Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 20. nóvember 1990 Tíminn 9 ^Æ £?* kksins sem haldið var á Hótel Sögu 16.-18. nóvember 1990: ' EIGIN LANDI 4.1. Sjávarútvegsmál Þingið fagnar þeim árangri sem hefur náðst í fjárhagslegri endurskipulagningu sjávarútvegsins með starfssemi Atvinnu- tryggingasjóðs úflutningsgreina og Hluta- fjársjóðs. Löggjöf um stjórn fiskveiða hef- ur tryggt betri nýtingu fiskistofnanna og skapað grundvöll fyrir meiri verðmæta- sköpun í sjávarútvegi með minni kostnaði, betri nýtingu og auknum gæðum. Þessa stöðu þarf að nota til hins ýtrasta til að styrkja og endurbæta atvinnulíf á lands- byggðinni, með hagkvæmri nýtingu og aukinni verðmætasköpun. Stuðla þarf að fullvinnslu aflans og stefna að því að ís- lenskur fiskur verði aðeins fluttur út sem hágæðavara til neytenda. 4.2. Landbúnaðarmál Búvöruframleiðslan er forsenda byggðar í landinu og hornsteinn þess öryggis sem innlend matvælaframleiðsla er hverju sjálfstæðu þjóðfélagi. Með þrengri mark- aðsstöðu kindakjöts blasir mikill vandi við hinum dreifðu byggðum. Loðdýrarækt, fiskeldi og önnur atvinnustarfsemi sem koma átti að hluta í stað sauðfjárræktar hefur enn ekki styrkt byggð í þeim mæli sem vænst var. Því er nauðsynlegt að tryggja markaðsstöðu sauðfjárræktarinn- ar með öllu tiltækum ráðum, jafnframt því sem fjölbreytni í atvinnulífi til sveita verði aukin svo sem á sviði landgræðslu, skógræktar og ferðaþjónustu. Með skipulagningu og hagræðingu í land- búnaði og úrvinnslugreinum hans er brýnt að auka framleiðni og lækka verð til neytenda. Slfk skipulagning krefst fram- tíðarsýnar og verður því í vetur að gera samkomulag milli ríkisvaldsins og bænda um framkvæmd landbúnaðarstefnu til ársins 1996. Samkomulagið tryggi hags- muni framleiðenda og neytenda og stuðli að nýsköpun og nýjum atvinnutækifærum í dreifbýlinu. ítrekuð er sú stefna að framleiða hér holl- ar og góðar landbúnaðarvörur sem þjóðin þarfnast, og mögulegt er að flytja út. Þesss verði gætt að ganga ekki á hagsmuni ís- lensks Iandbúnaðar með aðild íslendinga að alþjóðasamningum. 4.3. Orkufrekur iðnaður Reiknað er með að hagvöxtur verði innan við 1,5 af hundraði á næstu árum. Bygging álvers og virkjana eykur þjóðarframleiðsl- una. Þingið leggur áherslu á að gæta verði þó þess að þensla myndist ekki þegar um- fang framkvæmda verður sem mest árin 1992 og 1993.Varast verður að bygging ál- vers valdi frekari byggðaröskun. Brýnt er að gætt verði að eftirtöldum at- riðum við samningsgerð vegna orkufreks iðnaðar: 1. Skattar verði í samræmi við þá sem ís- lensk fyrirtæki greiða, þegar tekið hefur verið tillit til þeirra frádráttarliða sem hinir erlendu aðilar munu ekki njóta. 2. íslenskir dómstólar fjalli um ágrein- ingsmál sem upp kunna að koma. 3.Tryggðar verði fullkomnar vamir gegn mengun og umhverfisspjöllum. 4.Ef orkuverð verður tengt álverði án lág- marks komi ákvæði, sem heimili endur- skoðun ef álverð og þar með orkuverð fellur, enda leiði orkusala til stóriðju ekki til hækkunar á verði raforku til al- mennings. 5. Byggðamál Forsenda þess að þjóðin geti búið í sátt og samlyndi í gjöfulu landi er að jafnvægi haldist í afkomu þegnanna án tillits til bú- setu og að þjóðin öll búi við sambærilega þjónustu opinberra aðila. Krafa þingsins er að hér verði áfram ein þjóð í einu landi. Til þess að svo megi verða þarf að gera stórátak í því að efla móguleika landshluta til að njóta uppsprettu þess auðs sem þar er að finna, einstaklingum og fyrirtækjum til hagsældar. Orkuverð í landinu verði jafnað. Á yfir- standandi Alþingi verði gengið frá ákvörð- un um að smásöluverð raforku til húshit- unar og almennra nota verði hið sama um land allt. Komið verði á fót stjórnsýslustöðvum í öllum kjördæmum á landsbyggðinni og fjölgun starfa í opinberri stjórnsýslu verði að mestu þar á næstu árum. Rætur og menning þjóðarinnar liggja ekki síst í hinum dreifðu byggðum. Þó að átt hafi sér stað tímabundin röskun mega íbúar þéttbýlis ekki gleyma skyldum sín- um við þann hluta landsins sem ól og brauðfæddi íslenska þjóð í þúsund ár. 6. Utanríkismál Flokksþingið leggur áherslu á að allar ákvarðanir á sviði utanríkismála verði teknar á grundvelli íslenskra hagsmuna, og með sjálfsákvörðunarrétt þjóða og mannréttindi að leiðarljósi. Þingið styður eindregið baráttu ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar fyrir afvopnun á höfunum og hvetur þjóðina til að sameinast um að fækka kjarnorku- vopnum á alþjóðavettvangi og draga úr hverskonar vígbúnaði. Hvatt er til þess að opinber framlög ís- lendinga til þróunaraðstoðar verði stór- aukin frá því sem nú er. Samningar eiga sér nú stað við Evrópu- bandalagið um þátttöku í evrópsku efna- hagssvæði. Þeir samningar eru okkur mikilvægir. Utanrfkisviðskipti vega stöð- ugt þyngra í tekjum þjóðarinnar. Þau hafa jafnframt beinst í vaxandi mæli til Evrópu. Þingið leggur áherslu á að í öllum slíkum viðræðum og samningum verði gætt vel að undanþágum er snerta grundvallar- hagsmuni íslensks fullveldis. Tryggt verði að erlendir aðilar nái ekki yf- irráðum í sjávarútvegi og fiskiðnaði þjóð- arinnar, hvorki beint né óbeint. Þá verði jafnframt tryggt að erlendir aðilar eignist hvorki íslenskar orkulindir og virkjunar- réttindi né íslenskt landsvæði. Þingið hvetur til þess að sett verði á yfir- standandi Alþingi skýr heildarlöggjöf um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi. Þingið leggur til ef samningar takast ekki milli EFTA og EB að íslendingar leiti sér- stakra samninga við Evrópubandalagið. Þingið telur að hugmyndir um inngöngu og aðild að Evrópubandalaginu séu háskalegar og lýsi uppgjöf við stjórn eigin mála og hafnar því aðild að Evrópubanda- laginu. 7. Kosningar Innan fárra mánaða verða kosningar til Alþingis. Mikilsvert er að Framsóknar- flokkurinn hljóti í þeim kosningum öflug- an stuðning landsmanna, verði áfram for- ustuafl íslenskra stjórnmála, sem boðberi félagshyggju, jöfnuðar og þjóðfrelsis. Reynslan sýnir að undir forustu Fram- sóknarflokksins hafa framfaraskeið þjóð- arinnar orðið mest. Þingið hvetur alla Framsóknarmenn til að standa fast saman um stefnu og málefni flokksins og vinna ötullega að baráttumál- um hans í þeirri kosningabaráttu sem framundan er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.