Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11.. október 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR m \ Þorsteinn Ólafsson: „Bókstafurinn deyðir en andinn lífgar“ Það er nauðsynlegt einstaklingum, hópum og þjóðfélögum að hafa einverjar meginreglur (princip) til að hafa að Ieið- arljósi og fara eftir. Án slíkra reglna erum við eins og reköld í ólgusjó. En þetta þýðir ekki það að við megum aldrei taka lykkju á leið okkar. „Betri er krókur en kelda,“ segir gamalt máltæki. Sú staða kemur oft upp að nauðsyn- legt er að vílga af þröngum vegi frumreglnanna. Þá er mik- ilvægt að gera sér grein fyrir hver er andi reglnanna (principanna). „Bókstafurinn deyðir en andinn lífgar," segir Páll postuli í síðara bréfi sínu til Korintumanna. Árekstrar milli einstaklinga, hópa og þjóða stafa oft af því að haldið er dauðahaldi í þröngan bókstaf meg- inreglnanna (principanna). Ágætt dæmi um þetta er deilan um helgi- hald hvfldardagsins á dögum Krists. Þriðja boðorð Móses hljóð- ar svo: „Halda skaltu hvíldardag- inn heilagan". Þetta var skynsam- legt boðorð og ekki af tilefnislausu sett, því þrældómur var þá vissu- lega mikill og er að vísu enn. Allir þurfa þá eins og nú á hvfld og end- urnæringu að halda og lágmark að einn dag í viku væru menn lausir við þrælavinnu. Nú svo gerist það að Kristur læknar sjúka á hvfldardegi. Þá kemur nú heldur en ekki hljóð úr horni hjá bókstafstrúarmönnum þeirra tíma, fariseunum. Þeir sögðu að Kristur væri að brjóta niður lögmálið (principið) og voru mjög hneykslaðir. Með því að vinna á hvfldardegi hefði hann brotið eina af meginreglunum. Kristur benti á að það væri ekki bannað að vinna góðverk á hvfldar- dögum og sagði þessa frægu setn- ingu: „Hvfldardagurinn varð til mannsins vegna en ekki maðurinn vegna hvfldardagsins." Sama gildir um öll okkar lög og reglur í dag. Allar reglur eiga að vera vegna okkar mannanna en ekki við vegna reglnanna. Því miður er oft haldið svo fast í bókstaf reglnanna að ekki má neinu hnika til. Afleiðingin verður stál í stál, sem oft veldur ómæld- um skaða og hörmungum. Ef að Oft mætti komast hjá árekstrum og skakka- föllum ef athugað væri að gá vel til veðurs og kappkostað að hagræða seglum eftir veðri og vindum. menn temdu sér jafnan að athuga bakgrunn, tilgang, já, anda regln- anna fremur en níðþröngan bók- staf, þá myndi mörg deilan leysast með sátt og samlyndi. Oft mætti komast hjá árekstrum og skakkaföllum ef athugað væri að gá vel til veðurs og kappkostað að hagræða seglum eftir veðri og vindum. Því miður vilja margir neita staðreyndum, berja hausn- um við steininn og haga sér líkt og Staðarhóls-Páll forðum daga. Honum var bent á að það væri sker framundan og þyrfti að breyta um stefnu. Hann skeytti því engu og svaraði á hrokafullan hátt: „Skipið er nýtt en skerið hró skal það því undan láta. “ Djöfullinn í kvenmannslíki Carol F. Karlsen: The Devil in the Shape of a Woman. Witchcraft in Colonial New Eng- land. W.W. Norton & Company 1987. Höfundurinn er prófessor við Há- skólann í Michigan. Rit hennar er rannsókn á galdrafári sem geisaði á Nýja-Englandi í Bandaríkjunum á 17. öld. Þrjú hundruð árum síðar er þeirri spurningu ósvarað, hvers- vegna galdrafárið gaus upp í þessu umhverfi og á þessum tíma. Karlsen leitast við að svara spurningunni í ritinu. Galdrafárið í nýlendum Eng- lendinga vestan hafsins geisaði á svipuðum tíma og djöfullinn hljóp í kvenfólk í Trékyllisvík hér á land og galdrafárið í Trékyllisvík og í Connecticut í Norður-Ameríku sam- svara hvort öðru, þótt afleiðingarnar yrðu mismunandi. Kvenfólk eða nornir voru hengdar í Connecticut en galdramenn brenndir í Trékyllis- vík. Höfundurinn ræðir fyrst um trú á galdra á Nýja-Englandi. Nýlendu- menn voru komnir frá Englandi og fram til 1647 kom engin ákæra fram fyrir galdur, en samkvæmt lögum nýlendumanna varðaði það lífláti, ef galdur sannaðist á einstakling. Trú- in á galdur var staðreynd á Eng- landi, dauðarefsing var ákveðin á Englandi með samþykkt Parla- mentsins 1542 og á árunum 1645 til 1647 voru nokkur hundruð manna hengdir á Englandi, 90% konur, fyr- ir galdur. 1647-1663 telur höfundur að ótt- inn við galdur hafi magnast stórlega á Nýja-Englandi og rekur hún ýmsar ástæður fyrir því, ekki síst vísi að „villutrú" sem sumar konur voru einkum bendlaðar við. Einnig komu til, að hennar áliti, efnahagslegar breytingar og breytingar á mann- fjölda á þessu tímabili. Auður jókst í nýlendunum og konur gátu við arf eignast talsverðar eignir, og það var ekki óalgengt að slíkar konur yrðu fyrir galdraákærum frekar en aðrar. Á árunum 1647-1663 voru 79 ein- staklingar ákærðir fyrir galdur. Af þessum 79 voru 39 teknir til frekari yfirheyrslu og 15 af þeim hópi, þar af 13 konur, fundin sek og hengd. Af þessum hópi 79, voru 61 kona. Trúin á galdurinn var reist á trú á tilvist djöfulsins. Álitið var að norn- irnar stæðu í samningamakki við djöfulinn og að hann fengi þær til að spilla sem flestum konum og koma þeim til að semja við sig. Aðferðirn- ar sem talið var að nornirnar not- uðu var talin vera sú að gera fórnar- lömb sín djöfulóð, sem kallað var. Fyrst voru þeim boðin ýmiskonar hlunnindi, ef það dugði ekki var tek- ið að kvelja fórnarlömbin, djöfullinn smaug inn í þær um munninn og hóf að kvelja þær á hinn margvísleg- asta hátt. Einkenni djöfulæðisins voru fáránlegir hlátrar, sár grátur eða ofboðsleg óhljóð, einnig brenn- andi kvalir um allan líkamann. Oft féllu þær í ómegin, sáu hvorki né heyrðu. Eitt einkennið var, að þær gátu ekki nefnt guðsnafn meðan á þessum ósköpum stóð. Höfundur- inn lýsir nánar þessum ósköpum sem gekk yfir manneskjurnar í flog- unum, sem gátu staðið mánuðum saman með stuttum hléum á milli. Þegar tekið var að rannsaka þessa undarlegu hegðun, benti fórnar- lambið oft á einhverja nágranna- konu, sem átti að hafa komið ósköp- unum af stað. Þar með var fengin ástæða til galdraákæru. Hegðun kvennanna er samskonar og „þau ósköp sem yfirféllu konur í Trékyllisvík í kirkjunni í Árnesi ... tíðagjörð varð vart framin fyrir þeirra hljóðum, mási, froðufalli og ofboði, svo opt voru úr kirkjunni út- bornar 4, 5,10,12 og fleiri á einum helgum degi, hvað skelfilegt var, en miklu skelfilegra á slíkt að horfa og nálægur vera“ (Fitjaannáll). í Tré- kyllisvík var handbendum djöfulsins kennt um, en þar voru karlmenn viðriðnir og þrír brenndir fyrir. Þeir sem stóðu að rannsókn galdra- mála og hvöttu til þeirra voru al- teknir af hugmyndafræði djöfla- fræðinnar, en samkvæmt henni var djöfullinn og árar hans á stöðugu ferðalagi um mannheima, til þess að ná í hjálparmenn við að eyðileggja sköpun Guðs almáttugs. Hvergi er djöflafræðin og galdurinn betur út- færður en í „Malleus Maleficarum" eða Nornahamrinum frá 1486. Og þar er skýrt hversvegna konur eru veikari fýrir spilverki djöfulsins heldur en karlmenn. „Það er vegna þess að konur eru verri en karlmenn og hafa tekið í arf óheilindin og illskuna frá formóður sinni Evu. Þær standa karlmanninum langt að baki, andlega, siðferðilega og líkam- lega... þær eru veikari fyrir alls kon- ar freistingum, græðgi þeirra er óseðjandi og þegar henni verður ekki svalað, leita þær til djöfulsins til saðningar girndanna. Hann ljær þeim einnig vopn til að hefna sín á þeim sem þær öfunda, fylla þá sjúk- dómum og allskonar volæði og eyði- leggja þá að lokum ..." Langir kaflar eru í þessu riti um aðferðir djöfl- anna og handbenda þeirra og niður- staðan varðandi konur, er að þær séu oftast nær hinar seku, þegar galdur vitnast í byggðarlögunum. Einkum telja þeir gamlar ljósmæð- ur vafasamar og einnig er flögðin að finna undir fögru skinni ungra kvenna. í hinu hákristilega samfélagi ný- iendna Englendinga í Norður- Am- eríku, landi pflagrímafeðranna, var konan sem slík talin berskjaldaðri fyrir ásókn illra afla en karlmaður- inn. Því þarfnaðist hún siðferðilegs aðhalds og henni var gert ljóst að það eina sem mætti varðveita hana væri guðrækilegt hugarfar. Nú varð svo oft, að kvenfólk gat með engu móti bægt frá sér syndsamlegum þönkum og þá var oft stutt í sektar- kennd og sjálfsásakanir. Þar með var leiðin oft opin til þess að álíta sig frábrugðna öðrum guðs börnum. Sumir höfundar vilja telja að óskilj- anleg flog, móðursýkisleg hegðun og sjúklegar tilfinningar hafi orsak- ast af þeirri spennu sem skapaðist þegar konurnar töldu sig meira og minna glataðar. Við þessi sálrænu átök mótaðist annarleg meðvitund með þeim sem urðu fyrir djöfulæði, þessvegna varð afstaða þeirra til eigin samfélags mjög annarleg, sem kom fram í tali þeirra og viðbrögðum. Þær gátu ekki sætt sig við þær kröfur, sem gerðar voru til þeirra og þar með jókst sektarkenndin. Karlsen rekur þessar ástæður og margt fleira sem snertir stöðu kvenna almennt í samfélaginu. í stuttu máli hneigist hún til þess að álíta að þær hafi ekki þolað samfé- lagið, sem var mótað og sniðið að þörfum og völdum karlmanna. Frásögn höfundar af Elisabetu Knapp er mjög forvitnileg. í henni kemur fram barátta Knapps við Sat- an sjálfan. Margt í þeirri frásögn minnir mjög mikið á baráttu síra Jóns Magnússonar þumlungs í Písl- arsögu hans, galdratáknin, ískyggi- legar skepnur koma fyrir í báðum frásögnunum og innankvölunum er lýst á svipaðan hátt. Djöfullinn smaug inn í Knapp um munninn og hún varð svo yfirkomin, að hún taldi að djöfullinn hefði dvalið innan rifja í sér síðan. „Ef djöfullinn hefur ein- hvern tímann verið f heiminum, þá er hann í mér.“ Bók Karlsen er mjög vel unnin og heimildakönnun hennar virðist mjög ítarleg. Sé djöflagangurinn í nýlendunum borinn saman við djöflaganginn hér á landi um svipað leyti, þá skilur fátt á milli í lýsing- um, samanburðurinn er efni í langa ritgerð. Siglaugur Brynleifsson Ast og skólamál FORELDRAR - NEMENDUR - KENNARAR Handbók um skólamál Höf: Helga Sigurjónsdóttir Útg: Helga Sigurjónsdóttir, Kópavogl, 1990 Helga Sigurjónsdóttir setur kærleik- ann efstan í allri umfjöllun um skóla- mál í nýrri handbók sinni, sem hún ætlar foreldrum, nemendum og kennurum. Það er ekki ósvipuð áhersla og hjá Páli postula og er ég ekki svo hissa, þar sem margir hafa lagst á þessa sveif frekar en að fylgja köldu ofskipulagi og dauðri forsjár- hyggju í kennslu- og uppeldismál- um. í handbók Helgu er að finna gagn- lega og aðgengilega kafla fyrir for- eldra, nemendur og kennara, um samband heimila og uppeldisstofn- anna, námsgáfur, máltöku og lestur, stefnur í skólamálum, leiðbeiningar um skólanám, námstækni, minnis- tækni, kvíða og streitu, flótta úr námi og aga. Hverjum kafla er fylgt eftir með samandregnum minnispunktum og mikið er af uppbyggilegum tilvitnun- um í merka skólamenn, fslenska sem erlenda. Bókina segir hún sprotna af þörf fyrir slíka handbók og eftir lest- urinn er ég, foreldri, leiðbeinandi grunnskólanema og nýlega útskrif- aður háskólanemi, sannfærður um að Helga er að gera góða hluti. Ást og umhyggja hennar fyrir farsæld skóla- barnsins og framhaldsskólanemans skín hvarvetna í gegn. Hún hefur mikla reynslu að baki og leggur hana greinlega til grundvallar öllum sín- um skrifum. Hún hefur verið barna- skólakennari í 12 ár, gagnfræðaskóla- kennari í fjögur ár og er nú kennari og námsráðgjafi við Menntaskólann í Kópavogi. Þá hefur hún og kennt uppeldi- og kennslufræði við Há- skóla íslands og Kennaraháskólann og látið þar að auki þó nokkuð frá sér fara um þessi mál á öðrum vettvangi. Bókina gefúr hún út sjálf og er hún greinilega hugsuð sem handbók að útliti og gerð, rúmlega áttatíu síður að lengd. Hún skrifar á aðgengilegu máli og gerir sig vel skiljanlega eins og við var að búast. Vel hefði þó mátt hugsa sér betri prófarkalestur vegna ásláttargalla fullvíða og er ég viss um að textinn væri áferðafallegri að sjá og orðabil jafnara ef notast hefði ver- ið við einhvers konar orðskiptingar. Hvorugt varð þó til þess að fæla mig frá því að lesa bókina frá upphafi til enda af áhuga. Kristján Bjömsson:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.