Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarriusinu v Tryggvagotu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS A V , « í A NORЗ AUSTURLANO Á t \ AKTU EKKI UT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Heigason hf. Sœvartiöfða 2 Sími 91-674000 HOGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum LfcL Hamarsböfða I - s. 67-67-44 | ríniinn FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER1990 Eignamunur gífurlegur meðal aldraðra - 92% giftra eiga milljóna fasteignir en: Yf ir fjórðungur ógiftra á ekki fyrir útförinni Munur á eignum aldraðra íslendinga er gífurlegur samkvœmt upp- lýsingum í skýralu nefndar þeirrar sem falið var að undirfaúa 5 ára áætlun um framkvæmdir í húsnæðismálum aldraðra. íslendingar 65 ára og eldri eru tæplega 30 þúsund, hvar af rúmlega helming- ur (53%) eru í fajónabandi. Alls á þessi hópur um 100 milljarða kr. eignir (samkvæmt fasteignamati og skattframtölum), eða sem svarar til 3,3 mil(jóna kr. á hvem þeirra að meðaltali. Þetta meðaltal segir hins vegar takmarkaða sögu. I ljós kom að um 92% allra hjóna eiga fasteign- ir. Um fjórðungur hjónanna á yfir 10 milljóna kr. eignir og aðeins 2,6% eru eignalaus. Hins vegar á aðeins rúmlega helmingur (57%) einstaklinga fasteignir og 29% þess hóps (yfir 4 þús. manns) reynist algerlega eignalaus. Það kemur líka í ljós að eignir manna eru mjög mismunandi eft- ir landshlutum. Af 65 ára íslend- ingum og eldri búa um 36% utan Reykjavíkur og Reykjaness en þessi hópur á samt aðeins 23% allra eignanna. Það þýðir með öðr- um orðum, að meðaleignir eru tæpar 4 millj.kr. á mann á Reykja- víkursvæðinu og nágrenni þess, en aðeins tæpar 2,2 milljónir ann- arsstaðar á landinu. Skýringin fellst að stórum hluta í því að fasteignir Reykvíkinga og Reyknesinga eru að meðaltali um og yfir tvöfalt verðmætari sam- kvæmt fasteignamati heldur en fasteignir annarra landsmanna. En athygli vekur að aðrar eignir hjónafólks eru einnig miklu meiri á Reykjavíkursvæðinu heldur en utan þess. Heildareignir þeirra 93% allra hjóna í Reykjavík, sem eiga fast- eignir, eru hátt í 10 milljónir króna að meðaltali. Þau 88% hjóna á Vestfjörðum, sem eiga fasteignir, eiga hins veg- ar aðeins 4,5 millj.kr. heildareign- ir. Heildareignir samsvarandi hóps hjóna, sem búa utan SV-horns landsins, eru á bilinu 4,7 til 5,8 millj.kr. Aðrar eignir þeirra 6.000 öldruðu einstaklinga, sem engar eiga fast- eignirnar, reyndust aðeins fáein hundruð þúsund króna (300 til 700 þús.) Margt virðist því benda til að æði marga vanti töluvert upp á að eiga fyrir kaupverði þeirra rúmlega 3.100 íbúða fyrir aldraða sem nefndin gerir að tillögu sinni að byggðar verði á næstu fimm árum. Því gert er ráð fyrir að 85% þess- ara íbúða verði söluíbúðir, en að- eins um 470 þeirra verði í formi kaupleigu- eða leiguíbúða. - HEI 50 km/klst. í 60 km/klst. Nú mun því vera heimilt að aka á 60 km/klst. hraða alla Miklubraut og hluta úr Hringbrautinni. Hámarkshraði verður aftur 50 km/klst Tímamynd: Amí Bjama Úlfúðin í allaballeríinu: Svanfríður fram fyrir kratana? Hugsanlegt er að Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sem skipaði annað sætið á lista Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmis eystra fyrir síðustu kosningar, söðli um og fari í framboð fyrír Alþýðuflokkinn. Heimildir Tímans herma að Svan- fríður sé óánægð með hlutskipti sitt innan Alþýðbandalagsins og nær öruggt sé að hún færi sig yfir í Alþýðuflokkinn. Einn forsvars- manna Alþýðuflokksins á Akureyri sagðist hvorki játa því né neita að þetta hefði komið til tals, en Ijóst sé að hún færi þá aldrei ofar en í ann- að sætið. Aðrir forsvarsmenn Al- þýðuflokksins, sem Tíminn hafði tal af, vildu ekkert við málið kann- ast. Eftir varaformannsslaginn í Al- þýðubandalaginu lýsti Svanfríður því yfir að hún myndi ekki sætta sig við annað sætið í Norðurlandskjör- dæmi eystra fyrir komandi Alþing- iskosningar. Engin hreyfing mun á Steingrími Sigfússsyni úr fyrsta sætinu, og ólíklegt þykir að hann víki fyrir Svanfríði. Kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra verður haldið laugardaginn 29. september. Þar verður fyrirkomulag framboðsmála flokksins ákveðið, og þá mun vænt- anlega skýrast hvort Svanfríður gerist liðsmaður Alþýðuflokksins. hiá-akureyri. Karl Gunnarsson líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun: Hreinsiefni valda oft meiri skaða en olían Karl Gunnarason líffræðingur hjá Hafrannsóknaratofnun sagði að þau hreinsiefni, sem notuð væru til að eyða olíu, sem farið hefði í sjó, væru oft á tíð- um mun skaðlegri fyrir lífríki sjávarins heldur en olían sjálf. Karl sagði að olíubrákin héldi sig á yfirborði sjávarins en þessi hreinsi- efni sæju um að sprengja olíuna upp í agnir og dreifa henni þar með ofan í sjóinn til mun meiri skaða fyrir líf- ríkið heldur en ef það væri látið vera. Aðspurður um það hvað þá væri til ráða sagði Karl að farsælast hefði verið að veiða olíuna upp úr sjónum með því að setja upp flot- girðingar. Núna væri allur sjórinn mengaður af olíu en ekki bara yfir- borðið. Karl sagðist ekki vita hvaða hreinsiefni hefði verið notað til að hreinsa upp svartolíuna, sem lak við löndun hjá Olís, og kannski væri nú búið að finna upp efni, sem ekki væri eins skaðlegt lífríki sjávarins, en hingað til hefði verið talað um það að hreinsiefnin skaði meira heldur en olían sjálf. Eyjólfur Magnússon, hjá mengun- armáladeild Siglingamálastofnunar, sagði að hann ætti óskaplega erfitt með að gagnrýna álit sérfræðings en það væri þeirra mat að hreinsiefnin væru skaðminni en olían. Áður fýrr hefðu þessi efni verið skaðleg fyrir lífríkið en efnin, sem væru nú not- uð, væru álitin skaðminni en olían sjálf. Hreinsiefnið, sem notað er á svartolíuna, kallast dispersant. Eyj- ólfur sagði að í þessu tilfelli væri ekki möguleiki að veiða olíuna upp þar sem hún væri svo dreifð. Það væri engin leið að króa olíuna af til að ná henni upp. Ef ekki hefði verið notast við þetta hreinsiefni þá hefði þurft að láta olíuna alveg vera. Eyj- ólfur sagði að hér á landi væru ekki til þau tæki sem notuð væru til að veiða olíu upp úr sjó. Haft var eftir Gunnari K. Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra hjá Oiís, í Alþýðu- blaðinu í gær að efnið, sem dreift var yfir svartolíuna, ætti að leysa hana upp og breyta henni í lífrænt efni sem sé óskaðlegt umhverflnu. Eyjólfur sagðist ekki leggja mat á það hvort olían breyttist í lífrænt efni við það að blandast þessu efni en honum hefði skilist það að efnið væri óskaðlegt umhverfinu. Eitthvað hefur borið á því að æðar- fugl hafi lent í olíu. Staðarhaldarinn í Viðey varð var við fugl löðrandi í ol- íu og þá sást olía á nokkrum fuglum í Sundahöfn. Karl Gunnarsson, líf- fræðingur, sér um æðarvarpið í Ak- urey og sagðist hann í gær ekki vita hvernig ástandið væri þar. Flestir varpfuglarnir væru nú farnir en lík- lega væru einhverjir þar eftir. Eyjólfur Magnússon sagði að þeir sem ættu sjókvíar t.d. við Geldinga- nes þyrftu ekki að óttast að olía bær- ist í þær. Vindáttin hefði verið hag- stæð að því leyti að hugsanlegir ol- íuflekkir hefðu rekið frá landi og kæmu því ekki til með að valda skaða hjá þeim sem eru með sjókví- ar á þessum slóðum. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.