Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn 1 Föstudagur 7. september 1990 Krístján Jónsson Snorrastöðum Fæddur 24. aprfl 1897 Dáinn 31. ágúst 1990 „Eg elska þig málið undurfriða, og undrandi krýp að lindum þínum. “ E.B. Kristján Jónsson, Snorrastöðum, Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi, andaðist 31. ágúst sl. Þar er genginn þjóðkunnur mannkostamaður. Hann var fæddur að Snorrastöðum 24. apríl 1897. Foreldrar hans voru hjónin Jón Guðmundsson, sem ætt- aður var úr Borgarfirði, og Sólveig Magnúsdóttir, sem átti ættir sínar að rekja í Húnavatns- og Strandasýslur. Kristján var yngstur margra bama þeirra hjóna og kveður síðast. Meðal bræðra hans vora Stefán lengi skóla- stjóri og námsstjóri í Stykkishólmi (d. 1969) og Magnús bóndi á Snorra- stöðum (d. 1955). Allir voru bræður þessir kunnir fyrir störf sín að félags- og menningarmálum. —^ Snorrastaðaheimilið hafði orð á sér sem mikið menningarheimili. Þannig var það í tíð foreldra Kristjáns og ekki síður eftir að hann og bræður hans tveir tóku þar við búsforráðum. í fyrstu tíð stóð Margrét systir þeirra fyrir búi með bræðrum, en 1931 kvæntist Sveinbjöm Margréti Jó- hannesdóttur frá Haukatungu, sem þar hefur átt heima siðan og er enn á lífi. Á Snorrastöðum var góður bóka- kostur og mikið lesið. Menning þjóð- arinnar, saga og tunga, var hugleikið umræðuefhi. Þar átti félagshyggjan djúpar rætur. Þar rikti glaðværð og gestrisni eins og best gerist í íslensk- um sveitum. Þar átti samvinnuhreyf- ingin og Framsóknarflokkurinn sér góða málsvara. Búskapurinn var með myndarbrag. Vel byggt, mikið rækt- að og snyrtimennska úti sem inni. Það eru meira en 50 ár síðan ég kynntist Snorrastaðaheimilinu. Mér var strax ljóst að það átti sér djúpar menningarlegar rætur. Ég átti því láni að fagna að starfa hjá Stefáni við bamaskólann i Stykkishólmi árin 1937-1939 og búa á heimili hans. Þangað komu bræður hans á Snorra- stöðum einn af öðmm. Á útmánuð- um 1939 gengumst við nokkrir félag- ar í Umf. Snæfelli i Stykkishólmi fyrir þvi að endurreisa Héraðssam- band Snæfellinga með fundi á Vega- mótum. Þar tók Kristján á Snorra- stöðum að sér forystu sambandsins. Vinátta og kynni okkar hafa haldist síðan, mér til mikils ávinnings. Eftir það lagði ég oft leið mína að Snorra- stöðum. Hann kom af og til á heimili mitt, einkum eftir að ég flutti á Akra- nes og var ætíð mikill aufusugestur okkar hjóna. Það var sem góð kennslustund að fá Kristján í heim- sókn og sitja við fótskör hans. Kristján varð snemma með afbrigð- um námfus og hinn mesti lestrarhest- ur. Hann dvaldi i lýðskóla Sigurðar Þórólfssonar á Hvítárvakka vetuma 1916-1918 og hafði mikil not af þvi námi. Eftir það var hann á Snorra- stöðum og þar vann hann lifsstarf sitt. Umf. Eldborg i Kolbeinsstaða- hreppi var stofnað 1915. Eftir að Kristján kom heim af Hvítárbakka- skóla valdist hann í forystusveit fé- lagsins og var þar virkur félagi fram á efri ár. Hann var formaður Héraðs- sambands Snæfellinga 1939, eins og áður getur og gegndi því starfi næstu árin. Alls átti hann sæti í stjóm sam- bandsins í meira en 30 ár. Hann var lengi fulltrúi þess á þingum U.M.F.Í. og stundum ritari þeirra. Hann var ungmennafélagi af lífi og sál. Stefna þeirra: Ræktun lands og lýðs, var sem töluð ffá hjarta hans. Mörgum öðrum trúnaðarstörfum gegndi Rristján fyrir sveit sína og hérað. Hann var í skólanefhd Kol- beinsstaðahrepps, skattanefhd, deild- arstjóri Kaupfélags Borgfirðinga og lengi fulltrúi á aðalfundum þess. Hann var í byggingamefhd Lauga- gerðisskóla og hafði áður verið í for- ystusveit fyrir byggingu sundlaugar að Kolviðamesi. Þá var hann í áfeng- isvamamefnd í fjöldamörg ár og mikill áhugamaður um áfengisvamir. Kristján var skáldmæltur og orti nokkuð. Hann var í útgáfunefhd Snæfellingaljóða og þar birtust kvæði eftir hann. Ennfremur hafa nokkur kvæði eftir hann birst í Skin- faxa - tímariti U.M.F.Í. Þrátt fyrir félagsstörf i héraði og for- ystu fyrir ýmsum menningarmálum mun Kristján þó vera þekktastur fyrir áhuga sinn á islensku máli og mál- rækt. Samband hans við þá orðabók- armenn er orðið langt og munu fáir hafa enst þeim lengur. Þar kom best í ljós ást hans á íslenskri tungu, óvenjulega gott minni og þrotlaus lestur um allt það sem snertir sögu og bókmenntir þjóðarinnar. íslendinga- sögumar hafði hann áreiðanlega lesið aftur og aftur, svo vel var hann að sér um efhi þeirra. Hann kunni reiprenn- andi ffam á gamals aldur fjölda kvæða eftir aldamótaskáldin. Hann var hafsjór af fróðleik og bar mikla virðingu fyrir menntun og menningu, þótt sjálfhr ætti hann ekki kost á langri skólagöngu. Islensk tunga og saga vom kjörgreinar hans. Þar var hann hinn leitandi maður. Leitandi að sannleikanum í hveiju tilviki. Ekki er að undra þótt slíkur maður reyndist mikill viskubrunnur. Kristján sagði skemmtilega ffá og gat bragðið fyrir sig leikrænni tjáningu, þegar hann vildi svo við hafa. Það gaf ffásögn- inni aukið gildi. Eitt sinn er fundum okkar Kristjáns bar saman fyrir fáum árum var hann mjög miður sín yfir því að hann mundi ekki hver hafði ort ljóðið sem þetta erindi er i: „Styðjast staf stolin svör skilur haf hjarta og vör. “ Hann nefndi hl 2-3 góðskáld en var ekki viss. Ekki dugði annað en hafa það á hreinu hver hefði gefið þjóð- inni slíka perlu. Því miður gat ég ekki gefið honum óyggjandi svar við því. Stuttu síðar var ég að blaða í ljóða- safhi Einars Benediktssonar og fann þá fyrir hreina hlviljun þetta brot í kvæðinu Skýjaferð. Ég hringdi snar- lega í Kristján og sagði honum frá höfundi þess og hvar kvæðið væri að finna. Hann varð allshugar feginn að þetta væri komið á hreint. Ég hygg að það séu ekki margir um nirætt sem viðhalda ljóðakunnáttu sinni af slíkri nákvæmni. Mér finnst saga þessi dæmigerð um þá menningaræð sem honum var i blóð borin og lifði með honum til endadægurs. í eðli sínu var Kristján ákaflega hógvær maður og hlédrægur. Hann gerði lítið af þvi að halda ræður, nema þar sem skyldan bauð honum vegna ýmissa trúnaðarstarfa. Þá vora þær vel imdirbúnar á vönduðu máli. Ég spurði hann einu sinni um störf hans i byggingamefhd Laugargerðis- skóla, en stofhun hans var mikill menningarviðburður á Snæfellsnesi — nánast bylting í skólamálum — þar sem nær allir sveitungar sýslunn- ar sameinuðust tun byggingu glæsi- legs skólaseturs við hinar bestu að- stæður og lögðu jafhffamt farkennsl- una niður. Svar Kristjáns var eitthvað á þessa leið: Mín störf skiptu þar engu máli. Ég var aðeins fundarritari hjá Gunnari á Hjarðarfelli. Nefnd þessi starfaði í 9 ár. Vann merkilegt starf sem lengi verður minnst og ég efast ekki um að fundargerðir Krist- jáns séu sannar og góðar heimildir um allt sem þar gerðist. Gunnar var formaður byggingamefndarinnar og bauð öllum erfiðleikum birginn, eins og Snæfellingum er kunnugt um. En þar sem annars staðar var Kristján hinn trausti samstarfsmaður, sem aldrei brást skyldu sinni og foringinn gat treyst i einu og öllu, enda hefur Gunnar rómað samstarfið við Krist- ján — bæði nú og áður. Kristján gekk heill til allra starfa og lagði ávallt gott til málanna. Hann átti viturt hjarta og bar velvildarhug til samferðamanna Gígja Vilhjálmsdóttir Fædd 9. mars 1930 Dáin 28. ágúst 1990 Kveðja frá vinnufélögum Mánudagur, fólk streymir til vinnu, ný vinnuvika er að hefjast, helgarfríinu er lokið. Fólk hcilsast og spjallar saman um atburði helg- arinnar. Nú þegar sumri hallar fara margir til berja, flestir sér til ánægju, því fátt er betra en að dvelja í fallegri berjalaut. Gígja hafði farið í berjamó um helgina ásamt eiginmanni sínum, Ingvari Sigmarssyni, eflaust ætlað afrakst- urinn bömum og bamabömum. En í berjamónum þar sem fullþroskuð berin biðu þess að verða tind, kom aðsvifið sem kallaði hana burt úr dagsins önn, burt frá fjölskyldu og vinum, allt of snemma að okkur finnst sem eftir stöndum. Gígja, sem í mörg ár hafði starfað við embætti bæjarfógetans á Akur- eyri, var þekkt fyrir hógværð og lip- urð. Hún var búin þeim góðu mann- kostum að geta með hlýju og alúð umgengist alla. Hún var auk þess mjög vandvirk í starfi, enda naut hún trausts allra. Það haustar að í veröld og fyrr en varir verður kominn vetur. Það haustaði lika snögglega að á vinnu- staðnum okkar. Skyndilega var höggvið skarð í hópinn. Vinnufélagi horfinn, vinnufélagi sem með kær- leika hafði umgengist alla svo aldr- ei bar skugga á. Kveðjan í lok vinnuviku, „sjáumst eftir helgi“, rættist ekki og upp í hugann koma ósögð kveðjuorð. Við eram þakklát fyrir að hafa mátt eiga Gígju fyrir vin, þakklát fyrir allt það sem hún miðlaði til okkar. Með þessum fátæklegu línum vilj- um við votta eftirlifandi, eigin- manni, bömum, bamabömum, tengdabömum og systram samúð okkar. Við biðjum þess að guð leggi líkn með þraut. Blessuð sé minning hennar. Samstarfsfélagar á bæjarfógetaskrifstofunni á Akureyri. sinna. Með honum var því gott að vinna. Snorrastaðir era fallegt býli í sögu- ríkri sveit rétt sunnan við Éldborgar- hraunið á Snæfellsnesi. Þar skartar sjálf Eldborgin eins og kóróna á hrauninu í nokkurri fjarlægð. Stutt leið er til sjávar. Þar er fyrir landi ur- mull eyja og skeija. Víðsýni er mikið út Snæfellsnesið og inn til landsins. Þama vann Kristján hörðum höndum við bústörf langa ævi. Jörðin var vel fallin til búskapar. Haglendi gott fyr- ir sauðfé í Eldborgarhrauni og auk þess mikil fjörabeit. Smalamennskan var hins vegar erfið í hrauninu og mikil flæðihætta við sjóinn. Það kom lengi f hlut Kristjáns að vera fjár- gæslumaður á Snorrastöðum og hygg ég að hann hafi unað því vel. Þar gafst oft gott næði til að bijóta heil- ann um hin ólíkustu efni, sem lesið var um. Þetta gat hins vegar kostað margar vökunætur við sjóinn þegar hætta var á ferðum vegna sjávarfalla. Kristján kvæntist ekki né átti böm. Á heimilinu ólust samt sem áður upp 7 böm þeirra Margrétar og Svein- bjamar bróður hans. 4 drengir og 3 stúlkur. Mér fannst alltaf Kristján vera sem annar faðir þeirra og sýna þeim hina fyllstu umhyggju. Eitt er vist að eftir að Kristján lét af bústörf- um og aldur færðist yfir hafa bömin ffá Snorrastöðum og makar þeirra verið samtaka um að létta honum ell- ina og sýna honum frábæra ástúð og umhyggju með margvíslegum hætti. Er það þeim til mikils sóma. Síðustu æviárin dvaldist Kristján á Dvalar- heimili aldraðra í Borgamesi. Löngu og merku ævistarfi er lokið. Fræðaþulurinn, sem ungur að árum tók ást við tungu og sögu þjóðarinn- ar, hefur lokið lífsferli sínum. Tung- an er afsprengi þjóðarsögunnar og þar verður ekki greint á milli. Hvað er tungan? Þannig spyr Matthias og svar hans var: „ Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, Darraðarljóð frá elstu þjóðum heiftareim og ástarbrima, örlagahljóm og refsidóma, land og stund i lifandi myndum Ijóði vígðum, geymir i sjóði. " Sjálfboðaliðar á akri íslenskrar tungu eiga skilið þakklæti alþjóðar fyrir málræktarstörf sín. íslenskt þjóðemi er fólgið i tungunni, sem skapar sjálfstæði þjóðarinnar og til- verarétt. Hér er því mikið í húfi. Kristján á Snorrastöðum var einn af þessum sjálfboðaliðum. Blessuð sé minning hans. Daníel Ágústsson Á einum fegursta degi þessa sólríka sumars, berst mér ffegn um að nafni minn, vinur og lærifaðir, hann Krist- ján Jónsson ffá Snorrastöðum, væri látinn. Enda- þótt mér yrði nokkuð svo hverft við og teldi mig æði miklu fátækari effir, þá fann ég um leið að hér hafði gerst mjög eðlilegur atburð- ur. Maður sem lifað hafði á tfunda tug ára og var þrotinn að kröftum og heilsu dró hér tjaldhæla sina úr jörðu. Hann var tilbúinn til vistaskipta og átakalaus brottfor hans mildaði nokk- uð söknuð þeirra er eftir stóðu. Ég var mjög svo ákveðinn i að minnast hans á prenti, helst í löngu máli, og hafði til þess nægan efhivið. En áður en það varð framkvæmt bar skugga mikillar sorgar yfir okkur Snorra- staðafólk. Penninn féll úr hendi minni og verður ekki notaður um sinn. Aðeins þessi örfáu orð festi ég á blað, rétt til að þakka honum Krist- jáni á Snorrastöðum fyrir mig. Þakka honum fyrir 12 ára samvera á æsku- skeiði mínu, þar sem hver dagur var ljúf kennslustund sem jafhgilti há- skólagöngu ef nemandinn hefði haft þá gáfu til að bera sem þurfti til að meðtaka fræðin. Þakka honum fyrir fómfúst og óeigingjamt ævistarf í þágu Snorrastaðaheimilisins, þar sem ekki var spurt um laun, aðeins þörf. Þakka honum vináttu hans við dýr og hversu ljúflega og drengilega hann uppfyllti þarfir búpenings, án þess þó að vera ætið með gæluorð á vörum. Kristján á Snorrastöðum lifði vammlausu lífi. Ósamræmi á milli kenninga hans og lífsstíls fyrirfannst ekki. Höfundur þessara kveðjuorða lýtur höfði með þakklæti og virðingu. Kristján Benjamínsson Timinn hefur skýrt frá andláti Krist- jáns Jónssonar frá Snorrastöðum. Hann var orðinn 94 ára og hafði ver- ið nokkur síðustu æviárin á elliheim- ili i Borgamesi. Annars var ævi hans öll á Snorrastöðum þar sem hann var fæddur, sonur hjónanna Jóns Guð- mundssonar og Solveigar Magnús- dóttur. Þar bjó hann svo langa ævi í félagi við Sveinbjöm bróður sinn og fjölskyldu hans. Andlegum kröftum hélt hann mjög vel ffarn að síðustu stundum, las og fylgdist með því sem gerðist og skrifaði þegar með þurfti. Kynni mín af Kristjáni urðu á veg- um ungmennafélaga og áfengis- vama. Leiðir okkar lágu saman á fundum og vegna þeirra mála varð ég næturgestur þeirra bræðra. Nokkur bréf fóra á milli okkar Kristjáns. Enda þótt við hefðum ekki margt saman að sælda vissum við hvor af öðrum. Kristján á Snorrastöðum er einn þeirra manna sem mér finnast ógleymanlegir. Hann hafði sig ekki í frammi að óþörfu en var traustur og öraggur liðsmaður sem vildi kosta sér öllum til vegna góðra mála. Hann var að mótast til manndóms ffá bemsku þegar ungmennafélögin urðu áhrifamikil félagshreyfmg í landinuu. Þeim fylgdu ffá Noregi þjóðleg sjálfstæðisbarátta, málvemd og málvöndun auk þess sem þau mynduðu við hlið templara íslenska bindindishreyfmgu. Takmark sér- hvers félaga var að verða þjóð sinni að liði og ein forsenda þess að svo mætti verða var sjálfsvarðveislan svo að hæfileikar nýttust sem best. Þannig mótaðist Kristján á Snorra- stöðum. Þannig var hann alla ævi. Þvi er bjart yfir minningu hans og gott að búa að henni. H.Kr. Fríðjón Sveinbjömsson | sparisjóðssljóri, Borgamesl verður jarðsunginn frá Borgameskirkju laugardagirín 8. septem- ber kl. 14. Þeir sem vildu minnast hans látið Hjartavemd njóta þess. Björk Halldórsdóttír Sigríður, Margrét og Halldóra Björk Fríðjónsdætur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.