Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. september 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Gunnar Dal: Hvernig breytist efni í líf? Við höfum talað um DNA sem listahönnuð. Bæði ég og þú byrj- uðum sem ein fruma með DNA í kjama hennar. Hann gerir enn eins og í upphafi nákvæma mynd af sjálfum sér. Frumum okkar fjölgaði og nú eru þær orðnar þúsund billjón frumur og allar með fullkomið rítverk í kjömum sínum, allar með DNA. En það er ekki nóg að gera teikn- ingar af húsi. Það þarf að byggja það. Og eins og fyrr segir þá er hlutverk DNAtvískipt. Síðara hlut- verkið er einmitt að byggja húsið, ef halda má líkingunni áfram. DNA sér um rétta samsetningu eggja- hvítusameindanna. DNA sendir út nákvæm fyrirmæli um hvar á að byrja og hvar á að enda hvað eina. Þessi fyrirmæli eru móttekin sjálf- krafa og á einfaldan hátt af amínó- sýrum og þær byggja eftir þeim eggjahvítusameindir. Staðreyndin er að þessi örlitla vera sér um jafn flókna byggingu og mannslíkam- ann. Og hún stjórnar byggingu hverrar einustu lífveru. Við sem höfum alist upp við að líta á alla hluti sem þróun og breytingar úr einu í annað hljótum að spyrja: Getur þessi mikla grundvallarsam- eind ekkert lært? Verður hún ekki fyrir áhrifum frá umhverfinu sem breyta henni? Líklega verður að svara þeirri spurningu neitandi, þótt undarlegt sé. Hún virðist ekki breytast í grundvallaratriðum. Hún breytir og þróar allar lífverur til þess eins að því er virðist að geta sjálf haldist óbreytt af sem mestu öryggi gegnum milljónir kynslóða. — Enginn vfsindamaður á okkar tíð gerir því þó skóna að þessi ör- Iitla vera hafi vit, vilja eða tilgang. Með hverju ætti hún að hugsa? Vísindamenn okkar tíma telja að hún sé gersamlega ómeðvituð um starfsemi sína. — Alveg eins og hinn fyrsti sjálfsmyndarsmiður sem endurtók mynd sína þó að hann væri aðeins dautt efni. En við megum ekki heldur gleyma því að vísindamenn vita jafn lítið um hugtakið vitund eins og aðrir menn. Látum það gott heita, að það sé vísindaleg staðhæfing að þessi vera hafi ekki tilfinningu, vit, vilja eða tilgang. Hitt sýnist stað- reynd að hún hegðar sér eins og hún hefði tilfinningu, vit, vilja og tilgang. Hvað þessu stjórnar vita ekki aðrir en þeir sem láta sér nægja yfirborðslegar skýringar. En hverfum nú aftur að hinni upphaflegu spurningu okkar. Hvernig breytist dautt efni í líf? Við vitum að efnið þróaðist í ár- billjónir frá léttustu frumefnunum til þyngri efna og frá einföidum efnasamböndum til hinna flókn- ustu. Loks kemur fram, eftir þessa löngu þróun, sameind sem orðin er föst í sessi og hefur þann sér- staka eiginleika að geta gert eftir- mynd af sjálfri sér. Þegar þessi fyrsti grundvöllur lífsins varð til voru aðstæður allt öðru vísi á jörð- inni en nú er. Að sjálfsögðu var þá ekkert lífríki. Nýtt Iíf var í friði fyr- ir öðru Iífi. Hitastig og gufuhvolfið var annað. Þar var meira af koltví- sýringi. Þá var ekki köfnunarefni og súrefni, heldur köfnunarefni og koltvísýringur. Þá var ekki heldur ózón í efri lögum gufuhvolfsins. Það er eins og menn vita ózónlagið sem aðallega stöðvar nú útfjólu- bláa geisia sólarinnar. Þess vegna er við þessar aðstæður miklu meiri geislavirkni. í þessum fyrsta loft- hjúpi jarðar voru sérstök skilyrði til að sjálfsmyndarsmiðurinn, þessi sérstæða sameind okkar, kæmi fram. Þar var ammoníak, metan og vatnsgufa. Gufuhvolf tvö myndast þegar útfjólubláu geislar sólarinnar kljúfa vatnssameind og aðgreina súrefnið. Gufuhvolfið verður þá köfnunarefni, koltvísýr- ingur og vatnsgufa. Súrefni og vatnsgufa urðu til vegna gróðurs- ins. Eins og fyrr segir kom þessi sér- staka sameind, sem allt líf byggist á, fyrst fram í lofthjúp jarðarinnar. Þar voru þá koltvísýringur, kolm- 5. grein onoxíð, köfnunarefni, vetni, amm- oníak, metan og loks vatn. Þetta er hinn efnafræðilegi grundvöllur. Og þegar hér var komið sögu gerð- ist undrið. Þegar útfjólubláu geisl- arnir léku um þetta efni urðu am- ínósýrurnar til. Þetta gæti líka hafa gerst við eldingu og jafnvel við mikinn kulda. Sjálfsmyndar- smiðurinn, stór sameind með sér- staka eiginleika, verður til. Hún fjölgar sér og þessar sameindir falla til jarðar og í hafið. Framhald- ið þekkjum við. Ein sameind lærir að hægt er að lifa á annarri sam- eind. Önnur lærir að verjast með því að byggja upp varnargarð af eggjahvítuefnum í kringum sig. Það var á þennan hátt sem DNA smíðaði fyrstu frumuna utan um sig. DNA fór að breyta niðurröðun og tengslum og í tímans rás verða til flóknar lífverur. Allt lífríkið. All- ar lífverur sem til hafa verið í þess- um heimi. Að líf hafi byrjað á þann hátt, sem lýst hefur verið hér að framan, er nú nægt að sanna á tilraunastof- um. Þar hafa verið búnar til svip- aðar aðstæður og voru í fyrsta loft- hjúpnum. Það sýndi sig að amínó- sýrur byrjuðu strax að myndast og þróun til lífs fór af stað. En þróun lífsins byrjar ekki með DNA. Eins og fyrr segir er DNA af- kvæmi, raunar mjög síðborið af- kvæmi sjálfsmyndarsmiðsins. Lífið hefur hugsanlega þróast í tvö þús- und milijón ár áður en fyrstu frumurnar með DNA kjarna komu fram. Bakteríur og blágrænir þör- ungar eru þá ríkjandi lífsform og þær höfðu engan greinilegan kjarna DNA. Frumur blágrænu þörunganna gátu notað sólarljósið til að breyta koltvísýringi og vatni í næringu. Bakteríur höfðu ekki þennan hæfileika og urðu að breyta sér til að afla fæðu á annan hátt. Blágrænu þörungarnir fram- leiddu örlítið súrefni. En fyrir 1.5 billjón árum komu fram fyrstu frumurnar með kjarna. Og þá fyrst fór súrefni að aukast að marki í andrúmsloftinu og koltvísýringur að minnka. Þannig þróaðist heimur DNA í góðu samræmi bæði utan frá og innan frá. Frumur lærðu að vinna saman og sérhæfa sig og mynda stærri og stærri lífverur. Og þá er fyrst komið að upphafi hinnar venjulegu sögu lífsins á jörðinni. Hún hefst með fyrstu steingerv- ingunum sem eru aðeins 600 milljón ára gamlir. Það er alveg eins og flóknar lífverur samsettar úr fullkomnum frumum hefðu sprottið fram úr engu. En þannig gerðist það ekki. Saga lífsins er beint framhald af þróun efnisins, sem endar í sérstæðri efnissam- eind, sem við réttar aðstæður breytir efni í líf. LEIKHÚS LAUS SÆTI Þjóðleikhúsið: Nokkur sæti laus Handrit og söngtextan Karl Ágúst Úlfsson Leikstjórn: Egill Eðvarðsson Tónlist: Gunnar Þórðarson Leikmynd og búningan Jón Þórisson Lýsing: Páll Ragnarsson Dansan Ásdís Magnúsdóttir Stjómandi hljómsveitan Magnús Kjartansson Sýningarstjóri: Kristín Hauksdóttir. Hvert einasta landsins barn kann- ast við þá Spaugstofumenn, sem verið hafa á skjánum tvo sl. vetur, flestum til ómældrar ánægju. Þeir eru snjallir og þess vegna eru gerðar miklar kröfur til þeirra. Nú eru þeir mættir til leiks ásamt legíó af öðru ágætisfólki úr húsa- kynnum Þjóðleihússins og komnir á fjalirnar í Islensku óperunni við Ing- ólfsstræti. Á hverju skyldu þeir nú luma? Æfingar hafa staðið yfir nokkuð lengi og um ár mun síðan fyrsti vís- ir varð til að þessu verki. Og þá er að sjá hvernig til hefur tekist, eins og Skúli Hansen sagði hér um árið um leið og hann dýfði löngutöng í gumsið og smakkaði. Jú, aldeilis afbragð, og þó. Hér er eiginlega á ferðinni marg- slunginn pottréttur sem vissulega hefur að geyma nokkra gómsæta bita, en innan um hafa slæðst aðrir seigir undir tönn og annað dót sem alls ekki á að vera í þessum rétti. Lítum nánar á það sem framreitt er. Leikurinn hefst á því að Karl Ág- úst, hinn hugfrjói hugflæðir og alt- muligmand, stígur á svið og ávarpar gesti í gervi menntamálaráðherra. Þá kom leikhússtjóri sjálfur í pontu og hafði í frammi smágrín. (Ekki veit ég hvort hann verður þarna öll kvöld). Að þessu loknu var tjaldið dregið frá og allt keyrt í botn, hljómsveit, kór og eldglæringar og þessi magn- aða naglasúpa helltist yfir gesti þar til klukkan var kortér yfir tíu, þann- ig að skeiðið var runnið á nokkuð skömmum tíma og að sjálfsögðu var rúmgott hlé á miðri leið. Þannig að engum þarf að leiðast lengdarinnar vegna. Gegnum þetta verk fer einn rauð- ur þráður sem er hinn svokallaði hvunndagsþriller, sem er á æfingar- stigi þegar hér er komið sögu. Þar segir frá andláti óðalsbónda nokk- urs, er bjó að Hundadölum vestur, og meintum erfingjum hans sem smátt og smátt koma til leiks. Ekkjan er talin vera á lífi, en þar er þó ekki allt sem sýnist. Syni hafði sá gamli eignast með fleirum en einni konu, en þó töldust þeir þrí- burar. Annað „slekti“ er einnig að þvæl- ast þarna á staðnum, svo sem hálf- bróðir og tengdadætur, aðsópsmikl- ar, að ógleymdum Ástvaldi ráðs- manni, ölkærum í meira lagi. En það er ekki flóafriður á Hunda- dalsóðalinu fyrir alls konar slettirek- um, sem troða sér Ijóst og leynt inn á sviðið og hreinlega taka völdin með frekju og yfirgangi. Má þar til nefna menn á borð við Ragnar Reykás, Kristján okkar Ól- afsson hinn launklæmna, verjusala og áhugamann um kynlíf í heima- húsum, Örn stórsöngvara, sem þen- ur raddböndin hvar og hvenær sem hann lystir. Þar eru einnig á ferð tveir löggæslumenn, sem ekki hnjóta um vitið og ósporlatir við að troða sér fram, að ógleymdum minnissljóum framsóknarmanni, sem reynast hrein vandræði að koma út úr leiknum, þrátt fyrir að gerð sé virðingarverð tilraun til að senda hann með leiguflugi til Kúvæt með ómældu kampavíni alla leiðina og 2ja daga friðarviðræðum á áfangastað. En fram rennur leikurinn sitt skeið. Áhorfendur er sjokkeraðir af og til. Ljósakrónur þeytast upp og nið- ur, rafmagnstöflur kortslútta með reyk og glæringum þegar spennan á sviðinu keyrir um þverbak. „When the suspense drives around a square backbone," eins og Kristján heiti ég mundi hafa orðað það. Þá gerist það oftar en ekki að heilu óperuflokkarnir ryðjast á svið og flytja hitt og þetta, s.s. syrpur úr söngleikjum með sveiflu og stæl. Þannig líður þessi þryllingur áfram (ath. nýyrði = hryllilegur þriller) og áhorfandinn veit aldrei á hverju hann á von. Það er kannski eins gott. Allt leysist þó vel á endanum, eins og vera ber, en boðskapurinn í Hundadalaverkinu er sirka þessi: Enginn veit sinn arf fyrr en öll lík eru komin til grafar. Jafnvel ekki þá því sumir ganga aftur og aftur. Hver grefur hvern hvar og hve- nær er jafnóvíst og veðrið. Frammistaða leikara var yfirleitt ágæt. Reyndar eru engin takmörk fyrir því hvað þeim er uppálagt. Ég kenndi t.d. í brjósti um Jóhann, þeg- ar hann er látinn leika slefandi kjölturakka. Siggi er að venju fínn og Pálmi er orðinn svo mikill Stein- grímur að hann slær frumeintakið út. Rúrik rennir sér í gegnum hlut- verk sitt sem Ástvaldur ráðsmaður af stóiskri ró. Anna Kristín er kraft- mikil og ákveðin og þá ekki síður Lilja Þorvalds og sama má segja um leikarana yfirleitt. En þrátt fyrir góða spretti og ágætan leik vantar meiri fyllingu í verkið og traustara bindiefni, ef svo má segja. Þá skal ekki skilið við þessa um- sögn, svo ekki sé getið þeirra sem bak við tjöldin, uppi á pöllum og annars staðar í húsinu koma við sögu. Gunnar Þórðarson samdi tónlist- ina, sem var mjög góð og fagmann- lega stjórnað af Magnúsi Kjartans- syni. Þeirra hlutur er ekki lftill, því tónlistin er stór þáttur í sýningunni. Þá skal þess getið í þessu sam- bandi að kóratriði flest voru sem kærkomnir konfektmolar þegar þau duttu inn í sýninguna. Dansarar undir stjórn Ásdísar Magnúsdóttur voru fullir leikgleði og án þeirra hefði sýningin orðið öllu dauflegri. Sviðsmyndin er sú sama út í gegn og skiptir hún reyndar ekki miklu máli. Tæknistjóri og hans menn höfðu fullt vald á eldglæringum og reyk, svo enginn beið skaða af. Öllum þessum hræringum stýrði Egill Eðvarðsson. En hverju hann réð og hverju ekki er ekki mitt að dæma, en víst er að hann hefur haft í mörg horn að líta og oft hlýtur að hafa verið basl að splæsa saman svo ólíka búta. Að lokum: „Örfá sæti laus“ er ekk- ert tímamótaverk, heldur léttrugluð revía, sem hlýtur að vekja hlátur fram eftir vetri og trúlega meiri, því yngri sem áhorfendur eru. En sjón er sögu ríkari, það er næsta víst. Gísli Þorsteinsson P.s. Leikskrá er seld á kr. 300.- og þar er m.a. að fmna söngtexta þá, er fluttir eru í leiknum, og að auki er þar getið gæludýraeignar þeirra Spaugstofumanna. Mjög þarft fram- tak sem ber að þakka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.