Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. september 1990 Tíminn 7 Jón Sigurðsson, Samvinnuháskólanum: Afram — ekki aftur á bak íslendingar þurfa nýja sókn í samvinnumálum eftir vanda og vantrú síðustu ára. Engin uppgjöf má veröa og samvinnustarf hefur miklum hlutverkum að gegna í þjóðfélagi framtíðarinnar. Nú standa skipulagsbreytingar yfir í samvinnuhreyfingunni. Ég skora á forystu hreyfingarinnar að fylgja samvinnustefnu við allar ákvarðanir. Um leið skora ég á forystuna að láta sam- vinnuviðhorf koma fram í öllum málflutningi og fréttum af mál- efnum hreyfingarínnar. Þessi áskorun er fram komin vegna tilmæla sem ég hef fengið ffá sam- vinnufólki víðs vegar um land. Það er vægilega til orða tekið að sam- vinnumenn hafa áhyggjur. Það er skylda forystunnar að bregð- ast vel við þessari áskomn og það er mjög auðvelt fyrir hana í fram- kvæmd. Almennir skilmálar sam- vinnustarfs em alls ekki spennitreyja utan um atvinnurekstur. Þeir em sveigjanlegir og sé litið til útlanda kemur mikil fjölbreytni í ljós. Is- lensk lög um þessi málefhi em frum- stæð og ófullnægjandi. Það fer vel á því að samvinnustarf sé unnið í ólik- um réttarformum, t.d. í hlutafélög- um eða sameignarfélögum ef réttir skilmálar em í heiðri hafðir. Ég hef aflað efhis í greinargerð um skilmála samvinnustarfs. Þessi greinargerð á erindi við allt sam- vinnufólk f landinu. Alþjóðlegir skilmálar samvinnustarfs skiptast í fjögur meginatriði og tvö viðbótarat- riði. I öllum þessum þáttum er gerð- ur nokkur munur á grunnsamvinnu- félagi, samvinnusambandi og sam- starfsfélagi samvinnufélaga við aðra aðila. 1. Innganga meö viöskiptum Innganga í félagið er heimil öllum þeim sem eiga viðskipti við félagið og samþykkja að lúta samþykktum þess. Viðskipti við félagið f þessu samhengi skal skilgreina í sam- þykktum þess; t.d. getur verið um að ræða verslun, afurðasölu, trygging- ar, banka, flutninga eða hvers konar aðra starfsemi, ffamleiðslu eða þjón- ustu; slík viðskipti geta einnig falist í starfi hjá félaginu ef um framleiðslu- eða starfsmannasamvinnu er að ræða. I þessari skilgreiningu við- skipta við félagið þarf að koma ffam hvers eðlis tengsl félagsmanns séu, hvort hann er t.d. ffamleiðandi, neyt- andi, sparifjáreigandi, þjónustuþegi, starfsmaður eða jafhvel fleira en eitt afþessu. í samþykktum félagsins skal koma ffam að ekki verði um mismunun vegna skoðana, kynferðis, uppruna eða efnahags að ræða eða sérstakar takmarkanir af slíkum toga, umffam það sem beinlínis tilheyrir starfsvett- vangi félagsins. Á hinn bóginn þarf félagið ekki að vera opið öðmm en þeim sem eiga skilgreind viðskipti við það og félag- ið þarf ekki að vera bundið tilteknu svæði. Eftir sérstökum reglum má félagið vera opið öðmm en einstak- lingum, þ.e. öðmm lögaðilum að því tilskildu að grundvallareinkenni raskist ekki við það. Varðandi inngöngu skiptir ekki máli hvort um grunnsamvinnufélag er að ræða eða samvinnusamband eða samstarfsfélag samvinnufélaga og annarra aðila. 2. Lýðræðisregla Lýðræðislegir stjómarhættir ráða í félaginu. I þessu felst að almennir fundir hafa æðsta vald og stjómun er á höndum eða í umboði lýðræðis- lega kjörinna fulltrúa félagsmanna og þessir fulltrúar fylgja lýðræðis- reglum um ákvarðanir, upplýsinga- miðlun, ábyrgð, endurkjör o.s.frv. Meginregla er að hver félagsmaður eða félagsaðili, ef aðrir lögaðilar em í félaginu, hefur eitt atkvæði og allir hafa jafhan atkvæðisrétt. Frávik frá jöfnum atkvæðisrétti mega vera t.d. ef félagið er deilda- skipt og hver deild hefur lágmarks- fjölda fulltrúa þótt fámenn sé. Þá má veita aukið vægi atkvæðis, t.d. vegna eignarhlutar samkvæmt þröngu ákvæði um hámark, t.d. mætti hugsa sér 7% hámark miðað við ákvæði núgildandi íslenskra laga um að ekki séu færri en 15 manns við stofnun. Loks má veita aukið at- kvæðavægi vegna eignarhlutar ef um er að ræða lögaðila sem sjálfur er lýðræðislegt félag og þá þarf ekki að setja hámarksákvæði. Varðandi lýðræðisreglu skiptir máli hvort um grunnsamvinnufélag er að ræða eða samvinnusamband því að í samvinnusambandi má hafa ákvæði um að atkvæðavægi fari einnig að hluta eftir viðskiptahlut, en í sam- starfsfélagi samvinnufélaga og ann- arra aðila skal þess minnst að aðrir þurfa ekki að sæta lýðræðisreglu. 3. Aröur reiknaður á tvennan hátt Ávöxtun hlutafjár eða stofnfjár skal annaðhvort miðast við verðtrygg- ingu að hámarki eða aðeins lága al- menna bankavexti umfram það. All- ur arður umfram þetta er reiknaður samkvæmt viðskiptahlut við félagið en ekki samkvæmt eignarhlutnum sjálfum. En samvinnufélagi ber engin skylda til að hafa aðrar hömlur á meðferð eiganda á eignarhlut og ákvæði núgildandi íslenskra laga um takmörk á fijálsræði við ráðstöfun stofnsjóðseigna em óviðkomandi samvinnureglum. Þó er óhjákvæmi- legt að hafa ákvæði um sölu eignar- hlutar t.d. til kaupanda sem ekki uppfyllir skilyrði til inngöngu og er þá eðlilegt að hafa ákvæði um sölu eignarhlutar t.d. til kaupanda sem ekki uppfyllir skilyrði til inngöngu og er þá eðlilegt að hlutur eða stofh- sjóðseign breytist i skuldabréf eða „áhættuséreign“ eða verði greidd út; sama getur átt við ef félagsmaður gengur úr félaginu. Rétt er að nefha að bankavextir rnn- ffam verðtryggingu eru hreint ekki svo lítil ávöxtun miðað við íslenskar aðstæður. Mörg dæmi eru þess er- lendis í samvinnustarfi að þessi skil ávöxtunar á eignarhlut annars vegar og á viðskiptahlut hins vegar séu ekki í þessum þröngu skorðum, t.d. ef um samstarfsfyrirtæki, dótturfyr- irtæki eða rekstrardeildir er að ræða og móðurfyrirtæki fylgir síðan sam- vinnureglum í meðferð þess arðs sem því heimtist. Og til em blönduð félagsform sem gera ráð fyrir að samhliða sé fylgt venjulegri hlutafé- Ávöxtun hlutafjár eða stofnfjár skal annað- hvort miðast við verð- tryggingu að hámarki eða aðeins lága al- menna bankavexti um- fram það. Allur arður umfram þetta er reikn- aður samkvæmt við- skiptahlut við félagið en ekki samkvæmt eignar- hlutnum sjálfum. Almennir skilmálar samvinnustarfs stand- ast allar kröfur nútíma- efnahagslífs. Engar efnahagslegar ástæður eru til þess að hverfa af braut samvinnunnar — nema þá að menn vilji það af öðrum sökum. Það er margt á seyði í íslenskum samvinnu- málum og rétt að menn fylgist vel með. lagsreglu að hluta og samvinnureglu að hluta og er hlutafé eða stofnfé þá skipt eftir þvi hvers konar ákvæði eiga við um hvom hlutann; íslensk ákvæði um samlagsfélög eða sam- lagshlutafélög gætu m.a. átt við um þetta. Reglan um takmörkun á ávöxtun eignarhlutar á jafht við um grann- samvinnufélag sem samvinnusam- band en í samstarfsfélagi við aðra aðila verður að taka tillit til óska samstarfsfélaganna. 4. Sameiginleg ráöstöfun arös Ráðstöfun arðs, umfram það sem ofar greinir, er ævinlega sameiginleg og yfirleitt bindandi fyrir allt félagið. Arði skal ráðstafað með það megin- sjónarmið í huga að enginn félags- maður eða félagsaðili hljóti arð af viðskiptum annars eða á kostnað annars. Þetta verður gert með sameiginlegri ákvörðun félagsmanna með þessum aðferðum, einni eða fleirum hverju sinni: A) Arði er ráðstafað til eflingar starfsemi félagsins. Á íslandi er venja að arður renni þá til varasjóðs og óskiptiiegra sameignarsjóða, en áhersla skal lögð á að félaginu er fijálst að Ieggja þetta fé við stofh- sjóðseign eða gefa út jöfhunarhluta- bréf auk varasjóðs eða að hafa sér- staka „séreignarreikninga áhættu- fjármagns" félagsmanna og félags- aðila sem eigandi getur leyst til sín að eigin vild eða eftir sérstökum reglum. B) Arði er ráðstafað til samfélags- þjónustu, menningar- og líknarstarf- semi eða annarra þjóðþrifa o.s.frv. C) Arði er ráðstafað til skiptingar og útgreiðslu meðal félagsmanna og félagsaðila í réttu hlutfalli við skil- greind viðskipti þeirra hvers og eins við félagið. Hafa má ákvæði um að hluti útgreiðslu sé lagður við stofn- sjóðseign hvers um sig, sbr. núgild- andi islensk lög. Ekki virðist skipta máli hvort um grunnsamvinnufélag eða samvinnu- samband eða samstarfsfélag sam- vinnufélaga og annarra aðila er að ræða varðandi ráðstöfun arðs; aðrir aðilar kynnu þó að æskja þess að þessar ákvarðanir væra ekki bind- andi fyijr alla. 5. og 6. Vióbótar- ákvæöi Fræðsla fyrir starfsmenn og stjóm- endur, félagsmenn og almenning um einkenni og starfsháttu samvinnu- starfs, bæði hagræn og félagsleg. Samstarf við önnur samvinnusam- tök innan lands og utan. Eftirmáli Ljóst er af þessari greinargerð að samvinnustarf getur samkvæmt ís- lenskum lögum átt sér stað í mis- munandi réttarformum: samvinnu- félagi, hlutafélagi, sameignarfélagi, sjálfseignarstofhun, samlagsfélagi og samlagshlutafélagi. Æskilegast vasri við endurskoðun laga um sam- vinnufélög að sett verði stutt rammalöggjöf um samvinnustarf er kveði m.a. svo á að menn geti valið um mismunandi réttarform eftir at- vikum en um sé að rasða „samvinnu- félag“ og „samvinnustarf* með til- heyrandi ákvæðum um aðstöðu, skatta, opinbert eftirlit, fyrirgreiðslu o.s.frv. EF OG ÞVÍ AÐEINS AÐ til- teknir skilmálar séu í heiðri hafðir. Samkvæmt þessu þarf hins vegar að breyta nafni núverandi „Laga um saamvinnufélög“ í t.d. „Lög um byggðasamvinnufélög o.fl.“ í sam- ræmi við ráðandi einkenni núver- andi samvinnufélaga og heimila öðr- um félagsmönnum einnig að nota nöfhin „samvinnufélag", „kaupfé- lag“, „pöntunarfélag“ í samræmi við nýju rammalöggjöfina. Jafhframt er sjálfsagt að bæta og lagfæra ýmis ákvæði í „lögum um byggðasam- vinnufélög o.fl.“. Almennir skilmálar samvinnustarfs standast allar kröfur nútimaefha- hagslifs. Engar efnahagslegar ástæð- ur era til þess að hverfa af braut sam- vinnunnar — nema þá að menn vilji það af öðram sökum. Það er margt á seyði i íslenskum samvinnumálum og rétt að menn fylgist vel með. Almennir skilmálar samvinnustarfs standast allar kröfur nútimaefna- hagslífs. Engar efnahagslegar ástæð- ur era til þess að hverfa af braut sam- vinnunnar — nema þá að menn vilji það af öðrum sökum. Það er margt á seyði í íslenskum samvinnumálum og rétt að menn fylgist vel með. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU Franskir bankar auka eignarhlut sinn í atvinnufyrirtækjum Frá nokkurri stefnubreytingu í frönskum bankamálum sagði Econ- omist 4. ágúst 1990: „Undanfarin tvö ár hafa þrir af stærstu viðskiptabönk- um Frakklands, Crédit Lyonnais, Banque Nationale de Paris (BNP) og Société Générale, fest kaup á miklu af hlutabréfum í frönskum fyrirtækj- um. Verðmæti þeirra er nú alls um 50 milljarðar FFr (9,3 milljarðar $), en (slík verðbréfaeign þeirra) nam 7 milljörðum FFr 1987. Hvað vakir fyrir bönkimum? Að verða að franskri ímynd Deutsche Bank. Náin tengsl þess banka við þýskan iðnað vekur öfund fjármálamanna í París. Áhyggjuefni er þeim, að franskir bankar sækist fremur eftir völdum en arði. Augljóst er, hvers vegna franskir peningamenn mæna yfir Rin. Saman hafa stóra vestur-þýsku bankamir þrír, — Deutsche Bank, Dresdner Bank og Commerzbank, — traust tök á bestu þýsku fyrirtækjunum. Meðal þeirra fyrirtækja, sem Deutsche Bank einn saman á hlut i, era Daimler- Benz (28%), Philip Holzmann (30%) og Siidzucker (23%). Að nokkra sak- ir þeirrar hlutafjáreignar sinnar hafa stóra bankamir þrir tvo tugi stjómar- manna í tíu stærstu firmum Þýska- lands. Þá á hver þessara banka hlut í hinum tveimur. Á Frakklandi var það ekki fyrr en 1966, að innlánsstofhunum varð heimilt að kaupa hlut í öðram en bankafyrirtækjum. Fáir viðskipta- bankar hafa fært sér þá heimild í nyt. Hafa þeir talið þau kaup vera fyrir fjárfestingarbanka (banques d’affair- es) eina svo sem Paribas og Suez. Upp á síðkastið hafa bankar þó aukið eignarhlut sinn í fyrirtækjum, eink- um Crédit Lyonnais, sem er í eigu ríkisins, og Société Générale, sem einkavæddur var 1987. Sú hluta- bréfaeign þeirra 1987 nam 4 millj- örðum FFr, um það bil fjórðungi eignar Paribas. Nú nemur hún sam- tals 36 milljörðum FFr, 5,5 milljörð- um FFr umfram þá hlutafjáreign þess banka. Með Deutsche Bank að fyrirmynd hefur Jean-Yves Haberer, aðalbanka- stjóri Crédit Lyonnais, ratt brautina og alla jaiha beitt fyrir sig Clinvest, fjárfestingarfclagi bankans. Það á hlut í Bouygues, stærsta byggingar- félagi i Evrópu, og Lyonnais des Ea- ux, samsteypu i öram vexti... Annar banki í eigu ríkisins, BNP (Banque Nationale de Paris), hefst Iíkt að. Upp í 13 milljarða FFr hefiir hann aukið eignarhlut sinn (í atvinnufyrir- tækjum), á meðal þeirra glergerð, Sa- int Gobain, og stærstu hugbúnaðar- þjónustu i Evrópu, Gemini Sogeti, en stendur alllangt að baki Crédit Ly- onnais, sem á 18 milljarða FFr (slíkra) eignarhlutabréfa.... En bank- inn hefur Hka augastað á annarri framvindu í ffönskum bankamálum, bancassurances. Franska fjármála- ráðuneytið hefur fyrir skömmu heim- ilað BNP að auka upp í 10% eignar- hlut sinn i UAP, stærsta vátryggjand- anum á Frakklandi. ... Hins vegar er Société Générale á hælum Crédit Ly- onnais. Hlutabréf þess banka í at- vinnufyrirtækjum era líka kringum 18 milljarðar FFr að verðmæti, og listinn yfir þau er sem upptalning helstu franskra fyrirtækja, frá Mich- elin til Pemod- Richard..." „Franskir bankar sönkuðu að sér hlutabréfum i iðnfyrirtækjum eftir kauphallarhranið i október 1987. Vonsviknir era bankamir ekki, því að útboð og sala hlutabréfa á kauphöll- inni í Paris jókst nálega um helming 1988 og um þriðjung 1989. En fleira býr undir. Að sögn Simon Luel, aðal- ffamkvæmdastjóra Clinvest, vona þeir að slikur stofh renni stoðum undir franska hliðstæðu hinnar vest- ur-þýsku Hausbank- skipanar, sem felst í því, að einn banki sjái fyrirtæki fyrir þörfum þess á veltufé og fjár- festingarfé.“ Fáfnir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.