Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 20
Æk ■ ■ áT* ■ 'mjríBM m c* ímm jm _ ÆZ:4&r%ér%ár%«9 O COC^IAA Ljb LY 55 INI iVI^VK ■ ■ 4x RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hafnarhusmu v Tryggvagofu. S 28822 SA Líby SAMVINNUBANKINN I BYGGÐUM LANDSINS Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sími 91-674000 9 I iniinn FIMMTUDAGUR15. NÓVEMBER1990 llla innrættir menn á ferð í miðborg Reykjavíkur í fyrrakvöld komu lögregl- unni nauðugri viljugri á „gæsaveiðar": RUSLI Ein gæsanna sem halda sig við Tjörnina í Reykjavík komst heldur betur í hann krappan í fyrrakvöld. Illa innrættir einstaklingar tróðu henni ofan í ruslatunnu, en þar urðu vegfarendur hennar varir og kölluðu til lögreglu sem bjargaði henni upp úr tunnunni. Rúnar Marvinsson, veitingamaður á Veitingahúsinu við Tjörnina, og kona hans, Sigríður Auðunsdóttir, fundu gæsina og kölluðu til lög- reglu. Aðspurð sagði Sigríður að þeim hefði brugðið þegar þau hefðu séð gæsina í tunnunni. „Okkur fannst hálf ömurlegt að sjá litla greyið þarna í tunnunni. Við reynd- um að losa hana sjálf, en það gekk ekki og því hringdum við í lögregl- una og hún kom strax," sagði Sigríð- ur. „Við vorum á heimleið um klukk- an tólf á þriðjudagskvöldið og sáum þá gæsina. Hún var voðalega hrædd og hvæsti áokkur.“ Sigríður sagði að það væri alveg ljóst að einhver hefði troðið gæsinni þarna ofan í tunnuna, því það væri ekki mögu- leiki að hún hefði komist þangað af sjálfsdáðum. Hún sagði að þau hjón- in hefðu aldrei séð neitt í líkingu við þetta þarna við Tjörnina, þó þau hefðu einstaka sinnum séð væng- brotna fugla. „Maöur reynir að gera sitt besta til að hjálpa þessum fugl- um þegar þeir eiga í vandræðum," sagði Sigríður. Misþyrmingar á dýrum heyra sem betur fer til undantekninga hér á Iandi. Þó berast fréttir af og til af því og síðast um helgina var ketti lamið utan í vegg í Breiðholti með þeim af- leiðingum að hann drapst. Það mál er til rannsóknar hjá rannsóknar- deild lögreglunnar í Reykjavík. Ómar Smári Ármannsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn sagði að misþyrm- ingar á dýrum væru ekki algengar, en kæmu fyrir af og til. Hann sagði ekkert benda til þess að þetta væri að aukast, en þeir hefðu hins vegar ekki góða yfirsýn yfir það, þar sem þetta væri í hverfandi fáum tilfellum til- kynnt lögreglu. Hann sagði að á tíu fyrstu mánuðum þessa árs hefðu komið 139 tilkynningar til þeirra vegna mála sem lúta að dýrum. „í langflestum tilfellum er um að ræða særða ketti sem ekið hefur verið á.“ Allt árið í fyrra voru 117 tilvik til- kynnt til lögreglu, þannig að um einhverja aukningu er að ræða. Ómar sagði að í langfæstum tilfell- um væri um misþyrmingar að ræða, oftast væru þetta veikindi eða slys. Hann sagði að skoða þyrfti vel hug- arfar þeirra manna sem dytti í hug að framkvæma verknað eins og þann sem framinn var í Breiðholti eða niðri við Tjörnina. „Meðferð eins og á gæsinni er óeðlileg og það er eng- in spurning að þetta er óeðlilegt at- hæfi sem þarf að sjá til að endurtaki sig ekki. Ég held að þetta hljóti að hafa verið gert í óvitaskap og fífla- gangi en sú ánægja sem viðkomandi fær út úr því, bitnar á dýrinu og menn þurfa að átta sig á því,“ sagði Ómar Smári. Hann sagðist beina því til fólks, sem hugsanlega hefði séð til þeirra sem tróðu gæsinni ofan í tunnuna, að snúa sér til lögreglunn- ar. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, sagði að hann hefði aldrei fengið fugl til sín sem hefði verið vísvitandi misþyrmt af mannavöldum. Hann sagði að það kæmu upp svona tilfelli, en væru mjög sjaldgæf. „Hins vegar lenda fuglar oft í sjálfheldu sem hægt er að rekja til mannsins. Net eða jafnvel plasthringirnir, sem notaðir eru til að halda sex dósum saman, geta ver- ið fuglunum skæðir. Fuglar hafa far- ið í þetta og ekki getað náð því af sér. Það er ýmislegt svona sem óbeint er tengt manninum sem er dýrum hættulegt," sagði Ævar. —SE Tilkynnmg fra lögreglunni Laugardaginn 3. þessa mánaðar var tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um Cunnlaug Pálma- son, sem farið hefði að heiman frá sér þriðjudaginn 30. okt. s.I. og ætlaði að koma heim aftur síð- ar sama dag. Hafín var leit að Gunnlaugi og m.a. lýst eftir honum í fjölmiðl- um. Mánudaginn 5. nóv. hafði Gunnlaugur símasamband heim til sfn og sagðist þá vera úti á landi og koma heim daginn eftir. Ekkert hefur heyrst eða spurst af ferðum Gunnlaugs eftir það og biður lögreglan alla þá sem gefíð geta upplýsingar um málið áð hafa samband. Gunnlaugur Páimason er 38 ára, meðalmaður á hæð, þéttvaxinn, skeggjaður og með há kollvik. (Fréttatilkynning) Lögregluþjónamir Óskar Bjartmarz og Slguröur Pétursson mættir til hjálpar. Rúnar Marvinsson fylgist grannt með. „Komdu nú, kæra vina, ég skal bjarga málunum," gæti Sigurður allt elns verið að segja við gæsina. Gæsin loks í öruggum höndum Sigurðar Péturssonar. Gæsinni varð ekki meint af dvölinni í tunnunni og má það kallast mikil mildi. Timamyndir Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.