Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 10
Eftir Stefán Eiríksson Heilbrigðisþjónusta fyrir börn á íslandi síðri en í grannlöndum 10 Tíminn Fimmtudagur 27. september 1990 Fimmtudagur 27. september 1990 Tíminn 1; Norrænir barnalæknar hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna heilbrigðisvanda íslenskra barna: Þessa dagana stendur yfír samnorræn ráð- stefna um faraldursfræðilegar rannsóknir í barna- og unglingageðlækningum á Hótel Örk í Hveragerði. Ráðstefnan er skipulögð af norrænum rannsóknarhópi barna- og ung- lingageðlækna sem hefur undirbúið ráð- stefnur innan sérgreinarinnar á undanförn- um árum á Norðurlöndum. Helga Hannes- dóttir barnageðlæknir sagði í gær að mark- mið með svona ráðstefnu væri fyrst og fremst að reyna að breyta forgangsröð verk- efna í okkar þjófélagi varðandi heilsufars- vanda íslenskra barna og unglinga. Um væri að ræða samnorræna ráðstefnu og það var að frumkvæði starfsbræðra íslenskra barnageð- Iækna frá hinum Norðurlöndunum að hún var haldin hér á landi. Ástæðan fyrir því var sú að þeir höfðu áhyggjur af heilbrigðisvanda íslenskra barna og þeim fannst að heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki brugðist við sem skyldi á undanförnum árum við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu fyrir börn hér á landi og að ísland hefði dreg- ist aftur úr á mörgum sviðum hvað varðaði heilbrigðisþjónustu fyrir börn. Tíðni barnageðlæknisfræðilegra vandamála er mismundandi eftir löndum. Ef gengið er út frá að lágmarkstíðni geðrænna vandamála meðal barna hér á landi sé svipuð og annars staðar, mætti gera ráð fyrir að rúmlega 10 þúsund börn þyrftu árlega á meðferð að halda hérlendis. Mjög litlum hluta þessara barna er sinnt og ekki hefur enn tekist að koma á fót skipulagðri barnageðlæknisfræði- legri þjónustu úti á landsbyggðinni. Slysa- tíðni meðal íslenskra barna er afar há, eða 37,9% hjá eins árs börnum, sem er raunar sú hæsta í Evrópu. Helga bendir á að samfara fjölgun sjálfsmorða meðal unglingsdrengja og aukins ofbeldis meðal barna hljóti að vera knýjandi þörf á bættu samstarfi milli þjón- ustuaðila og sameiginlegu átaki ríkis- og bæjarfélaga. Engar rannsóknir ekkert skipulag Helga sagði að margt merkilegt hefði komið fram á ráðstefnunni. Það merkilegasta mætti telja að gerðar hafa verið geysimargar og víð- tækar rannsóknir á hinum Norðurlöndun- um um þessi efni en aftur eru hér á íslandi sárafáar og nánast engar faraldursfræðilegar rannsóknir í sambandi við heilbrigði barna. Þegar hinir erlendu ráðstefnugestir hefðu gert sér grein fyrir þessum staðreyndum hefði þá nánast rekið í rogastans. Helga sagði að íslenskir barnalæknar og —geðlæknar hefðu átt í miklum erfiðleikum með að stunda rannsóknarstarfsemi vegna þess að allt eftirlit í sambandi við rannsókna- vinnu væri viðamikið hér á landi. Dóms- málaráðuneytið gefur leyfi til þess að stunda rannsóknavinnu í landinu og það eru að hennar sögn alls kyns ljón í veginum fyrir því að rannsaka ýmsa þætti hér á landi, ólíkt því sem tíðkaðist á hinum Norðurlöndunum: „Það getur tekið eitt símtal að fá leyfi til að gera rannsókn þar en hérna þarf að standa í bréfaskriftum á annað ár og maður fær yfir- leitt ekki nein svör,“ sagði hún um þetta efni og hélt áfram: „Á hinum Norðurlöndunum er rannsakendunum treyst að fullu en hérna orðna fólkinu eftir þegar það fer út að skemmta sér, eins og það er kallað, en einnig væri að hluta um að kenna eftirlitsleysi lög- regluyfirvalda. Miklum fjölda barna, allt niður í 14 og 15 ára aldur, er hleypt inn á stóra skemmtistaði þar sem eftirlitið á að vera mun meira en raunin er. Vínveitingastaðir eru sem kunn- ugt er ætlaðir 20 ára og eldri. Helga sagði að útiganga barna væri mjög algeng hérlendis og af mörgu tagi. „En útiganga barna er ekki bara vandamál foreldranna heldur einnig ýmissa annarra sem eiga að hafa eftirlit með höndum og annast velferð barna." Geðræn vandamál meðal barna og unglinga tvímæla- laust að aukast Mikið hefur verið rætt að undanförnu um að ofbeldi meðal barna og unglinga hafi ver- ið að aukast. Þetta var borið undir Helgu og spurt hvort það benti til aukningar á geð- rænum truflunum hjá börnum og ungling- um. Helga sagði að svo væri tvímælalaust. Þá benti fjölgun sjálfsmorða meðal unglings- drengja til hins sama. Undanfari slíks væri oftast tengdur ýmsum vandamálum í fjöl- skyldu og úmhverfi og viðkomandi væru gjarnan, áður en til svo alvarlegs verknaðar kæmi, þunglyndir, mjög uppstökkir eða of- beldishneigðir. Hugsanlega ástæðu fyrir fjölgun sjálfs- morða meðal unglingspilta sagði Helga að almennt hefðu vandamál unglinga í þjóðfé- laginu vaxið. Prófessor Philip Graham frá Bretlandi er gestafyrirlesari á ráðstefnunni. Hann er forseti samtaka barnalækna og er mjög vel að sér í velferðarmálum barna. Helga sagði að hann hefði líkt unglingum við jarðskorpuna. Þeir væru oft eins og eldfjöll sem misstu stjórn á sér og spryngju og gerðu þá eitthvað óhóflega. Þeir söfnuðu inn á sig svo mikilli reiði og svo miklu vonleysi, þung- lyndi og fjölskylduerfiðleikum og loks springi allt hjá þeim og þá gætu þeir gert voðaverk eins og að skjóta sig. Helga sagði að mikið hefði verið rætt um hugsanlegar ástæður íyrir auknu ofbeldi og horft hefði verið til þess að nú væri þessi svo- kallaða „vídeókynslóð" að vaxa úr grasi. Helga sagði að einnig hefði verið rætt um íþróttir sem hugsanlegan áhrifavald. Ef íþróttakappleikir eru ekki nægilega vel mannaðir og ekki haft nægilega mikið eftir- lit, þá gætu þeir leitt til ofbeldis. Til dæmis er ofbeldi í kringum knattspyrnuleiki þekkt vandamál á Bretlandi og víðar í Evrópu. Ekki væri hægt að tala um einn áhrifaþátt heldur væri þarna um að ræða samspil margra þátta. Helga sagði að það ætti eftir að koma í ljós hvort von væri á úrbótum í þessum málum. Það væri náttúrlega langtímamarkmiðið en um væri að ræða pólítískar ákvarðanir og um forgangsröðun peningavaldsins. „Það tekur engan tíma að byggja jarðgöng á Vest- fjörðum og ákveða að eyða í það mörg hundruð milljónum, en að stuðla að bættu skipulagi á heilbrigðisþjónustu barna sem velferð þjóðarinnar í framtíðinni byggist á, það er látið sitja á hakanum," sagði Helga að lokum. vantar allt traust. Þetta er m.a. ein af ástæð- unum fyrir því að nánast ekkert er til af rannsóknaniðurstöðum af þessu tagi í iand- inu. Svona rannsóknir stuðla að skipulagi og ef við höfum engar rannsóknir og niðurstöð- ur úr þeim, þá höfum við heldur ekkert skipulag, enda er það svo að hér á landi höf- um við hvorugt." Helga Hannesdóttir segir að þetta hafi bitn- að mest á þeim börnum sem eiga við lang- tímavanda að etja, ekki einvörðungu af geð- rænu tagi, heldur væri um að ræða öll hugs- anleg heilsufarsleg vandamál barna. Kröfumar of miklar og eftiriit of lítið Aðspurð hver væru helstu geðrænu vanda- málin sem íslensk börn ættu við að stríða, sagði Helga að það hefðu verið gerðar nokkr- ar umfangsmiklar rannsóknir á fyrri árum til að reyna að komast eftir því. Halldór Hansen barnalæknir stóð fyrir fjögurra ára rannsókn í tengslum við ungbarna- og smábarnaeftir- lit og prófessor Sigurður Björnsson stóð fyr- ir rannsókn fýrir tuttugu árum þar sem gréind voru helstu heilsufarsleg vandkvæði barna í okkar þjóðfélagi. Helga sagði að það sem ef til vill mætti telja höfuðvandann í þessum efnum væri samþætting erfiðleika í fjölskyldum, félagslegra vandamála og skorts á samfelldum skóladegi auk almenns eftir- litsleysis með börnum, skorts á skilningi og umhyggju foreldra, og á eftirliti með smá- börnum. Háa slysatíðni á börnum hljóti að vera hægt að rekja til fyrrnefnefndra atriða. Þá sagði hún að sér virtist sem óhóflegar kröfur væru gerðar til barna og unglinga, kröfur sem ekki væru í neinu samræmi við aldur þeirra og þroskastig. Hún sagði að þjóðfélagið tæki ekki sérstaklega tillit til þarfa barna og að það gerði í rauninni of miklar kröfur til þeirra. „Börnum er hrint út í þjóðfélagið og þessar óhóflegu kröfur sem gerðar eru til þeirra ógna velferð þeirra." Aðspurð hvað væri til ráða, sagði Helga að hér væri um ræða pólítískar ákvarðanir eins og gilti um allt í þjóðfélaginu. Það þyrfti að eyða meiri peningum í forvarnir og heil- brigðismál barna og það þyrfti að upplýsa stjórnvöld betur um heilbrigðismál barna í landinu og hvar skórinn kreppti mest. Þá þyrfti að samtengja meira þá þjónustu sem er fyrir hendi og auk þes að byggja upp marg- ar nýjar greinar hennar. Helga nefndi dæmi um vandamál sem farið hefði vaxandi í okkar þjóðfélagi. Það eru svonefnd lyklabörn sem virðast oft á tíðum hafa lítil fjölskyldutengsl. Einnig fjölgaði mjög svokölluðum götubörn- um, börnum sem hanga hér og þar á götunni Halldór Hansen bamalæknir og Helga Hannesdóttir bamageðlæknir. Helga segir m.a. í greininni að lítið sé til af faraldursfræðilegum rannsóknum f bamageðlæknisfræðum hér á landi. Þannig rannsóknir stuðli að skipulagi slíkra mála. En þar sem engar rannsóknir eru gerðar höfum við heldur ekkert skipulag. Timamynd: Amí Bjama og væru eftirlitslaus að rangla um langt fram á nætur. Dæmi væru um að foreldrar ættu í vaxandi erfiðleikum með að fá börn sín heim fyrir kl. þrjú og fjögur á næturnar. Slíkt hlýt- ur að teljast afar óæskilegt en ástæður slíks eru þær að náin tilfinningatengsl milli for- eldra og barna hafa rofnað og börnin leita frá fjölskyldu sinni og heimilum og hreinlega út á göturnar. Bæði væri um það, hvað varðaði götubörn, að ræða að unglingar fylgi full-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.