Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 16. ágúst 1990 Fimmtudagur 16. ágúst 1990 Tíminn 11 . ' ' ■ . ■ 3 vWH wm WBk .... Wfi&z Harmsögur skila sér undan skriðjökli Fyrir skömmu fannst við rætur Eyjafjalla- jökuls gamalt flak bandarískrar björgunar- flugvélar af Anson-gerð. Flugvélin rakst á jökulinn 16. maí 1952, en nú tæpum 40 ár- um síðar er skriðjökullinn að skila flaki vél- arinnar. Fimm menn fórust með vélinni. Fjórir þeirra lifðu slysið af, en urðu úti í blindhríð sem skall á eftir slysið. Svipað sfys varð á Mýrdalsjökli í desember sama ár. 1 því slysi fórust níu menn. Átta þeirra eru ófundnir enn þann dag í dag. Um þetta slys skrifaði Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur smásöguna „Á friðartímum“ sem birtist í smásagnaheftinu „Þeir sem guðimir elska“. Fórust í björgunarflugi Tildrög fyrra slyssins voru þau að um há- degisbil fostudaginn 17. maí bilaði banda- rísk herflugvél á leið til íslands. Anson- björgunarvélin var þá send henni til aðstoð- ar. Hún fór í loftið um kl. eitt. Einum og hálfum tíma síðar heyrðist í vélinni en síðan ekkert meir. Herflugvélin skilaði sér hins vegar á réttum tíma til Keflavíkur. Björgunarvélin var með eldsneyti til 12 tíma flugs. Veður og skyggni var það slæmt að menn urðu strax hræddir um að eitthvað hefði komið fyrir vélina. Neyðarskeyti var sent til allra véla um kl 4 og björgunarsveit- ir í Reykjavík vom settar í viðbragðsstöðu. Síðar um daginn fréttist að sést hafði til flugvélarinnar um kl. þijú við bæinn Stóm- Mörk undir Eyjafjöllum. Flugvélin flaug þá austur i stefhu á jökuljaðarinn. Veður var þá mjög hvasst og skyggni afleitt. Þegar var farið að undirbúa víðtæka leit að flugvélinni á landi og úr lofti. Þrír flokkar frá Flugbjörgunarsveitinni lögðu af stað austur um kvöldið. Lagt var af stað á jökul- inn strax um nóttina. Veðrið var sæmilegt þegar lagt var af stað, en versnaði fljótt þeg- ar upp á jökulinn var komið. Gekk á með slydduhríð og hvassviðri. Skyggni var innan við 30 metrar. Leitarmenn ákváðu því að snúa við og bíða betra veðurs. Vom þeir komnir í byggð um hádegi. Síðdegis skán- aði veðrið og var þá farið af stað á ný. Á sama tíma leituðu flugvélar af Keflavíkur- flugvelli að vélinni, en án árangurs. Einn dó strax en fjórir urðu úti á jöklinum Á sunnudagskvöldið fundu leitarmenn flugdreka og hluta af neyðarloftneti, sem við hann hafði verið tengt. Varð þá ljóst að einhver hafði að minnsta kosti komist lífs af er flugvélin fórst. Loftnetið hafði verið tengt við flugdrekann í því augnamiði að koma frá sér neyðarkalli með öryggissendi- stöð flugvélarinnar. Ekki var Ijóst hvort honum hafði tekist að koma kalli út, en það halði a.m.k. ekki heyrst. Nokkm fyrir hádegi daginn eftir fannst síð- an brak úr vélinni. I kringum það vom spor í snjónum. Skömmu eftir hádegi fann leitar- vél aðalflak vélarinnar. Flugvélinni tókst að koma boðum til leitarmanna á jöklinum. Þeir héldu þegar í átt að flakinu. Aðkoman á slysstað var ömurleg. Flugvél- in hafði brotnað mjög mikið þegar hún steytti á jöklinum. Flakið var að miklu leyti grafið í snjó. Leitarmenn tóku þegar til að moka ofan af flakinu. Þegar inn í það kom blasti við lík eins úr áhöfninni. Maðurinn hafði látist þegar vélin rakst á jökulinn. Við nánari skoðun á slysstað fundu leitar- menn ýmsar sannanir fyrir því að aðrir úr áhöfn vélarinnar höfðu lifað slysið af. Með- al annars fannst taska sem greinilega hafði verið opnuð eftir slysið. Þrátt fyrir mikla leit fundust fjórmenningamir sem var saknað ekki. Liklegt var talið að þeir hefðu gengið frá flakinu og orðið úti í hríðinni helgina eftir slysið. Líkin fundust 14 árum síðar I maí 1964, rúmum 12 ámm síðar fannst Iík á jöklinum sem talið var vera af mönnunum. í ágúst 1966 fundust svo þijú lík um 200 metmm frá rótum Eyjafjallajökuls. Tímans tönn hafði unnið svo á líkunum að erfitt var að sjá mannsmynd á þeim og auk þess vom þau sundmð i marga hluta. Nokkrir smá- hlutir fundust hjá líkunum sem þóttu sanna að þetta væm lík flugmannanna sem fómst með björgunarflugvélinni sem fórst 16. maí 1952. Flugvél rekst á Mýrdalsjökul Sjö mánuðum síðar varð annað flugslys sem um margt líkist hinu fyrra. Flugvél af Neptunus-gerð fór ffá Keflavík kl. 9 árdegis fimmtudaginn 17. desember með níu menn innanborðs. Áætlað var að fara í eftirlitsferð austur fyrir land. Vélin hafði samband við flugumferðarstjómina í Reykjavík kl. u.þ.b. eitt. Flugmennimir sögðust þá áætla að vera yfir Vestmannaeyjum eftir um 13 mínútur. Ekki var annað að heyra en allt væri í lagi um borð. Þegar ekkert heyrðist frá vélinni aftur var farið að óttast um hana. Tæplega hálf þrjú fór leitarflugvél í loftið ffá Keflavík. í fýrstu var talið að flugvélin hefði farið í hafið við Vestmannaeyjar, en menn í Eyjum töldu sig hafa heyrt í flugvél um hádegisbil. Skip og flugvélar leituðu allan daginn, en án árang- urs. Daginn eftir var leit haldið áfram og fann björgunarvél af gerðinni Albatros vélina fljótlega þrátt fyrir erfiðar aðstæðir. Vélin mun hafa villst nokkuð af leið, því hún fannst á Mýrdalsjökli. Þar hafði hún brot- lent í um 1000 metra hæð. Leitarmenn fengu strax staðfestingu á því að einhverjir hefðu komist lífs af úr slysinu því að neyð- arblys sem skotið var af jöklinum beindi at- hygli þeirra að flugvélinni. Ólafsson Leitarflokkar berjast í stórhríð í fimm daga Leitarflokkar vom þegar sendir af stað. Vonast var eftir að þeir myndu komast á slysstað skömmu eftir miðnætti. Sú von brást, því að um nóttina brast á stórhríð uppi á jöklinum. Leitarmenn neyddust til að halda kyrrn fyrir. Þegar dagaði herti enn á óveðrinu svo að björgunarmenn sáu sér ekki annað fært en að snúa til baka og biða þess að veðrinu slotaði. Björgunarflokkar í fjór- um hópum reyndu að komast á slysstað þennan dag. Þrír þeirra komu blautir og hraktir til þyggða, en fjórði hópurinn hélt kyrru fyrir í snjóbíl uppi á jöklinum. Mánudaginn 21. desember reyndu björg- unarmenn enn að komast að flugvélarflak- inu. Veðrið var jafnslæmt og leit bar því ekki árangur. Um hádegi þennan dag vom leitarmenn á snjóbílnum komnir mjög nærri slysstaðnum. Þeir gátu hins vegar ekki hald- ið áfram, því að ffamundan var hættulegt spmngusvæði. Nokkrir menn héldu áfram fótgangandi. Dimmviðrið var mikið og urðu þeir á endanum að snúa við, m.a. vegna þess að þeir óttuðust að finna ekki snjóbílinn aft- ur. Á meðan björgunarmenn börðust áfram á jöklinum sveimuðu flugvélar yfir jöklinum. Þær hentu birgðum til leiðangursmanna, en snjóbíll þeirra var þá að verða bensínlaus og þeir sjálfir matarlausir. Björgunarmönnum gekk hins vegar illa að finna birgðimar. Bensínbrúsamir fundust t.d. ekki. Daginn eftir geisaði sama stórhriðin á jökl- inum. Björgunarmenn sáu flugvélarflakið á jöklinum milli bylja. Þrátt fyrir að þeir ættu skammt eftir neyddust þeir til að gefast upp og komu þeir til byggða seint um kvöldið. Sumir björgunarmanna höfðu þá barist við storminn á jöklinum í á fimmta sólarhring. Eitt lík finnst en átta er saknað Menn voru nú orðnir vonlitlir um að nokk- ur myndi finnast á lífi á jöklinum. Björgun- armönnum, sem séð höfðu flakið úr lofti og af jöklinum, bar saman um að flakið væri mjög illa farið. Nokkuð víst þótti að þeir, sem lifað höfðu af brotlendinguna, hefðu farist í óveðrinu. Flugvélar og þyrlur frá vamarliðinu biðu eftir að veðrinu slotaði. Það sama gerðu íslensku björgunarmennim- ir. Það var síðan á aðfangadag jóla sem bandarískum flugmönnum tókst að komast á slysstað í þyrlu. Aðeins eitt lík fannst við flugvélina. Flakið var mjög illa farið og greinilegt var að vélin hafði rekist mjög Brak úrfiugvólinni sem fórst í Eyjafjallajökli og skriðjökullinn er nú að skila. Ljósmynd: Ríklsutvarp/Sjónvarp- harkalega á jökulinn. Brakið hafði dreifst um stórt svæði á jöklinum. Björgunarmönn- um fannst ólíklegt að nokkur hefði komist lífs af úr slysinu. Þótt einhveijir hefðu kom- ist lifandi úr flakinu eftir áreksturinn hefði hvergi verið skjól að fá fyrir þá. Björgunarmenn leituðu lengi að fleiri lík- um á slysstað, en talsvert hafði snjóað í óveðrinu. Þrátt fyrir mikla leit fannst ekkert nema þetta eina lík. A6 deyja í stríói á friöartímum Indriða G. Þorsteinsson ritstjóri skrifaði ár- ið 1956 smásögu sem er byggð á slysinu í Mýrdalsjökli. Smásagan heitir „Á friðartím- um“. I henni segir frá bandarískum foður eins flugmannanna sem fórst í jöklinum. Hann spyr íslending frétta af íslandi, sér- staklega af snjóalögum á Mýrdalsjökli. Hann er að bíða eftir að jökullinn skili aftur syni sínum. Þessi smásaga mun byggð á raunverulegu samtali sem Indriði G. átti við þennan bandaríska mann. Rétt er að grípa aðeins niður í lok sögunnar þar sem Islend- ingurinn og Bandaríkjamaðurinn ræðast við um vamarliðið á Keflavíkurflugvelli og her- mennsku almennt. — Þið eigið þó gott að vera ekki her- mennskuþjóð. — Það væri kannski betra en vera eins og við erum. — Það eru ýmsar þjáningar í sambandi við hermennsku; jafhvel á friðartímum. — Eg mundi manna siðastur efa slíkt. — Þrátt fyrir allt emð þið heppin að ekki er herskylda. — Ferðuðuzt þér eitthvað um ísland? — Dálítið um suðurhluta þess. — Mér finnst norðurhlutinn alltaf tilkomu- meiri; ég er ættaður þaðan, sjáið þér til. — Em jöklar á norðursvæðinu? — Þeir em einkum á sjálfri hásléttunni. — Og suðursvæðinu? — Já, syðst á hásléttunni. — Mýrdalsjökull? — Já. — Vatnajökull? — Já, hann er stærstur. — Mér er sagt að snjóalög séu að aukast á jöklum. — Eg veit það ekki. Mig minnir að ég hafi lcsið að undanfama áratugi hafi þeir verið að dragast saman. — Sumarið sem ég var á íslandi þiðnuðu ekki vetrarsnjóar af jöklinum. — Hvaða jökli? — Mýrdalsjökli. — Hafið þér komið á hann? — Já. — Emð þér kannski áhugamaður um jökla? — Það má kannski segja að ég sé orðinn það. — Ég veit því miður lítið um þá. — Ég get ekki sagt að ég viti mikið um jökla heldur. — Það þarf ekki að vera óskemmtilegra en hvað annað að vita eitthvað um þá. — Sonur minn fórst í flugslysi á Mýrdals- jökli. — Ég bið afsökunar; ég hafði ekki hugmynd um.... — Þess vegna er ég að fylgjast með snjóum á íslandi. — Það var mjög hryggilegt slys. — Þeir hefðu bjargast hefðu þeir verið kyrr- ir við flakið. — Það var allt gert til að finna þá. Við eig- um mjög duglegt björgunarlið. — Ég veit það. Ég þekki nokkra í því og þeir gerðu það sem hægt var. Þeir sögðu mér ekki þýddi að leita að likunum að óbreyttu. — Kannski snjórinn minnki næstu árin. — Þeir láta mig vita ef þiðnar.“ Þó jökulinn sé nú að skila flugvélarflak- inu í Eyjafjallajökli hefur enn ekki gefist ástæða til að láta þennan bandaríska foður vita af minnkandi snjóalögum í Mýrdals- jökli. Wzm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.