Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 16
AUG LYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NUTÍMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v Tryggvogotu. S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS NISSAN Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sœvartiöföa 2 Sími 91-674000 >1 y, HÖGG- > DEYFAR Versltó hjá fagmönnum GSvarahlutii Iíniinn FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER1990 Guðmundur G. Þórarinsson, sem sæti á í álviðræðunefnd, segir að Ijóst sé orðið ___ að staðsetja verði nýtt álver á Keilisnesi: Alver mun borga upp allar nýjar virkjanir á 25 árum ,AHt fra þvi að Alusuisse dró sig út úr Atiantsál-hópnum hef ég veríð því fylgjandi að álverínu verði fundinn staður úti á landi og reyndar veríð talsmaður þess að það færí á Eyja- fjarðarsvæðið. Ég tel hins vegar að nú sé að verða Ijóst að það verður að staðsetja þetta álver á Keilisnesi. Þessir er- lendu aðilar telja að Keilisnes hafi svo marga kosti fram yfir hina staðina," sagði Guðmundur G. Þórarínsson alþingis- maður í samtali við Tímann, en hann á sæti í íslensku álvið- ræðunefhdinni. Guðmundur sagði þetta mat hinna erlendu aðila byggjast á mörgum þáttum. Um væri að ræða heildar- mat vegna gífurlegrar fjárfestingar. Guðmundur sagði að þegar búið væri að staðsetja álverið, yrðu menn að snúa sér að því af krafti að ljúka samningum. Hann sagði að talsverð vinna væri eftir í sambandi við samningsgerðina. Miðað er við að þeirri vinnu verði að mestu lok- ið um næstu mánaðamót. Ekki er gert ráð fyrir að sjálfir samningam- ir verði undirritaðir fyrr en í mars á næsta ári. Þangað til gefst Alþingi og stjómum álfyrirtækjanna tæki- færi til að fjalla um samningana. Guðmundur sagði að það lægju ■■raHHBBHH tyrir ákveðnar tillögur um orku- verð sem Landsvirkjun virtist vera sátt við. „Miðað við þær hugmynd- ir sem menn em að ræða um í sam- bandi við orkuverð þá greiðir ál- verið að fúllu Blönduvirkjun, stækkun Búrfellsvirkjunar, Fljóts- dalsvirkjun, allar línubyggingar og stækkun Kvíslarveitu á 25-27 ár- um. Eftir það ættu íslendingar þessi mannvirki nánast skuldlaus. Þessar virkjanir koma til með að mala gull í a.m.k. hundrað ár eftir það.“ Álmáliö pólitískt sprengiefni Búast má við að á næstu vikum og mánuðum verði tekist hart á um ál- málið. Málið er pólitískt sprengi- efni. Ekki bætir úr skák að málið kemur upp á mjög viðkvæmum tíma. Næsta vor verða alþingis- kosningar og má búast við stjóm- málafiokkamir leggi áherslu á að marka sérstöðu sína i málinu. Síð- ustu mánuðimir fyrir kosningar em ekki taldir bestu mánuðimir til að ná samkomulagi um pólitísk hita- mál. Enginn vafi er á að meirihluti er fyrir því á Alþingi að reisa þetta ál- ver. Jafnframt þykir ljóst að fram til þessa hefur verið meirihluti fyrir þvi að reisa það utan höfúðborgar- svæðisins. Innan ríkisstjómarinnar heyrast hins vegar gagnrýnisraddir, einkum meðal alþýðubandalags- manna. Ráðherrar flokksins hafa lýst yfir óánægju sinni með það orkuverð sem verið er að ræða um. Hjörleifúr Guttormsson, alþingis- maður og fyrrverandi iðnaðarráð- herra, er óánægður með flesta þætti þessa máls. Olíklegt er talið að stjómarandstaðan geri nokkuð það í þessu máli sem komi ríkisstjóm- inni vel. Byggðastofnun sagt til syndanna Rikisstjómin tók álmálið til um- ræðu á rikisstjómarfúndi í fyrra- dag. Lögð var fram skýrsla um gang viðræðnanna og skýrsla frá Byggðastofnun um áhrif álvers á vinnumarkað á þeim þremur stöð- um sem taldir em koma til greina fyrir nýtt álver. Fjölmiðlar hafa ekki fengið aðgang að þessum skýrslum. Fjármálaráðherra vitnaði í skýrslu Byggðastofnunar eftir rík- isstjómarfúndinn og sagði að þar kæmi fram að einungis 10%, í mesta lagi 30%, af þeim sem koma til með að starfa við virkjunina kæmu af Suðumesjum. Afgangur- inn kæmi frá Reykjavik. Timinn leitaði eftir áliti Byggða- stofnunar á þessum ummælum en þar á bæ sögðust menn ekki vilja ræða efni skýrslunnar fyrr en búið væri að dreifa henni til fjölmiðla. Byggðastofnun mun hins vegar ekki vera fyllilega sátt við túlkun fjármálaráðherra á skýrslunni. Það eru Suðumesjamenn ekki heldur. í gær sendi starfshópur um stór- iðjumál á Suðumesjum frá sér fréttatilkynningu. Þar em Byggða- stofnun ekki vandaðar kveðjumar. Sagt er að stofriunin hafi i árs- skýrslu sinni viðurkennt að hún sé getulaus til að sinna þeim verkeíh- um sem hún á eðli sinu samkvæmt að sinna. I fréttatilkynningunni segir orðrétt að stofhunin sé „lítið annað en skammtímafyrirgreiðslu- stoínun sem veiti lán til aðila sem komnir em í vandræði á þeim hluta landsbyggðarinnar sem stjóm stofhunarinnar hefur velþóknun á“. Þar segir jafnframt að ljóst sé að Suðumesin njóti ekki velvilja stjómar Byggðastofhunar. Stoíhun- in sé þvi ekki hlutlaus í þessu máli. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastoftiunar, vildi ekki tjá sig um þessa fféttatilkynningu þegar eftir þvi var leitað í gær. Niðurstöður kannana sýna fram á gífurlega aukningu áfengisneyslu eftir tilkomu bjórs: UNGLINGSPILTAR NEYTA 63% MEIRA AF ÁFENGI EN ÁÐUR Áfengisneysla íslenskra unglinga á aldrinum 13-19 ára jókst um rúm 43% á fyrstu sex mánuöunum eftir aö bjórínn var lögleiddur í fýrra. Eftir kynjum var aukningin mun meirí meðal drengja, ein 63,3% á milli ára, en 6% meöal stúlkna. Þessar niðurstöður er að finna í könnun sem Ása Guðmundsdóttir kynnti á ráðstefnu um áfengisstefnu og þjóðfélagsbreytingar. í erindi til kynningar niðurstöðun- um segir að árið 1988 hafi meðaltals- neysla unglinga á áfengi síðustu sex mánuði áður en könnunin fór ffam numið 0,81 lítra. Sex mánuðum eftir lögleiðingu bjórsins hafi niðurstöður aftur á móti bent til 1,17 lítra meðal- talsneyslu sama aldurshóps. Þama er ekki eingöngu um að ræða að bjórinn hafi bæst við heldur hefúr neysla sterkra áfengra drykkja aukist tölu- vert. Drykkja léttra vína minnkaði um helming en neysla sterkra drykkja jókst um rúm 23%. Eftir lögleiðingu bjórs kom einnig í ljós að aukinn íjöldi unglinga svaraði því játandi að hafa neytt áfengis ein- hvemtíma á ævinni en í könnuninni sem var ffamkvæmd ári fyrr. í erindi Ásu segir að mikil aukning á neyslu sterkra drykkja meðal ung- linga geri erfitt fyrir að segja til um áhrif lögleiðingar bjórs einvörðungu. Hins vegar bendir hún á að þó aukn- ing neyslu fúllorðinna á neyslu áfengra drykkja eftir lögleiðingu bjórs hafi ekki aukist jafh mikið og neysla þeirra sem yngri em, sé aukn- ing vel merkjanleg og dregur hún af því þá ályktun að bömin læra það sem fyrir þeim er haft. En í niður- stöðum sem Hildigunnur Ólafsdóttir lagði fram á ráðstefhunni kemur ffam að aukning á neyslu áfengis fúllorð- inna nam samtals tæpum 9%. Karl- menn juku drykkju um ein 18,8% en kvenfólk um 2,7%. Þar var hins veg- ar sá munur á að eingöngu neysla bjórs jókst á meðan neysla léttra vína og sterkara áfengis dróst saman. í erindi sínu bendir Ása á þann möguleika að mikil umræða um áfengi í tjölmiðlum í tengslum við lögleiðingu bjórs geti hafa beint áhuga unglinga að drykkju í meira mæli en undir eðlilegum kringum- stæðum. Aldursmörk virðast ekki hafa breyst með tilkomu bjórs en þar svöruðu flestir því til að unglingar hæfú að neyta áfengis um 14 ára aldur. Á hinn bóginn er vel merkjanleg aukning á magni sem unglingamir innbyrða í hvert skipti er þeir á annað borð drekka áfengi. Fyrir lögleiðingu bjórs sögðust nær engir ungir strákar hafa drukkið meira en tvo bjóra í einu en eftir lög- leiðinguna virðist mikil bjórdrykkja fljótlega verða töluvert algeng, því þá svöruðu 20% drengja á aldrinum 13- 15 ára því til að þeir hefðu drukkið fleiri en tvo bjóra í einu. Hliðstæðar spumingar lagðar fyrir drengi á aldr- inum 16-19 ára sýndu aukningu ffá 11 upp í 40 af hundraði. Mun fleiri þeirra síðamefndu drekka nú einnig umtalsvert oftar, allt að þrisvar í viku, en fyrir 1. mars 1989. Þá sagist aukinn fjöldi hafa dmkkið heila flösku af sterku áfengi i einu. Aukning virðist mest hjá yngri stúlk- um, þar sem helmingi fleiri segjast hafa dmkkið heila flösku í einu en fyrir lögleiðingu bjórsins. Fjöldi annarra erinda var fluttur á ráðstefnunni sem hófst síðastliðinn mánudag. í gær vora teknar til um- ræðu hugmyndir um áfengi og tengsl þess við þjóðfélagið í ljósi sögunnar. Sömuleiðis flutti Bretinn Alan Maynard erindi og lagði fram niður- stöður kannana ffá Bretlandi. Þar kemur m.a. fram að á tíu ára tímabili hefúr aukning á heildameyslu áfeng- is í Bretlandi numið um 60%. Mest er aukning á neyslu léttra vína, í kjölfar- ið fylgja sterkir drykkir en neysla á bjór hefur minnkað og síðan aukist smátt og smátt aftur. Maynard kom einnig inn á kostnað þjóðfélagsins vegna neyslu áfengis í Bretlandi. Hann segir að þar í landi hafi árið 1985 verið áætlað að dauðs- foll vegna áfengisneyslu væra 5-8 þúsund árlega. Aðrar áætlanir geri aftur á móti ráð fyrir að um allt frá 4 upp í 40 þúsund dauðsfoll sé að ræða árlega. Arið 1987 hafi kostnaður bresks þjóðfélags vegna áfengis- neyslu numið rúmum 1100 milljón- um punda ef atvinnuleysi og dauðs- foll vegna áfengisneyslu em undan- skilin. Séu þeir þættir aftur á móti teknir með í reikninginn nemi áætluð upphæð tæpum 2000 milljónum punda. Ráðstefnunni lauk í gær og ráð- stefnugestir halda heim á leið í dag. jkb Samtök sunnlenskra sveitarfélaga: Atvinnumál í brennidepli Frá Slguröf Boga Sævarssyni, Wttarttara honum m.a. velt upp þeirri Timarw á Selfossl: spurningu hvernig nýta megi þá Aðalfundur Samtaka sunn- uppsveifiu sem atvinnusýningin lenskra sveitarfélaga var sett í Bergsveinn veitti, en atvinnuinál gær, fimmtudag, á Selfossi og verða aðalmál fundarins. Milli stendur fundurinn í tvo daga. 60-70 fúlltrúar munu sitja fund- „Betrí tímar bœttur hagur“ er yf- inn, þ.e. fulltrúar sveitarfélaga irskrift fundarins og verður á kjördæmisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.