Tíminn - 31.10.1990, Side 16

Tíminn - 31.10.1990, Side 16
RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnarfiusiruj v Tryggvagotu, 3 28822 SAMVINNUBÁNKINN í BYGGÐUM LANDSINS > s NISSAN Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævartiöfða 2 Sími 91-674000 I iniinn MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER1990 Launagreiðslur rikissjóðs i ar samsvara yfir 800 þús. kr. á hverja meðalfjölskyldu á íslandi: 1 % kauphækk un kostar ríkið 500 milljónir Beinar og óbeinar launa- og lífeyrisgreiöslur ríkissjóðs verða yfír 51 milljarður króna á þessu árí, samkvæmt yfíríitum sem fylgja nýju fjárlagafrumvarpi. Deilt jafnt niður á landsmenn mundi þessi upphæð t.d. svara til rúmlega 800.000 króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á íslandi. Stærsti hluti þessarar upphæðar eru beinar launagreiðslur A-hluta ríkissjóðs, sem áætlaðar eru um 27,5 milljarðar króna í ár. Lífeyris- greiðslur ríkissjóðs ásamt atvinnu- leysisbótum eru áætlaðar rösklega 16 milljarðar á árinu. Launagreiðsl- ur ríkisfyrirtækja í B-hluta eru um 7,3 milljarðar króna. Og framlag til LÍN, sem raunverulega eru til fram- færslu námsmanna, nær 2,2 millj- arðar króna. Tæplega 400 milljóna kr. útgjöld sjúkratrygginga eru hér ekki meðtalin. En þær greiðslur fara einnig að hluta til beint til ein- staklinga sem lífeyrir, örorkubætur og dagpeningar. Þar sem lífeyrir og aðrar greiðslur vegna framfærslueyris hækka jafh- an í takt við kauphækkanir, gefur upphæðin m.a. til kynna að hver 1% hækkun, sem verður á launa- greiðslum, kostar ríkissjóð yfir 500 milljónir kr. á ári. Kauphækkun upp á 10% til 20%, sem fæstum þætti líklega of í lagt á þessum síðustu og verstu tímum, mundi samkvæmt þessu kosta ríkiskassann meira en 5 eða 10 milljarða króna á ári. Flugótta útrymt á Akureyri Flugleiðir ætla að efna til nám- skeiðs til að hjálpa fólki að yfír- vinna flughræðslu. Námskeiðið verður haldið á Akureyri og hefst 6. nóvember n.k. Á námskeiðinu verður fjallað um flughræðslu bæði á sálfræðilegum og faglegum grundvelli. Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur hefur annast undirbúning námskeiðsins, en auk hans verður Gunnar H. Guðjónsson, flugstjóri hjá Flugleiðum, leiðbein- andi á námskeiðinu. Eiríkur er sér- fræðingur í meðferð hvers kyns fælni, t.d. flughræðslu. Gunnar er einn af reyndustu flugstjórum Flug- leiða, og mun hann fjalla um flug- hræðslu frá sjónarhóli fagmannsins. Sem áður sagði hefst námskeiðið þriðjudaginn 6. nóvember og stend- ur það í 20 klukkustundir. Þátttöku- gjald er 20 þúsund krónur, og inni- falið er flugferð til einhvers áætl- unarstaða félagsins erlendis. —hiá-akureyri Tónlistarbandalag íslands: Styður Ríkisútvarpið Tónlistarbandalag íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við starf og hlutverk Ríkisútvarpsins. TBÍ bendir á, að enginn Qölmiðill sinnir jafn víðtæku hlutverki, t.d. á sviði bók- mennta, leiklistar og tónlistar. Ríkis- útvarpið hefur varðveitt sögu þjóð- arinnar í tali og tónum í 60 ár og á f fórum sínum upptökur, sem hvergi eru til annars staðar í heiminum og ekki verða metnar til fjár. Stjórn Tónlistarbandalagsins legg- ur því áherslu á að þessi sérstaða Ríkisútvarpsins sé höfð í huga, þegar fjallað er um það á opinberum vett- vangi. —GEÓ HESTHUS FYRIR UNGLINGASTARF . Hestamannafélagið Léttir á Akur- eyri festi nýverið kaup á hesthúsi fyr- ir 15 hesta í hesthúsabyggðinni Breiðholti ofan Akureyrar. Hesthúsið er ætlað unglingastarfi félagsins, og .^GlEGA ]^gOO/> í BÆNDATRYGGINGU SJÓVÁ-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS SIOVÁrwTAlMENNAR geta unglingar leigt þar bása fyrir hesta sína. Jónsteinn Aðalsteinsson, sem sæti á í Unglingaráði Léttis, segir að starf- semi hússins verði þannig háttað að ákveðinn aðili hafi verið ráðinn til að hafa eftirlit með húsinu, annast morgungjöf og leiðbeina unglingun- um við fóðrun. Hann mun einnig annast járningar fyrir krakkana, og verður til staðar ef einhver vandamál koma upp. Hey verður keypt sameig- inlega, og kostnaði, svo sem leigu á básum, verður haldið í lágmarki. Hesthúsið þarfnast talsverðra endur- bóta, og verður farið í þær fram- kvæmdir nú í haust. Þessi hesthúsakaup eru stórkostleg- ur áfangi fýrir unglingastarf Léttis, og býður uppá margvíslega mögu- leika þar fyrir utan, t.d. varðandi námskeiðahald yfir sumartímann. Nú þegar hafa 10 unglingar sótt um bása í húsinu, en auk þeirra mun umsjónarmaður hússins hafa afnot af 2-3 básum. Jónsteinn sagði að hest- húsakaupin væru löngu orðin tíma- bær, því að á undanförnum árum hefði stóraukist ásókn krakka og unglinga í hestamennsku á Akureyri. Margir unglingar þrá að eignast hest, en aðstöðuleysi hefur staðið þeim fyrir þrifum. Með þessu er gerð til- raun til að bæta úr því, auk þess sem tækifæri gefst til að leiðbeina þeim sem eru að stíga fyrstu sporin, bæði varðandi hirðingu og meðferð hesta. Eflaust mun þetta líka efla félagsstarf unglinganna, að geta verið svona á einum stað. hiá-akureyri. að pilturinn til hægri á myndinni heldur á umbúðum sem notaðar voru undir veigamar Timamynd: stefán e. LENTI í ÁREKSTRIMEÐ LANDANN í ÆÐUM SÍNUM Ljóst er að lögurinn, sem brugg- upplýsingum frá lögreglu voru að fólkið, sem var í „fullu“ bif- aður var í austurhluta Reykjavíkur flestlr, ef ekki allir, undir áhrifum reiðinni, hafl verið á þeim aldri og Garðabæ, hefur farið víða. áfengis og er ökumaðurinn, sem sem mest keypti landann og því Þannig fundust umbúðir undan er 17 ára gamall, grunaður um væri ekki að neita að þeir teldu lík- „landanum“ í bifreið, sem lenti í ölvun við akstur. Þrír voru í hinni legt að þau hefðu komist í vímu af árekstri sl. laugardagskvöld á Bú- bifreiðinni og voru allir, alls 11 honum, þar sem umbúðir utan af staðavegi. Alls voru átta manns í manns fluttir á slysadeild. Lög- honum hafi fundist í bflnum. umræddri bifreið og samkvæmt reglan tjáði blaðamanni Tímans —SE

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.