Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. september 1990 Tíminn 3 Varla spurning um það hvort ríkið niðurgreiðir húsnæðiskostnað heldur hvernig: Bara „plat“ að ráðherra vildi ekki hækka vextina? ,,Af greinargerðinni má ráða að sú heildarfjárhæð, sem lagt var til að varið yrði í vaxtabætur, tæki mið af áætluðum kostnaði við húsnæðisbóta- og vaxtaafsláttarkerfið og áætlaða vaxtaniður- greiðslu I núgildandi kerfi húsnæðislána, „enda fyigi vextir af al- mennum húsnæðislánum markaðsvöxtum" eins og þar segir. Þannig er ljóst að við ákvörðun á fjárhæð vaxtabótanna var gengið út frá því að vextir af lánum Bygging- arsjóðs ríkisins skyldu hækka. Það hefur hins vegar ekki gerst í jafn- ríkum mæli og til var ætlast þannig að heildarkostnaður ríkisins vegna aðstoðar við þá sem byggja eða kaupa íbúðarhúsnæði hefur vaxið umfram það sem forsendur fyrir kerfisbreytingunni (vaxtabótun- um) gerðu í raun ráð fyrir." Með vaxtahækkun - eða á móti? Þessi niðurstaða Ríkisendurskoð- unar í nýútkominni skýrslu er at- hygliverð, m.a. í ljósi yfirlýsinga fé- lagsmálaráðherra um andstöðu gegn hækkun vaxta af lánum Bygg- ingarsjóðs ríkisins (m.a. í Tíman- um fyrr í sumar). Þetta vekur m.a. þá spurningu hvort upptaka vaxtabótakerfis — án þess að með fylgdi sú vaxta- hækkun á lánum Byggingarsjóðs sem Ríkisendurskoðun segir ljóst að gengið hafi verið út frá — eigi kannski sinn þátt í slæmri stöðu sjóðsins. Þ.e. hvort hækkun ríkis- aðstoðar við íbúðarkaupendur gegn um skattkerfið (vaxtabæturnar) leiði kannski á móti til lækkunar (raunar allt að því afnáms) beinna ríkisframlaga til Byggingarsjóðs ríkisins og þar með verri stöðu sjóðsins en ella. Hærri vaxtakostnaðar en áður • •• Um áhrif þessarar kerfisbreytingar; húsbréf og vaxtabætur í stað niður- greiddra lána úr Byggingarsjóði, segir Ríkisendurskoðun: ,Aðstoð ríkisins felst ekki lengur í vaxtaniðurgreiðslu í formi beinna framlaga því lánskjörin á húsbréf- um og fasteignaverðbréfum eru sambærileg heldur er henni beint eingöngu í gegnum skattkerfið í formi vaxtabóta. Það gefur augaleið að þó dragi úr kostnaði ríkissjóðs vegna vaxtaniðurgreiðslna mun kostnaður hans vegna vaxtabóta hækka í kjölfar þess að íbúðakaup- endur og -byggjendur munu í hús- bréfakerfinu almennt lenda í hærri vaxtakostnaði en raunin hefur verið með almenna húsnæðislánakerf- inu.“ • •• og þar með hærri vaxtabætur Þótt hækkaðar vaxtagreiðslur fólks vegna húsbréfa hafi enn ekki kom- ist á framtalsskýrslur voru greiðsl- ur ríkissjóðs vegna vaxtabóta 1.460 m.kr. á þessu ári. Og heildargreiðsl- ur ríkissjóðs gegnum skattkerfið 2.040 m.kr., þ.e. að húsnæðisbót- um meðtöldum (að meðaltali rúm 32 þús.kr.á hverja meðalfjölskyldu í landinu). Þessir skatttengdu „hús- næðisstyrkir" ríkissjóðs hækkuðu um 270 m.kr. frá árinu áður reikn- að á sama verðlagi bæði árin, sam- kvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar. Það virðist því einföldun á hlutun- um að „milljarðastyrkjum" til íbúð- arkaupenda sé létt af ríkissjóði með því einu að skrúfa fyrir niðurgreidd húsnæðislán Byggingarsjóðs ríkis- ins og taka upp húsbréfakerfi og vaxtabætur í staðinn. Fyrir uppgjör ríkiskassans skiptir ekki meginmáli hvort úr honum rennur milljarður til Byggingarsjóðs til að halda niðri vöxtum íbúðarkaupenda ellegar hvort sá milljarður fer í vaxtabóta- ávísanir til að greiða niður hækk- aða vexti (5%) af lánum Byggingar- sjóðs eða ennþá hærri vexti (5,75%) af húsbréfalánum. Stöðvun lána dugar ekld Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að án hækkunar á ríkis- framlögum þurfi vextir á lánum Byggingarsjóðs (veittum eftir 1984) að hækka í um 5% til að koma í veg fyrir að eigið fé sjóðsins eyðist upp á um áratug, hvort sem skrúfað verður fyrir öll frekari út- lán sjóðsins eða ekki. Án slíkrar vaxtahækkunar leysist vandi Byggingarsjóðs — og þar með ríkissjóðs — ekki með því einu að skrúfa fyrir útlánin. Eftir sem áður þyrfti ríkissjóður að leggja sjóðnum til að meðaltali um 660 m.kr. á ári næsta áratuginn til að halda fjárhag sjóðsins á réttu róli. Til að halda útlánum sjóðsins áfram í svipuðu horfi og verið hefur (4.500 ný lán á ári) þyrfti ríkisfram- lagið (þ.e. án vaxtahækkunar) hins vegar að vera um 1.300 m.kr. að meðaltali á sama áratug — þ.e. um tvöfalt hærra heldur en ef útlánum væri hætt. Upphæð vaxtabóta árið 2020? Upphæð þess ríkisframlags mundi hæst þurfa að fara í um 2.550 m.kr. um árið 2023 (þ.e. 25% hærri upp- hæð en vaxta/húsnæðisbætur á þessu ári) en þá fara lækkandi á ný. Heildarútlán sjóðsins yrðu þá kom- in í rúmlega 200 milljarða kr., sem er fjórum sinnum hærri upphæð en heildarútlán Byggingarsjóðs rík- isins í byrjun þessa árs (allar tölur á núverandi verðlagi). Hvað ríkis- sjóður þarf hins vegar að greiða ár- lega í vaxtabætur með því að þessir 150 milljarðar króna verði þess í stað í nýjum húsbréfalánum reikn- aði Ríkisendurskoðun hins vegar ekki. „Milljónagjafir“ Mörgum þykir sjálfsagt meira en nóg að borga núverandi vexti af lán- um sínum frá Byggingarsjóði. Fróðlegt er eigi að síður að sjá hvað slíkt lán getur kostað ríkissjóð (byggingarsjóð). Taki Byggingar- sjóður lán með 6% vöxtum (hjá líf- eyrssjóðunum) og láni það aftur til 40 ára með 3,5% vöxtum svarar það til þess að Byggingarsjóður (og þar með ríkissjóður) hafi með vaxta- muninum tekið á sig 30% afföll af láninu. Samkvæmt útreikningum Ríkisendurskoðunar kemur það þannig úr á eitt fyrir Byggingarsjóð hvort hann lánaði 4.500 þús.kr. til 40 ára með 3,5% vöxtum (dæmi- gert nýbyggingarlán á árunum 1986/87) ellegar hvort hann lánaði 3.140 þús.kr. með 6% vöxtum og gaf viðkomandi 1.360 þús.kr. um leið. Við hækkun vaxtanna í 4,5% (eins og þeir eru nú) lækkar þessi „með- gjöf' hins vegar í rúm 800 þús. kr. Fjármögnun Byggingarsjóðs verkamanna með lánsfé frá lífeyris- sjóðunum gegn 6% vöxtum sem sjóðurinn síðan lánar kaupendum verkamannabústaða með 1% vöxt- um svarar á sama hátt til 65% af- falla af slíku láni. Af 6 milljóna kr. láni til félagslegrar íbúðar fær Byggingarsjóður verkamanna því um 4 milljón króna lægri greiðslu frá íbúðareigandanum en hann þarf að endurgreiða lífeyrssjóðunum af sömu upphæð á lánstímanum. Þessi vaxtamunur svarar með öðr- um orðum til 4 milljóna kr. hús- næðisstyrks frá ríkissjóði til eig- anda viðkomandi íbúðar. - HEI Iðnskólinn hefur féngið Apple tölvubúnað til bókagerðar að gjöf. Frá vinstri; Grimur Laxdal, forstjóri Apple umboðsins, Haraldur Blöndal, deildarstjóri bókiðnadeildar Iðnskólans, Haukur Már Haraldsson kenn- ari og Ingvar Ásmundsson skólamelstari. Applegjöf í Iðnskólann: TÖLVUR í BÓK- IÐNADEILDINA Apple umboðið á íslandi hefur í til- efni af tíu ára afmæli sínu gefið bók- iðnadeild Iðnskólans í Reykjavík tölvubúnað að verðmæti um tvær milljónir kr. Grímur Laxdal frá Apple umboðinu afhenti nýlega Ingvari Ásmundssyni skólastjóra Iðnskólans gjöfina sem eru tvær Macintosh tölvur með stór- um umbrotsskjám, Apple myndsk- anni, Apple Postscript leysiprentari og forrit til prenthönnunar og um- brots. í fréttatilkynningu frá Iðnskólan- um segir að gjöfin sé sérstaklega kærkomin vegna þeirrar miklu út- breiðslu sem Macintosh- og Apple tölvubúnaður hefur meðal þeirra sem starfa við útgáfu blaða og bóka. Sams konar búnaður og sá sem bók- iðnadeildin hefur nú fengið, sé not- aður í fjölmörgum prentiðnfyrir- tækjum. Póstur og sími fær ekki að auka heildartekjur sínar á þessu ári: Pósturinn hækkar en síminn lækkar Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra hefur ákveðið til- færslur á gjöldum fyrir póst- og símaþjónustu. Breytingin tekur gildi 1. nóvember nk. og felur í sér hækkun póstburðargjalda og lækkun símagjalda á Ianglínu innanlands og gjöldum fyrir síma og telexþjónustu til útlanda. Breytingin miðar að því að færa gjöld fyrir símaþjónustu og póstþjónustu nær raunkostnaði en hefur ekki áhrif á heildartekjur stofnunarinnar. Gjaldskrá fyrir Póstþjönustu hækkar að meðaltali um 19% sem þýðir að burðargjald fyrir 20 g bréf innanlands hækkar úr 21 kr. í 25 kr. Ástæðan fyrir þessari hækkun er að póstþjónustan hefur verið rekin með halla undanfarin ár og nýtt fyrirkomulag á uppgjöri enda- stöðva fyrir almennan póst milli Norðurlandanna. Endastöðvagjald er greiðsla fyrir dreifingu á pósti í móttökulandi. Uppgjör milli Norð- urlandanna miðast við 60% af póstburðargjaldi innanlands í mót- tökulandi. Með hverju bréfi sem fer frá íslandi til Norðurlandanna þarf Póstur og sími að greiða 60% af burðargjaldi nágrannalandanna. Fyrir dreifingu norrænna bréfa á íslandi fær Póstur og sími 60% af íslenska póstburðargjaldinu, en vegna þess að það gjald hefur verið miklu lægra hefur stofnunin tapað verulegum upphæðum á þessum viðskiptum. Hún hefur t.d. þurft að greiða með bréfum frá íslandi til Danmerkur. Eftir hækkunina verður burðar- gjald innanlands fyrir 20 g bréf 25 kr., en er í Danmörku 33 kr., í Finnlandi 31 kr., í Noregi 30 kr. og í Svíþjóð 25 kr. Burðargjald fyrir 51-100 g bréf innanlands verður 30 kr., en er í Danmörku 45 kr., í Finnlandi 49 kr., í Noregi 59 kr., og í Svíþjóð 49 kr. Hér er miðað við gengi 18. september síðastliðinn. Til að vega upp á móti þeim tekju- auka sem hækkun gjaldskrár fyrir póstþjónustu hefur í för með sér verður gjaldskrá fyrir símaþjón- ustu frá sama tíma lækkuð. Helstu þættir lækkunarinnar eru: Sím- talaskref í langlínu innanlands lengist um 33% sem þýðir 18-22% lækkun á þriggja mínútna símtali. Gjald fyrir símtal til Bandaríkjanna lækkar um 14,4% og gjald fyrir símtal til Bretlands, Spánar, V- Þýskalands, Finnlands og Hollands lækkar um 5%. Tekinn verður upp sérstakur næturtaxti á símtöl til útlanda sem verður 30% ódýrari en almenni taxtinn og gildir frá kl. 23 til 8 alla daga. Gjaldskrá fyrir tele- faxþjónustu til útlanda lækkar um 15%. Notendur tengdir símstöðv- um að Brú og Blönduósi sameinast í eitt gjaldsvæði. Samgönguráðherra lagði áherslu á að þessar breytingar á póstþjón- ustu og símagjöldum þýddu að Póstur og sími yki ekki heildartekj- ur sínar. Hann sagði að breytingin myndi ekki hafa áhrif á fram- færsluvísitöluna, ef áhrifin yrðu einhver þá væru þau til lækkunar. Þá tilkynnti ráðherra að um ára- mót myndu símareikningar þeirra sem þess óska verða sundurliðaðir. Sundurliðunin nær eingöngu til langlínusímtala og símtala við út- lönd. Frá áramótum verður sá frestur sem þeir sem ekki greiða síma- reikninga á réttum tíma lengdur. Fram til þessa hefur síma verið lokað hjá vanskilamönnum eftir 15 daga. Nú fá menn frest í 45 daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.