Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 20. nóvember 1990 Nýjar bækur I $***J_IIj8lí HEIMUR BARNSINS fyrsta orða- og mvndabókin Bendibók Komin er út hjá Máli og menn- ingu stór bendibók fyrir yngstu börnin. Bókin er með þykkum blaðsíðum sem þola harkalega meðferð, enda ætluð fyrir - minnstu börnin til að skoðá sjálf hluti og hugtök úr daglega lífinu. Bókina prýða ljósmyndir af nyt- sömum hlutum úr heimi litla barnsins, myndir af dóti, fatnaði, matvælum, hreyfingum og um- fjöllun um liti og tölurnar upp í tíu svo eitthvað sé nefnt. íslensk myndabók Komin er út hjá Máli og menn- ingu myndabók eftir nýjan ís- lenskan höfund. Bókin heitir Gullfjöðrin og segir frá litlum fugli sem finnur gullfjöður sem hann vill koma tíl eiganda síns. Hann flýgur í sólarátt yfir höf og lönd, fjöll og dali og leitin að gullfuglinum verður bæði löng og ströng. En sá sem er tilbúinn að leggja á sig erfiði nær oftast takmarki sínu að lokum og það tekst litla fuglinum. Áslaug Jónsdóttir hefur stundað myndlistarnám bæði hér heima og í Danmörku þar sem hún dvelur nú. Hún vann bókina með vatnslitum og klippimynda- tækni. Bókin var prenruð í Prent- smiðjunni Odda. Vinningstölur laugardaginn 17. nóv. r 1 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.455.090 __. 4af5^p 6 71.098 3. 4af5 103 7.144 4. 3af5 3.786 453 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.332.568 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 14 Tíminn Tilbrigði ástar- innar Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Eva Luna segir frá eftir skáldkonuna Isabel Allende. í bókinni eru 23 smásögur um jafhmörg tilbrigði ástarinnar. Hér segir af skuggalegum stigamönn- um og háttprúðum hefðarmeyj- um sem elskast með ærslum og glæframönnum sem stíga í vænginn við annálaðar sóma- konur; tinandi gamalmenni hefja upp langþráð bónorð, mæðgur keppa um hylli farandsöngvara, draumar rætast og skýjaborgir hrynja. Isabel Allende er íslenskum les- endum að góðu kunn fyrir skáld- sögur sínar Hús andanna, Ast og skuggar og Eva Luna, en Eva Luna segir frá er nýjasta bók hennar, kom út á frummálinu fyrr á þessu ári og er íslenska út- gáfan meðal þeirra fyrstu í Evr- ópu. Tómas R. Einarsson þýddi bók- ina úr spænsku. Eva Luna segir frá er 218 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Ingibjörg Eyþórsdóttir hannaði kápu. Ný saga eftir Kundera Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Ódauðleikinn eftir tékkneska rithöfundinn Milan Kundera. Þetta er skáldsaga, byggð á mörgum ástarþríhyrn- ingum, og valsað er aftur og fram um evrópska sögu, þótt að- alsögusviðið sé Frakkland nú- tímans. Meðal þeirra, sem leiddir eru fram á sjónarsviðið, eru Go- ethe og Hemingway sem lýst er í lifanda lífi og eiga svo spaklegar viðræður ef tir dauðann. Sem fyrr er það aðalsmerki Milans Kund- era hversu snjall hann er að tengja fjörlega frásögn við hug- leiðingar um ástina, dauðann og ódauðleikann — mannlegt hlut- skipti sem hann sér oft speglast í óvæntum hlutum. Ódauðleikinn kom fyrst út í Frakklandi í janúar á þessu ári. íslenska útgáfan á bókinni er með þeim fyrstu utan Frakk- lands. Friðrik Rafnsson þýddi bókina. Áður hefur komið út á íslensku skáldsaga Kundera Óbærilegur léttleiki tilverunnar. Ódauðleikinn er 316 bls. 'MM K*Í*S*K*1 HANiNN Nískur hani Hjá Máli og menningu kemur nú út tékkneska myndabókin Níski haninn. Hún var fyrst gefin út 1960 og varð mjög vinsæl, líkt og Lata stelpan sem er eftir sömu höfunda. Bækurnar tilheyra báð- ar flokknum Segðu mér söguna aftur, flokki sígildra myndabóka í endurútgáfu. Sagan segir af hamingjusömum hana og hænu sem skipta öllu jafnt á milli sín þar til dag einn að haninn gerist eigingjarn og ét- ur einn og sjálfur girnileg ber sem hann finnur. Það borgar sig ekki að vera nískur og þetta kem- ur honum í koll, en aflt fer þó vel að lokum, því hænan góða bregst honum ekki hvað sem á gengur. Hallfreður örn Eiríksson þýddi. Aladdínlampi Aladdín og töfralampinn úr Þús- und og einni nótt segir frá götu- stráknum Aladdín sem galdra- maður sendir til undirheima að sækja töfralampa. Hann lokar Aladdín þar niðri þegar hann óhlýðnast honum, en Aladdín tekst að komast undan. Með að- stoð töfralampans kemst hann til æðstu metorða í Persíu, en átökin um töfralampann halda áfram, töframaðurinn er grænn af öfund og hyggur á hefndir. Silja Aðalsteinsdóttir endursagði söguna en myndskreytíng í litum er ef tír enskan listamann. Bókin sem er 36 bls. kemur út hjá Máli og menningu. Söltljóð Út er komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin Blint í sjóinn eft- ir Guðlaug Arason. í ljóðum bók- arinnar er vf ða að finna hvers- dagsmyndir af sjómannslífinu: „sjávarilmurinn, tjörulyktin, vél- arhljóðið, veltingurinn". Meðal annarra yrkisefna eru söknuður- inn, erfiði og mannraunir — og ástin. Ljóðin einkennast af nær- færnum og mildum tóni, þótt kímni sé sjaldan langt undan. Guðlaugur Arason (f. 1950) hefur stundað jöfnum höndum sjó- mennsku og ritstörf, og er þjóð- kunnur fyrir skáldsögur sínar. Blint í sjóinn er hans fyrsta ljóða- bók. Bókin er 73 bls., prentuð f Prent- smiðjunni Odda. Timbur: 1x6 lengd 3,60, 3,90, 4,20, 4,50 1x6 lengd 4,80, 5,10 1,5x5 lengd 4,80 2x4 lengd 3,00 2x7 lengd 4,80 2x8 lengd 5,40, 5,70 2x9 lengd 5,70, 6,00 kr. 83.- pr. kr. 85.- „ kr. 123.-„ kr. 115.-„ kr. 227.- „ kr. 290.- „ kr. 333.- m AlFABORG ? Byggingamarkaður. Sími 91-686755 Skútuvogi 4, Reykjavík Þriðjudagur 20. nóvember 1990 Aukakjördæmisþing í Vesturlandskjördæmi ikiördæmisþing framsóknarmanna á vesturlandi haldiö að Aukakjördæmisþing arnesi sunnudaglnn 2. desember kl. 10. Hótel Borg- Dagskri: Forval og frágangur framboðslista Framsóknarflokksins I Vesturlandskjör- dæmi til alþingiskosninganna 1991. Væntanlegir þátttakendur I forvali hafi samband við formann uppstillingar- nefndar, Ells Jónsson Borgamesi, s: 71195. Borgnesingar- Bæjarmálefni f vetur veröur opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Brákarbraut 1. Bæjarfulltruar flokksins I Borgarnesi verða á staðnum og heitt á könnunni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgarnesbaejar eru vel- komnir. Framsóknarfélag Borgarness. Suðurland Skrifstofa Kjördaemasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til að Ifta inn. K.S.F.S. Rangæingar, spilakvöld Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum arlogu spila- kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar f Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda. Heildarverðlaun ferð tll Akuroyrar fyrir 2, gist á Hótol KEA 2 nætur. Góð kvöldverðlaun. Mætið öll. Stjómin i Borgarnes — Nærsveitir Spilum félagsvist f Félagsbæ föstudaginn 23. nóvember kl. 20.30. Mætum vel og stundvlslega. Allir velkomnir. ^ ,. ... _ Framsóknarfélag Borgamess. Selfoss og nágrenni Fjögurra kvölda keppni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15, þriðjudagana 30. okt., 6. nóv., 13. nóv. og 20. nóv. kl. 20.30. Kvöldverðlaun - Heildarverðlaun Fólk má missa úr eitt kvöld án þess að verða af heildarverðlaununum. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Skagfirðingar- Sauðárkróksbúar Komið f morgunkaffi með Stefáni Guðmundssyhi alþingismanni laugardaginn 24. þ.m. kl. 10.00- 12.00 f Framsóknarhúsinu, Sauðárkróki. Stefán

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.