Tíminn - 29.11.1990, Page 9
Fimmtudagur 29. nóvember 1990
Tíminn 9
Franskir menntaskólanemar
vonsviknir og efna til mótmæla
Að undanförnu hafa
borist fregnir af
mótmælaaðgerðum
skólanema í
Frakklandi sem
gjarna hafa snúist
upp í algerar
götuóeirðir.
Hugmynd nemend-
anna mun þó hafa
verið sú að hafa
í frammi friðsamleg
mótmæli en
óaldarseggir hafa
notað tækifærið.
Kvörtunarefni
nemendanna eru
hins vegar
vel þess virði að
hlustað sé á þau,
eins og eftirfarandi
grein úr Der
Spiegel ber
með sér.
Franskir menntaskóianemendur hafa staðið í mótmælaaðgerðum að undanfömu og hafa óaldarseggir bæst í leikinn. Nemendumir kreflast
meira öryggis í skólunum, fleiri kennara og betrí framtíðarhorfa.
Lionel Jospin menntamálaráðherra er hér í heimsókn í Frönsku
Guayana. Þaðan hefur ekki frést af mótmælum skólanema.
Kennaramir
gefast upp
„Enn ein. Smám saman venst ég
þessu sjálfsagt," segir Emest Cheni-
ere skólastjóri, 45 ára gamall. Ein
kennslukonan hafði lagt fram skrif-
lega beiðni um að þurfa ekki að taka
að sér nema örfárra klukkustunda
kennslu á viku, þar sem hún væri
„farin á taugum" eins og hún sagði í
bréfinu.
Cheniere stýrir College Gabriel Ha-
vez í Creil, borgarhverfi í um 50 km
fjarlægð frá París þar sem mörg þús-
und manns frá Alsír og Marokkó, auk
blökkumanna frá Afríku, búa.
Nemendumir 840 sem stunda eiga
nám í skólanum eru á aldrinum 11-
15 ára og óvenju „ofbeldishneigðir"
að mati skólastjórans. Hann segir
starf sitt stundum helst líkjast því að
berjast á vígvelli. U.þ.b. 33% kennar-
anna gefast upp á ári hverju. Þeir
segja upp, þar sem þeir geta ekki
staðið undir álaginu.
Vinnustaður þeirra er í miðju hverfi
félagslegra bygginga, risastórra
steinsteypuhúsa sem byggð hafa ver-
ið umhverfis stórborgimar, 14 til 16
hæða, og á því sem næst hverri hæð
ríkir ofbeldi, áfengi og eiturlyf,
brotnar rúður og innsparkaðar hurð-
ir.
51% nemendanna
í menntaskóla
Nemendur bera lífið utan skóla-
veggjanna með sér inn í kennslustof-
urnar. Samt sem áður fá 51% nem-
endanna inngöngu í „lycée",
menntaskóla. Hinir, og sé landið tek-
ið í heild eru það um 100.000 á ári,
yfirgefa skólann 16 ára, án prófskír-
teinis og framtíðarvona.
27,2 prósent allra franskra atvinnu-
leysingja eru yngri en 25 ára, og
dæmdir til að eyða lífinu innan „gráu
múranna" eins og Francois Mitterr-
and forseti orðar það, „í gráu lands-
lagi og gráu lífi, til hliðar við samfé-
lag sem kýs heldur að líta í aðra átt
og grípa ekki í taumana nema til að
banna eða sýna reiði síná'.
Unga fólkið, sem þessar vikumar
hefur farið í mótmælagöngur í París
og Marseille, Strassborg, Lyon og
Bordeaux í tugþúsundatali, kemur
ekki úr úrvalsskólum Frakklands,
heldur að stærstum hluta frá ömur-
legum úthverfum eins og Creil.
Ekki sambæríleg mót-
mæli og 1968
Mótmælendumir, sem að lang-
mestum hluta em menntaskóla-
nemendur, leita ekki eftir því sama
og forverar þeirra 1968, þ.e. að svipta
franska smáborgara sæluríki 200 ára
gömlu byltingarinnar og leggja í rúst
kapítalismann ásamt tilheyrandi
valdastiga. Núna gera nemendumir
kröfúr um meira öryggi í skólunum,
fleiri kennara og betri framtíðarhorf-
ur.
Þeir vita sem er að þeir eiga sitt líf í
útjaðri þjóðfélagsins og vilja ekki
lengur sætta sig við það. Jafhvel
kennaramir þeirra lýsa oft yfir sam-
stöðu með þeim og taka þátt í mót-
mælagöngunum.
Jafnframt virðast franskir sósíalist-
ar, rétt eins og fyrir um áratug þegar
þeir komust til valda, betur til þess
fallnir en nokkur annar stjómmála-
flokkur að gera endurbætur á skóla-
kerfinu í landinu, en af þeim 285
sósíalistum sem kosnir vom á þjóð-
þingið 1981 vom 138 kennarar. Þá
höfðu þeir stór orð um það að þeir
vildu færa „bac“ (stúdentsprófið) í
lýðræðislegri átt.
Hið eftirsótta
stúdentspróf
Þá hétu ráðherrar Mitterrands því
að þegar árið 2000 rynni upp gætu
80% ungra Frakka fengið stúdents-
prófsskírteini eða samsvarandi próf-
skírteini annað; sem sagt: nokkurs
konar menningarbylting væri í
vændum. Samt sem áður var stúd-
entsprófið enn að Iangmestum hluta
forréttindi borgarastéttarinnar fram
á miðjan níunda áratuginn.
Stúdentsprófið er þráhyggjuum-
ræðuefrii foreldranna og eilíft við-
fangsefrii í sjónvarpinu vikum saman
áður en prófin hefjast Það er nefni-
lega, samkvæmt sannfæringu
frönsku þjóðarinnar, ófrávíkjanleg
forsenda fyrir því að njóta starfs-
frama sem hlýtur viðurkenningu
þjóðfélagsins.
Á þessu ári hefúr þegar 60% nem-
enda tekist að stíga stóra skrefið frá
college til menntaskóla; sem sagt:
lýðræðisþróunin er skv. áætlun, að
því er halda mætti. Nú em 1,6 millj-
ón menntaskólanema með þjóðinni.
En engin er rós án þyma og meðal
þymanna má telja að í hverjum bekk
em nú 38 nemendur og æ fleiri nem-
endur em nú a.m.k. fjögur ár að búa
Mótmælaaðgerðir
skólanemenda um allt
Frakkland hafa vakið
upp gamla martröð.
Minningamar frá
stúdentauppreisninni
1968 eru enn Ijóslifandi.
sig undir stúdentsprófið, í stað
þriggja áður. Uppeldisfræðingar ótt-
ast að lýðræðisleg þróun stúdents-
prófsins hljóti að leiða til útjöfnunar
og halda aftur af þeim betur gefnu,
með þeim afleiðingum að helsta stolt
Frakklands, intellígensían, verði fyrir
tjóni.
Menntamálaráðu-
neytið dýrt og
„óstýranlegt bákn“
Stjórnarandstaðan krefst þess að
miðstýring í skólakerfinu verði af-
numin, og jaíhvel að menntamála-
ráðuneytið verði lagt niður með öllu
sínu risavaxna, miðstýrða skrifstofu-
veldi.
Undir það heyra 750.000 kennarar
og 12,5 milljónir skólanemendur;
„óstýranlegt bákn,“ segir þingmað-
urinn Charles Millon. Nýju fjárlögin
varðandi uppeldismálin, 248 millj-
arðar franka, em hærri en fjárveit-
ingar til vamarmála.
Engu að síður færist óánægja og ör-
yggisleysi í skólunum í aukana. Það
er skortur á skólabyggingum, fé til
viðhalds, kennumm og eftirlitsfólki.
Þeim, sem ekki fá inngöngu í
menntaskóla, finnst sér útskúfað.
Útkoman er djúpstæð vonbrigði hjá
mörgum. En jafnvel þeir sem hafa
lokið stúdentsprófinu eiga sér ekkert
frekar frama von, þar sem fleiri og
fleiri stúdentar útskrifast með hverju
árinu sem iíður og er þar með hleypt
inn í háskólana.
Nemendur úr
úrvalsháskóla og
venjulegum háskóla
ekkí jafnir
Menntaskólanemendunum sem
mótmæla þessa dagana á götunum
er orðið Ijóst að enn hafa ekki allir
sömu tækifæri, heldur em til tvær
tegundir háskóla. Sumir em svokall-
aðir „grandes ecoles“, úrvalsskólam-
ir eins og Ecole Normale supérieure,
Ecole des hautes études commercia-
les og Ecole polytechnique, þar sem
„dekrað er við stúdentana og þeir
vemdaðir eins og blóm í gróðurhúsi"
eins og Le Monde orðar það. Þeir
sem þaðan útskrifast eiga vísar ágæt-
isstöður.
Þessir lukkunnar pamfílar geta
haldið áfram framabrautina í Ena
(Ecole nationale d’administration),
teknókratasmiðju þjóðarinnar þar
sem Michel Rocard forsætisráðherra,
Laurent Fabius þingforseti, Lionel
Jospin menntamálaráðherra, svo og
stjómarandstæðingamir Valéry Gis-
card d’Estaing og Jacques Chirac
hófu feril sinn.
En aðrir nemendur verða að láta sér
nægja venjulega háskóla þar sem
stúdentamir verða að vinna í
þrengslum og finna sér ekki einu
sinni stæði á mörgum fyrirlestranna.
Stjómmálamenn hafa vanrækt þá í
áratugi. Kandídatamir þaðan hafa
tæpast möguleika á því að fá starf
sem virt er í þjóðfélaginu.
Lítill áhugi á mennta-
málum í þinginu
Sama dag og svokallaðir „zonards",
ungt fólk frá steinsteypuúthverfum
Parísar eins og Sarcelles eða Montr-
euil sem flest er þeldökkt eða norður-
afrískt, lenti í átökum við lögregluna
í borgarhverfinu Saint-Germain sem
minntu marga Frakka á áfallið 1968,
vom ekki nema 50 þingmenn af 577
viðstaddir umræður um mennta-
málafjárhagsáætlunina í þinginu.
Enn sem komið er lætur þessi kyn-
slóð menntaskólanema, sem nú fyrst
er farin að láta til sín taka, sér nægja
friðsamleg mótmæli, en að sögn
blaða þyrfti þar ekki nema einn
neista til að kveikja í púðurtunn-
unni.
Þau ofbeldisfúllu mótmæli sem hér
hafa sést í fréttum em sögð mennta-
skólanemendunum óviðkomandi.
Þar em hins vegar að verki óaldar-
seggir sem nota tækifærið þegar
mannsöfhuður er saman kominn og
gera sitt besta til að hleypa öllu í bál
og brand.