Tíminn - 12.10.1990, Síða 15
Föstudagur 12. október 1990
Tíminn 15
Körfuknattleikur - Úrvalsdeild:
Ovænt mótspyrna IR
íslandsmeistarar KR leyfóu sér þann
munað að hvíla Bandaríkjamanninn
Jonathan Bow í ieik sínum við ÍR í
gærkvöld. Þá fengu varamenn íslands-
meistaranna að spreyta sig og Páll Kol-
beinsson þjálfari iiðsins iék h'tið, enda
veikur. Útkoman var 80-67 sigur KR-
inga.
Fyrri hálfleikur var afleitur að hálfu ÍR-
inga, sem hittu vart úr skoti og KR-ing-
ar náðu strax afgerandi forystu. Þegar
upp var staðið að fyrri hálfleik loknum
var munurinn 22 stig, 45-23.
Baráttan var aðalsmerki ÍR-inga í síðari
hálfleik og á sama tíma var kæruleysið
allsráðandi hjá KR. ÍR- ingar söxuðu
smátt og smátt á forystu KR og minnst-
ur varð munurinn 10 stig 77-67 þegar 2
mín. voru eftir. Þrettán stigum munaði
þegar upp var staðið 80-67. KR-ingar
létu mótlætið undir lok leiksins fara í
skapið á sér, enda mættu þeir mót-
spymu sem þeir áttu ekki von á. KR-lið-
ið var slakt í þessum leik og þeir van-
mátu greinilega andstæðinga sína full
mikið. Ungur nýliði Hermann Hauks-
son vakti athygli fyrir góðan leik. Þá átti
Bjöm Steffensen góðan leik í síðari hálf-
leik og Lárus Ámasonv var vel hittinn í
upphafi sama hálfleiks.
Hjá ÍR var Jóhannes Sveinsson bestur,
barðist vel og dreif félaga sína með sér.
Bjöm Bollason, Brynjar Karl Sigurðs-
son og Hilmar Gunnarsson áttu góða
kafla.
Stigin KR: Hermann Hauksson 12,
Bjöm Steffensen 12, Lárus Ámason 11,
Matthías Matthíasson 9, Axel Nikulás-
son 9, Páll Kolbeinsson 9, Gauti Gunn-
arsson 9, Guðni Guðnason 5, Böðvar
Guðjónsson 2 og Ólafur Guðmundsson
2. ÍR: Jóhannes Sveinsson 26, Hilmar
Gunnarsson 12, Brynjar Karl Sigurðs-
son 9, Karl Guðlaugsson 8, Bjöm Bolla-
son 6, Gunnar Öm Þorsteinsson 2, Egg-
ert Garðarsson 2 og Bjöm Leósson 2.
Leikinn dæmdu Bergur Steingrímsson
og Kristján Möller og stóðu þeir vel fyr-
ir sínu. BL
Enska knattspyrnan:
LUTON ÚR LEIK
1. deildarlið Luton féll út úr ensku Derby-Carlisle...1-0 2-1
deildarbikarkeppninni í fyrrakvöld Leeds-Leicester....3-0 3-1
er liðið tapaði í vítaspymukeppni Manchester City-Torquay ....0-0 4- 0
fyrir Bradford. Manchester United-Hilifax ..2-1 5- 2
Manchester United vann 2-1 sigur Millwall-Bournemouth .2-1 2-1
á Hilifax og mætir Liverpool í 3. um- Newcastle-Middlesbough.1-0 1-2
ferð keppninnar. Oldham-Notts County...........5-2 5-3
Úrslitin urðu þessi: Oxford-Port Vale......0-0 2-0
Lið, úrslit, samanlagt. Sheffield Utd.-Northampton 2-13-1
Bradford-Luton..1-1 2-2 víti 5- 4 Stoke-West Ham .....1-2 1-5
Burnley-Nottingham Forest 0-11- 5 Wimbledon-Plymouth..0-2 0-3
Chelsea-Walsall .......4-1 9-1 BL
Knattspyrna:
Teitur til Óslóar
Teitur Þórðarson hefur skrifað
undir tveggja ára samning um að
Wálfa norska Hðið Lyn sem er frá
Osló. Teitur á enn eitt ár eftir af
samningi sínum við Brann í Berg-
en, en þar hefur hann þjáifað síð-
ustu 3 ár.
Að Öilum líkindum þarf Lyn að
kaupa samning Teits við Brann og
tekur þar við þjálfun nýliða Lyn
greiða þehn að auki skaðabætur.
Slíkt mun kosta hundmð þúsunda
nkr. að því er norska biaðið Aften-
posten greinir frá í gær.
Lyn hefur undanfarin ár leikið í 2.
deild, en í haust komst liðið loks
upp í 1. deild. Með liðinu leika
meðal annars Simon Agdestein
landsliðsmaður og stórmeistari í
skák og Tom Sundby fyrrum leik-
maður Lilleström og gríska liðslns
Herakles. Sundby hefur átt við
meiðsl að stríða en var í mörg ár
máttarstólpi á miðju í norska
landsliðinu.
Samningur Ólafs Þórðarsonar við
Brann rennur út nú í haust og Tfeit-
ur vill fá Ólaf til liðs við Lyn. BL
íslenskar getraunir:
Fjöldi vinningshafa
- Skagamenn I annan sætið á áheitalistanum
Fjöldi vinningshafa í íslenskum get-
raunum um síðustu helgi var með
því mesta sem sést hefur. Tólfumar
voru 51 talsins sem er mesti fjöldi í
venjulegrí laugardagsgetraun í mörg
ár. Hlutur hvers og eins var því ekki
mikill eða 18.139 kr.
Með 11 rétta voru alls 713 og hver og
ein röð gaf af sér 727 kr. Þá voru 4179
með 10 rétta, en þar sem vinningsröð-
in var undir 200 kr. bættist vinning-
urinn við 2. vinning, eða 11 rétta.
Skagamenn ruddu Fram úr öðru
sæti áheitalistans, en því sæti hefur
Fram haldið í langan tíma. Skaga-
menn seldu tæpar 15 þúsund raðir.
Fram var með um 11.500 raðir, en
KR, sem var í fjórða sætinu, var með
11 þúsund raðir. Fylkir hélt efsta sæt-
inu með rúmlega 24 þúsund raðir.
Önnur félög á listanum voru í röðinni
5.-10. sæti: Valur, ÍBK, UBK, Selfoss,
Haukar og Þróttur.
BOND er komið upp að hlið MAGIC-
TIPP í efsta sætið í HAUSTLEIK ‘90.
Hóparnir hafa 55 stig. ÖSS hefur 54
stig, en SÆ-2 og 2x6 hafa 53 stig. Aðr-
ir hópar hafa færri stig.
Keppni fjölmiðlanna er mjög jöfn og
spennandi þessa dagana. Alþýðublaðið
var með 9 rétta um síðustu helgi
ásamt RÚV, Morgunblaðið, DV og
Bylgjan voru með 8 rétta, Dagur og
Stöð 2 voru með 7 rétta, Tíminn og
Þjóðviljinn með 6 rétta og Lukkulína
með 5 rétta. Staðan er nú þessi: 1.
sæti Morgunblaðið, RÚV og Bylgjan
46 stig, 4. sæti DV 45 stig, 5. sæti Dag-
ur og Alþýðublaðið með 44 stig, 7.
sæti Tíminn með 43 stig, 8. sæti Stöð
2 með 40 stig, 9. sæti Þjóðviljinn með
36 stig og 10. sæti Lukkulína með 35
stig.
Vegna landsleiks Englendinga og
Pólverja á miðvikudaginn verða engir
leikir í 1. deild ensku knattspyrnunn-
ar um helgina. Á seðli 41. leikviku eru
því 11 Ieikir úr 2. deild og 1 leikur úr
3. deild. Sölukerfið lokar kl. 13.55 á
morgun.
BL
Páll Kolbeinsson þjálfarí KR-inga var ekki ánægður með leik sinna
manna í gærkvöld. Timamynd Pjet-
Handknattleikur:
Fyrsti sigur FH
Islandsmeistarar FH í handknatt-
leik unnu sinn fyrsta leik á íslands-
mótinu í fyrrakvöld, er þeir mættu
KA-mönnum í Kaplakríka. Sigur
FH var verðskuldaður 29-21.
FH-ingar hafa þar með náð inn 3
stigum úr 5 leikjum og eru enn í
neðri hluta deildarinnar. KA-menn
hafa einu stigi betur.
Stefán Kristjánsson var marka-
hæstur FH-inga með 9 mörk í fyrra-
kvöld, en hjá KA skoruðu þeir Er-
lingur Kristjánsson og Jóhannes
Bjarnason 5 mörk hvor.
í kvöld er einn leikur á dagskrá 1.
deildar karla, í Eyjum taka heima-
menn á móti bikarmeisturum Vals
og hefst leikurinn kl. 20.00. í 1.
deild kvenna leika Selfoss og ÍBV á
Selfossi á sama tíma og á Seltjarnar-
nesi mætast Grótta b og HK í bikar-
keppninni.
Staðan í 1. deildinni í handbolta:
Víkingur .....5 5 0 0 132-107 10
Stjaman ......5 5 0 0 119- 98 10
Valur........5 5 0 0 123-103 10
KR...........52 2 1 117-115 6
Haukar.......4 3 0 1 93 -97 6
ÍBV..........4 2 0 2 96 -92 4
KA...........5 2 03 117-118 4
FH...........5 1 1 3 117-118 3
ÍR...........5 1 04 116-127 2
Grótta.......5 0 1 4 102-121 1
Fram ........5 0 1 4 98-119 1
Selfoss......5 0 14 92-117 1
Holland:
Koemann í bann
Ronald Koemann var ekki valinn í
hollenska landsliðshópinn í knatt-
spymu fyrir leikinn gegn Portúgal í
næstu viku, en hópurínn var kynntur
í gær. Koemann var settur út í kuld-
ann fyrír að gagnrýna leikskipulag
Rinus Michels landsliösþjálfara opin-
berlega. Koemann braut þar með
reglu, sem sett hafði veríð, en bannið
mun aðeins gilda í þessum eina leik.
BL
MERKIÐ
VIÐ 12 LEIKI
13. okt.1990
Viltu gera
uppkastað
þinni spá?
I.BIackbum-Watford 2. deild D 000
2. Charlton-Leicester City 2. deild _□ [TöDf!]
3. Hull City-Oldham 2. deild .OLÍISS
4. Ipswich Town-Port Vale 2. deild
5. Middlesbro-Millwall 2. deild □ CDH[2]
6. Notts County-Wolves 2. deild O |T][x][2]
7. Oxford United-Newcastle 2. deild J000
8. Portsmouth-Barnsley 2. deild öl 1.1HL2]
9. Sheff. Wed.-Plymoth 2. deild .BS00
10. Swindon-Bristol Rovers 2. deild EE ŒJHIT]
11. W.B.A.-Brighton 2. deild ED 000
12. Birmingham-Southend 3. deild EB LDEC2‘l
13. Ekki í gangi að sinni ES LDSCD
: ■ ■ IOI ,Jj LRI C E l i l s J. Q II 9 CL cc < co X cc Ðl li CQ ■ aiuu í phí ■ I LUKKUUNAN <SS^ 1 tí 9 Q 3 m ZD Q ■>- —J < >1 SA H MTA i LS E§
1X2 1
11 1 1 1 1 1 > 1 1 9 1 0
2 X 1 1 X X 1 1 X 6 4 0
3 2 2 2 2 2 2 2 2 1 0 9
4 1 X 1 2 1 1 1 1 8 1 1
5 1 X 1 1 1 1 X X 7 3 0
6 2 > < 1 1 1 1 2 > X 1 5 3 2
7 1 2 2 2 2 2 2 2 2 0 8
8 1 X 2 2 X 1 2 X 4 3 3
9 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0
10 X 1 1 1 1 1 < 1 1 8 2 0
11 1 1 1 X 1 1 < X 1 7 3 0
12 1 1 1 1 1 1 < 1 1 9 1 0
13 I I
STAÐAN í 2. DEILD
Oldham 10 7 30 18-7 24
Sheff.Wed 9 7 20 22-6 23
West Ham 105 50 19-7 20
Millwall 9 54 0 18-8 19
Notts Co 9 60 3 17-12 18
Wolves 10442 18-1016
Barnsley 95 1 3 18-13 16
Middlesbro .... 9 4 32 15-6 15
Newcastle 94 3 2 10-7 15
Swindon 104 3 3 15-14 15
Brighton 94 2 3 15-18 14
Bristol City .... 84 1 3 11-13 13
Ipswich 10334 10-16 12
Port Vale 10 32 5 16-17 11
Plymouth 1025 3 11-13 11
Blackburn 10 3 1 6 16-18 10
Hull 1024 4 14-24 10
West Brom ... 823 3 9-12 9
Leicester 10 307 12-25 9
Portsmouth ... 10226 15-21 8
Charlton 9 1 3 5 8-14 6
Bristol Rov. ... 8 1 2 5 10-14 6
Oxford 9 1 2 6 12-23 5
Watford 90 27 4-15 2
STAÐAN 11 . DEILD
Liverpool ..8 8 0 C 19:5 24
Arsenal 85 30 16: 5 18
Tottenham .8 4 40 11: 3 16
Crystal P. 84 40 13:6 16
Manch.City .... .8 4 3 1 11:8 15
Manch.United 84 1 3 10:10 13
Luton .8 4 1 3 10:12 13
Leeds .8 3 32 11: 8 12
Nott.Forest ... .8 3 32 12:11 12
Aston Villa .... .8 3 23 13:10 11
Wimbledon .... .8 2 42 8:10 10
QPR .8 2 33 12:11 9
Chelsea .8 2 33 13:16 9
Coventry .8 2 24 9:11 8
Southampton .8 2 24 11:15 8
Sunderland .. .8 1 34 10:15 6
Norwich .8 2 0 6 7:17 6
Everton .8 1 25 12:16 5
Sheff.Utd .8 0 35 6:14 3
Derby .8 0 26 4:15 2