Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 15. nóvember 1990 Vestraenir leiötogar áhyggjufullir: Almenningsálitiö §nýst gegn styrjöld við íraka Almenningsálitið hefur nú snúist hvað það varðar að ráðist verði gegn írökum. Þetta hefur valdið leiðtogum vest- rænna ríkja áhyggjum, þar sem þeir telja að styrjaldarógn- in sé besta leiðin til að fá íraka til að draga sig út úr Kúvæt. Stjórnir Bandaríkjanna og Bret- lands, sem hafa verið hvað harðastar í afstöðu sinni til Persaflóadeilunn- ar, hafa fyllst gremju við að fylgjast með fyrrverandi stjórnmálamönn- um sem haldið hafa til Bagdad, sótt þangað gísla og staðið í samninga- viðræðum við Saddam Hussein. Skoðun þessi byggist á mjög ein- faldri þversögn: Því meiri umræða sem er um frið og diplómatíska lausn deilunnar, því líklegra er að til styrjaldar dragi, þar sem þessar við- ræður hvetji Saddam til að sitja sem fastast í Kúvæt. En stjórnmálamenn sem eru á þessari skoðun hafa lítið getað að- hafst, þegar menn á borð við Ed- ward Heath, Willy Brandt og Yasu- hiro Nakasone hafa komið til baka úr ferðum sínum með heilu flug- vélafarmana af gíslum. „Það er greinilegt að írakar afla sér heilmikillar auglýsingar með því að láta gíslana lausa „í stykkjatali". Það er vandinn," var haft eftir breskum embættismanni. Vestræn ríki hafa hingað til getað sýnt sterka samstöðu gegn írökum, bæði innan Sameinuðu þjóðanna og Evrópubandalagsins, en vandi þeirra eykst eftir því sem stuðningur al- mennings minnkar. Fyrstu tvo mánuðina eftir innrás- ina í Kúvæt var almenningur þess albúinn að horfa á eftir herjum landa sinna í árás gegn írökum. En nú hefur dregið úr baráttuviljanum eftir því sem deilan dregst á langinn án þess að til meiriháttar tíðinda dragi. Sinnaskiptin eru mest áberandi í Bandaríkjunum sjálfum, sem leitt hafa herkvaðninguna gegn írökum og hafa sent 240.000 þúsund her- menn á vettvang. Skoðanakönnun sem birt var í þessari viku sýndi að aðeins 51% að- spurðra voru samþykkir stefnu Bush forseta í Persaflóadeilunni, miðað við 82% í skoðanakönnun sem gerð var 20. ágúst. Svipaðar hreyfingar hafa orðið í Frakklandi. í Bretlandi, þar sem menn eru enn minnugir vel heppnaðrar herferðar til Falklandseyja, eru 60% þjóðar- innar samþykk hernaðaraðgerðum í Kúvæt, samkvæmt nýlegri skoðana- könnun. En sama skoðanakönnun sýndi að 85% prósent töldu það réttlætanlegt að Edward Heath hafi farið til Bagd- ad til að frelsa gísla og 67% töldu að ferð hans hefði ekki styrkt stöðu Saddams. Stuðningur Spánverja við þá ákvörðun stjórnarinnar að senda þrjú herskip til Persaflóans hefur lengi staðið á veikum grunni. Þar leiddi skoðanakönnun í ljós að 56% töldu að kalla ætti skipin heim aftur. Afstaða almennings er farin að valda vestrænum leiðtogum erfið- leikum, sérstaklega á meginlandi Evrópu þar sem ríkisstjórnir hafa ekki verið jafnherskáar og þær í London og Washington en hafa ekki viljað svíkjast undan merkjum. Bretland: Heseltine leggur til atlögu gegn Thatcher Danmörk: LIKUR AUKAST Á AÐ KOSIÐ VERÐIÁ NÝ Viðræður um grundvallarbreytingar á efnahagsmálum í Danmörku milli mið/hægri stjórnar Pouls Schluet- ers og Sósíaldemókrataflokksins sigldu í strand í gær og þar með jukust líkur á að efnt verði til kosn- inga í desember. Poul Schlueter hafði sóst eftir sam- þykki varðandi fjárlög ársins 1991 og breytingum á efnahagskerfi landsins, þ.m.t. lækkun á tekju- skatti, skatti fyrirtækja og öðrum sköttum til að færa þá í átt til þess sem tíðkast í öðrum Evrópubanda- lagsríkjum áður en sameiginlegur markaður verður settur á laggirnar árið 1993. Áætlanir um að draga úr atvinnu- leysi og styrkja útflutningsiðnað var þar einnig að finna. Viðræðurnar strönduðu á ósam- komulagi varðandi skattalækkun og bótum til handa hinna lægst laun- uðu og samsvarandi hækkun á sköttum hálaunafólks. Schlueter kvaðst eigi að síður ætla að leggja áætlun sína fyrir þingið og vonast til að hún hljóti samþykki. Ef meirihluti þings neitar að styðja rík- isstjórnina í þessu eru kosningar óhjákvæmilegar, sagði hann við dönsku fréttastofuna Ritzau. Nýlegar skoðanakannanir hafa leitt í Ijós að þótt efnt verði til kosninga nú breytist hlutföllin á þinginu ekki mikið. Átta flokkar eiga fulltrúa á þinginu, sem telur 179 þingmenn, og þar af ræður þriggja flokka samsteypu- stjórnin yfir 67 sætum. Heseltine, fyrrum varnarmálaráð- herra Bretlands, tilkynnti í gær að hann ætli að bjóða sig fram gegn Margaret Thatcher til embættis for- manns íhaldsflokksins. Sagt er að hann hafí beðið í fjögur ár eftir að rétta stundin rynni upp. íhaldsflokkurinn er nú klofinn vegna einstrengingslegrar andstöðu Thatchers við Evrópubandalagið. Það varð til þess að Heseltine var neyddur til að tilkynna mótframboð sitt, þó svo að hann hafi ítrekað lýst því yfir að hann ætti erfitt með að sjá það fyrir sér að hann færi í persónu- lega baráttu við hana. Heseltine sagðist hafa ákveðið að láta til skarar skríða eftir viðburða- ríka viku sem náði hámarki sínu með þrumuræðu Sir Geoffrey Howe, fyrrverandi varaforætisráðherra, á þriðjudaginn þar sem hann gagn- rýndi Thatcher mjög sterklega. Howe, sem var sá eini sem var eftir af upprunalegri stjórn Thatchers frá 1979, sagði af sér fyrir tveimur vik- um vegna djúpstæðs ágreinings vegna Evrópumála. Heseltine hefur ógnaö formanns- stöðu Thatchers frá því að hann sagði af sér ráðherraembætti árið 1986 vegna ágreinings varðandi Evr- ópumál. Þótt hann njóti mikilla vin- sælda innan íhaldsflokksins eru sumir samstarfsmenn hans sem telja hann fljótfæran og óútreiknanlegan. I Sir Geoffrey Howe. Heseltine, sem stundum er kallaður Tarsan sökum hárprýði sinnar, hefur aldrei leynt metnaði sínum varðandi það að komast í forsætisráðherra- stólinn. Frá því 1986 hefur Heseltine sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn Thatcher, heldur myndi hann bíða þess að hún segði af sér. Nú hefur honum verið ýtt út í framboð, því ella átti hann á hættu að vera sakað- ur um hugleysi, eða jafnvel vera af- skrifaður sem hugsanlegur arftaki Thatchers. Það þeirra sem ber sigur úr býtum í formannsslagnum hreppir forsætis- ráðherraembættið. Þingmenn íhaldsflokksins munu ganga til at- kvæðagreiðslu nk. þriðjudag og ef úrslit skýrast ekki þá verður kosið að nýju. Heseltine er sagður hafa ákveðið það strax á skólaárum sínum í Ox- ford að vera orðinn forsætisráðherra 55 ára. Hann er nú 57 ára og staða Thatchers, sem er 65 ára, hefur aldr- ei verið veikari. Heseltine hefur haldið uppi fána Evrópubandalagsins á meðan Thatc- her hefur haldið fast við sérstöðu Bretlands og ekki viljað tengjast EB of sterkum böndum. Þessi ágrein- ingur varð til þess að þau skildu að skiptum árið 1986, en þá vildi Thatc- her að bandarískt fyrirtæki tæki yfir breska herþyrluframleiðandann Westland en Heseltine vildi leita eft- ir evrópskum samstarfsaðila. Þessi ágreiningur batt enda á stjórnarsetu Heseltines, en gaf hon- um færi á að nota þessi fjögur ár til að afla sér stuðningsmanna innan flokksins. í nýlegri skoðanakönnun innan íhaldsflokksins náði hann efsta sæt- inu af Thatcher hvað vinsældir varð- ar. En sagt er að Thatcher hafi lýst því yfir fyrir áratug að hún treysti He- seltine ekki yfír þveran þröskuld. Heseltine er fæddur 21. mars 1933 og er af miðstéttarfjölskyldu í Suður- Wales. Hann nam við háskóla í Ox- ford og settist á þing árið 1966. Hann byggði útgáfuveldi sitt upp með smáarfi sem hann fékk eftir afa sinn og átti Jagúar og hafði einkabfl- stjóra þegar hann var kvaddur í her- inn 25 ára gamall. Heseltine er kvæntur og á einn son og tvær dæt- ur. Hann varð umhverfisráðherra í fyrstu ríkisstjórn Thatchers árið 1979. Hann fékk fljótt það orð á sig að vera ákveðinn stjórnandi. Hann varð síðan varnarmálaráð- herra fjórum árum síðar og átti þá í miklum útistöðum vegna mótmæla kjarnorkuandstæðinga vegna áætl- ana um að Bandaríkin kæmu meðal- drægum eldflaugum fyrir á breskri grund. Þegar hann var óbreyttur þingmað- ur árið 1976 aflaði hann sér frægðar með því að grípa veldissprotann, valdatákn þingsins, og ota honum að ráðherrum Verkamannaflokksins, sem þá var við stjórn, eftir að stuðn- ingsmenn höfðu sungið baráttu- sönginn „Rauði fáninn“. Fréttayfiriit Jerúsalem — fsraelar vona að tilboð þeirra um að taka á móti fulltrúa Sameinuðu þjóðanna muni binda enda á gagnrýni um- heimsins vegna þeirra atburða er urðu á Musterishæð og muni beina athygli umheimsins aftur aö Persaflóadeilunni. Moskva — f fyrsta skipti I meira en 70 ár hefur maður sem ekki er kommúnisti verið kosinn forseti Georgíu. Eystrasaltsríkin lýsa vanþóknun sinni vegna and- stööu Kremlverja við efnahags- áætlanir þeirra í nýrri ögrun gegn Moskvu. Jerúsalem — Arabar á Vestur- bakkanum, sem eru reiðir vegna fangelsunar þriggja leiðtoga sinna, segja að aðgeröir (sraela megi rekja til þrýstings hægri afla og þeirrar trúar að athygli heims- ins beinist öll að Persaflóa. Moskva — Sovéski herinn, sem gagnrýndur hefur verið sem ormagryfja afturhaldssemi og hótað af aðskilnaðarsinnum, hef- ur lýst sig reiðubúinn til að berjast fýrir sóslalismann og til þess aö koma ( veg fyrir sundrungu Sov- étrfkjanna. Varsjá — Pólverjar og Þjóðveij- ar, sem nu ieita leiða til að binda enda á gagnkvæma tortryggni sem verið hefur frá því í seinni heimsstyrjöld, hafa nú skrifaö undir samning sem staðfestir endanlega landamæri Póllands og yfirráð yfir landsvæðum sem voru þýsk fýrír strlð. Berlín — Um 3.000 þýskir lög- leglumenn réðust inn I vlggirtar götur i A-Berlín til að bera út her- ská hústökumenn og handtóku 300 þeirra eftir þriggja klukku* stunda baráttu. Búist er við að stjómleysingjar eigi eftir að grípa til aðgerða vegna þessa. Canaveralhöfði — Banda- ríska geimferðastofnunin ýtir á eftir áætlun um að geimskutlunni Atlantis verði skotið upp i dag. Að sögn talsmanna flughersíns verð- ur Atlantis síðasta geimskutlan sem Bandaríkjamenn skjóta upp I leynilegum erindagjörðum. Belgrad — Júgóslavnesk stjómvöld vara landsmenn við því að öngþveiti geti orðið í land- inu vegna andstöðu þeirra við áætlanir um aö taka upp vest- ræna lifnaðarhætti og virðingar- ieysis gegn landslögum. Dallas — Rannsóknir hafa leitt í Ijós að kókaín leiði til hjartasjúk- dóma og reykingameno finni ekki fyrstu einkenni hjartaáfalls. Bonn — Stjóm Kohl kanslara, sem verður lögð undir dóm kjós- enda 2. desember nk., segist vænta þess að gifuriegur fjár- lagahaili verði 1991 vegna sam- einingar Þýskalands, en ítrekar loforð sitt um að skattar verði ekki hækkaðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.