Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 20. nóvember 1990 Konur á 21. flokksþingi Framsóknarflokksins um sl. helgi. Stjórnmálaályktun samþykkt á 21. flokksþingi Framsóknarfloh 1. Ríkisstjórnarforysta Framsóknarflokkurinn hefur nú í rúm tvö ár veitt ríkisstjórn íslands forystu. Rík- isstjórn Steingríms Hermannssonar sem mynduð var í september 1988 og styrkt ári síðar hefur á ferli sínum náð umtalsverð- um árangri í að byggja upp traustara og heilbrigðara efnahagsumhverfi en ríkt hefur hér á landi um árabil. í stað hruns og efnahagslegs öngþveitis sér þjóðin nú fram á stöðugt efnahagslíf sem er forsenda þess að hér megi byggja upp traust og blómlegt atvinnulíf. Fram- sóknarflokkurinn hefur á þessu tímabili haft forystu um víðtæka endurskipulagn- ingu útflutningsatvinnuvega sem kom í veg fyrir stöðvun þeirra og stórfellt at- vinnuleysi. Verði áfram haldið á sömu braut jafnvægis í efnahagsmálum er fram- undan tími enn frekari uppbyggingar, ný- sköpunar og markaðsöflunar íslensks at- vinnulífs. Flokksþing Framsóknarmanna fagnar þeim mikla árangri sem ríkisstjórnin hef- ur náð í efnahags- og atvinnumálum og telur mikilvægt að Framsóknarflokkurinn verði áfram kjölfestan í íslenskum stjórn- málum. 2. Landogþjóð íslendingar eru lánsöm þjóð sem býr í góðu og gjöfulu landi. Flokksþingið legg- ur áherslu á að fjölskyldan er og verður grunneining þjóðfélagsins. Um hana ber að halda vörð, styðja og styrkja. Þjóðin hefur komið á velferðar- og menntakerfi sem er jafngott og gerist meðal efnuðustu þjóða heims. Þingið leggur áherslu á að varðveita þann árangur sem þegar hefur náðst í þessum efnum og hér ríki áfram þjóðfélag samhjálpar og umburðarlyndis gagnvart þeim, sem minna mega sín, og jafnrétti til náms verði tryggt. í þessu sambandi minnir flokksþingið á mikil- vægi kirkjunnar og nauðsyn þess að hlúa vel að starfi hennar og uppbyggingu. Flokksþingið leggur áherslu á að gera verði stórátak til að koma í veg fyrir að vá- gestur fíkniefna nái tökum á íslensku æskufólki. Forvarnir á þessu sviði verði að auka stórlega m.a. með auknu fjármagni og herða verði viðurlög við þeim glæp- um er tengjast innflutningi og dreifingu slíkra efna. Minnt er á að þjóðin stendur í þakkar- skuld við eldri borgara þessa lands sem endurgjalda beri með því að búa þeim gott og áhyggjulaust ævikvöld. Ahersla er lögð á verndun íslenskrar nátt- úru. Hreint loft, land og sjór er ein af mik- ilverðustu auðlindum okkar þjóðar. Stofn- un umhverfisráðuneytis var mikilvægt skref til verndunar þessara auðæfa. Þingið áréttar mikilvægi samvinnuhreyf- ingarinnar sem hefur átt mestan þátt í uppbyggingu og búsetuöryggi víðsvegar um ísland í fortíð og nútíð. Þingið leggur sérstaka áherslu á að ný lög um samvinnufélög verði sett á yfirstand- andi Alþingi. Þingið styður manneldis- og neyslu- stefnu þá, sem mótuð hefur verið og framfylgt af heilbrigðisráðherra og Landssamband framsóknarkvenna átti frumkvæði að. Takist að standa vörð um landið og æsku þess og bægja frá ógnvaldi mengunar og vímuefna, verða áfram skilyrði þess að hér geti um ókomin ár búið hamingjusöm og öflug þjóð í eigin landi. Flokksþingið telur að með því að skapa fólki, sem fatlað er, skilyrði til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins verði jafn- rétti þess og full þátttaka þess tryggð. 3. Efnahagsmál Þingið fagnar þeirri þjóðarsátt, sem náð- ist milli aðila vinnumarkaðarins, bænda og ríkisvalds um að standa vörð um þá efnahagslegu endurreisn sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur komið á. í fyrsta sinn í áratugi er verðbólga hér á landi minni en í nálægum löndum. Þessi árangur er þegar farinn að hafa heillavæn- leg áhrif á þjóðlífið. Þingið skorar á ráð- herra og alþingismenn flokksins að standa saman um þann árangur sem náðst hefur og koma í veg fyrir að víxlverkanir verð- lags og launa hefjist að nýju. Bent er á að meðal þeirra verkefna, sem framundan eru í efhahagsmálum, er hvað mikilvægast að vinna bug á hallarekstri ríkissjóðs og erlendri skuldasöfnun. Slíkt verður að gera með endurskoðun á lög- bundnum útgjöldum ríkissjóðs og heild- arumsvifum ríkisvaldsins og auknum tekjum með vaxandi þjóðarframleiðslu svo og réttlátara skattakerfi. Heildarend- urskoðun fari fram á tekjustofnum ríkis- ins og sveitarfélaga og skattkerfið einfald- að frá því sem nú er. Skipulag skattkerfis- ins verði endurskoðað og þess gætt að sveitarfélögin fá eðlilega aðild að stjórnun þess. Athugað verði hvort unnt er að koma á reglum um greiðslutryggingar meðan beðið er úrskurðar dómstóla og/'eöa skattyfirvalda á umdeildum skattá- kvörðunum. Lög um tekjuöflun verði í sífellri endurskoðun í samræmi við þróun þjóðfélagsins. Áhersla er lögð á að inn- íend matvælaframleiðsla verði undanþeg- in virðisaukaskatti eða niðurgreidd um í- gildi hans. Fagna ber þeim ábata í efnahagslífinu sem stórlækkuð verðbólga hefur haft í för með sér. Því leggur flokksþingið áherslu á að stuðla beri að lækkandi raunvöxtum lánsfjár sem skila enn frekari ábata til al- mennings og fyrirtækja. Það yrði hvati til nýrrar uppbyggingar og framsóknar í at- vinnulffi þjóðarinnar. Þingið viíl benda á þá staðreynd að til að hafa áhrif á raunvexti í landinu er nauð- synlegt að samræma útgáfu ríkisskulda- bréfa. Lýst er fullum stuðningi við þá ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að afnema láns- kjaravísitölu og minnt á að þær fáu þjóð- ir í Vestur-Evrópu, sem reynt hafa slíkt fyrirkomulag, hafa lagt það af fyrir ára- tugum. 4. Atvinnumál Þegar horfur voru hvað verstar í atvinnu- málum þjóðarinnar fyrir u.þ.b. tveimur árum var spáð miklu atvinnuleysi. Ríkis- stjórninni tókst að afstýra því að mestu. Hins vegar er hætta á að atvinnuleysi geti aukist m.a. vegna samdráttar í fram- kvæmdum verði ekkert að gert. Sérstaklega þarf því að breikka grundvöll atvinnulífsins með auknum rannsóknum, koma upp fyrirtækjum þar sem nýttur er sá mikli auður sem þjóðin á í hæfileika- fólki með sérfræðiþekkingu á við það sem best gerist í heiminum. Rekstur sem bygg- ir á þekkingu sem ekki er öllum aðgengi- leg er í dag almennt talinn forsenda þess að hægt sé að haída uppi hátekjuþjóðfé- lagi. Framtíðarmöguleikar íslendinga geta öðru fremur legið í því hvernig til tekst að hnýta saman hátækni og staðbundna þekkingu til lausnar hefðbundinna vanda- mála. Þegar leitað er nýrra leiða í útflutnings- málum skal einskis láta ófreistað til að koma á framfæri íslensku hugviti og sér- þekkingu sem hér er fyrir hendi á fjöl- mörgum sviðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.