning FÍM Sumarsýning félagsmanna hófst í FfM- salnum, Garðastræti 6, mánudaginn 13. ágúst og stendur til ágústloka. Opið virka daga frá kl. 14-18. Lokað um helgar. Soffía Þorkelsdóttir sýnir í Félagsbæ, Borgarnesi Soffia Þorkclsdóttir ffá Álftá sýnir vatns- litamyndir í Félagsbæ, Borgamesi. Sýn- ingin verður opnuð 25. ágúst og lýkur 2. sept. Soffia stundaði nám 1974-1986 undir handleiðslu Eiríks Smith. Nokkrar mynd- anna cru úr nágrenni Borgamess. Kjarvalsstaðir um helgina í austursal Kjarvalsstaða stendur yfir sýning á verkum Kjarvals og ber sýningin yfirskriftina: Land og fólk. í vcstursal cr sýning Nínu Gautadóttur á málvcrkum. Síðasta sýningarhelgi. Kjarvalsstaðir cm opnir daglega ffá kl. 11.00-18.00 og er veitingabúðin opin á sama tima. Helgarferöir Feröafélagsins 17.-19. ágúst 1. Þórsmörk-Fimmvörðuháls. Gengið á laugardag yfir Fimmvörðuháls (8 klst. gangur). Gist báðar nætur i Skagfjörðs- skála/Langadal. Einnig gönguferðir um Mörkina. 2. Landmannalaugar-Eldgjá. Ekið til Eldgjár á laugardag. Gengið inn gjána að Ófærufossi. Gist báðar nætur í sæluhúsi F.í. í Laugum. 3. Núpsstaðarskógar-Lómagnúpur (3 dagar). ATH. Brottfor kl. 08, fostudag. Gist i tjöldum og famar gönguferðir um svæðið eins og timinn leyfir. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands Síöustu sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1. „Laugavcgurinn" Gönguleiðin vinsæla milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Gist i skálum FI í Laugum, Hrafútinnu- skeri, Álftavatni, Emstmm og í Þórsmörk. Göngufcrðimar hefjast á miðvikudags- morgnum (5 daga ferðir) og fostudags- kvöldum (6 daga ferðir). Gönguleið sem allir ættu að kynnast. Vcljið ykkur ferð tímanlega, margar cm að fyllast nú þegar. Næstu fcrðir: a. 15.-19. ágúst (5 dagar) Þórsmörk- Landmannalaugar b. 17.-22. ágúst (6 dagar) Landmanna- laugar-Þórsmörk c. 22.-26. ágúst (5 dagar) Landmanna- laugar-Þórsmörk d. 24.-29. ágúst (6 dagar) Landmanna- laugar-Þórsmörk 2. 17.-19. ágúst (3 dagar). Núpsstaðar- skógar. Tjaldað við skógana. Gönguferðir um þetta margrómaða svæði, m.a. að Tví- litahyl, Súlutindum og víðar. 3. 23.-26. ágúst (4 dagar). Þingvellir- Hlöðuvellir-Hagavatn. Gengið á þrcmur dögum fra Þingvöllum um Skjaldbrcið og Hlöðuvelli að Hagavatni. Bakpokaferð. 4. 30. ág.-2. sept. (4 dagar). Milli Hvítár og Þjórsár. Ökuferð með göngufcrðum með um afrétti Gnúpveija og Hruna- manna. Leppistungur, Kerlingargljúfúr, Gljúfúrleit. Nýjar og spennandi leiðir. Svefúpokagisting. Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofúnni, Öldugötu 3, símar 19533 og 11798. Pant- ið tímanlega. Kynnið ykkur tilboðsverð á dvöl 1 Skagfjörðsskála t.d. frá sunnudegi til miðvikudags eða fostudags og frá mið- vikudegi til sunnudags. Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. 'Jpplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna! PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tekiö er á móti tilkynn- ingum og fréttum í Dag- bók Tímans á morgnana á milli kl. 10 og 12 í síma 68 63 OO. Einnig er tekiö viö tilkynningum í póstfaxi númer 68 76 91. Biluðum bílum á að koma út fyrir vegarbrún! yUMFERÐAR RÁÐ FALLEGASTA FRIMERKIÐ Skoðanakönnun um fallegasta frí- merkið, árið 1989, hefir farið fram eins og undanfarin ár. Atkvæðaseðlar voru sendir þeim sem fá tilkynningar um nýjar útgáfur frá Frimerkjasölu Pósts og síma, einnig lágu seðlar ffammi á öllum póstafgreiðslum landsins. Velja skyldi þtjú fallegustu fh'merkin. Inn- komnir seðlar voru um 3000. Falleg- asta frimerkið var valið smáörk út- gefin 9. október, myndefrii hluti landabréfs Olaus Magnus af Norður- löndum útgefið 1539 og hlaut það ll9l atkvæði, verðgildi 130 kr. í öðru sæti var Skeggi við Amarfjörð útgefið 20. september, verðgildi 35 kr. Þriðja fallegasta frimerkið var valið sólskrikja útgefið 2. febrúar, verðgildi 100 kr. Þröstur Magnússon teiknaði merkin. Alls bárust seðlar ffá 51 landi. Flest atkvæði voru ffá Danmörku 538, Vestur-Þýskalandi 467, íslandi 332, Svíþjóð 329 og Noregi 290. Nöfn verðlaunahafa voru dregin úr öllum innsendum seðlum. Verðlaunin eru eins og áður eitt fyrstadagsumslag og fjögur óstimpluð ffímerki af öllum útgáfum 1990.25 nöfn voru dregin út og skiptust þau milli ellefú landa. Frá Islandi og Svíþjóð fjórir, Vestur- Þýskalandi og Bandaríkjunum þrir, en færri frá eftirtöldum löndum: Dan- mörku, Noregi, Englandi, Frakklandi, Spáni, Sviss og Indónesíu. Ef við skoðum aðeins nánar merki það er fékk önnur verðlaun, það er merkið með mynd Skeggja við Am- arfjörð. Þama er um að ræða egg- hvassa fjallsgnípu austan Lokin- hamradals í Amarfirði, sem fyrst og ffemst blasir við af siglingaleiðinni inn Amarfjörð. Hefi ég orðið þess var að margir þekktu lítið sem ekkert til þessa ömefriis þegar merkið kom. Þama er einmitt dæmi um hvemig kýnna má sérkennilega og fagra staði á íslandi á verðugan hátt. Nú em að koma út tvö landslags- merki til viðbótar í sama formi. Þá langar mig að benda á að tilvalið er á þessu ferðamálaári Evrópu að gefa út gjafamöppu með þessum fjórum merkjum, eins og gert hefúr verið tví- vegis með frímerkjum með myndum fúgla. Slíkt yrði örugglega vel þegið af útlendingum og góð landkynning fyrir einstaklinga og fyrirtæki, sem vildu senda viðskiptavinum og/eða Ferðamálaár Evrópu 1990. viðskiptasamböndum og kunningjum snotra gjöf héðan. Ferðamálaár Evrópu Eins og ég nefndi hér að ffaman stendur nú yfir ferðamálaár Evrópu. Af því tilefni verður gefið út nýtt ffí- merki þann 6. sept. næstkomandi. Merkið er að verðgildi 30 krónur og hefir Finnur Malmquist hannað það. Það er prentað með offset-aðferð og af bresku fyrirtæki, BDT Intemation- al Security Printing Ltd. í High Wyc- ombe. Þama bætist nýtt fyrirtæki í prentun íslenskra frímerkja. Merkið er snoturt, en eins og öll svona al- þjóðleg merki þá er það út af fyrir sig ekki sérstætt fýrir ísland, nema hvað landabréf landsins kemur vel út í mynd merkisins. Eins og kunnugt er gerðist ísland aðili að Ferðamálaári Evrópu 1990 og em aðildarríkin 18 talsins. Hér er um að ræða gagnmerkt ffam- tak til landkynningar og eflingar skilnings þjóða í milli með auknum ferðalögum, en það er samstarfsverk- efni EB- og EFTA- landanna. Til að vinna að þessum verkefnum skipaði samgönguráðherra Landsnefnd ís- lands vegna Ferðamálaárs Evrópu og starfar hún að þessum málum í sam- vinnu við Ferðamálaráð íslands og aðalstjóm Ferðamálaársins í Brussel. Opnun Ferðamálaárs fór fram í Strasbourg þann 11. desember 1989 og hélt samgönguráðherra íslands opnunarræðu fyrir hönd EFTA- land- anna. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.