Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 10
Næsti v riðskipta- ráðherra hefur líf landl búnaðar- | ins í hendi sér I lokatilboði Islands í GATT viðræðunum er í fyrsta skipti opnað á innflutning landbúnaðarvara. Spurter: Hver verður framkvæmdin á næsta kjörtímabili? í endanlegu tilboði íslands í GATT við- ræðunum, sem lagt var fram í Genf í vik- unni, ljá íslensk stjórnvöld í fyrsta skipti máls á því að leyfa innflutning á unnum landbúnaðarafurðum til landsins. Tilboðið var lagt fram án samráðs við fulltrúa Stétt- arsambands bænda. Þeir munu í dag óska skýringa hjá ríkisstjóminni á tilboðinu. Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins, segir að öllu máli skipti hvemig væntanlegt GATT sam- komulag verði framkvæmt hér heima. Völd viðskiptaráðherra í því efni verði mik- il. Guðmundur Lámsson, formaður Lands- sambands kúabænda, segir að bændur séu ekki undirbúnir undir erlenda samkeppni. Hann segir að verði bændur neyddir út í samkeppni verði að skera á tengsl land- búnaðarins við byggðastefnu og reka verði kúabúskap eins og hvem annan „bisness". Innflutningur á unnum mjólkurvörum kemur illa við mjólkurbúin á landsbyggð- inni og starfsfólk þeirra. Framkvæmd GATT samkomulagsins hér heima skiptir öllu máli „Það verður ekki GATT sem leggur ís- lenskan landbúnað í rúst, verði það gert, heldur verður það framkvæmd þessara hluta hér heima í höndum stjómmála- manna og embættismanna. í tilboði ís- lands í GATT viðræðunum eru settar meg- inlínur, en það er framkvæmdin sem skipt- ir öllu máli,“ sagði Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. „Þetta lokatilboð var ekki borið undir full- trúa bænda. Tilboðið gengur heldur lengra en við höfðum gert ráð fyrir og ýmsir fyrir- varar í því em óljósir. Þá má hins vegar segja að það sé ekkert í þessu tilboði sem ekki er búið að liggja í loftinu á þessu ári.“ Hákon sagði að fulltrúar Stéttarsambands bænda myndu skrifa ríkisstjóminni bréf þar sem komið yrði á framfæri athuga- semdum við tilboðið og ósk um skýringu á hvað ýmislegt í tilboðinu þýddi. Jafnframt mun Stéttarsambandið óska eftir að full- trúar þess fái að vera viðstaddir lokahrinu samninganna í Genf og einnig að haft verði náið samráð við bændur um framkvæmd- ina hér heima. í tilboðinu er í fyrsta skipti opnað á inn- flutning á landbúnaðarafurðir. Hákon sagði að lengi hefði verið þrýst á að leyfður yrði innflutningur á landbúnaðarafurðum. Sá þrýstingur hefði aukist á síðustu miss- emm og bændasamtökin gerðu sér ljóst að erfitt gæti orðið að verjast honum um ald- ur og ævi. Hákon benti á að í tilboðinu væm líka já- kvæðir þættir. Þar er tekið mjög afdráttar- laust upp að beitt verði jöfnunargjöldum á innfluttar unnar búvömr. Þær verða vænt- anlega seldar hér á markaði á sama verði og innlend framleiðsla. Hákon tók fram að engin trygging fælist í tilboðinu fyrir því að jöfnunargjöldum verði beitt. Heimilt hefur verið síðan 1972 að setja jöfnunargjöld á innfluttar búvömr. En það hefur aðeins einu sinni verið gert. „Ef framkvæmdin verður með sama hætti og verið hefur, þá er hér á ferðinni mjög al- varlegur hlutur. Ef hins vegar verður stað- ið að þessu hér heima af einhverju viti, þarf þetta ekki að vera svo hættulegt. Það skipt- ir höfuð máli með hvaða hugarfari sá mað- ur sem situr í viðskiptaráðuneytinu vinnur sitt verk,“ sagði Hákon. Þurfum tíma til að hagræða í íslenskum landbúnaði Guðmundur Lámsson, formaður Lands- sambands kúabænda, sagðist vera ósáttur við að þetta lokatilboð skyldi vera lagt fram án þess að það væri borið undir forsvars- menn bændasamtakanna. Hann sagði til- boðið ekki vera í anda þeirra umræðna sem fram hafa farið í samninganefnd um nýjan búvörusamning. „Ég tel að það sé ekki tímabært að opna fyrir innflutning á landbúnaðarvörum meðan við emm enn skammt á veg komin með þá hagræðingu sem við þurfum að vinna hér á landi. Þessa vinnu verðum við að vinna áður en við emm tilbúnir til að takast á við slíkan innflutning. Það em núna í gangi, alls staðar í landbúnaðarkerf- inu, umræður sem beinast að því að finna leiðir til lækkunar á búvömm. Aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar bænda hafa t.d. verið í góðri og fullri samvinnu að leita allra leiða til lækkunar. Það er ekki fyrr en það fer að skýrast sem við getum opnað á umræður um innflutning. Fram að þessu hefur íslenskur landbún- aður verið rekinn í nánum tengslum við byggðastefnu. Markmiðið að lækka vöm- verð hefur í sumum tilfellum orðið að víkja fyrir öðmm markmiðum. Ef að leyfður verður stórfelldur innflutningur á land- búnaðarvörum eigum við enga valkosti. Þá verðum við að reka landbúnaðinn eins og hvem annan „bisness". Við verðum þá al- gerlega að hætta að taka tillit til byggða- sjónarmiða. Það myndi þýða að við yrðum að loka mörgum mjólkursamlögum og endurskipuleggja mjólkuriðnaðinn frá grunni. Þetta hlýtur að koma mjög illa við ákveðin byggðarlög í landinu, en ef þetta verður að vemleika eigum við enga aðra leið,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að ef stjómvöld fara að leggja jöfnunargjald á innfluttar landbún- aðarvömr væri um vemlega stefnubreyt- ingu að ræða. „fslensk stjómvöld hafa aldr- ei beitt jöfnunargjaldinu þrátt fyrir að heimilt sé að leggja það á. Það er búið að flytja inn til landsins mikið magn af vömm sem við höfum haft heimild til að leggja á jöfnunargjöld. Stjórnvöld hafa hingað til ekki lagt eins mikið kapp á að beita jöfnun- argjöldum og að opna fyrir innflutning." Dæmi um vömr sem Guðmundur á við em pizzur og kínarúllur. Þessar matvömr, sem eru í dag mjög algengur matur á borð- um landsmanna, innihalda m.a. kjöt, osta og grænmeti. Innflutningur á unnum mjólkurvörum kemur við mjólkurbúin á landsbyggðinni Hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík em framleiddar eftirtaldar vömtegundir: ný- mjólk, léttmjólk, undanrenna, súrmjólk og rjómi. Engar líkur em á að leyft verði að flytja inn þessar mjólkurvömr. Það er bein- línis tekið fram í tilboðinu að ekki verði leyft að flytja inn nýmjólk. Þær unnu mjólkurvörur sem talið er líklegast að verði fluttar inn em t.d. jógúrt og ostar. Þessar vömr eru allar framleiddar í mjólk- urbúum utan Reykjavíkur, mest á Selfossi, Innlendar mjólkurvömr. Tímamynd; Ámi Bjama Borgarnesi og Akureyri. Guðlaugur Björg- vinsson, framkvæmdastjóri Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík, sagði innflutning á unnum mjólkurvörum koma verst við þessi mjólkurbú og starfsfólk sem þar vinnur. Hætt er við að mjólkurbúin neyðist til að segja upp fólki ef samdráttur verður í sölu afurða sem þessi bú framleiða. „Eina leiðin til að bregðast við samkeppn- inni er meiri hagræðing og meiri hag- kvæmni í framleiðslu. Ahyggjur manna beinast fyrst og fremst að því að það verði erfitt að keppa við innfluttu vörurnar í verði. Ég hef engar áhyggjur af gæðunum. íslenskir neytendur hafa margoft látið heyra í sér og hælt mjólkurvörunum okkar fyrir gæði,“ sagði Guðlaugur. Eftir Egil Ólafsson Tilboð Islands í GATT-viðræðum um landbúnað (Hér ú eftir fer þfjðing og endursögn ú tilboði fslands i GATT viðrœðunum. Þýðingin er ú úbyrgð Tímans og reynt var að fylgja enska textanum eins nú~ kvœmlega og hœgt var.) Inngangur ísland leggur fram eftirfarandi tilboð í framhaldi af ósk um slfld, sem framlag sitt til framgangs samningaviðræðna um málefni landbúnaðar. Tilboðið markast af og skilyrðist af þeim tilboðum sem aðrir þátttakendur í samningaviðræðunum leggja fram. Með tilliti til iandfræðilegrar legu og takmarkaðra möguleika til framleiösiu landbúnaðarafurða, leggur fsland mikla áhersiu á atriði sem eru ekki viðskipta- Íegs eðlis, þ.e. á að tryggja að íslending- ar veröi að vissu marki sjálfum sér nóg- ir í landbúnaðarframleiðsiu og á það að styrlqa byggð á ákveðnum svæðum. Nú þegar nemur innflutningur til íslands á landbúnaðarafurðum um 50% neysl- unnar ef mælt er á raæiikvarða þeirra hitaeininga sem landsmenn neyta. * etta tilboð er skilyrt af því að þessi at- riði, sem ekki eru viðskiptaiegs eðiis, verði viðurkennd í samningaviðræðun- um og verði markaður staður með sam- hæföum hætti í ákveðnum þáttum við- ræðnanna. Það er skoðun fslands að skuldbind- ingar eigi að vera gerðar í raunstærð- um. Verðbólga á isiandi hefur verið hærri en í nágrannaiöndunum undan- farna tvo áratugi. Innri stuðningur ísiand skuldbindur sig tii að draga stig af stigi úr innri stuðningi við landbún- að að raungildi um aiit að 25% og að það verði gert í jöfnum árlegum skref- um til ársins 1996 og stuðst verði við þá mælingaraöferð á heiidarstuðningi viði landbúnað, sem ákveðin var 1988 og er aimennt notuð í viðræðunum. Innflutningsvemd Núgiidandi innflutningsregiur á ís- iandi, sem varða þá vöruflokka sem um er að ræða, eru frekar ftjálslegar, Aða- lundantekningin frá því er mjólkurvör- ur og kjöt sem og sum komvara og grænmeti. Magntakmarkanir eru f giidi á innflutningi á mjólk og mjólkurafurð- um og kjöti og unnum kjötvörum og innflutningur annara landbúnaðaraf- urða, sem framleiddar eru innanlands, er háður ieyflsveitingu. ísland er tilbúiö til að auka frelsi í inn- flutningi og aflétta innflutningshöml- um á unnum kjötvörum og mjólkuraf- urðum. Hins vegar munu þurfa að koma tii magntakmarkanir á þennan innflutning vegna landfræðilegrar stöðu iandsins og vegna þeirrar lág- marksframleiðsiu sem þarf til að tryggja fæðuframboð innaniands af Ör- yggisástæðum. Hömium á innflutningi Íifandi dýra, nýmjóik og hráu kjöti, verður að halda áfram af heiibrigðisástæðum. Vegna iangvarandi einangrunar er íslenskur búfénaður sérstaklega varnariaus gegn utanaðkomandi sjúkdómum. ísland hefur í hyggju að ieggja jöfnun- argjaid á þann innflutning sem heimii- aður verður til þess að jafna upp verð- mun sem er á innanlandshráefni og hráefni á heimsmarkaöi í landbúnaðar- framleiðslunni. Jafnframt er ísland tilbúið til aö breyta innflutningshömlum á ákveðnum flokkum iandbúnaðarafurða í ígildi toila, vöruflokka sem gætu komið í stað (eða keppt við) innlendrar landbúnaðar- framleiðslu. Slíkt tollaígildi verði ákvarðað með leiðréttingarstuðli, sem tekur mið af gengissveiflum og verð- breytingum búvöru á heimsmarkaði. fs- iand er síðan tiibúið til að skera niður þessi tollaígildi um allt að 30% fram tii 1996. Samkeppni í útflutningi ísland er tilbúið tii aö minnka útflutn- ingsbætur að raungildi um allt að 65% fram til 1996, stig af stigi í jÖfnum ár- legum skrefum. GrundvöÚur þessa samdráttar verði ársmeöaltal bótanna á árunum 1986- 1989. Jafnframt er ís- iand tilbúið til að draga enn frekar úr útflutningsbótum eftir 1996 með það að lokamarkmiði að afnema þær með öllu. llllllllll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.