Tíminn - 29.11.1990, Page 6

Tíminn - 29.11.1990, Page 6
6 Tíminn Fimmtudagur 29. nóvember 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 60 ára spítali Þegar rætt er um hve þróuð þjóðfélög eru eða vanþróuð er oft tekið mið af hve margir íbúar eru um hvem lækni og/eða sjúkrarúm. í þessu tilliti standa Islendingar mjög framarlega, enda óvíða þar sem heilbrigðisþjónusta er á jafn háu stigi og fullkomin og hérlendis. Eitt mesta og merkasta ífamtak í íslenskri heil- brigðisþjónustu var þegar Landspítalinn var stofnaður fyrir réttum 60 árum. Hann er ekki fyrsti spítali landsins en sá stærsti og veigamesti. Landspítalinn er ekki einasta sjúkrastofnun heldur einnig kennslumiðstöð og rannsóknar- stofnun. Og þótt hann eigi nú sex áratuga starfs- tíma að baki er enn verið að byggja hann og full- komna. Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra orð- aði þetta svo á nýafstöðnum ársfundi Ríkisspítal- anna: „Síðari byggingasaga Landspítalans hefst rétt eftir 1945 og þeirri sögu er ekki lokið. Sést raunar ekki fyrir endann á henni enn, því hugur- inn fer miklu hraðar en höndin í þessu efni sem mörgum öðmm og verkefnin framundan munu vafalaust endast okkur mörg ár í viðbót, þótt vel sé á haldið, og sífellt blasa við ný viðfangsefni.“ Framfarir í læknisfræði hafa verið með miklum ólíkindum síðustu áratugi og kröfur sem gerðar em til sjúkrahúsa og heilbrigðisstétta aukast með hverju árinu. Síaukin menntun þeirra sem sinna sjúkum og tækjakostur á spítölum verða að hald- ast í hendur til að verða við kröfum tímans. Allt kostar þetta mikið fé og og síst skortir á að heilbrigðiskerfið sé gagnrýnt fyrir eyðslusemi og fyrir að taka til sín of stóran skerf af skattpening- um þjóðarinnar. En um hitt deilir enginn að halda beri uppi eins fullkominni heilbrigðisþjónustu og kostur er á og nútíma tækni og þekking leyfir. Það var í mikið ráðist þegar Landspítalinn var byggður og tekinn í notkun í desembermánuði 1930. Þá sá enginn fyrir hvílík þróun yrði í heil- brigðismálum. En samt var hugsað stórt og byggt af myndarbrag, enda var spítalinn hugsaður sem stofnun allrar þjóðarinnar og frá upphafi hefur hann verið nátengdur Háskólanum og enda höf- uðkennslustofnun í læknisfræði og öðmm grein- um heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Enn er Landspítalinn í byggingu og er hvergi séð fyrir endann á þróun nýrri og æ fullkomnari tækni í baráttunni við sjúkdóma. Starfsfólk spítalans stendur sem fyrr í fararbroddi heilbrigðisþjónust- unnar og vafalaust á Landspítalinn enn eftir að stækka og taka upp nýja og fullkomnari tækni og efla þar með heilbrigði og vellíðan þorra þjóðar- innar. GARRI Ber er hver að baki Þá eru Bretar lausir í bilí úr stjómrnálalegrí sálarícreppu, seru grípur þá stundum med slíkum ærslum, a& jafnvel kvennafaríð á forsíöum dagblaða þeirra verður að víkja um sinn fyrir pólifa'skum aftökum og pólitískum sigrum. í þetta sinn fannst þeim bráðnauð- synlegt aö losa sig við kvenskör- unginn Margaret Thatcher, sem hefur stjúmaö landinu í meira en áratug sem forsætisráðherra í meiríhlutastjóm Ihaldsflokksins. Frú Thatcher kemur lítið við mál kvennahreyfinga, enda vilja þœr sem mirrnst af henni vita. Hún stjómaði heidur ekki í anda þeirra; var hvorki mjúká manninn né vafraði í mjúkum málum. En svo fór að lokum, þótt flokkur hennar hefðl á annan tug milljóna atkvæða á bak við sig, að fámenn- ur hópur í forystuliði íhalds- flokksins gerði frúnni skiljanlegt að hún yrðí að fara, Persaflóaátök- in bíða framundan og efckert Falk- landseyjastríð varð orðstír frúar- innar tii bjargar. Thatcher á bak viÖ ijor Um tíma var talið að Michael He- seltine, fyrrum ráðherra í sljóm Thatcher, yrði sigurvegari f þing- mannakosningum um eftirmann frúarínnar. Hann fyllti andstæð- ingahóp hennar innan fiokksi ns og kallaði hana gjaman „kerling- arhe!viTið“. En áhugi hans á emb- ætti hennar dugði ekki til. I stað- inn kusu þingmenn íhaldsflokks- ins ungan mann, John Major, til forystunnar. I»að var mjög að skapi Thatcher, og er talið Ifídegt aö hann munl stjóma mjög í sama anda og frúin. Hann á sér því bróður að baki þar sem Margaret Thatcher er, því þótt hún kunni að setjast á Öftustu bekki neðrí mál- stofu breska þingsins, getur hún veitt þessum unga (47 ára) og nýja forsætisráðhem mikilsverð- an stuðing. Hann hefur heitlð því að afnema stéttaskiptinguna í Bretlandi, og er það merkileg yfir- Jýsing frá íhaldsmanni, Hún mun hins vegar eiga rætur að rekja til uppruna Majors. Faðir hans var loftfimieikamaður. En áöur en til þess kemur að Stéttaskiptingin verði IÖgð nlður á Majðr eftir að horfast í augu við kosningar. Verkamannafiokkurinn nýtur mikils fylgis um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum. Samkvæmt kenningum Majors um afnám stéttaskiptingarinnar er hann eiginlega að boða að lyfta Verkamannaflokknum í æðra veldi. Ekki er vitað hvað menn ælla að gera við Cockney-mállýsk- una eða hvort banna á að segja i austurhlula Lundúna- á Jandl, þar sem stéttarfélög eru valdamikil, myndi margt kolaverk- fallið verða háð til að koma slíkri elns flokks stjóm frá völdum. En það var einmitt í kolaverkfalli, sem Thatcher syndi að það þarf steríchein til að sitja í forsvari fyr- ir þjóð sem býr við eins fiokks stjóm. Ilér em aftur á móti það margir ábyrgir að hægt er að gefa eftir » átökum, sem varða þjóðar- hag og jafnvægi. Afieiöingamar eru svo verðbólga og endalaus kaupmáttarrýmun. Hér beinist heift og andúð að stjómvöldum almennt. í Bretlandi hötuðn menn bara Margaret Thatcher sem var ólikt einfaldara. Þessi langvarandi andúð á frúnni varð henni loks að falli, þegar meðráð- herrar hennar þorðu ekki að standa lengur í sýóli hennar. Þjóöarsómi t leit Hennar tími var úti Þótt við íslendingar höfum lengi haft margt að iýrirmynd frá Bret- um og virt þá fyrir þingræði og lýðræðislega stjómarháttu, höf- um við aldrei búið við helsta ein- kenni þeirra í sljómarháttum, þ.e. eins fiokks meirihlutastjóm. Hér Þegar býður þjóðarsómi þá á Bret- iand eina sál, var eitt sinn sagt. Ekki munu margir vera þvt sam- mála, úr því sem komið er, að það hafi veriö sáhn í Margaret Thalc- her á einhvetjum cinum tíma, nema helst í Falldandseyjastríð- inu. Það verður varía sálin í Kinnock, foríngja Verkamanna- flokksins, eða sálin í Major. Að vísu geta átökin við Persaflóa sameinað Breta, en samkvæmt reynslunni mun sú tilfinning vara aðeins skamma stund, enda um staðbundin átök að ræða. Bretar horfa nú til stórfdldra breytinga i Evrópu, þar sem þeir réðu Iengi lögum og lofum, annað hvort sem sigurvegarar í stríðum, eða þá sem áhrífamenn á bak við tjöldin. í þetta sinn hafa þeir enga yilr- burði. Sameíning Evrópu, gangt hún eftir til fullnustu, á eftir að gleypa þetta gamia heimsveldi. Það mátti löngum heyra á mál- fiutningi Thatcher innan EB að hún kveið þeirri stundu. Carri VÍTTOGBREITT Sögulegar staðleysur Skammt er um liðið síðan að ein höfúðkrafa vestrænna lýðræðisþjóða á hendur alveldi kommúnismans var að fólk austur þar fengi ferðafrelsi. Ár og síð var hamrað á því að mannrétt- indi skyldu virt og að borgarar í kommalöndum fengju að ferðast eða flytja vestur yfir jámtjald. Til að mynda var mikill þrýstingur á að sovétborgarar sem játa gyðingatrú fengju að flytja í stórum stíl til ísraels og þaðan svo áfram til Norður-Amer- íku. Jafnframt því að Vesturlönd gerðu kröfur um ferðafrelsi til handa íbú- um kommalandanna sem eitt sinn voru, settu kommastjómir upp gaddavír og múra á landamærum vestrænna ríkja og vélbyssumenn skutu á hvem þann sem gerði tilraun til að smygla sjálfúm sér yfir um til hamborgara- og kóklandanna. Nú eru öll þessi vandræði orðin á annan veg en í fyrra. Kommalöndin fyrrverandi veita nú ferðafrelsi fyrir hvem sem vill fara á brott, en Vestur- löndin hafa þungar áhyggjur af millj- ónum flóttamanna sem famir eru af stað eða hætta er á að leggi upp úr heimahögunum í vetur. Fyrirheitnu löndin Hollywood og amerískar sjónvarps- stöðvar eru enn á fullu í síðari heims- styrjöldinni og mun henni seint linna vestur þar, eins og Garri karl- inn benti á hér fyrir ofan í vikunni. En eitthvaðvirðast íbúar Austur-Evr- ópu og sér í lagi Sovétríkjanna hafa öðru vísi hugmyndir um Germani, en ætla mætti af áróðursbíóum. Til Þýskalands Iiggur nefnilega flótta- mannastraumurinn að austan og er nú svo komið að það eru Þjóðverjar sem helst þurfa á múr að halda til að stöðva strauminn að austan. í Póllandi, Ungverjalandi og Tékkó- slóvakíu er þörf á að koma upp flótta- mannabúðum vegna fólksstraums- ins austar úr álfunni. Vesturlönd eru takmarkið en þar eru alls konar meinbugir á að taka við þúsundum og milljónum fólks sem leitar betri lífskjara en bjóðast á heimaslóðum. Heldur er það kaldhæðnislegt að sósíalisminn í austurvegi býður ekki upp á annað en skort og hungurs- neyð eftir allar dýrlegu fimm ára áætlanimar, skipulagshyggju og vís- indalegan kommúnisma og hvað þetta sullumdrull var kallað af auð- trúa fáráðum, sem aldrei sátu sig úr færi að ganga erinda grimmúðlegs og sjálfhælins þjóðskipulags. Niðurstaðan er sú að fólk flýr að austan til að hafa í sig að éta. Ekkert pardon Það er fjarri öllu sæmilega góð- gjörnu fólki að hlakka yfir þeim hremmingum sem kommúnisminn hefúr leitt yfir fjölmennar þjóðir. Þvert á móti sjá íbúar Vestur-Evrópu hve brýna nauðsyn ber til að aðstoða fólk sem hefur hungurvofuna á næsta leyti. Þjóðverjar og Norður- landaþjóðir undirbúa mikla neyðar- hjálp til að koma í veg fyrir hörm- ungar skortsins. Það er ekki eingöngu af mannúðar- ástæðum sem aðstoð er undirbúin, því óttinn við stórfellda og óviðráð- anlega fólksflutninga að austan ræð- ur nokkru um aðstoðina, sem að mestu verður í formi matvælasend- inga. Hvemig stendur á að svona er kom- ið fyrir Sovétríkjunum er umhugs- unarefni. Ekki er langt síðan þau vom annað höfuðveldi heimsins og stjórnuðu einu öflugasta hemaðar- bandalagi allra tíma. Nú er það í upp- lausn eins og fleira og sér eiginlega hvergi fyrir endann á því hve djúpt Sovétríkin og önnur kommaríki geta sokkið. En svo undarlega sem það kann að hljóma þurfa kommamir ekki að biðja einn eða neinn afsökunar á gjörðum sínum og kolmgluðum kalkúlasjónum. Þeir halda höfði eins og ekkert hafi í skorist og halda sig jafnvel ennþá vera fmmkvöðla menningar og mennta, róttækir og glámskyggnir. Lech Walesa var sakaður um það í kosningabaráttunni í Póllandi á dög- unum, að stunda nomaveiðar gagn- vart kommúnistum. Hann neitaði því en benti á að þetta fólk væri ríð- andi kústsköftum um öll himin- skaut, og taldi að því væri sæmra að láta aðeins minna á sér bera. En kommamir virðast alls ekki skilja að þeirra tími er liðinn og fals þeirra og blekkingar ættu að heyra sögunni til. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.