Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. september 1990 Tíminn 9 Austur-Evrópu, kunni að taka til sín fé sem annars yrði varið til þróunar- landanna. Þótt taka þurfi erfiðar ákvarðanir, er nauðsynlegt að iðn- ríkin finni hið rétta jafnvægi í þessu efni. Ef heimsverslun á að aukast og ná jafnvægi þurfa efnahagslegar fram- farir að koma til, bæði í Mið- og Austur-Evrópu og meðal þróunar- landanna. Létta verður af þeim ofur- þunga þeirrar skuldabyrðar sem á þeim hvflir og ákveða hvernig þró- unarlöndin og iðnríkin geti deilt með sér fjármagni á réttlátari hátt. Fjárhagslega aðstoð og eftirgjöf skulda verður að tengja víðtækum áætlunum um grundvallarbreyting- ar í uppbyggingu efnahagslífsins. Til að brúa bilið milli norðurs og suð- urs verður einnig að veita félagsleg- um þáttum meiri athygli, svo sem heilsugæslu, næringu og menntun. Þess skyldum við einnig minnast, að bein tengsl eru á milli umhverfis og þróunar. Verndun umhverfisins er eitt af þeim brýnustu úrlausnarefnum, sem Sameinuðu þjóðirnar standa frammi fyrir. Á því sviði hefur mikil- vægt grundvallarstarf þegar verið unnið með skýrslu Sameinuðu þjóð- anna um umhverfi og þróun, þar sem verkefnum var raðað í for- gangsröð og tillögur gerðar um val- kosti í framtíðinni. Fyrir ísland, sem er að langmestu leyti háð auðlindum sjávarins, skipt- ir vernd umhverfisins öllu máli. Frá sjónarhóli íslendinga er mest nauð- syn á því að gerðar verði ráðstafanir sem duga til að koma í veg fyrir mengun hafsins, ekki síst frá land- stöðvum og af völdum geislavirkra úrgangsefna. Verndun hafsins gegn mengun af geislavirkni hefur ekki verið nægi- lega sinnt. Eftir Chernobylslysið hefur talsverðri athygli verið beint að kjarnakljúfum á landi. Við getum þó ekki lokað augunum fyrir því, að kjarnakljúfar í skipum eru í raun og veru hreyfanleg kjarnorkuver. Meðan á núverandi allsherjarþingi stendur munu íslendingar leggja til að sérfræðingum á vegum Samein- uðu þjóðanna verði falið að kanna þær hættur, sem umhverfi hafsins kynni að stafa af slysum í tengslum við kjarnakljúfa á sjó. Að áliti íslend- inga nægja þeir löggerningar, sem fýrir hendi eru á sviði umhverfis- verndar, ekki til að ná þeim árangri sem sóst er eftir, og úr því þarf að bæta. Gera þarf alþjóðasamninga um ákveðna þætti umhverfisins. Vonandi verða samningar um lofts- lagsbreytingar og verndun fjöl- breytni lífríkisins samþykktir á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun árið 1992. En nálgast verður viðfangsefnið af meiri heildarsýn. Það sem þörf er á, er að ná samkomulagi um þær und- irstöðureglur, sem vísað geti samfé- lagi þjóðanna veginn til að tryggja, að lífið á jörðinni haldist óskert í framtíð inni. Þær reglur skyldi síð- an fella inn í nýjan, gagnoran lög- gerning, sem ríkisstjórnir gætu síð- an samþykkt sem alþjóðasáttmála. Ráðstefnan um umhverfi og þróun kann að vera besta tækifæri okkar til að stíga raunhæf skref í þá átt að snúa við blaðinu hvað snertir hnign- un umhverfisins á jörðinni. Gæta verður þess að ráðstefnan verði ekki að vettvangi fyrir innantóm orð, yf- irlýsingar án þess að gerðir fylgi, eða uppburðarlitlar framkvæmdaáætl- anir. Taka verður ákveðin umhverf- isvandamál til raunhæfrar meðferð- ar, innan þess ramma sem heilbrigð og varanleg frambúðarþróun setur. Tíminn vinnur ekki með okkur við þetta starf. Talið er að allt að 40 milljón hekturum af regnskógum hitabeltisins verði eytt á næstu tveimur árum. Andrúmsloftinu verður spillt með tólf milljörðum tonna af koltvísýr- ingi og öðrum mengunarefnum. Eftir tvö ár munu 50 milljarðar tonna af gróðurmold hafa tapast. Það er vissulega mikið starf hinum endursköpuðu samtökum okkar á komandi árum og áratugum, að snúa slíku til réttrar áttar. í samskiptum þjóða dugir ekki tungumálakunnáttan „Hvaö áttu við þegar þú segir að við séum búnir að semja? Ég tók í höndina á þér til að kveðja.“ Tungumálaskólar spruttu upp eins og gorkúlur á haug á sl. vori til að verða við þörfinni fyrir tungu- málakunnáttu hjá 1.000 fyrirtælqum innan Evrópubanda- lagsins sem höfðu tekið upp samvinnu við fyrirtæki í öðrum löndum innan banda- lagsins. Berlitz, stærsti tungu- málaskóli Evrópu, hefur því sem næst tvöfaldað kennslu- stundaíjöldann frá því sem hann var 1985. Ef síðan er margfald- að með meðalkennslu- gjaldi hvers einstak- lings, um 2100 ísl. kr., kemur í Ijós að í tungu málakennslu felast mestu viðskipti álfunnar. Fyrirtækjum hefur verið talin trú um að lykillinn að velgengni sé að kunna skil á ólíkum tungumálum. Ekki eru þó allir á einu máli um það. Milli 60 og 70% af málinu er ekki tjáð með orðum, segja sál- fræðingarnir. Þeir sem þjálfa aðra upp til alþjóðlegra samskipta taka undir að menningarleg viðhorf séu mikilvægur þáttur í samskiptum. Nýleg rannsókn staðfestir að til að starfa sem embættismaður í öðru landi en eigin sé ekki þörf á að hafa yfir að ráða meira en tíunda hluta orðaforða þess innfædda. Um þessa hlið mála er fjallað í grein í blaðinu The European nýlega. Orð segja ekki nema hálfa söguna Þessir þættir kunna að vera mismunandi eftir kynferði og kynþætti, tíma og stað. En undir öllum kringumstæðum eru skila- boðin þessi: Orð segja ekki nema hálfa söguna. Engum skynsömum manni kemur á óvart að hinn helmingur sögunnar verður til úr líkamsmáli, helgisiðum og álykt- unum. Það sem kemur mörgum Evrópu- manninum á óvart er hversu mik- ill munurinn er á þessum atriðum, eftir því hvort er í andrúmslofti skrifstofu í Barcelona eða Búda- pest. Spænskir og grískir yfirmenn t.d. tilheyra menningu þar sem mikið samhengi er milli efnis og orða, þar sem mörgu er komið í verk með því að gefa í skyn og álykta. Hins vegar eru Svisslend- ingar og Þjóðverjar, sem byggja á annarri tegund menningar, vanir að orða hugsanir sínar nákvæm- lega. Svona tvíræðni á ekkert er- indi á sameiginlegan markað. Forstjóri fýrirtækis, sem selur kennsluefni í samskiptum þjóða, segist sjá það að mörg fyrirtæki eigi eftir að verða fýrir geysilegu menningaráfalli 1992. „Þau hafa ekki búið sig undir að mæta menningarlegum þörfum. Það á eftir að koma þeim illilega í koll.“ Kennsluefni í „félags- legri innleiðingu“ í annað þjóðfélag Fyrirtæki, sem undirbúa sig sem best þau mega, hafa snúið sér að þjálfun sem vísar í margvíslega menningu. Nokkurs konar af- brigði af „félagslegri innieiðingu" í annað þjóðfélag sem þróað hefur verið til að upplýsa bandaríska yf- irmenn um umgengnishætti um allan heim, hefur ekki fyrr en ný- lega verið tekið upp af evrópskum fyrirtækjum. Þó að rannsóknir sýni að Evrópumenn séu aðlögun- arhæfari — aðeins einum af sjö yf- irmönnum á erlendri grund mis- tekst að standa við samningstíma- bilið, en fjórðungur Ameríkana gefst upp — má enn treysta því að þeim takist að fremja einhver axar- sköft. Við „Centre for International Briefing", stofnun sem fæst við að uppfræða fólk um umgengnis- hætti í öðrum löndum, í Surrey í Englandi hafa flestir nemendurnir verið evrópskir yfirmenn fjöl- þjóðafýrirtækja á leið til vinnu í nýlendum, bæði fyrr og nú. En á þessu ári heldur stofnunin í fyrsta sinn sérsniðin námskeið fyrir Evr- ópubúa og er fuil þörf á, þegar álf- an er komin á faraldsfót. Fólki hættir til að draga vitlausar áfyktanir vegna ókunnugleika Forstjóri stofnunarinnar segir: „Ég hef svo oft orðið vitni að því að margt fólk hefur gert tóma vit- leysu í dvöl sinni erlendis, einfald- lega vegna þess að það dregur vit- lausar ályktanir." Og þessi mis- skilningur getur vaxið eftir því sem fjarlægðin er minni. „Það er oft ekki það sem maður veit, held- ur það sem maður ekki veit, sem skaðanum veldur, og því nær sem viðkomandi land er, því frekar gengur fólk út frá því sem vísu að það skilji það sem þar fer frarn." Hann vitnar til dæmisins um breska framleiðandann sem hafði ákafa löngun til að skipta við hol- lenskt fyrirtæki og lagði fram sundurliðað og vel frá gengið til- boð sem ekkert vantaði upp á nema borðann utan um til að allt væri klappað og klárt, hélt hann. Tilboðinu var hafnað — ekki vegna þess að sundurliðunin væri óvið- eigandi, heldur vegna þess að hún var þarna. Skólastjórinn segir að Hollendingar vilji ræða samninga- mál fram og aftur frá grunni og hafi andúð á að fá rekið upp í and- litið það sem lítur út fyrir að vera orðinn hlutur. Menningarleg hlið- stæða sannar skoðun hans, hol- lenskt uppboð byrjar á dýrasta hlutnum og heldur áfram niður verðlistann, breskt uppboð gengur öfugt fyrir sig. Engu að síður er tungumálakunnáttan mikilvæg Báðir aðilar gera sér grein fyrir hættunni á slíkum misskilningi. Hollendingur, sem starfar við al- þjóðlega þjálfunarráðgjöf, segir að tungumálakunnáttan ein nægi ekki þegar farið er frá einu menn- ingarsvæði til annars. Þessi vitneskja dregur þó ekki úr mikilvægi tungumálakunnáttu. Samt segir skólastjóri enska skól- ans að ef hann yrði að velja milli þess að fá kennslu í tungumálum eða um menningu landsins, myndi hann velja menningarfræðsluna, vegna þess að tungumál sé aðeins hægt að skilja í samhengi við menningu landsins. „Og það getur farið svo að þó að maður hafi not- að öll réttu orðin, hafi viðbrögðin samt orðið þveröfug við það sem ætlað var.“ Rannsóknir leiða til sömu niður- stöðu. Sálfræðingar, sem fýlgdust með tungumálanotkun í samn- ingaviðræðum Brasilíumanna og Norður-Ameríkana, töldu hversu oft orðið „nei“ hefði verið notað. Á einum hálftíma tóku Ameríkan- arnir sér það níu sinnum í munn en Brasilíumenn 83svar. Hins veg- ar kom í ljós að tíðni orðsins end- urspeglaði alls ekki samsvarandi neikvæða afstöðu þeirra. Skýr orð geta breytt um merkingu eftir samhenginu Sama tungumál, sama megin- land, en mismunandi meining. Sama forskrift gildir líka í Evrópu. Svo virðist sem skýr orð breyti um lit, rétt eins og kameljón, eftir samhenginu. Eftirköstin geta lagt allt í rúst í samningamálum fyrirtækis. Ford- verksmiðjurnar sendu nefnd hátt- settra forstjóra til að hitta Enzo Ferrari. Þeim samdist um að Ford keypti framleiðsluhlið fyrirtækis- ins og tókust í hendur til að inn- sigla samninginn. Skömmu síðar var hópur lögfræðinga Fords mættur á Ítalíu með samninga og birgðatalningamenn. Ferrari var misboðið, það sem var eðlilegur framgangur í Bandaríkjunum fannst honum bera vott um van- traust á sig. Hann endurskoðaði afstöðu sína og seldi síðan Fiat framleiðslulínuna sína. Samn- ingamennirnir höfðu „ekki talað sama tungumál". Framkoma samninga- manna ákaflega mikilvægt atriði Indverskur forstjóri fýrirtækis sem veitir forstjóraþjálfun heldur því fram að meira máli skipti fram- koma samningamanna nú en nokkru sinni fyrr, vegna þess að fólk vilji eiga viðskipti við fólk sem því líkar vel við. Hann tekur til umfjöllunar sér- stök atriði, eins og t.d. augnsnert- ingu. Hann segir t.d. Norðmenn horfa stöðugt í augu þess sem þeir ræða við án þess að hvika. Bretar séu aftur vanir því að líta undan öðru hverju — og það sem er rugl- andi, oft því frekar þegar þeir eru að segja eitthvað sem þeir vilja að viðmælandinn taki sérstaklega eft- ir. Þannig að Englendingurinn er að hugsa: „Ég vildi að þessi maður hætti að stara svona á mig“, með- an Norðmaðurinn spyr sjálfan sig: „Hvers vegna er hann svona flótta- legur?" Þetta er ekki tilfeliið um að hegða sér í Róm eins og Róm- verjarnir, heldur, svo að vitnað sé í einn sem nýlega hefur sótt svona námskeið, er það mikilvægt að vita hvernig hinn aðilinn myndi hegða sér. Annars hefðu samræðurnar í besta falli verið ruglandi og í því versta eyðileggjandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.