Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 2
■ n 2 Tíminn Fimmtudagur 15. nóvember 1990 Ríkisstjómin samþykkti að gefa út húsbréf fyrir 3 milljarða með 0,25% hærri vöxtum: Húsnæðislánakerfiö lagt niður í dag? Ríkisstjómin samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að gefa út nýjan flokk húsbréfa að upphæð þrír milljarðar króna. Vextir á þessum bréfum verða 6% sem er 0,25% hækkun frá eldri bréfum. Húsnæð- ismálastjóm lagði til að gefín yrðu út bréf að andvirði flmm millj- arða króna, en ríkisstjómin taldi rétt að fara hægar t sakimar. Seðlabankinn lagði til að vextir á bréfunum yrðu hafðir 6,5%. í gær var húsbréfakerfið opnað fyrir þá sem eru að kaupa ný- byggðar íbúðir, en fram að þessu hafa einungis kaupendur eldri íbúða haft rétt til að sækja um húsbréf. Talið er að ásókn í hús- bréf muni aukast til muna við þessa breytingu. Jóhanna Sigurð- ardóttir sagðist reikna með að húsbréf fyrir 500-600 milljónir króna verði afgreidd á mánuði og því mætti reikna með að nýr flokk- ur húsbréfa verði gefinn út fljót- lega. Með vaxtahækkuninni er stefnt að því að minnka afföll af húsbréf- um, en þau hafa aukist verulega á síðustu vikum. Afföllin eru nú 11,7%, en Jóhanna sagðistvona að með vaxtahækkuninni fari hún niður undir 10%. Meiri afföll þýða að verð íbúðanna hefur tilhneig- ingu til að hækka. Félagsmálaráð- herra telur að það hafi ekki gerst ennþá vegna þess að seljendur hafi í langflestum tilfellum fengið íbúðirnar staðgreiddar á 10 mán- uðum. Vaxtahækkunin þýðir um 1800 króna aukna greiðslubyrði á ári fyrir hverja milljón sem tekin er að láni. Þeir sem eru með lágar og meðaltekjur fá vaxtahækkunina bætta í gegnum vaxtabótakerfið. Jóhanna sagðist vonast til að á ríkisstjórnarfundi í dag, fimmtu- dag, verði tekin ákvörðun um að loka húsnæðiskerfinu frá 1986. Beðið er eftir lögfræðilegu áliti á því hvernig best er að standa að vaxtahækkun á Iánum Bygginga- sjóðs ríkisins. Vonast er eftir að það liggi fyrir á morgun. Ráðherra hyggst þá leggja fyrir ríkisstjórn- ina niðurstöður ráðherraskipaðar nefndar um húsnæðiskerfið frá 1986, en álitið var kynnt fjölmiðl- um fyrir skömmu. - EÓ Ráðstefna um þýðing- arskyldu Menntamálaráðuneytið, fs- lensk málnefnd og Útvarpsrétt- araefnd gangast sameiginlega fyrir ráðstefnu um skyldu sjón- varpsstöðva til að þýða erlent dagskrárefni sem sýnt er í sjón- varpi. Á ráðstefnunni verður leitast við að fjalla um helstu sjónarmið sem komið hafa fram í umræðu um þýðingarskyidu og varpa Ijósi á tækniíegar hliðar málsins. Ráðstefnan verður haldin í Borgartúni 6 laugardaginn 17. nóvember nk. og hefst kl. 13.30. Ráðgert er að ráðstefnunni Jjúki ki. 17.00. Ráðstefnustjóri verð- ur Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, og mun hann einnig setja ráðstefnuna. Sjö erindi verða flutt á ráðstefn- unni eftir jafnmarga höfunda og er ætlað að hvert erindi taki um korter. Síðasta klukkutímann verður almenn umræða. Öllum er heimill aðgangur meðan hús- rúm leyflr. khg. Ný um- ferðarljós Össur Skarphéðinsson flytur sig yfir í Alþýðuflokk: „Stefna mín og Alþýðu- flokks fara saman“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi flokksmaður Alþýðubandalagsins og ritstjóri Þjóðviljans, hefúr gengið í Al- þýðuflokkinn. „Ég hef komist að þess- ari niðurstöðu eftir að hafa skoðað stefnu Alþýðuflokksins nokkuð ræki- lega og eftir að hafa rætt við Alþýðu- flokksmenn. Stefna þeirra og mín fara saman í mörgum mikilvægum atrið- um. Ég tók þessa ákvörðun að vand- lega athuguðu máli,“ sagði Össur í samtali við Tímann, er hann var innt- ur eftir ástæðunni fyrir þessari ákvörð- un sinni. En hví tókst þú þá ákvörðun að ganga úr Alþýðubandalaginu nú í haust? „Ég taldi einfaldlega að þar væri fólk sem væri í grundvallaratriðum and- stætt mínum skoðunum um hvemig reka ætti jafnaðarflokk með nútíma- sniði og einnig að þar er of mikið af fólki með andstæðar skoðanir. Ég var einfaldlega orðinn leiður á því að standa í stöðugu stríði við mína eigin flokksmenn. í Alþýðubandalaginu eru í rauninni tvær fylkingar sem em mjög andstæðar í skoðunum og ekk- ert bendir til þess að þar takist einhver friður. Það er þess vegna sem Alþýðu- bandalagið er á hraðri niðurleið." En er Alþýðubandalagið jafnaðar- mannaflokkur? „Stór hluti flokksmanna þar eru ekk- Össur Skarphéðinsson. ert annað en jafnaðarmenn, en sá hóp- ur sem ræður mestu innan voldugasta hluta flokksins, þ.e.a.s. Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík, eru ekkert annað en gamaldags kommúnistar. Þeir eru að byggja múra á meðan það er verið að rífa niður múra í Austur-Evrópu." Ert þú á leið til hægri? „Skoðanir mínar hafa að mörgu leyti breyst, þær leiðir sem ég vil fara, eins og t.d. í sjávarútvegi, að taka upp kvótaleigu, eða í Iandbúnaði, eins og að fella td. niður útflutningsbætur og leyfa innflutning með ýmsum skilyrð- um á ýmsum unnum landbúnaðaraf- urðum, og í fjármagnsmálum þar sem ég vil leyfa starfsemi erlendra banka. Þá tel ég að samkvæmt þessari gömlu skiptingu í hægri og vinstri mætti segja að þessar skoðanir mínar, á þess- um tilteknu efríum, væru mun hægri- sinnaðri en áður. En alls staðar í Vest- ur-Evrópu hafa jafnaðarmenn verið að taka upp miklu sterkari markaðs- hyggju, án þess þó að missa sjónar á velferðarsamfélaginu. Það má eigin- lega kalla þetta félagslega markaðs- hyggju, sem jafríaðarmenn víða á Vest- urlöndum hafa tekið upp og ég er svip- aðrar skoðunar." En hefur þú hugsað þér að fara í fram- boð? „Það er algjörlega óráðið og fer bara eftir því hvað flokkurinn vill. Ef flokk- urinn sækir eftir því að fá mig í fram- boð mun ég náttúrlega íhuga það mjög vendilega. Ég geng nú í flokkinn með því sjónarmiði að vinna flokknum sem mestan framgang og sem mest brautargengi. Þannig að ef til þess kæmi og yrði sótt fast þá myndi ég íhuga það vel áður en ég segði nei,“ sagði Össur Skarphéðinsson að lokum í samtali sínu við Tímann í gær. —GEÓ Deila Skagfirðinga og Eyfirðinga um veiðirétt á Oxna- dalsheiði í biðstöðu: „Vopnahlé" á afrétti Ekki dró til tíðinda trai helgina í deilu tveggja skotveiðifélaga á Norðurlandi um veiðirétt á Öxnadalsheiöi. Eins og Tíminn hefur grelnt frá hefur Akra- hreppur f Skagaflrði leigt veiði- réttinn á heiðinni tíl skotveiði- félags í hreppnum, sem síðan hyggst selja veiðileyfl á svæð- inu. Pélagsmenn I Skotveiðifélagi Eyjafjaröar eru ekki sáttir við þá ráöstöfun, vitna m.a. í lÖg um veiðar á afréttum og í al- menningum sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn á. Þeir hyggjast halda veiðum áfram án jþess að greiða veiðileyfl eins og ekkert hafi í skorist. Var hiti í mönnum fyrir sfðustu helgi, og þá var jafnvel búist við uppi- standi á öxnadalsheiði vegna þessa máls, enda hyggjast leigutakar verja sín réttindi, ef ekki með góðu þá fyrir dómstól- um. Ekki sló þó í brýnu og segja má að milli dciluaðila ríki vopnahlé, a.m.k. um stundar- sakir. Nú er hins vegar vitað að nokkrir Eyfirðingar ætla á heið- ina nk. laugardag til að láta reyna á rétt leigutaka og knýja þannig fram einhvers konar úr- slit í þessu máli. Sagðist einn viðmælanda Tímans þó vonast til að þau fáist fram með frið- samlegu móti og menn ræði þessi mál á rólegu nótunum, enda sé ekki hyggilegt að æsa sig mikið víð þær aðstæður sem þaraa kunna að skapast. í fyrradag unnu leigutakar að því að útbúa veiðileyfl fyrir hið umdeilda svæði og verða þau boðin til sölu frá og með degin- um f dag. Akureyringar munu þó að líldndum verða að kaupa þau utan Akureyrar þar sem engín verslun hefur viijað taka þau í umboðssölu. Árni Gunnarsson, talsmaður leigutaka, sagði í gær að frá og með föstudeginum yrði fylgst með því hvort veiðimenn á hinu umdeilda svæði hefðu veiði- leyfi. Þeir sem þá yrðu við veið- ar án leyfis mættu eiga von á því að verða kærðir. Árni sagði að öllu svæðinu hefði verið skipt upp í sex veiði- svæði og yrðu heimilaðar 3 byssur á hvert þeirra. Þannig yrði mjög rúmt um veiðimenn og þeim engin hætta búin af hver öðrum. —hs. Af hverju hafa húsbréf fyrir hundruð milljóna ekki selst á verðbréfamarkaði? Ríkið yfirbauð Landsbréf Félagsmálaráðherra lýsti nýlega vonbrigðum sínum og aðstoðar- maður fjármálaráðherra undrun yfir því að lífeyrissjóðirnir skuli ekki hafa tekið betur við sér í kaupum á húsbréfum til þessa þegar miðað er við góða ávöxtun þeirra. Kveikt verður á nýjum umferðar- Ijósum á eftirtöldum gatnamótum í dag, 15. nóvember: Mót Sæbrautar og Höfðatúns, mót Lækjargötu og Skólabrúar og mót Bústaðavegar, Sogavegar og Stjörnugrófar. Umferðardeild Borgarverkfræðings vekur athygli á því að ýta þarf á hnapp til að fá grænt Ijós fyrir gang- andi yfir Sæbraut og Bústaðaveg. Til að minna vegfarendur á hin væntan- legu umferðarljós hafa þau verið lát- in blikka gulu ljósi í nokkra daga, áður en þau voru tekin í notkun. khg. Leiðrétting Lína féll út í frétt um úrslit skoð- anakönnunar fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna í Reykjavík. Þór Jakobsson veðurfræðingur fékk 145 atkvæði og varð í sjöunda sæti og Sigfús Ægir Árnason framkvæmda- stjóri fékk 103 atkvæði og varð í því áttunda. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Tíminn spurði því Þorgeir Eyjólfs- son, form. Landssambands lífeyris- sjóða, um ástæðuna. Ástæðuna seg- ir hann m.a. þá að þar til fyrir skömmu hafi lífeyrissjóðunum boð- ist húsbréfin með 6,75% ávöxtun. „Það þótti sjóðunum heldur lágt vegna þess að á sama tíma gátu þeir keypt skuldabréf ríkissjóðs á 7,05% vöxtum, samkævmt samningi við Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa í sumar." Þann samning sagði Þorgeir hafa verið um kaup lífeyrissjóðanna á spariskírteinum fyrir um 1.200 milljónir kr., sem sjóðirnir hafi síð- an verið að kaupa undanfarna mán- uði. En eftir að ávöxtunarkrafan á húsbréfum var nýlega hækkuð í 6,90% til lífeyrissjóðanna hafi held- ur farið að lifna yfir sölunni hjá Landsbréfum. Lífeyrissjóðirnir geta í ár notað 10% til kaupa á húsbréfum af þeim 55% ráðstöfunarfjár síns sem þeir láta fara til húsnæðislána. Þorgeir sagðist gera ráð fýrir að velflestir sjóðirnir muni fara langt í að ná því kaupahlutfalli fyrir lok ársins. Og að bréfin fari síðan að seljast betur þeg- ar kemur fram á næsta ár. En af hverju er alltaf einblínt á Iíf- eyrissjóðina? Þorgeir bendir líka réttilega á að lífeyrissjóðirnir séu langt í frá einu fjárfestarnir í land- inu. En vandinn sé m.a. sá að við- skiptin með húsbréfin séu höfð með svo flóknum hætti að það skilji varla nokkur venjulegur meðalmaður. Vegna þess hve allir útreikningar eru flóknir getur hann í sjálfu sér ekkert reiknað út sjálfur í þessu kerfi heldur verði bara að trúa því sem honum er sagt. Það útdráttarfyrirkomulag sem haft er á greiðslu bréfanna gerir það líka að verkum að mjög fáir einstak- lingar, sem t.d. eru að minnka við sig húsnæði, þori og vilji eiga þessi bréf. Þeir viti t.d. ekkert hvenær þeir fá greitt af bréfunum og kæri sig ekkert um að vera þátttakendur í einhverju happdrætti og fari þar af leiðandi og selja bréfin til þess að kaupa t.d. ríkisskuldabréf í staðinn. Þorgeir telur það skaða að hús- bréfakerfið skuli hafa verið byggt upp með þessum hætti. „Það þurfti að hafa þessi bréf í kerfmu svo auð- skilin að einstaklingum þættu þau fýsilegur fjárfestingarkostur." - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.