Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 7. september 1990 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin [ Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm, Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöidsimar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð i lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Af gámafiski Það er meginatriði íslenskrar sjávarútvegs- stefnu að flytja sjávarfang út sem mest unnið í innlendum fískverkunarstöðvum og fiskiðjuver- um. Til þess að halda uppi þessari grundvallarstefnu eru settar reglur um útflutning fiskafurða, þ. á m. ísaðs fisks til sölu upp úr skipi á erlendum blaut- fiskmörkuðum eða úr gámum. Enda fylgir það ekki umræddri meginstefnu um vinnslu og sölu afla að bannað sé að selja fisk ísaðan á erlendum mörkuðum. Þvert á móti hefur verið rýmkað um þess háttar viðskipti á síðari árum. í rauninni hefur verið skapað viðunandi svigrúm fyrir sölu á ísuðum fiski á erlendum uppboðsmörkuðum og engan veginn æskilegt að auka það meira en núverandi reglur segja til um. í þeim efnum þarf að rata meðalhóflð. Þannig verður hinum ýmsu hagsmunum innan sjávarútvegsgreina best þjón- að og þess gætt að sinna almennri þjóðhagsþörf. Með skynsamlegri stjóm aflamiðlunar í samráði við hagsmunasamtök framleiðenda og verka- fólks er hægt að ná æskilegu jafnvægi í þessum efnum. Það er alrangt að þetta fyrirkomulag feli í sér einhveija ofstjóm ofan frá og síst ástæða til að ala á slíkri fullyrðingu. Þess vegna hlýtur það að vekja nokkra furði — ef ekki óhug um hvar komið sé réttarskilningi manna — að útflytjendur blautfisks em sagðir neyta allra leiða til þess að fara sínu fram í út- flutningsstarfsemi sinni. Samkvæmt upplýsing- um þeirra sem gerst mega vita um starfsemi blautfisksútflytjenda, liggja þeir undir grun um að gefa rangar skriflegar upplýsingar um mikil- vægustu efnisatriði vömútflutningsins, þ.e. teg- und vöm og þyngd. Ef gmnur Aflamiðlunar er jafnmikill og fram kemur í orðum talsmanns hennar í fjölmiðlum, þá ættu forráðmenn nefnd- arinnar að manna sig upp í að kæra blautfiskút- flytjendur fyrir næsta lögregluyfírvaldi og hafa ekki um það meiri umsvif fyrr en sakaráburður- inn er upplýstur. Út af fýrir sig er það fær leið að gámafisksmenn séu sviptir leyfúm til útflutnings með stjóm- valdsráðstöfún, en ef þeir liggja undir gmn um að vera að bijóta þá kafla hegningarlaga sem ijalla um auðgunarbrot, þá er eftirlitið með þess- um athafnamönnum komið út fyrir verksvið út- hlutunamefndarinnar. Þá tekur dómskerfið við. Vafalaust er umdeilanlegt hver skuli vera hlut- föll íslegins fisks og unnins og pakkaðs, en sið- aðir menn jafna ekki slíkan ágreining peð því að taka lögin í sínar hendur. Þrátt fyrir allt verða menn að lúta lögum, m.a. hegningarlögum, ef í það fer. ■ r' Ekkl geogur það björgulega bjá soiöi rtl stuðnings sér og tir varö ekki má bOast við uppákomum Alþýðublaðinu um þessar mundir, Pressan, sem enn hefur ekld feng- þegar þeir reka heitu rítstjórnirn- en þar sltur heilinn á bak við iö neitt Heigarpóstsmál til að ar. Metnaðnr starfsfólks blaöa er blaðaótgáfu Aiþýðuftokksins og fjalla um, en náð i ðnnor sem mlklil fyrir hönd hvers biaðs og hcitir Ingótfur Margeirsson. varða heilbrigðisþjónustuna og ónia.Tt það álag, og ekki reiknað tii Hann hefiir lengi boðað betrí tíð ástanð mannslíkamans, kaups, scm fylgir starfinu. Þetta hjá Alþýðublaðinu og staðið fyrir Rjfctirtmlna ýt álag og tryggtyndi kemur aldrvi smávKsgficgum breytíngmm^seru ^ b í ðá b) Úr'r ‘'«8» bókbaldara. I*eir sem að þeir kegju f elnskonar kratar- miöað vió það verkefni, sem því bara aldreisvona. beir ganga ekki oti, misstu stjórn á önd og œði, <>g var falið. Þaö græddi penioga ion og reka alla dtstjórnioa upp geugjo jafnvel fyrir bjðrg tíl handa Alþýðublaðinu, svo Ingóif- úr þurru. Þaö þýðir Ittíð að bera breyting var ekki fyrr komin af friði fyiir skuldum. AHt i elnu unnið ’fyrir Alþýðublaðlnu yfir stað en einhverjir bókhaldarar kom aðstoðarmaður utanrikisráð- " stauda. Ekkí var hœgt að gera unnar að hún væri 511 rekiu, en mikinn hávaða á Alþýðublaðinu, henni faæri samt að vlnna eou i en útgáfa kratanna hafði gefiö át þrjá mánuÖL Þetta mun hafa gerst Ekki er ástæöa tfi að fjalla sér- blóraböggn! tfi að standa undir herkostnaðinum á AJþýðuhlað- inu. Nú skyldi bann tekiuo og ásakaður fyrir að tapa fé fyrir Al- þýöubiaðinu. Viftkvæmur tími ur að leita aö nðrum dlbera. aMríkisráðherrahjóiianna i flram- tíl síns brúks. Hluið hennar mið- boði tí) borgarstjómar í siðostu astfyrst ogfremst vjo si>lu,ogeldki kosnlngum fékk ekki inni i Press- er annað s itað en hún hafi teklst unni með framtíðarmúsik sína bærilega, þó svn kunni að vera að vcgna blaðadtgáfu vita aö Pressan, þ.e. unnar ræöa. Jóhanna Sigurðardóttir gaí sér meira að segja fri frá því að sumartimann mun hafa verið erf- ht að láta enda ná saman. Það é| aö leik. Slfltar frásagnir eru kannski ekki aimennt blaðaefni. 1*11 VÍTT OG BREITT 1S Þverstæðurnar æpa í velferðarþjóðfélagi eykst heil- brigðisþjónustan hröðum skrefum og verður æ kostnaðarsamari. Reynt er að spoma við síhækkandi út- gjöldum án þess að það komi niður á þjónustunni og gengur brösug- lega. Kröfur til heilbrigðiskerfisins aukast jafht og þétt og ffamfarir í læknisfræði og heilsugæslu valda þvi að aðgerðum fjölgar og meðferð sjúklinga verður sífellt umfangs- meiri. Að sjálfsögðu fjölgar sjúk- lingum að sama skapi. Tíminn skýrði svo ffá í gær að 2% íslensku þjóðarinnar bíði þess að komast imdir hnífinn á skurðstofum landsins. Biðtíminn er orðinn allt að 17 mánuðir hjá þeim sem lengst verða að þrauka. Hér em aðeins taldir þeir sem krukka þarf í og ekki komast að. Allur sá fjöldi sem bíður eftir annars konar meðferð eða læknadómum er enn meiri. Og látlausar umkvartanir dynja yf- ir um að langlegusjúklingar og aðrir sem þurfa á sjúkrahúsavist að halda séu hafðir útundan í hinu mikla og dýra heilbrigðiskerfi. Aldrei nóg Hvenær er nóg nægilegt? er spum- ing sem seint verður svarað. En hvað heilbrigðisþjónustuna varðar verður hún seint eða aldrei fiillnægj- andi. Hitt er annað, að eðlilegt er að miklar kröfur séu gerðar til kerfisins því miklu er til kostað. Margt er það sem ekki er nægilega útskýrt fyrir almenningi varðandi vandamál heilbriðgisþjónustunnar, sem af sjálfu sér leiðir að em líka vandræði núverandi og tilvonandi sjúklinga. Eitt er læknaskorturinn og hinn mikli hörgull á hjúkrunarfólki vitt og breitt um sjúkrahús og byggðir landsins yfirleitt. Hvemig á ég og hún Gunna og hann Siggi að skilja að það er jöfh- um höndum offfamboð á læknum og skortur á læknum. Læknar i praxís og embættum segja að alltof margir læknar útskrifist og vilja fjöldatakmarkanir i læknadeildir og sýna svart á hvítu að atvinnuleysi lækna sé yfirvofandi. Einnig er bent á að hundruðir lækna sem hlotið hafa nær alla sina menntun á íslandi starfi í þágu erlendra þjóða. Á íslandi er sagt að engin störf séu til fyrir þá og að á Fróni bíði þeirra ekkert nema atvinnuleysi. í dreifðum byggðum íslands er læknskorturinn svo geigvænlegur, að hann er iðulega nefndur sem ein af aðalorsökum fólksflótta suður í spítalabæi. Læknaskortur og fjöldaatvinnu- leysi lækna sýnist heija samtimis á þjóðfélagið og er hámenntuðu heil- brigðiskerfi ómögulegt að útskýra þessa þverstæðu á einfaldan og skiljanlegan hátt. Fjárpynd og fátækt Deildum rándýrra sjúkrahúsa er lokað i spamaðarskyni en sjúkra- samlög em látin greiða apótekurum gífurlegar fulgur vegna þess að sjúklingamir em sendir til þeirra með uppáskrifaða lyfseðla í stað þess að láta sjúkrahúsin útvega þeim lyfin. Utvegun lyfja og dreifingarkostn- aður vegna þeirra er kapítuli út af fyrir sig og er þar á ferðinni ein- hvers konar samansvarin hringa- myndun sem sogar ótæpilega til sin fjármagn og hefur það lið allt komið sér fyrir i óvinnandi virki og passar hver upp á annan. Það þarf ekki einu sinni að gefa sennilegar skýringar á þeirri fjárpynd sem þar er lögð á sjúka sem heilbrigða. Heilsugæslustöðvar hér og hvar em lítt starfhæfar vegna skorts á sér- menntuðu fólki. Stórar álmur sjúkrahúsa standa árum saman lítt notaðar eða ónotaðar af sömu sök og undrið mikla er iðulega á sjón- varpsskermum og fréttamyndum. Sjúkrastofum er lokað í stórum stil en sjúklingum hrúgað á ganga spft- alanna. Ef þetta er heilbrigðisþjónusta, hvað er þá heilbrigð skynsemi? Eða þá sæmilegt hjartalag? Ef hér er offramboð á læknum og sjúkrastofum, eins og verið er að segja manni, hvers vegna bíða þá þúsundir sjúklinga eftir að komast í aðgerð og eftir sjúkrahúsavist? Það er eitthvað meira en lítið að kerfi sem ekki getur útskýrt hvers vegna þar rekst allt á annars hom og þverstæðumar æpa hver á aðra. OÖ T

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.