Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 7.septémber 1990 Tíminn 3 Taflfélag Reykjavíkur: Hátíðahald í tilefni af 90 ára afmæli Taflfélag Reykjavíkur hefur ákveðið í tilefni níutíu ára af- mælis síns að halda fjölmenn- asta skákmót sem fram hefur farið hér á landi. Áætlað er að fá krakka alls staðar af landinu til að tefla á þessu móti en keppendur gætu orðið allt að tvö þúsund. Afmælismótið fer ífam laugardag- inn ö.október og ber þannig upp ná- kvæmlega á níutíu ára afmælisdaginn en félagið var stofnað þann 6. október 1900. Þar sem mót þetta verður bæði umfangsmikið og dýrt hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri, Einar Trausti Óskarsson, til að annast skipulagningu og ffamkvæmd. Ákveðið hefur verið að fá fyrirtæki til að sjá um að fjármagna þátttöku- gjaldið fyrir keppendur og hefur San- itas hf. riðið á vaðið og mun styrkja hundrað krakka til þátttöku. Er ósk- andi að sem flest fyrirtæki sjái sér fært að vera með í þessu afmælismóti sem taflfélagið stendur fyrir. Vegleg verðlaun verða fyrir krakkana og get- ur sigurvegarinn unnið sér inn utan- landsferð. Einnig verða alls konar aukaverðlaun sem keppendm- geta hlotið burtséð frá því hvar þeir lenda f röðinni. Það verður fleira að gerast á afmæl- ishátíðinni. Sunnudaginn 7. septem- ber verður haldin ráðstefna þar sem málefni skákiþróttarinnar verða rædd. Einnig verður haldið svokallað Frægmót þar sem þekktir menn í þjóðfélaginu munu leiða saman hesta sína, en það mót fer fram sunnudag- inn 23. september. Teflt verður i fjög- urra manna sveitum og er þegar vitað að margir af þekktari mönnum þjóð- félagsins munu mæta til leiks. Allir þeir viðburðir sem ffarn fara í tengslum við afmæli Taflfélags Reykjavíkur verða í hinu nýja félags- heimili að Faxafeni 12. Flutt var í hið nýja húsnæði síðastliðinn nóvember, og hefúr-Taflfélagið loks fengið hús- næði sem mun nýtast til ffambúðar. Er óskandi að starf Taflfélagsins Eins og ffam hefur komið í blað- inu hefúr „níðstöng“ þeirra BHMR manna vakið upp sterk viðbrögð i þjóðfélaginu. Eftirfar- andi vísa H.Si. er dæmi um þetta: Heldur er það saklaus synd og sýnist vera lítil fóm; uppi á stöng þeir eigin mynd ota framan í rikisstjórn. muni blómstra í hina nýja húsi þess eins og það hefúr gert í þau níutíu ár sem félagið hefúr starfað. Frá vinstri: Magnús B. Eyþórsson ffá Sanrtas; Jón G. Bríem, formaður Taflfélagslns, og Einar Trausti khg. Óskarsson, framkvæmnastjóri TR.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.