Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 2
I V V'* v _ r ►- 2 Tíminn Fimmtudagur 13. september 1990 Jarðskjálftamælar Veðurstofu Islands sýndu neðansjávarskjálfta um 1000 km suðvestur af landinu: Hugsanlegt að neðan- sjávargos sé hafið Jarðskjálftamælar Veðurstofu íslands sýndu nokkra öfluga neðansjávarskjálfta um 1000 km suðvestur af landinu, á svokölluðum Reykjaneshrygg sem er hluti af Mið-Atlantshafshryggnum, síðastliðinn laugardag og sunnudag. Stærsti skjálftinn mældist rúmlega 5,5 á Richter kvarða og nokkrir skjálftar voru yfir 5 á Richter. Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur á Veðurstofiinni, sagði að þessir skjálftar bentu til þess að þama væru kvikuhreyfingar og þar með væri það hugsanlegt að einnig væri um neðansjávargos að ræða. Þeir hefðu sent út tilkynningu um að þama gæti verið neðansjávargos svo að þeir aðilar úti í heimi sem hefðu áhuga á að rannsaka slíka hluti gætu athugað málið og kannað hvort þama væri um gos að ræða. Ragnar sagði að það væri ekki auð- velt að greina það hvort um gos væri að ræða og að það gæti verið gos neðansjávar án þess að nokkuð sjáist að ráði á yfirborðinu. Þegar hraunkvika komi upp neðansjávar þá sýður sjórinn í kringum hana, nema það sé á þeim mun meira dýpi, en straumar sem em neðan- sjávar dreifa hitanum og því sé erfitt að greina hvort um gos er að ræða. Ragnar sagði að það væri afskap- lega ólíklegt að þama kæmi upp eyja ef gosið stæði lengi sökum þess hve það er á miklu dýpi. Það væm sjálfsagt oft gos á Mið- Atl- antshafshryggnum án þess að menn vissu um þau því jafhvel þó að kvikuhreyfingar væm sé það ekki endilega vist að þær komi upp á yf- irborðið. Ragnar sagði að hann vissi um bandaríska aðila sem hefðu áhuga á að kanna málið en það væri allt á fmmstigi. —SE Árni Þór Þorgrímsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra: Semjum ekki fyrr en þjóð- arsátt lýkur Flugumferðarstjórar hafa ákveö- inálinu og fá lögfræðing í lið með ið að grípa ekki til neinna aðgerða sér til að athuga m.a. hvort þetta vegna ákvörðunar ijármálaráðu- værí réttmæt aðgerð eða ekkl neytisins að fella niður launa- Árni sagði að þeir myndu örugg- hækkun 1. september sl. sem flug- iega ekki gera nýjan kjarasamn- umferðarstjórar áttu að fá sam- ing við tjármálaráðuneytið fyrr kvæmt nýgerðum kjarasamningi. en á næsta árí og færu líklega ekki Launahækkunin stangaðist á við á stúfana fvrr en að lokinni þjóo- bráðabirgðalög sem sett voru 3. arsátt Aðspurður sagði Ámi að ágúst sL og þvi var ákveöið að láta félagsmenn hefðu náttúrlega ekki hana ekki koma til framkvæmda. veríð hrífnir af þvi þegar nýgerð- Ámi Þór Þorgrímsson, formað- ur kjarasamningur var tekinn ur Félags flugumferðarstjóra, svona úr sambandi að hluta og sagði að þeir ætluðu að kanna þar af leiðandi heföi veriö ákveðið sinn rétt í raáUnu en ekki yrði áfélagsfundiaðkannahvortþessi gripið tii neinna aðgerða. Þeir aðgerð stæðist lagalega séð. ætluðu aö fara lagahliðina að —SE EIMSKIP STYRKIR SKÁKLANDSLIÐIÐ Á lokadegi íslandsmótsins i skák á Höfn í Homafirði afhenti forstjóri Eimskipafélags íslands, Hörður Sig- urgestsson, Skáksambandi íslands fjárframlag að upphæð ein og hálf milljón krónur. Eimskip vill með þessu framlagi styrkja skáklandslið Islands til þátt- töku á ólympíumótinu sem haldið verður í Novi Sad í Júgóslavíu í nóv- ember nk. í fréttatilkynningu frá Skáksambandi íslands segir að Eim- skipafélag íslands leggi áherslu á að í skákiðkun íslendinga felist rótgróin menningarhefð sem ástæða sé til að hlúa að og styrkja. Hróður íslenskrar skáklistar á sinn þátt í því að vekja at- hygli á landi og þjóð og auk þess sé vert að benda á að þeir sem skari ffam úr af íslenskum skákmönnum séu mikilvægar fyrirmyndir fyrir æskufólk og því hvatning til að glíma við heillandi og þroskandi viðfangs- efni. —SE Utgáfa 32 leikrita og uppfærsla á einu Inga Bjamason er leikstjóri Medeu sém samhliða uppsetningu verður gefin út í safni 32 þýðinga Helga Hálfdánarsonar á verkum grískra leik- skálda. Tímamynd: Ámi Bjama Hinn 26. október hefjast hjá Alþýðuleikhúsinu sýningar á gríska harmleiknum um Med- eu svartahafsprínsessu, morð- kvendi, fegurðardrottningu og galdranom eftir Evrípídes. Leikrítið er þýtt af Helga Hálf- dánarsyni en í haust verður gefið út, á vegum Máls og Menningar, safn þýðinga Helga á öllum leikrítum Æsk- ílosar, Sófóklesar og Evrípí- desar sem varðveist hafa. Samtals er um 32 verk að ræða. „Uppsetningin er i rauninni tíma- laus. En leikritið er ef til vill eitt- hvert mesta nútimaverk sem hefur verið skrifað þótt það sé frá því um 400 árum fyrir Kristsburð. Þetta er saga mikillar kvennabaráttu. Medea giftist Grikkja sem svíkur hana og þá drepur hún bæði ástkonu manns- ins, hann sjálfan og böm þeirra hjóna. Medea sjálf er einna þekktust í sögunni fyrir síðastnefnda atrið- ið,“ sagði Inga Bjamason, leikstjóri Medeu, í samtali við Tímann. Leikritið verður sett upp í Iðnó og hófúst æfingar í gær. Hlutverk Med- eu leikur Jómnn Sigurðardóttir og Jason eiginmann hennar leikur Har- ald G. Haralds. Önnur hlutverk em í höndum 11 manna hóps, þar á með- al dansara og söngvara. Leifúr Þór- arinsson semur tónlist við sýning- una, Hlíf Svavarsdóttir hefur um- sjón með sviðshreyfingum og döns- um og sviðsmynd og búninga hanna Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefúr hafið sölu á áfengis- og hita- einingaléttum bjór, Egils-Silfri. Nýi bjórinn inniheldur 4,5% áfengismagn, en það er minna magn en er í hinum bjórtegundum fyrirtækisins, Egils-Gulli og Eg- ils-Dökka. í Egils-Silfri eru ein- þær Ásdís Guðjónsdóttir og Sigríð- ur Guðjónsdóttir. Á vegum Alþýðuleikhússins verð- ur einnig sett upp bamaleikritið Keli þó eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikritið er unnið í ungis 38 hitaeiningar í 100 milli- lítrum. Ölgerðin notar aðeins íslensk nöfú á framleiðslu sína. Nýi bjór- inn er seldur í margnota flöskum. Ein kippa af Silfri kosta 650 krón- ur, en fer niður í 590 sé umbúðun- um skilað. samvinnu við Umferðarráð og Landsbankann. Leikhópurinn kem- ur til með að ferðast með verkið á milli skóla en það er að sögn leik- stjórans, Sigrúnar Valbergsdóttur, til þess ætlað að veita bömum um- ferðarfræðslu í skemmtilegu formi. Keli þó verður frumsýnt þann 10. þessa mánaðar. Leikritið fjallar um hressan 8 ára gutta sem flytur í bæinn. Hans stærsti draumur er að verða lögga en kemst að því að áður en sá draumur getur ræst á hann ýmislegt ólært. Öll hlutverk em í höndum Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, Kormáks Baltasar og Gunnars Rafns Guðmundssonar. Ólafúr Haukur Símonarson semur tónlist- ina og Gerla annast leikmynd og búninga. Að sögn aðstandenda sýn- inganna er gert ráð fyrir að tveimur sýningum til viðbótar verði komið á fjalimar á vegum Alþýðuleikhúss- ins í vetur. Ekki sögðust þau þó vita hvar, en bættu við að þau biðu spennt ákvörðunar menntamála- ráðuneytisins varðandi kaup á Iðnó til að þar mætti hýsa ýmsa smærri leikflokka, eins og töluvert hefúr verið til umræðu. jkb Þaö er mikiö vandaverk að brngga nýja bjórtegund. Klaus Schmieder, bruggmeistari Ölgerðarinnar, á mestan heiður af Egils-Silfri. Klaus Schmieder er Þjóöveiji og á ekki langt að sækja þekkingu sína í öl- gerð, þar sem faðir hans og afi voru þekktir þýskir bmggmeistarar. Egils-Silfur á markaöinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.