Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 1
Guðmundur G. Þórarinsson segir að menn verði að sætta sig við það óhjákvæmilega: Nýja álverið verður staðsett á Keilisnesi Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður og nefndarmaður í álviðræðunefnd, segir að nú sé orðið Ijóst að staðsetja verði nýtt álver á Keilisnesi. íslendingar eigi ekki annarra kosta völ en að sætta sig við vilja erlendu ál- fyrirtækjanna í Atlantsálhópnum. Nú liggja fýrir tillögur um orkuverð til nýs álvers. Guð- mundur G. segir að miðað við þær tillögur borgi álverið upp Blönduvirkjun, stækkun Búrfellsvirkjunar, Fljótsdalsvirkjun, allar línu- byggingar og stækkun Kvíslarveitu á 25-27 árum. Búast má við að hart verði tekist á um álmálið á næstu mánuðum. Það er pólitískt sprengiefhi. • Baksída Viðamikil könnun sýnir að áfengisneysla hefur aukist gífurlega með tilkomu áfenga ölsins. Mesteraukningín meðal unglinga. Dregið hefur um helming úr sölu neysluléttra vína en sala sterkra drykkja jókst um 23%. Bjórinn er svo viðbót Ársverkum í fiskvinnslu fækkar: Þúsund störf f lutt út i gamum Fiskvinnsla á íslandi er hverfandi atvinnugrein og fækkaði ársverkum í greininni um 1300 árið 1988 og hefur sú þróun haldið áfram. Ástæðan er stóraukinn útflutningur á ferskfiski og sjófrysting. • Blaðsíða K

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.