Tíminn - 09.10.1990, Side 5
Þriðjudagur 9. október 1990
Tíminn 5
Verður „Draugabanadeild“ stofnuð við Þjóðhagsstofnun? Þórður Friðjónsson um efni leyniskýrslu um álmálið:
ÓVERÐSKULDUÐ GAGN-
RÝNIÁ STOFNUNINA
Leyniskýrsla um álmálið, sem Fréttastofa ríkissjónvarpsins birti
kafla úr á sunnudagskvöld, hefur valdið miklum vangaveltum í hag-
deildum stofnana, ráðuneyta, banka og á skrifstofum ýmissa félaga-
samtaka. Páll Benediktsson, fréttamaður, hefur neitað að gefa upp
fyrir hvern eða af hvaða tilefni skýrslan var unnin og Páll vill held-
ur ekki gefa upp hverjir séu höfundar hennar. Höfundarnir eru hins
vegar, að sögn Páls Benediktssonar, „virtir hagfræðingar með víð-
tæka reynslu“, sem full ástæða sé til að taka mark á.
Samkvæmt frétt Páls frá því á sunnu-
dagskvöld, er að finna í þessari skýrslu
umfangsmikla gagnrýni á mat Þjóð-
hagsstofhunar á áhrifum nýs álvers á
íslenskt efnahagslíf og telja skýrslu-
höfundar álversbyggingu miklu vafa-
samari fjárfestingu en opinberir út-
reikningar hafa gefið til kynna.
Helstu niðurstöður skýrslunnar em
þær, samkvæmt frétt ríkissjónvarps-
ins, að á mælikvarða hefðbundins hag-
fræðilegs mats virðist nýja álverið ekki
hagkvæm fjárfesting frá sjónarmiði ís-
lands í heild.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, sagðist í samtali við
Tímann ekki hafa sé umræddan frétta-
tíma ríkissjónvarpsins en hann hafi
hins vegar fengið útprentun af frétt-
inni í hendur í gær. Þórður sagði að-
spurður að sú gagnrýni, sem þar kem-
ur fram á stoftiunina, væri óverðskuld-
uð, en um viðbrögð við henni sagði
hann: „Það er erfitt að bregðast við
svona nokkm þegar við faum hvorki
aðgang að greinargerðinni né þeim
mönnum, sem skrifa hana, þannig að
þetta er eins og að glíma við drauga en
ekki rökræða um áþreifanlega hluti.
Hins vegar er frásögnin fúll af villum
og við getum í rauninni ekki gert mik-
ið betur en að bjóða þessum huldu-
mönnum að fara rækilega yfir þetta
með þeim lið fyrir lið.“
Tíminn ræddi í gær við fjölda sér-
fræðinga í hinum ýmsu stofnunum og
alls staðar vom uppi kenningar um
hveijir og fyrir hvem þessi skýrsla var
unnin, enda nær einsdæmi að frétta-
stofa ríkissjónvarpsins birti kafla úr
skýrslu þar sem ónefndir huldumenn
leggja mat á og túlka vinnubrögð op-
inberra aðila. Viðmælendur okkar
bentu á að hér væri ekki um þá al-
gengu stöðu að ræða að einhver, sem
óskaði nafnleyndar, væri að koma upp-
lýsingum á framfæri, heldur væri ein-
hver (einhverjir), sem óskaði nafn-
leyndar, að koma túlkunum sínum og
mati á viðkvæmu þjóðmáli á framfæri.
Hins vegar kannaðist enginn þeirra
sem haft var tal af við að hafa skrifað
þessa skýrslu og ýmsir þeirra, sem
flestir nefndu til sögunnar, vom þar
engin undantekning. Til gamans má
hér geta nokkurra sem þóttu líklegir
en kannast ekki við málið. Ragnar
Ámason, lektor hefur verið nefndur í
þessu sambandi en kannast ekki við
málið. Þá má nefna Jóhann Rúnar
Björgvinsson á Þjóðhagsstofnun, en
hann hefúr viðrað opinberlega efa-
semdir um álmálið síðast í Kjallara-
grein í DV í gær. Hann kannast hins
vegar ekki við málið. Loks má nefa
Birgi Bjöm Siguijónsson, hagfræðing
BSRB, sem kannast heldur ekki við
málið, þó hann taki fram að hann hefði
gjaman viljað hafa átt þátt í að kveða
þessa Lilju, enda ýmislegt gagnrýni-
vert í sambandi við opinbera framsetn-
ingu á hagkvæmni byggingar nýs ál-
vers.
Eins og fram kom hér að ofan telur
forstjóri Þjóðhagsstofnunar þá gagn-
rýni, sem fram kemur í skýrslunni,
óverðskuldaða. Hann var beðinn um
að nefna dæmi. „Það má til dæmis
nefna að þeir telja að áhrifin á lands-
framleiðslu séu um eða innan við
0,5%. Það er erfitt að ímynda sér slíka
niðurstöðu í ljósi þess að álver eykur
verðmæti útflutningsframleiðslunnar
um liðlega 20% og beinar tekjur af ál-
verinu á hverju ári verða um 8 millj-
arðar þegar það hefur hafið starf-
rækslu." Raunar er í frétt sjónvarpsins
talað um áhrif á þjóðartekjur, en Þórð-
ur svaraði því til að hið rétta sé að mat
Þjóðhagsstofnunar hljóði upp á 4%
áhrif til aukningar á landsframleiðslu,
rúmlega 2% í þjóðarframleiðslu og
rúmlega 3% í þjóðartekjum. Lands-
framleiðsla sé algengasti mælikvarð-
inn á hagvöxt en eftir sem áður sé erf-
itt að sjá hvemig þessar stærðir verði
nánast að ekki neinu.
Þá segir í frétt Páls Benediktssonar
um leyniskýrsluna að skýrsluhöfúndar
telji að hugsanlegt sé, vegna eðlis raf-
orkusamningsins, að fyrirtækin muni
beina framleiðslu sinni frá íslandi til
annara fyrirtækja sinna, þegar álverð
sé hátt, til að þurfa ekki að borga meira
fyrir raforkuna en hins vegar beina
framleiðslu til íslands, þegar verð sé
lágt og þar með líka lágt verð á rafork-
unni hér á íslandi. Þórður segir þetta
ólíklega stöðu og erfitt að hugsa sér að
fyrirtækin muni draga verulega úr
framleiðslu þegar eftirspum eftir áli sé
mikil og verð hátt.
Þórður sagði ýmislegt sem fram kom
í frétt ríkissjónvarpsins illskiljanlegt
án frekari upplýsinga um við hvað er
átt Nefnir hainn í því sambandi gagn-
rýni skýrsluhöfunda á áhættumat
Þjóðhagsstofriunar, en þar er talað um
hluti eins og „ósveigjanleika fiárfest-
inga og samninganna".
Forstjóri Þjóðhagsstofriunar sagði að
eins og gagnrýnin hafi komið fram í
frétt ríkissjónvarpsins væri erfitt að
svara henni en hann væri vissulega til-
búinn til að fara í gegnum þessa gagn-
rýni ef hann fengi að sjá röksemda-
færsluna lið fyrir lið. „Okkar gögn
liggja fyrir og ég er alveg tilbúinn til að
fara gaumgæfilega ofan í þessar tölur,“
sagði Þórður.
Aðspurður um hvort Þjóðhagsstofri-
un hafi gert eitthvað til að hafa upp á
höfundum leyniskýrslunnar sagði
Þórður að þeir hefðu aðeins spurst fyr-
ir um málið en enginn viljað við það
kannast Með tilvísun til ummæla
hans um að þessi umræða væri líkari
því að kljást við drauga en rökræða um
áþreifanlega hluti var Þórður spurður
hvort ekki væri ástæða til að leita að-
stoðar hjá „sveit draugabana" eða
„ghostbusters" sagði Þórður að málið
væri vissulega óvenjulegt þó hann
vissi ekki hvort nauðsynlegt yrði fyrir
stofnunina að koma sér upp slíkri
sveit - BG
Sjálfsmynd eftir Imogen Cunningham.
Verk eftir Cunningham
sýnd á Kjarvalstöðum
Sýning á Ijósmyndum bandaríska
ljósmyndarans, Imogen Cunning-
ham, frá árunum 1905-1975, var
opnuð á Kjarvalsstöðum um helg-
ina.
Allt frá háskólaárunum helgaði
Imogen Cunningham Ijósmynda-
listinni líf sitt. Á löngum ferli
hennar átti sér stað flestar mikil-
vægustu breytingar í sögu banda-
rískrar ljósmyndunar. I fréttatil-
kynningu frá Kjarvalsstöðum segir
að hún hafi verið listamaður, sem
með innsýn sinni og fjölbreytni,
skapaði margar þekktustu ímyndir
í allri ljósmyndasögunni.
Imogen varð níræð 1973 og var
haldið upp á það með stórum sýn-
ingum í New York, í Metropolitan
listasafninu, og í Witkin sýningar-
salnum. Imogen Cunningham
sjóðurinn var stofnaður 1975, en
hlutverk hans er að hafa umsjón
með kynningu og sölu ljósmynda
hennar. Imogen Cunningham lést
23.júníl976á93. aldursári. khg.
Flugleiðir hafa átt í viðræðum við KLM um áframhaldandi flug til Amsterdam:
KLM býður Flugjeiðum
það sama og ísflugi
Starfsmenn Flugleiða áttu nýlega
fund með mönnum frá hollenska
flugfélaginu KLM. Á fúndinum var
rætt um samstarf fyrirtækjanna og
sérstaklega um hvemig samskiptum
þeirra verður hagað, verði Flugleiðum
falið að fljúga áfram til Amsterdam,
en tímabundið flugrekstrarieyfl fé-
lagsins á flugleiðinni þangað rennur
út um næstu mánaðamót
Víglundur Þorsteinsson, forsvars-
maður ísflugs, átti í síðustu viku fúnd
með mönnum frá KLM um samstarf,
fái ísflug flugrekstraleyfi á flugleiðinni
til Amsterdam. Að sögn Víglundar er
KLM tilbúið til að hefia samstarf við ís-
flug og einnig að veita félaginu tækni-
lega aðstoð.
Um svipað leyti átti Flugleiðir fund
með KLM. Að sögn Einars Sigurðs-
sonar hjá Flugleiðum var rætt um að
haldið yrði áfram því samstarfi um
bókanir, sem er á milli flugfélaganna,
fái Flugleiðir áffamhaldandi leyfi til
flugrekstrar á flugleiðinni Keflavík-
Amsterdam. Einar sagðist líta svo á að
KLM vildi hafa gott samstarf við hvom
aðilanr^en^ngijflugreksfrarle^fið^
Akureyri:
5 í árekstri
Fimm bíla árekstur varð á Hörgár-
braut rétt norðan við Glerárbrúna á
Akureyri um fimm leytið í gær. Bfl-
arnir lentu hver aftan á öðrum en
ekki var vitað nánar um áreksturinn
þegar Tíminn hafði sambandi við
lögregluna á Akureyri í gær. Ekki er
vitað um slys á fólki. —SE
Flugleiðir og KLM hafa nú þegar með
sér samstarf í tengslum við viðhald á
flugvélum. Samkvæmt heimildum
Tímans hefúr verið rætt um að auka
þetta samstarf og að það nái til mark-
aðsmála. Einar Sigurðsson vildi ekki
tjá sig um hvað menn væru nákvæm-
lega að ræða í sambandi við aukna
samvinnu, en sagði engan vafe leika á
að samvinna félaganna gæti orðið báð-
um mjög hagstæð. -EÓ
Borgarstjórn samþykkir tllraun:
Sandi og salti
dreift á götur
Borgarstjóm Reykjavíkur hefur úr malbiki gatnanna yfir vetrar-
samþykkt að gera tilraun til að mánuðina.
dreifa sandi í staðinn lyrir salt til að Blffeiðar þær, sem notaðar em til
draga úr hálku. Vegfarendur verða saltdreifingar, má einnig nota til
þó ekki lausir við saltið í vetur því dreifingar á sandi. Þaðþarf þvíekki
að um er að ræða tilraun sem verð- að stofna til sérstakra fiárfestinga á
ur reynd á nokkrum götum eða í tækjum þó breytt verði til og sandi
einu borgarhverfi. Ekki er ákveðið dreift í stað salts. Menn hafa hins
hvaða götur eða hverfi verða fyrir vegar óttast að dreifing sands
valinu. ^ ntyndi fylla og stífla niðurfóll í göt-
Ingi Ú. Magnússon gatnamála- um borgarinnar. Komin em á
stjóri sagði f samtaU vlð Tímann að maricaðinn ný og Öflug tæki tii að
hér væri um tilraun að ræða. Nauð- hreinsa niðurfoU f gatnakerfinu,
synlegt væri að fara variega í þetfa sem gerir hreinsun þeirra auðveld-
því að sandurinn væri ekki eins góð ari en áður og dregur úr þeirri
hálkuvöm og salt Hann sagði það hættu sem áður var á að dreifing
óvíst hvort framhald yrði á sand- sands stíflaði niöurfóUin.
dreifingunni næsta vetur. Það Framsóknarflokkurinn hefur bent
myndi ráðast af þehrri reynslu sem á þann möguleika að draga úr háHcu
fæstívetur. með því að seta spjóbræðsiurör í
í greinargerö með tUIÖgunnl segir götur til að draga úr háBcu. Rætt
að dreifing á salti til að draga úr hefúr verið um að setja þessi rör í
hálku hafl afla tíð verið umdeUd brekkur og annars staðar þar sem
ráðstöfún. Mikill óþrifnaður fylgi mestir erflðleikar verða á vetram. í
saitdreifingunni. Bifreiðar séu und- greinargerð með tiUögunni er hvatt
iriagðar af saltlegi og tjömupplausn tíl að þessi leið verði skoðuð. -EÓ