Tíminn - 29.11.1990, Side 3
Fimmtudagur 29. nóvember 1990
Tíminn 3
Júlíus Sólnes segir Seðlabankann draga lappirnar við að aftengja lánskjaravísitöluna:
Við miðum við
6 mánuði, en
I WM Wí I IA 4P& Bókavarðafélag íslands:
peif Vllja GO ari Bækur og upplestur
Á ríkisstjórnarfundi á þríðjudag lagði Júlíus Sólnes umhverfisráð-
herra fram óformlega tillögu um að ríkisstjómin skipaði sérstaka
nefnd til þess að undirbúa afnám lánskjaravísitölunnar. Að sögn
umhverfisráðherra er þessi tillaga fram komin m.a. vegna þess að
hann er orðinn óþolinmóður að bíða eftir tillögum um þetta efni frá
Seðlabankanum.
Aðspurður um hvort þetta þýddi að
hann teldi þá skýrslu, sem Seðia-
bankastjórnin sendi frá sér á dögun-
um og sagt var frá hér í blaðinu sl.
laugardag, ekki fullnægjandi, sagði
umhverfisráðherra að ekkert gagn
hafi verið í þeirri greinargerð. í um-
ræddri skýrslu Seðlabankastjórnar
er m.a. lagt til að aftenging láns-
kjaravísitölunnar verði ekki ákveðin
með valdboði, heldur verði boðið val
á milli verðtryggðra og óverð-
tryggðra kjara á öllum fjárskuld-
bindingum á meðan kostir óverð-
tryggðra kjara séu að sanna sig. Júlí-
us Sólnes sagði að Seðlabankinn
vildi fara allt of varlega í hlutina.
„Ég held að það megi e.t.v. lýsa
þessu sem svo að þegar við höfum
verið að tala um að miða við að af-
tengja vísitöluna þegar verðbólgan
hefur verið undir 10% á sex mánaða
tímabili, vilji þeir að hún hafi verið
undir 10% í 60 ár. Ég er einfaldlega
orðinn óþolinmóður og tel að ríkis-
stjórnin eigi að taka þetta í sínar
hendur og skoða það með sínum
sérfræðingum hvernig megi vinna
að þessu," sagði Júlíus.
Umhverfisráðherra sagði að nú
þegar byðust mjög hagstæð sparn-
aðarform, þar sem væru sparireikn-
ingar í SDR og ECU með góðum
vöxtum, og slík ávöxtun þætti mjög
góð hvar sem væri í heiminum. „Ég
tel að mönnum standi til boða að
leggja sparifé inn á reikninga sem
eru bundnir í ECU og SDR og fá á
þeim reikningum mjög sanngjarna
vexti. Telji menn það ekki nóg, þá
eru þeir að biðja um okur og vilja
nota lánskjaravísitöluna til okurs.
Ég er sannfærður um það að al-
menningur um allan hinn vestræna
heim teldi það fullboðlegt að fá á
opna sparireikninga í SDR eða ECU
6-7% vexti. Hér vilja menn hins veg-
ar miklu meira. Menn vilja fá að
moka inn fé út á lánskjaravísitöluna,
en ég vil að því linni. Vísitalan er
verðbólguhvetjandi í því ástandi
sem nú er og það er hagsmunamál
hjá fjármagnseigendum að verð-
bóigan fari af stað til þess að þeir
geti farið að moka inn á lánskjara-
vísitölunni. Til að verja þá lágu verð-
bólgu sem nú er í landinu er mikil-
vægt að afnema lánskjaravísitöluna
sem fyrst," sagði Júlíus. - BG
í Þjóðarbókhlöðunni
Bókavarðafélag íslands mun í sam-
vinnu við ýmsa útgefendur og rit-
höfunda standa fýrir kynningu á
nýjum bókum í Þjóðarbókhlöðu
laugardaginn 1. desember kl. 13.00.
Alls verða 26 bókatitlar kynntir.
Bókavarðafélag íslands var stofnað
4. desember 1960. Einn aðalhvata-
maður að stofnun félagsins var
Guðmundur G. Hagalín, rithöfund-
ur og fyrsti bókafulltrúi ríkisins.
Stofnfélagar voru 38. Fyrsti formað-
ur félagsins var Herborg Gestsdótt-
ir. í félaginu eru nú rúmlega 300 fé-
lagsmenn. Núverandi formaður er
Andrea Jóhanrisdóttir Háskólabóka-
safni.
Tilgangur Bókavarðafélagsins er
m.a.: ,Að efla íslensk bókasöfn og
auka skilning á hlutverki þeirra í
þágu menningar og upplýsinga-
starfsemi. Að marka stefnu í mál-
um, sem varðar bókasafnsstarfsemi
í landinu. Að efla upplýsingamiðlun
meðal bókasafna og bókavarða og
treysta samheldni þeirra félaga sem
standa að sambandinu. Að koma
fram fyrir hönd íslenskra bókasafna
og bókavarða gagnvart innlendum
og erlendum aðilum." khg
RKÍ gerir könnun í tilefni alþjóðlega
alnæmisdagsins 1. desember:
Viðhorfskönnun
á dansleikjum
Seðlabankinn hefur
fengið nýtt bankaráð
Alþingi hefur kosið nýtt bankaráð
Seðlabanka íslands. Kosningin hef-
ur dregist nokkuð, en kjörtímabil
síðasta ráðs rann út um síðustu
mánaðamót. Bankaráðið var endur-
kosið með þeirri breytingu að Geir
Gunnarsson alþingismaður tók
sæti Þrastar Ólafssonar, en Þröstur
hefur sagt sig úr Alþýðubandalag-
inu.
Ungmennahreyfing Rauða kross
íslands mun standa fyrir könnun á
viðhorfi ungs fólks til alnæmis, í
tengslum við alþjóðlega alnæmis-
daginn sem er 1. desember. Könn-
unin fer fram á Háskólaballinu að
kvöldi 30. nóvember og þremur al-
mennum dansleikjum í höfuð-
borginni daginn eftir.
Þvotti stolið af snúrum:
Þjófurinn í
grænum jakka
og gallabuxum?
Þvotti hefur í þrígang sl. þrjár vik-
ur verið stolið af snúrum í Víkurási
og Vindási í Árbæ í Reykjavík. Þjóf-
urinn hefur í öllum tilfellum komist
inn í þvottahús og stolið þaðan m.a.
grænum jakka, gallabuxum, æfinga-
buxum og treyjum. Rannsóknarlög-
regla ríkisins hvetur fólk á þessum
slóðum til að hafa augun hjá sér og
þvottinum sínum og ef það hefur
einhverjar upplýsingar að snúa sér
þá til RLR.
—SE
Lok síldar-
vertíðar
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að síðasti veiðidagur yfir-
standandi sfldarvertíðar verði 31.
janúar 1991.
(Fréttatilkynning)
Þátttakendur f könnuninni verða
spurðir nokkurra almennra spurn-
inga um alnæmi, og hverjum og
einum afhentur smokkur til að
leggja áherslu á öruggt kynlíf.
Vonast er til að svörin muni gefa
einhverja vísbendingu um þekk-
ingu og viðhorf þess fólks sem
sækir almenna dansleiki til sjúk-
dómsins, segir í fréttatilkynningu
frá RKÍ.
Álíka könnun var gerð á sama
vettvangi í fyrra, í samráði við
landlæknisembættið, og mun vera
ætlunin að bera saman niðurstöð-
ur kannananna tveggja.
—GEÓ
Nýtt bankaráð Seðlabankans
skipa: Davíð Aðalsteinsson bóndi,
Ágúst Einarsson prófessor, Geir
Gunnarsson alþingismaður, Ólafur
B. Thors forstjóri og Guðmundur
Magnússon prófessor. Til vara voru
kosnir: Leó Löve lögfræðingur,
Margrét Heinreksdóttir lögfræð-
ingur, Birgir Björn Sigurjónsson
hagfræðingur, Davíð Scheving
LEIT jr HALDIÐ
AFRA Leit að mönnunum tvcimu M í DAG r úr inda þangað til.
Jóhannesi SU 127 hélt áíram í I Tímanum í gær var sagt að
gær án árangurs. Leitað var í (jör- annar mannanna sem leitað er,
um á Vatnsnesi og norðan við Dagbjartur M. Jónsson, ætti tvö
SkagastrÖnd. Leit mun halda böm. Það er ekki rétt, heldur mun
alldlll 1 UOg Ulll UAiðlU I verður gerð viðamikil ieit í ívigi L/ðgujanui vuiö piiBsJa uaiiia fjör- ir. Tíminn biðst velvirðingar á
um, ef ekkert hefur borið til tíð- þessum mistökum. khg.
Thorsteinsson forstjóri og Halldór
Ibsen framkvæmdastjóri.
Líklegast er talið að Ágúst Einars-
son verði kjörinn formaður banka-
ráðsins. Hugsanlegt er þó talið að
Geir Gunnarsson verði kosinn for-
maður. Fráfarandi formaður er ÓI-
afur B. Thors.
Alþingi hefur einnig kosið sjö
menn úr hópi þingmanna í Norður-
landaráð. Þeir eru: Páll Pétursson,
Sighvatur Björgvinsson, Hjörleifur
Guttormsson, Jón Kristjánsson, Ól-
afur G. Einarsson, Þorsteinn Páls-
son og Hreggviður Jónsson. Til
vara voru kosnir: Valgerður Sverr-
isdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir,
Guðrún Helgadóttir, Guðni Ágústs-
son, Friðrik Sophusson, Birgir ís-
leifur Gunnarsson og Ingi Björn Al-
bertsson.
Kosnir voru þrír menn til að yfir-
fara ríkisreikning 1990. Þeir eru:
Lárus Finnbogason endurskoðandi,
Magnús Benediktsson endurskoð-
andi og Geir H. Haarde alþingis-
maður. -EÓ
Auglýsing frá utanríkisráðuneytinu:
UNGA FÓLKIÐ
OG EVRÓPA
Athugasemd frá auglýsinga-
stjóra Tímans, Steingrími Gísla-
syni.
í tilefni af því, sem haft er eftir
Þorsteini Ingólfssyni ráðuneytis-
stjóra í DV í gær, 28. nóvember,
um auglýsingarnar „Unga fólkið
og Evrópa" frá utanríkisráðu-
neytinu, þar sem ráðuneytis-
stjóri heldur fram, að áður-
nefndar auglýsingar hafi birst
oftar en beðið var um í Þjóðvilja,
Alþýðublaði og Tímanum, vil ég
taka fram að auglýsingin var
pöntuð í upphafi í Tímann 10.
nóvember og 13. nóvember og
birtist þái daga. En 13. nóvember
var auglýsingunni breytt og
fengum við þá nýjar filmur, eins
og sjá má af myndum af báðum
auglýsingunum.
Það þekkist ekki á Tímanum að
birtar séu auglýsingar óumbeð-
ið.
Steingrímur Gíslason
auglýsingastjóri.
UNGA F0LKIÐ
0G MÓPA