Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 20. nóvember 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aðstoöarritstjórí: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guömundsson Stefán Asgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verö (lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tilboð með fyrirvara UtanríkisráðheiTa sem fer með þau málefni, er snerta hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti, svo- kallað GATT-samkomulag, hefur sent frá sér tilboð til umræðu um hvernig íslendingar gætu hugsanlega stutt þá hugmynd sem uppi er á vettvangi GATT að aðildarríkin stuðli að því að viðskipti með landbúnað- arvörur landa milli verði sem frjálsust. íslendingar geta ekki látið þessar umræður framhjá sér fara. Hjá því verður ekki komist að ýmsu verður að breyta í stuðningsaðgerðum við landbúnað hér á landi eins og annars staðar. Hins vegar er það á mis- skilningi byggt að íslendingar hafi verið komnir svo í eindaga með að leggja fram tillag af sinni hálfu til þessarar umræðu, að utanríkisráðherra hefði ekki haft ráðrúm til að kynna hagsmunaaðilum og stjórnmála- mönnum nánar en hann gerði, hvert yrði efni og orða- lag tilboðsins. Fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Stéttar- sambands bænda við Tímann í gær að tilboðið hafi ekki verið borið undir stjórnendur sambandsins. For- maður Landssambands kúabænda lýsir einnig í við- tali við Tímann óánægju sinni með það að tilboðið hafi ekki verið borið undir forsvarsmenn bændasam- takanna. Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttar- sambaiídsins, tók fram að sambandið myndi skrifa ríkisstjórninni bréf þar sem komið yrði á framfæri at- hugasemdum við tilboðið, enda væri ýmislegt óljóst í því skjali. Einnig að Stéttarsambandið muni fara fram á að fulltrúar þess fengju að vera viðstaddir lokahrinu samninganna í Genf og að haft yrði náið samstarf við bændur um framkvæmdina hér heima. Utanríkisráðherra hlaut að sæta gagnrýni fyrir máls- meðferðina, eins og líka fram hefur komið í orðum forystumanna bændasamtaka. Gagnrýni þeirra er rétt- mæt. Hitt kann satt að vera að efnisleg gagnrýni á til- boð utanríkisráðherra vegi þyngra en andmæli gegn formsatriðum og vinnubrögðum ráðherra. Efnislega gagnrýni mun heldur ekki skorta, því að efni og orða- lag tilboðsins er engan veginn svo ljóst að það megi ekki túlka á ýmsa vegu. Að vísu kemur fram í aðfaraorðum tilboðsins að það er „fyrsta tilboð og háð tilboðum annarra þátttakenda í samningaviðræðunum. Því áskilur Island sér rétt til þess að breyta og/eða draga til baka sérhvern hluta til- boðsins." í þessum orðum felst fyrirvari sem ráðherra ber að sýna fram á að hafi raunhæft gildi. Sönnur á því fást þó ekki fyrr en á reynir við samningaborðið. Betra er þó að hafa þennan fyrirvara en ekki. Á grundvelli hans er möguleiki til þess að breyta efni tilboðsins, ef staðið er af einbeitni að því að halda honum fram á síðari stigum málsins. Eins og bent var í forystugrein Tímans á fimmtudag- inn er andinn í GATT-viðræðunum í Genf þannig að allt er í óvissu um samkomulag milli Evrópubanda- lagsins og Bandaríkjanna um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarvörur. Með hliðsjón af því lá ekkert á að utanríkisráðherra íslands hraðaði tilboði sínu með þeim hætti sem hann gerði. Að ganga framhjá hags- munaaðilum um samráð er aðfinnsluverð embættis- færsla. *~'^m?mmmm*mmm*m^^ ......, .. ¦¦¦...[¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦i GARRI ÞjÓÖÍíl VGfDÍr GQQÍ Nýlega mátf i sjá, að margt vinu- ur þessi þjóð til ágætis sér, þegar fréttlr birtust aí risastóru eggi, scm til stendur að setja upp viö flugstöðina á Miðnesheiði. Bygg- ing þessarar flugstöðvar fór drjúgan skilding fram úr áætíun, en hér er ekki staður eða stund til að sjfta það. V"ið erura loksins far- in að koma til landsins og ferðast héðau in viökomu i Ameríku, og þess vegna hefur eflaust þott henta að minnast þessara tíma- móU með minnismerki. Þeir sem séð hafa myndir af minnismcrk- inu í smíði, gera scr grein fyrir því, að flest únnur minnismerki í landinu íölna vtt hliö þess. enda er þetta ítrlíki raiðað við þarfir þotualdar, þar sem allt cr meira tn hjá næstu kynslóðum á undan. Vio lslcndingar höfum getið af okkur margvísleg fyrirb*ri í ald- anna rás. Vlð höfura fengið yflr okkur Svarta dauða, Stórubolu. Stóradóm og Skaftárelda. Ekkert af þcssu var af mannavöldum. smíöaö okkur til fordjörfunar nema Stóridómur. Og allt leið þetta hjá eins og Ijótur draumur. Nú herjar fiskþurrð á miðum, bfl- ugur vilji er tii að ganga í EB og Gatt-viðræður cru > fullum gangi Ul aö gera þann draum skamm- sýnna stráka að veruleika, að hér verði horflð frá framleiðslu á laiidbúnaðarvörum. Þegar svo er komið þykir mönnum heppilegast að þjóðin verpi dýru eggi á Miö- ncsheiði. Frægðin er gömul Við erum ekki sár á peninga, þegar útlönd eru annars vegar. L'ndanfarið hefur vtriö haldió úti fjölmennum menningarreisum, scm allar hafa miðað að þvi að gera veg íslands sem mcstan. Earið hefur veriö land úr landi meö skáld og rithöfunda og tcvik- myndamenn til »6 sýna útlend- inguro. Og þeir hafa horft og hlustað, og jafnvel komiö til aö horfa og hlusta, þar sem íslend- ingar gleymdu að mæta. Þessar menningarreisur eru farnar undir kjörorðinu: Allt cr mest á íslandi og kemur það heira og saman við skoðanir fræðaþula fyrr & öldum, sem Jíka héldu því frara, á sínum dögum, aö allt væri mest á ís- landi. Amgrímur læroi var eng- inn eftirbátur nutímaroanna hvao það snerti að frægja íslcndinga af ágætum. Hann hélt því fram að við Miój'arðarhaf hafi búið ætt risa og hálftrölla, sem. hann nefndi Kanaansmenn. Þeir héldu f norðurveg Og blönduöust íbúum Skandinavíu. Þaöan eru komin tröllin f þjóðsögunum. Þegar Amgrímur skrifaði frægt rit tii varnar fslendingum, sem jafnast f ullkomlega á við menningarreis- ur nútímans, lét hann að því liggja að við værum komin af þessura tröllmennum. En á miö- öldum trúði fólk í Evrópu á hver- skyns afbrigöi í uáttúrunni, og ekki síður á skrattann sjálfan sem annað. Segir í annálura, að skrattinn hafi feróast í kerru um Ungverjaland. í þann tíma þckkt- um við ekki hjólið hér á landi, og notuðumst við drögur eöa sleða. Nú er skipt um skreió. Nú verpir þjóöin eggi. Fiskur og menning f menningarreisum þeim, sem farnar hafa verið á þessu ári til einna fjögurra þjóölanda, getum viö aö vísu ekki stuðst við kenn- ingar Arngríms lærða um tröll- mennin, en við kynnum allt þaó, sem við teljum racst og best í landinu. Þar er ýmist um að raeða fisk eða skáld, og hallast ekki á um hvor fiokkurinn sfaudi sig bctur. i rattn og veru cr þó um lít- inn menningarlegan útflutning að neða, sem þeir vita best sem rýnt hafa í „pródúktið" hér heima. Einhver kann kannslá að vera svolítið undrandi á þessu mikla úlhlaupi með ekki meiri farangur, en hver og eínn verður auðvitað að ferðast eins og hann er búinn. Þeir sem hafa horft ura stund á það sem þessl þjóð heíur lagt sér til í menningarefnum, og þykir nú vera orðin útflutning- svara, minnast gjarnan skálda, sem áttu og eiga verk sín á mörg- um þjóðtungum. Þar má telja Jó- hann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson, GuðmundKamban, Kri s tmann Guðmu nd sson (42 tungumál) og Halidór Laxness. Af risaættum Næstum hvergi er gctið um þýð- ingar á verkum eftir menn eins og Jónas Haligrímsson eða Þórbcrg Þórðarson. Þcim gafst heldur ekki kostur á menningarreisum. Þcir voru ekki uppi átima, þegar þjóöin verpti éggi á Miöneshciöi. En ekki dugir að sýta það. Vlð bú- um við mörg einkenni þotualdar. Hinar tíóu menningarreisur eru afsprengi hennar. Hún hefur fcrt okkur nær kemtingum Arngríms lærða frá því um sextán hundruð, aö við séum komin af Kanaans- mönnum, fólki sem var stærra og meira en annað fólk, og bjó við fugla sem verptu risaeggjum. Eggiö á Miðnesheiði verður ckki f fullkomnu samræmi við ávinn- inga þotualdar nema við hlið þess standi tröilmenni úr eir, svo út- lendingar sem hingað koma, geti séð með eigin augum hvað við er- um merkilegrar ættar og álitlcg til útflutnings. Garri VITT OG BREITT Fávísi á upplýsingaöld Ljótt er ef satt er, sagði kerlingin þegar henni var sagt að Frelsarinn hafi verið krossfestur. Sama getur manni dottið í hug um þau vísindi að nær þriðjungur landsmanna haldi að ísland sé aðili að Evrópu- bandalaginu. Meðal margra merkra upplýsinga og umhugsunarefna sem fram komu á flokksþingi Framsóknar- flokksins um helgina, er sú að það sé útbreidd skoðun og vissa í land- inu, að íslendingar séu í Evrópu- bandalaginu. Þetta kemur fram f skoðanakönnun sem Félagsvís- indadeild Háskóians lét gera um hug íslendinga til bandalagsins og enn er verið að vinna úr og munu niðurstöður verða birtar innan tíðar. Að því er einn ræðumanna upplýsti á þingi er það staðreynd að 30 af hundraði aðspurðra eru þess fullviss að ísland sé meðal að- ildarþjóða Evrópubandalagsins. í hugum þessa hóps manna er auðvitað út í hött að reyna að komast að því hvort þjóðin vill samsamast innri markaði Evrópu, taka upp gjaldmiðil bandaríkjanna og lúta ákvörðunum Evópuþings- ins í öllum veigameiri málum. Af sjálfu leiðir að það munu Frónbú- ar geraveins og aðrir fullburða Evrópubúar. Án allra galla Við lifum á úpplýsingaöld þar sem vandað menntakerfi sér um uppfræðslu barna, ungmenna, fullorðinna og öldunga. Er kerfið gallalaust að mati hinna færustu sérfræðinga að öðru leyti en því að það borgar kennurum ekki nógu góð laun. Þar að auki hefur fjölmiðlun auk- ist svo ásmegin að þótt vísitölu- fjölskyldan mundi öll sitja við og horfa, hlusta og lesa og skipta með sér rásum, stöðvum og blöðum, allan sólarhringinn kæmist hún ekki yfir að meðtaka nema brot af öllu því sem yfir hana er ausið af fjölmiðlaefni. Ótvíræðar kannanir sýna hvar fólk leitar helst upplýsinga og sér- hannaðar skoðanakannanir eru notaðar til að auglýsa upp frétta- stofur og upplýsingamiðlun margs konar. Fólk sem getur talað síbrosandi er eftirsóttasta frétta- efnið. Þeir sem mælast ná til flestra eyrna og augna eru bestu fréttamiðlarnir. Blöð eru mæld og vegin eftir um- fangi og útbreiðslu. Þau sem mest eru bólgin og ná að komast í hvað flestar sorptunnur eru að sjálf- sögðu bestu uppfræðararnir. Eða svo er sagt. Trúðar eiga bara að skemmta En eitthvað er bogið við alla þá upplýsingu sem ruglar fólk svo í ríminu, að nær þriðjungur þjóðar- innar veður í villu og svima um jafnafgerandi atriði og það hvort ísland er aðili að Evrópubandalag- inu eða ekki. Stjórnmálamenn og aðrir þeir sem eiga greiðan aðgang að fjöl- miðla-svallinu sýnast ekki til þess fallnir að auka skilning fólksins í landinu á stöðu íslands í heimin- um eða stefnumörkun í mikils- verðum málum sem varða þjóðar- heildina alla. Þessa dæmalausu vanþekkingu er ef til vill hægt að afsaka með því að fólk rugli saman Fríverslunar- bandalagi Evrópu, Evrópuráðinu, Evrópuþinginu og Evrópubanda- laginu og kannski enn fleiri al- þjóðasamtökum og stofnunum. Sé svo er matreiðsla fjölmiðlanna um málefni íslands og Evrópu- bandalagsins ekki upp á marga fiska. Kannski best að fréttamiðlar og stjórnmálamenn hætti að sýna eða útvarpa örstuttum fréttum og ruglandi fréttaviðtölum um jafn- flókið efni og viðræður um aðild að EB eru. Ef til vill er ekkert eðli- legra en að sauðsvartur almúginn geri lítinn greinarmun á hvort Jón Baldvin og svoleiðis fólk er í for- sæti ráðherranefndar EFTA eða forsætisnefndar EB. Og hver er yf- irleitt að tala við hvern um hvað um sérstöðu hins. Eða svoleiðis. Best að viðurkenna að ljósvakinn er vettvangur dægurlaga og dægrastyttingar og við hæfi að skemmtikraftarnir þar haldi sig við sinn leist og láti aðra upplýs- ingu í friði. Og því stærri sem blöðin eru, því erfiðara er að koma auga á hvar feitt er á stykkinu og upplýsinga- gildið rýrnar. Þá eru eftir minni blöðin „sem enginn vill lesa", og hvaða máli skipta þau svosem gegn ofureflinu við útbreiðslu fávísinnar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.