Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 11. október 1990 Sovétríkin: KGB enn við sama heygarðshomið Fjórir hattsettir KCB-menn sögðu í gær að KGB neytti allra bragða til að koma í veg fyrir breytingar og þjónaði enn hagsmunum leiðtoga kommún- istaflokksins. „Okkur er ljóst að í okkar fátæka landi er KGB hættulegt vopn í höndum kommúnistaflokksins í baráttunni gegn sinni eigin þjóð. KGB hefur langa og mikla reynslu af því að berjast gegn lýðræði,“ skrifuðu KGB- mennirnir í bréfi sem birtist í dagblaðinu Komsomilskaya Pravda. Meðal þeirra sem undirrituðu bréfið er deildarstjóri stjórnarskrár- deildar, en sú deild kom í stað ann- arrar, sem nú hefur verið lögð niður, en meginmarkmiö hennar var að of- sækja andófsmenn. Þeir segja að KGB sé eftir sem áður vopnuð sérsveit flokksins, eða öllu heldur flokksvélarinnar og kröfðust þess að flokkurinn hætti að tengja anga sína inn í öryggisþjónustuna og innanríkisráðuneytið. Bréfið var birt þegar KGB- foringi, sem rekinn hafði verið úr starfi, höfðaði mál á hendur fyrrum yfir- mönnum sínum og ráðamönnum í Kreml fyrir að svipta hann eftirlaun- um og orðum í hefndarskyni fyrir að hann hefur verið óragur við að gagnrýna leyniþjónustuna. Oleg Kalugin, sem kosinn var á þing í síðasta mánuði, ásakaði KGB um að beita aðferðum í anda Stalíns til að smjúga inn í allar þjóðfélags- stéttir og vinna gegn lýðræðisöflum. Hópur varaþingmanna hefur farið fram á sjálfstæða rannsókn á því hvort aðgerðir KGB byggist á lögum eða hvort stjórn hennar sé algerlega sjálfstæð. í viðtali, sem birtist í Rauðu stjörn- unni í gær, sagði yfirmaður landa- mæragæslu KGB að þeir hefðu í hyggju að reyna fremur að sporna við hryðjuverkum og eiturlyfja- smygli í stað þess að hindra ferðir manna yfir landamærin. KGB ber ábyrgð á landamæragæslu ríkisins. Fyrr á þessu ári voru verðir ofurliði bornir þegar mótmælendur flykktust yfir landamærin til írans og eyðilögðu varðstöðvar. Andi Stalíns er sagður vera á sveimi innan KGB. Loch Ness skrímslið lætur ekki sjá sig Síðastliðinn sunnudag fór fram enn ein leitin að sönnunum fyr- ir tilvist skrímslisins í Loch Ness. Notuð var neðansjávarrat- sjá af nýjustu og bestu gerð og reynt var að lokka skrímslið fram með því að egna fyrir það með skoskum blóðmör, en allt kom fyrir ekki. William Hill útgáfuíyrirtækið hefur heitið 250.000 sterlings- pundum í verðlaun til handa þeim sem getur komið með órækar sannanir fyrir tilvist skrímslisins. Þau verðlaun eru ennþá í boði. Skoskur leitarhópur fékk 1.500 pund eftir að neðansjávarratsjá hans hafði orðið vör við átta metra langt óþekkt fyrirbæri í vatninu. „Það eiga sér stað undarlegir hlutir í Loch Ness,“ sagði Iain Bishop hjá Náttúrugripasafninu í Lundúnum. Formaður eins leitarflokksins, sem nefnir sig Albrjálaða skrímslahópinn, reyndi að lokka skrímslið fram með því að beita fyrir það með haggis, skoskum blóðmör sem búinn er til úr haframjöli, innyflum og blóði, sem saumað er inn í vömb, en án árangurs. Benazir Bhutto hefur veríö kærð fyrir misnotkun á almannafé og nú hef- ur eiginmaöur hennar veríð handtekinn. Pakistan: Eiginmaður Benazir Bhutto handtekinn Lögreglan í Pakistan handtók í gær Asif Ali Zardari, eiginmann Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra. Zardari var handtekinn fyrir að vera flæktur í fjárkúgun gagnvart kaupsýslumanni. Engar frekari upp- Iýsingar um málið hafa fengist að svo stöddu. Benazir Bhutto lýsti þegar yfir van- þóknun sinni á handtökunni og sagði málið vera tilbúning lögregl- unnar. „Pakistanski þjóðarflokkurinn er ofsóttur á öllum vi'gstöðvum," sagði einn talsmanna flokksins. Bhutto og félagar hennar eiga yfir höfði sér kærur fyrir misnotkun á almannafé þá 20 mánuði sem stjórn hennar sat að völdum. Flokkurinn harðneitar slíkum ásökunum. Gulam Ishaq Khan forseti setti stjórnina af 6. ágúst sl. og leysti upp þingið og fyrirskipaði kosningar 24. október. Ef kærurnar á hendur Bhutto verða teknar fyrir dómstóla kann það að koma í veg fyrir þátttöku hennar í kosningunum. Zardari, sem er kaupsýslumaður og pólóleikari, hefur verið undir smásjá yfirvalda frá því að konu hans var vikið úr stóli forsætisráðherra. Áður höfðu verið gefnar út kærur á hendur honum fyrir brot á pakist- önskum bankalögum, en ekki er vit- að hvort handtakan tengist þeim. Zardari og Bhutto giftust árið 1987 og eiga tvö börn. Persaflóadeilan: a að raða? Hver Yfirlýsing tveggja arabískra herfor- ingja við Persaflóa um að herir þeirri muni ekki taka þátt í árásum á íraka hefur varpað ljósi á óvissu- þætti varðandi stjórn þeirra 300.000 hermanna sem safnað hef- ur verið saman við Persaflóa frá vestrænum og arabískum ríkjum. Hvað gerist ef skothríð hefst á svæðinu milli íraka annars vegar og samsafnaðs herafla í lofti, láði og legi frá BNA og meira en tylft ann- arra vestrænna og arabískra þjóða? Hver mun stjórna þeim herafla sem beint verður gegn Saddam Hussein? Hljóðar skipunin um að verja Saúdí- Arabíu eða verða vest- rænar og arabískar hersveitir send- ar inn í Irak og Kúvæt til að hrekja burt hundruð þúsunda íraskra her- manna? Bandarískir varnarmálasérfræð- ingar eru sammála um að líkurnar á skyndiárásum inn í Kúvæt og írak á næstunni séu litlar. En þeir spyrja hvernig samræma megi aðgerðir þeirra afla sem sam- einast hafa gegn írökum. Ráða- menn í Pentagon hafa haldið því fram að auðvelt verði að samhæfa liðsstyrkinn. Aðrir sérfræðingar hafa vísað til þeirra ummæla stjórnenda 14.000 egypskra hermanna og 4.000 sýr- lenskra, að hlutverk þeirra á svæð- inu væri að vernda Saúdí-Arabíu en ekki að taka þátt í árásum á írak. Bandaríkjamenn eru með yfir 175.000 hermenn á svæðinu og eru langstærsti aðilinn í liðssafnaðin- um. Þar eru einnig eða verða bráð- lega yfir 100.000 saúdí- arabískir hermenn, 16.000 frá Bretlandi, 4.500 frá Frakklandi, 6.000 frá Mar- okkó, 5.000 frá Pakistan og Bangla Desh og tugir skipa og flugvéla frá hinum ýmsu löndum. Bandaríski heraflinn er undir stjórn Norman Schwarzkopf herfor- ingja en hann hefur frá upphafi átt í viðræðum við Saúdí- Araba um samræmda hertækni. Varnarmálaráðherra Bretlands átti fund með varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og sagði að honum loknum að ef-til átaka kæmi yrði breski heraflinn settur undir stjórn Bandaríkjanna, en breskir yfirmenn bæru ábyrgð gagnvart breskum yf- irvöldum. FRÉTTAYFIRLIT ir■ wWmm i ■ m nnLi ■ SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR - Breskir fulltrúar reyna að bnúa bilið á milli BNA og PLO varðandi yflríýsingu um for- dæmingu á morðunum í Jerú- salem. JERÚSALEM - (sraelska lögreglan ver morðin á 21 ar- aba í Jerúsalem en hefur þó fýrirskipað rannsókn á þessu versta blóðbaði síðan 1967. NIKOSÍA - Hótanir íraka í garð fsraela hafa hleypt af stað veröhækkunum á olíu, en verð á henni hefur nú slegið öll met JERÚSALEM - Hundruö ungra og reiðra araba kasta grjótl, brenna bíldekk og reisa vegartálma í áframhaldandi mótmælum vegna drápanna á Musterishæð. WASHINGTON - Hæstirétt- ur Bandaríkjanna hefur nú til meðferðar eitt helsta jafnréttis- mál síðarí ára. Það flallar um hvort atvinnurekendur geti þvingaö konur á bameigna- aldri til að vinna störf sem geta haft í för með sér hættu fyrir fóstur. BONN - Þýskaland fékk að kenna á hverju njósnara- hneykslínu á fætur öðru á tím- um kafda stríðsins. Enn er eitt slíkt í uppsiglingu, en tveir starfsmenn leyniþjónustunnar hafa verið handteknir, grunað- ir um aö hafa njósnaö fyrir A- Þýskaland meðan það var og hét BONN - Þjóðverjar verða aö grípa til róttækra ráða til aö stöðva flóttamannastraum frá þriðja hetminum. Flóttamenn hafa notfært sér göt á þýskum lögum um móttöku flótta- manna til að leita betra lífs í vestri. VARSJÁ - Innanríkísráð- herra Póllands heldur því fram að útsendarar Pólverja undir stjóm kommúnista hafi framið rán og árásir eríendis. Stálu þeir miklu magni af gulli og skartgrípum sem síöan var skipt á milli leynilögreglu- manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.