Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 15. nóvember 1990 AÐ UTAN \ iif manni að vera sem varð al- varlega hjartveikur fyrir þrem ár- um er Gerrit, nú 55 ára, nú orðinn vel settur. Hann er aftur farinn að vinna gamla starflð sitt, í hluta- starfi, skokkar svolítið (læknir hans ráðleggur honum aðeins að forðast lyftingar) og er að eigin sögn „stálhraustur". Fjárhagslega gengur honum mjög vel. Þrátt fyrir hvað honum hefur batnað vel hefur hið alltum- lykjandi hollenska velferðarkerfi nýlega hækkað örorkumatið hans upp í 80%. Það hefur það í för með sér að Gerrit, sem vinnur hálfa vik- una, hefur meiri tekjur en starfs- bræður hans í fullri vinnu. Gerrit, sem var undrandi á ör- læti ríkiskassans, spurði vinnuveit- anda sinn hvort hér væri ekki um mistök að ræða en fékk það svar að svo væri ekki. „Ég gæti auðveldlega unnið fulla vinnu ef ég vildi en eng- inn neyðir mig til þess. Hvers vegna ætti ég þá að gera það? Ég lifi eins og blómi í eggi og skattborgar- arnir sjá fyrir því,“ segir hann. Einn af hveijum sex „óvinnufær“ Slík misnotkun á velferðarkerfinu er algeng. Það er svo einfalt að verða yfirlýstur öryrki í Hollandi að á þessu ári voru 860.000 starfs- menn eða einn af hverjum sex frá vinnu, „óvinnufærir", þar af var um þriðjungur starfandi manna óvinnufær af sálrænum orsökum, margir þeirra kvörtuðu undan streitu. Hópur „arbeidsongeschikteri', eins og þeir óvinnufæru eru kallað- ir, hefur vaxið um 100.000 manns á hverju ári. Þess vegna hefur því verið spáð að nema því aðeins grip- ið verði til einhverra ráðstafana verði allt að ein milljón frá vinnu á árinu 1993. Fjölgun þeirra sem sækja um bætur hefur neytt Hollendinga til að endurskoða hugmyndir sínar um þær, þó að þeir hafí lengi verið stoltir af víðtæka velferðarkerfinu sínu. Rudolph Lubbers forsætis- ráðherra hefur hótað því að segja af sér ef áframhald verði á útþenslu velferðarkerfisins. Formaður hinna stóru samtaka vinnuveitenda, VNO, hefúr spáð því að efnahagur landsins hrynji innan 20 ára. Þetta er alvörumál í einu ríkasta landi Evrópu, með litla verðbólgu, ágætt heilbrigðískerfi og mikla fram- leiðni. Kröfur um að velferðarkerfið verði skorið niður Hollenska skilgreiningin á örorku felur ekki aðeins í sér líkamlega fötlun, heldur líka þá sem þjást af streitu, taugaveiklun á háu stigi og í Hollandi getur fólk llfað góðu lífi þó að það sé óvinnufært Og kaffihúsin og götulífið hafa upp á ýmislegt að bjóða. Að óbreyttu hrynur hollenska velferðarkerfið og ríkið með 2010: Bótaþegar bera jafnvel yf ir 100% launa úr býtum! alvarlegum geðrænum kvillum. Þeir sem standast mat mega eiga von á að fá 70% af launum sínum, greidd af ríkinu, þar til ellilífeyris- aldri er náð. Stundum bætast við laun frá vinnuveitanda þannig að greiðslumar ná 100%, eða jafnvel þar yfir eins og í tilfelli Gerrits sem sagt er frá hér að ofan. Örorkubæt- ur kosta hollenska ríkið 6,5 millj- arða sterlingspunda á ári og er stærsti kostnaðarliðurinn í trygg- ingaútgjöldum ríkisins, næst á eft- ir ellilífeyrisgreiðslum. Kröfur hafa verið settar fram um að velferðarkerfið verði skorið nið- ur og tillögur um að þeim sem ekki taka sér veikindaleyfi verði umbun- að með aukafrídögum. Svipuð um- ræða á sér stað í Svíþjóð, þar sem kóngurinn olli uppnámi nýlega með því að gefa í skyn að vinnusið- ferðið í landinu væri langt frá því að vera eins og æskilegt væri. Af hverju tilkynna svo margir veikindaforfoll? Ein hollensk kenning um þessar rausnarlegu örorkubætur er sú að viðskiptaheimurinn hafi notfært sér þær í kreppunni á árunum fýrir 1980, sem auðvelda útgönguleið til að fækka starfsfólki. En þetta skýr- ir ekki hvers vegna svona mikill fjöldi vinnandi fólks tilkynnir veik- indaforföll á hverjum degi. Hjá hinu borgarrekna almenningssam- göngukerfi í Amsterdam er það allt að þriðjungur starfsfólksins. „Þetta er fáránlegt," segir tals- maður VNO. „Eftirlitsmenn ríkis- ins, sem eiga að fylgjast með öllu þessu veika fólki, eru leikmenn. Það eina sem þeir gera er að hringja dyrabjöllunni hjá fólki og gá hvort það er heima við. Þeim er alveg sama hvort það er rúmfast eða ekki. Við stefnum að kreppuástandi. Þeim sem ganga undir þessari byrði fer sífellt fækkandi vegna minnkandi barneigna, á sama tíma og fjöldi þeirra sem njóta bóta margfaldast. Ef þetta heldur svona áfram getum við kannski haldið í horfinu til ársins 2010, en þá er óhjákvæmilegt að kerfið hrynji — og efnahagur Hollands þar með." Hugsar fólk meira um heilsuna en áður — eða leiðist því í vinnunni? Forystumenn verkalýðsfélaga halda því fram að svona mikið sé um fjar- vistir frá vinnu — tvöfalt meira en annars staðar í Evrópu að meðaltali — vegna þess að fólk hugsi meira um heilsuna en áður og sé ófúsara til að taka að sér leiðinleg störf. Starfsmannastjóri hjá einni bfla- verksmiðju Volvo segir fólk hafa það á tilfinningunni að aðrir geti hlaupið í skarðið fyrir það og þess vegna sé auðveldara að láta sig vanta í vinnuna. Hann segir það ekki gefast vel að nota fólk eins og vélar í sænska þjóðfélaginu. Fyrirtækin viðurkenna að vægar reglur hafi ýtt undir fjarvistir og hafa leitað Ieiða til að draga úr þeim. Forstjóri efnaverksmiðju hef- ur boðið þeim starfsmönnum sem ekki taka einn einasta veikindadag á árinu 18 aukafrídaga. Hann segir þá daga renna upp að fólki líði ekki rétt vel. Ef það eigi hins vegar valið á milli þess að láta undan freisting- unni þann daginn eða eiga von á umbun fyrir að standast hana, von- ist fyrirtækið til að síðari kosturinn verði fyrir valinu. TÓNLIST I GLÆSILEGIR SINFÓNÍUTÓNLEIKAR í lok október fór Sinfóníuhljómsveit íslands í sína fyrstu hljómleikaför til Norðurlanda. Haldnir voru tónleik- ar í 'fampere, Helsinki, Turku, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Hljómsveitarstjóri var Petri Sakari, en einsöngvari og einleikari þau So- ile Isokoski og Erling Blöndal Bengtsson, sem bæði hafa komið fram á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar hér í Reykjavík í haust. Hermt er að leikur hljómsveitarinn- ar hafi vakið gífurlega athygli tón- leikagesta á Norðurlöndum og í um- sögnum gagnrýnenda virtra dag- blaða gat að líta fullyrðingar eins og: „Með leik sínum skipar íslenska sin- fóníuhljómsveitin sér í röð fremstu hljómsveita á Norðurlöndum ... Það sem grípur mann fyrst og fremst er hve allar hljóðfæradeildir hljóm- sveitarinnar eru jafnar og þá ekki hvað síst hin glæsilega strengjasveit sem tekst að skipta frá björtum yfir- tónum í tregaþrunginn slavneskan hljóm." Sennilegt er að slík frægðar- för hefði vakið meiri athygli fjöl- miðla hér á landi en raun bar vitni, hefði verið um einhverja bflskúrs- grúppu að ræða, með grenjandi raf- magnsgítara. Þótt efnisskráin 8. nóvember væri nokkuð rýr — forleikur eftir Carl Maria von Weber og píanókonsert eftir Fréderic Chopin, en að auki sinfónía Césars Francks — voru tónleikarnir sérlega glæsilegir og ánægjulegir. Sem stafaði m.a. af því hve ágætir hinir pólsku gestir voru, stjórnandinn Jan Krenz og píanó- leikarinn Waldemar Malicki. Um hinn fyrrnefnda segir tónleikaskráin að hann teljist nú meðal fremstu listamanna sinnar kynslóðar (f. 1926); hann stjórnaði öllum þremur verkum blaðlaust, sem stundum getur verið háskalegt ef ungir og metnaðarfullir stjórnendur eiga í hlut, en var merki öryggis og kunn- áttu hjá Krenz. Túlkun hans á d- moil sinfóníu Francks þótti mér að vísu í litríkara lagi miðað við efnið. Píanistinn Malicki fær Iíka góðar einkunnir í skránni, enda sýndi hann sig að vera flinkur í besta lagi þótt Chopin-túlkun hans væri kannski athyglisverðust fyrir geisl- andi kraft og tækni. Á eftir spilaði hann tvö aukalög, hið fyrra dálítið sniðugt smástykki eftir landa hans Szymon Kuran, varakonsertmeist- ara Sinfóníuhljómsveitarinnar, hið síðara tilbrigði af fingrum fram um „Ó, blessuð vertu sumarsól" eftir Inga T. Lárusson, sem hann sá í fyrsta sinn á blaði sem Sigurður Björnsson færði hohum. Mjög var þetta fimlega gert, þótt ekki næði hann rétta hljóminum í „himin-HÁ“ sem varla var von. Þeir píanistar (og raunar organistar líka) eru víst fáir núorðið sem kunna þá list að snar- stefja, en var áður hluti af menntun- inni. Nú er nýhorfinn til betra heims sá íslenski píanóleikari sem slyngastur var sagður í þessari íþrótt, Einar Markússon. En kunnugur sagði frá því í hléinu að Einar hefði iðulega leikið sér að því að snarstefja sér áð- ur ókunn lög; „Eini munurinn á spilamennsku Einars og Waldimars Malicki var sá,“ sagði sögumaður, „að Einar spilaði miklu fleiri nóturl" Og þótti flestum nóg um nótnafjöld- ann per tímaeiningu í tilbrigðunum um „Ó, blessuð vertu sumarsól". Nú er of seint að iðrast því Einar er ef- laust sestur við flygilinn í himna- ríki, en á háskólatónleikum fyrir nokkrum árum bauðst hann einmitt til að spila af fingrum fram tilbrigði við lag sem honum væri afhent á tónleikunum í lokuðu umslagi — en við þorðum ekki. í tónleikaskránni voru prýðilegir pistlar' um höfundana og verkin, undirritaðir J.Þ., og ber að vona að framhald verði á því. Sig.St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.