Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 4
Tíminn 4 Föstudagur 7. september 1990 Annast dreifingu á matvörum og hvers konar kælivöru um land allt. Er með frystigeymslu fyrir lager. KÆLIBÍLL Sími 985-24597 Heima 91-24685 V J JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 235/75 R15 kr. 6.650,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.550,- 33/12,5 R15 kr. 9.450,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN Kf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844 vr\r\u<j ■ Hnr Akranes - bæjarmál Kominn tími til að tengja. Tengja liðið saman eftir sumarfríið. Bæjarmálafundur laugardaginn 8. sept. kl. 10.30 ( Framsóknar- húsinu við Sunnubraut. Mætið öll hress og kát. Bæjarfulltrúamir. Umhverfismálaráðstefna Ráðstefna um umhverfismál verður haldin (Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. Umhverfismálaráðstefna: Virðum líf - verndum jörð Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. Skráning hjá Þórunni, stmi 91 -674580, og Svanhildi, sími 12041 e.h. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. KJÖRDÆMISÞING framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi. Haldið að Núpi í Dýrafirði 8.-9. september 1990 DAGSKRÁ: Laugardagur 8. september: 1. kl. 14.00 Þingsetning 2. kl. 14.10 Kosning starfsmanna þingsins 3. kl. 14.15 Kosning nefnda og framlagning mála 4. kl. 14.40 Skýrslur stjórnar, umræður og afgreiðsla 5. kl. 15.10 Ávörp gesta 6. kl. 15.30 Kaffihlé 7. kl. 16.00 Stjórnmálaviðhorfið - staða og horfur 8. kl. 16.40 Ávarp þingmanns og varaþingmanns 9. kl. 17.30 Almennar umræður 10. kl. 19.00 Matarhlé 11. kl. 20.00 Umræður um framboðsmál 12. kl. 21.00 Fundi frestað Sunnudagur 9. september: 1. kl. 09.00 Nefndarstörf 2. kl. 12.00 Hádegisverður 3. kl. 13.00 Afgreiðsla mála 4. kl. 14.00 Kjör stjórnar og nefnda 5. kl. 14.30 Önnur mál 6. kl. 15.00 Þingslit Stjórnin ÚTLÖND ■ ■■ llllllillKl:;: ■ li! S írakar: Kalla út varalið Saddam hefur nú kallað tíl allt tiltækt varalið til að taka þátt í hinu heil- aga strfði sem hann hefur boðað til. írakar kölluðu út þúsundir her- manna í varaliði sínu í gær á meðan Hussein Jóndaníukonung- ur var að ræða við Saddam Hus- sein um möguleika á að koma í veg fyrír styrjöld við Persaflóa. Hundruð vestrænna kvenna og bama komu í gær til Bagdad frá Kú- væt, þar á meðal hópur með fyrstu flugvél sem hafið hefur sig til flugs ffá flugvellinum í Kúvæt ffá því að innrásin var gerð. Hussein Jórdaníukonungur kom til Bagdad á miðvikudag og hóf þá við- ræður við Saddam sem var síðan framhaldið í gær. Konungurinn hefur unnið að milli- göngu í deilunni með þvi að heim- sækja ríki I Norður-Affíku og Evrópu með áætlun sem gerir ráð fyrir sam- hliða brottfor íraka ffá Kúvæt og er- lendra heija af Persaflóasvæðinu. Jórdanir hafa ævinlega verið vin- veittir írökum og eiga við þá mikil viðskipti. Utanríkiráðherra íraka, Tareq Aziz, sagði í Moskvu í gær að aðstæður í Persaflóadeilunni væru mikið breytt- ar. Fregnir herma að hann muni fljúga til Teheran á sunnudaginn, en enn er ekkert vitað um tilgang þeirrar ferðar. __ Flugvél ffá Flugfélagi íraks kom með 175 konur og böm af vestrænu bergi brotin til Bagdad í gær, þar af vom 169 Kanadamenn. Að sögn kan- adíska sendiráðsins 'áttu að bíða þeirra brottfararpassar á flugvellin- um í Bagdad og þaðan átti að fljúga með þau til Ankara þar sem DC-8 þota beið þeirra til að flytja þau heim. Bílalest með 182 vestrænum kon- um og bömum kom til Bagdad i gær og settust þau að á hóteli þvi sem Vesturlandabúar hafa safhast saman á meðan þeir bíða eftir að fá brottfar- arpassa sína. Frá London berast þær fféttir að fólkið hafi verið flutt með valdi af íröskum hermönnum. Skipunin um að kalla út varalið hersins var gefin út á miðvikudag eft- ir að Saddam hafði lýst yfir heilögu stríði múslima gegn Bandarikja- mönnum á Persaflóa og þeirri ætlun sinni að steypa af stóli leiðtogum Eg- yptalands og Saudi-Arabíu. Saddam sagði að fimm milljónir íraka væra reiðubúnar að grípa til vopna fyrir ut- an þá milljón sem her hans telur. Vamarmálaráðuneytið skipaði 37 ára gömlum varaliðsmönnum að gefa sig ffam til herþjónustu fyrir nk. fimmtu- dag. Varaliðsmönnum af þremur ár- göngum til var skipað að gefa sig ffam við sínar fyrri herdeildir fyrir föstudaginn. Ekki er vitað um hve marga menn er að ræða en talið er að þeir skipti þús- undum. Varamenn á aldrinum 22-29 ára vom kallaðir út 2. ágúst er innrás- in var gerð í Kúvæt. Upplýsingaráðherra Iraks hefur boðist til að senda sjónvarpsmenn til BNA til að taka upp skilaboð ffá Bush forseta til írösku þjóðarinnar. Þetta tilboð fylgdi í kjölfar þeirrar yf- irlýsingar Bush að hann vildi gjama koma skoðunum sínum á ffamfæri við Iraka, þar sem Saddam fengi tals- verða umfjöllim í bandarisku sjón- varpi. Saddam haföi áður boðist til að taka þátt i sjónvarpsviðræðum um Persaflóadeiluna með George Bush og Margaret Thatcher. Því tilboði var hafhað. Kanadískur sendifulltrúi í Týrklandi staðfesti í gær að íraska leiguflugvél- in heföi lent í Bagdad. Með henni vora 135 konur og böm ffá Kanada en flugvélin mun taka fleiri Kanada- menn og aðra útlendinga um borð áð- ur en haldið verður til Ankara. Búast má við einhveijum töfum meðan brottfararpassar verða útbúnir, en annars em Irakar sagðir hinir sam- vinnuþýðustu. Öll blöð í írak lögðu forsíður sínar undir fféttir af áskorun Saddams um að boðað verði til heilags stríðs mús- lima. Skorað var á alla Araba að sam- einast um að bjarga helgistöðum sin- um (Mekka og Medína) ffá vestræn- um heiðingjum. Abdel-Hamid al-Sayeh, talsmaður Palestinska þjóðarráðsins, styður áætlun Saddams um heilagt stríð. „Þar sem hemám Palestínu og Jerú- salem er ólöglegt ættu allir Arabar að sameinast í heilögu striði til að ffelsa þau,“ sagði hann. „Vera erlendra heija á Arabíuskag- anum hefur haff það í för með sér að véin í Mekka og Medína era nú und- ir þeirra yfirráðum. Þar af leiðandi verða allar múslimar að sameinast og hrekja þessa erlendu heri af höndum sér svo þeir viti af helgidómum sín- um öruggum,“ bætti hann við. FRETTAYFIRLIT Níkosía — Hussein Jórdaníu- konungur flaug til Bagdad f gær í enn einni friðarferðinni eftir að Saddam Hussein hafði heitið á Araba að steypa leiðtogum Eg- yptalands og Saudi-Arabíu af stóli og lýsa yfir heilögu stríði á hendur BNA og bandamönnum þeirra. (t- rekaðar áskoranir Saddams til Ar- aba um að eyða þeim erlendu herjum sem safnast hafa á Persa- flóa benda ekki til samningsvilja sem haft gæti friðsamlega lausn deilunnar í för með ser. Washington — Bandaríska sendiráðið í Kúvæt er nú að kanna fréttir sem borist hafa um að íraskir hermenn hafi skotið bandarískan karlmann i Kúvæt er hann var að reyna að koma sér undan handtöku. Bandarískir embættismenn hafa skorað á íraska kollega sína að gefa þeim samband við umræddan mann en sú málaleitan hefur ekki borið ár- angur. Washington — Þingmenn allra flokka á bandaríska þinginu hafa sameinast í lofsöng um stefnu' Bush forseta í Persafióadeilunni. Efasemdir sem heyrðust um sama málefni virðast því hafa lognast út af. Jóhannesartx>rg — Varnar- málaráðherra Suður-Afríku, Magnus Malan, lét framburð vitna, sem sáu þegar hermenn hans drápu fólk aö ástæðulausu, sem vind um eyru þjóta og kenndi vinstrisinnum um þá ókyrrð sem nú ríkir. London — Bretar hafa aukið að- gerðir sínar til að koma löndum stnum frá (rak og Kúvæt með því að leigja íraskar flugvélar og skipuleggja fleiri bílalestir til að koma strandaglópunum í örugga höfn. París — Flugvél frá Air France flaug með 150 vestræna gisla ffá Amman til Parls 1 gær. Forseti Rauða krossins, sem fylgdi flótta- mönnunum, hefur lagt áherslu á neyð þeirra þúsunda sem enn eru kyrrsett í Kúvæt. Ert þú að hugsa um að byggja td. iðnaðarhúsnæði, verkstæði, áhaldahús, gripahús, bflskúr eða eitthvað annað? Þá eigum við efnið fyrir þig. Uppistöður, þakbitar og langbönd eru valsaðir stálbitar og allt boltað saman á byggingarstaö. Engin suðuvinna, ekkert timbur. Allt efni i málmgrind galvaniseraö. Upplýsingar gefa: MÁLMIÐJAN HF. SALAN HF. Sími 91-680640 BÍLALEIGA með útibú allt ( kringum landið, gera þér mögulegt aö leigja bii á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla eriendis interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.