Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 2
nnn h . , i O * 2 Tíminn Laugardagur 8. desember 1990 Landlæknir segir að málefni geðsjúkra fanga séu í miklum ólestri hérlendis. Tómas Helgason prófessor segir að þeir eigi ekki heima inni á geðdeildum: VISTUN GEÐSJUKRA FANGA VELDUR DEILU Vistun og meðferð geðsjúkra afplánunarfanga og öryggisgæslufanga er afar ábótavant hér á landi, að sögn landlæknis. Við erum eina Norðurlandaþjóðin sem býður þeim einungis fangelsisvistun. Eru því íslenskir geðsjúkir afbrotamenn oft sendir til Norðurlandanna í vistun á norrænum geðdeildum, sem er mjög kostnaðarsamt. „Nú eru tveir íslenskir fangar vist- aðir á þennan hátt, en það kostar um 20.000 krónur á dag fyrir hvorn þeirra," sagði Ólafur Ólafsson land- læknir í samtali við Tímann. „Ég er mjög ósáttur við þessa þróun mála hér, sérstaklega því að á íslandi hef- ur verið fylgt framúrstefnu í með- ferð geðsjúkra, t.d. vorum við fyrst- ir þjóða til að útrýma spennutreyj- um af sjúkrahúsum," sagði Ólafur einnig. Tómas Helgason prófessor segir að geðsjúkir öryggisgæslufangar eigi ekki heima á geðdeildum, því það fyrirkomulag myndi auka á þá for- dóma gagnvart geðsjúku fólki sem lengi hefur verið barist við. Tómas segir í grein sem birtist í 11. tbl. Fréttabréfs lækna að „öryggisgæsl- an myndi eyðileggja meðferðarum- hverfið á deildunum og væri því skaðleg öðrum sem þar dvelja". Landlæknir sagði þetta ástand vera þannig að „fram að þessu hefur ver- ið mjög erfitt að fá meðferð fyrir geðsjúka afplánunarfanga á venju- legum geðdeildum hérlendis og al- farið hefur verið neitað að taka á móti öryggisgæsluföngum, en þó er smám saman að opnast skilningur á þessu hér. Eins og sjá má á því að á s.i. ári voru tveir öryggisfangar vist- aðir á sjúkrahúsum með góðum ár- angri, annar á venjulegri geðdeild og hinn á sérdeild. Víða í nágranna- löndunum eru þessir menn í með- ferð á venjulegum geðdeildum. Auk þess að málin eru þannig í dag að samkvæmt breytingu á lögum frá því fyrir ári á að meðhöndia slíkt fólk á sjúkrastofnun," sagði hann einnig í samtali sínu við Tímann. Tómas Helgason, prófessor í geð- læknisfræði, segir í áðurnefndri grein að „öryggisgæsla fyrir dóms- völd og lækningar á sjúkrahúsum fara ekki saman". Tómas bendir á í grein sinni að „geðsjúklingar og geðsjúkrahús hafa lengi sætt mikl- um fordómum. Fólk hefur talið sjúkdóma ólæknandi og sjúkrahús- in geymslustaði, þaðan sem engir ættu afturkvæmt. Stærsti sigur gagnvart þessum fordómum er til- koma geðdeilda sem sjálfsagðs hluta stærri sjúkrahúsa. Hvarvetna hefur verið lögð áheyrsla á þessa þróun og sérstökum geðsjúkrahús- um smám saman verið iokað. Hverjum manni ætti að vera ljóst, að með því að troða öryggisgæslu fyrir dómsvöld inn á geðdeildir, myndi þessari þróun verða snúið við og hinir gömlu fordómar endur- vaktir". Prófessor Tómas segir landlækni rugla saman lækningu sjúkra og vistun öryggisgæslufanga í grein sem landlæknir skrifaði í 10. tbl. sama rits. En þar lýsir landlæknir því hvernig staðið hefur verið að þessum málum á Norðurlöndum og segir að ekki sé rætt um þar að með þessu „sé verið að breyta geðsjúkra- húsum í fangelsi." í grein sem birtist í 12. og síðasta tbl. sama rits svarar Ólafur Ólafs- son landlæknir skrifum Tómasar og segir m.a. að hann hafi oft þurft að aðstoða dómsyfirvöld að koma fársjúkum, geðveikum föngum, sem hafa verið úrskurðaðir geð- veikir af íslenskum geðlæknum, fyrir á norrænum geðdeildum. Hann segir einnig að fyrir hafi komið að sjúklingar hafi ekki verið sendir aftur til íslands, þó þeir hafi verið álitnir útskriftarhæfir frá geð- deildum á Norðurlöndunum, „þar eð við höfum ekki haft önnur hús að bjóða en fangelsi! Kollegar okkar erlendis hafa því kosið að vista þá áfram.“ Landlæknir segir jafnframt að dæmi séu um „að fárveikir geð- sjúkir öryggisgæslufangar hafa orðið að dúsa í illri fangelsisein- angrun í 10 til 20 ár án nægilegrar geðlæknismeðferðar og hjúkrun- ar.“ Landlæknir er harðorður í garð Tómasar Helgasonar prófessors í þessari grein sinni og segir að sú stefna sem Tómas „er meðal annars fulltrúi fyrir, að neita alfarið geð- sjúkum öryggisgæsluföngum um nauðsynlega vistun á geðdeildum, hefur valdið þessari hneisu. T.H. virðist jafnvel afneita sjúkdóms- greiningu íslenskra geðlækna og telja að þessir „geðsjúku afbrota- rnenn" séu ekki sjúkir". —GEÓ Nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur fundið leið til að auka notkun á blýlausu bensíni. Júlíus Sólnes: Sala á 95 oktana bensíni nauðsynleg Júlíus Sólnes umhverfisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi nýlega störf nefndar sem er að athuga með hvaða hætti skuli dregið úr loft- mengun af völdum bifreiða. Nefndir hefur m.a. verið að kanna hvernig auka megi notkun á blý- lausu bensíni og hvernig innleiða megi fýrr en áður hefur verið gert ráð fyrir, mengunarvarnarbúnað í bifreiðar, en í því sambandi er helst horft til skattaafsláttar eða tollaeft- irgjafa. Frá nefndinni kom tillaga þar sem bent er á að nauðsynlegt sé að hefja sölu á 95 oktana bensíni. Umhverfisráðherra og viðskiptaráð- herra var falið að kanna það mál nánar með fulltrúum olíufélaganna. Júlíus Sólnes sagði að málið væri nokkuð snúið að því leyti að 95 okt- ana bensín væri mun dýrara en 92 oktana bensínið. Nauðsynlegt sé að taka upp notkun á 95 oktana bensín- inu vegna þess að blýlausa bensínið, sem nú sé notað, dugi ekki á allar gerðir bíla. Það myndi hins vegar leiða af sér hækkun á bensíni, ef sölu á 92 oktana yrði hætt og sala á 95 oktana bensíni tekin upp, sem stangist á við markmið þjóðarsáttar. Júlíus sagðist búast við að gefin yrði út yfirlýsing um að þessi breyting muni eiga sér stað svo fljótt sem auðið væri. —SE Stasi á Islandi? Einhver bið verður á að upplýsingar um tengsl austur-þýsku öryggislög- reglunnar Stasi við ísland komi fram í dagsljósið. Hið geysistóra skjalasafn Stasi er lokað og verður enn um sinn. Islenskur markaður með flestum sterkari eiginfjárstöðu: Flugríkur þrátt fyrir 2ja ára tap „Ég efast nú um að það sé til fyrir- tæki á íslandi með betri eiginfjár- stöðu en íslenskur markaður hf. Að láta að því liggja að þetta fyrirtæki sé að fara á hausinn er hreint fráleitt,“ sagði Þröstur Ólafsson, sem er stjómarformaður íslensks markaðar hf. sem fulltrúi aðaleiganda fyrirtæk- isins, Framkvæmdasjóðs, þar sem menn hafa fagnað góðri afkomu ís- lensks markaöar árið 1990. Spum- ingin í fyrirsögn Tímans í gær, hvort fyrirtældð færi á hausinn í kjölfar tapreksturs fyrstu tvö árin í Leifs- stöð, sagði Þröstur því hafa komið óþægilega við ýmsa í tengslum við Framkvæmdasjóð, þ.e. hvort sjóður- inn sé að stórtapa vegna aðildar sinn- ar að fyrirtækinu. Þótt velta íslensks markaðar hafi dregist stórlega saman í Leifsstöð samfara tíföldun á húsaleigu og rekst- urinn komið út með tapi árin 1988 og 1989, stóð fyrirtækið á svo gömlum merg frá fyrri góðærum að eigið fé var 185 milljónir kr. í lok síðasta árs. Það þýðir að eigið fé var þá þriðjungi meira en ársveltan. Á því reikningsári sem lauk nú í nóvember var fyrirtæk- ið aftur komið í hagnað, eins og Tím- inn greindi frá í gær. Þröstur sagði samdráttinn í versluninni ekki hvað síst vegna aðgreiningar farþegaflugs- ins frá flugvellinum. Með flutningi í Leifsstöð duttu niður öll viðskipti við varnarliðsmenn sem voru mjög mikil í gömlu flugstöðinni. Áður hafi vam- arliðsmenn alltaf farið í gegnum gömlu stöðina á leiðinni út og keypt fýrir vini og vandamenn í Bandaríkj- unum. Nú fljúgi þeir beint, án nokk- urrar viðkomu í Leifsstöð. Missir þessara viðskipta vamarliðs- manna ásamt með hinni geysilega háu húsaleigu í Leifsstöð hafi vakið . upp þá spurningu á síðasta ári hvort réttast væri að hætta rekstri. En alls ekki að fyrirtækið væri neitt nálægt því að fara á hausinn. Ýmsar ráðstafanir voru síðan gerðar á yfirstandandi ári til að rétta rekstur- inn af og það dæmi gekk upp, þrátt fyrir gífurlegan húsaleigukostnað, sem á síðasta ári nam yfir fimmtungi af heildarveltu. Til samanburðar má t.d. benda á, að samkvæmt skýrslum Þjóðhagsstofnunar er algengt að launakostnaður smásöluverslunar sé á bilinu 10-12% heildarveltu. Húsa- leigan í Leifsstöð er því tvöfalt hærri en dæmigerður launakostnaður, enda hafa sumir giskað á að þetta sé hæsta húsaleiga á norðurhveli jarðar. - HEI Þetta kom fram í svari Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra viö fýrirspurn frá Geirs H. Haarde alþing- ismanni um tengsl Stasi við ísland. Jón Baldvin sagði að samkvæmt nýjustu upplýsingum hefðu um 85 þúsund manns unnið í fullu starfi hjá austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi og um 500 þúsund manns í aukastörfum. Kostnaður við rekstur þessa umfangsmikla kerfis er talin hafa verið um einn milljarður bandaríkjadala á ári. Aðeins um 2000 leyniþjónustumenn hafa verið afhjúpaðir það sem af er. Skjalasafn Stasi er núna lokað, svo að ekki er hægt að fá þaðan upplýsingar. Jón Baldvin gat þess að margir Austur- Evrópubúar hefðu að undanförnu hvatt menn til sáttfýsi. Hann sagði menn vilja forðast nomaveiðar. Hrein- um glæpamönnum yrði hins vegar refsað. Jón Baldvin sagði óljóst hvort og með hvaða hætti skjalasafn Stasi yrði opnað. Hann sagði að utanríkis- ráðuneytið myndi fylgjast með þróun- inni í Þýskalandi og hugsanlega leita eftir upplýsingum þaðan um tengsl Stasi við ísland. -EÓ Þessi mynd var tekin í Árbæjarsafni um síöustu helgi. Þaö eru böm úr Ártúnsskóla sem syngja. Jólasýning í Árbæjarsafni Jólasýning Árbæjarsafns, sem opnuð var um síðustu helgi, hef- ur hlotið prýðisgóðar undirtekt- ir meðal almennings. Síðastlið- inn sunnudag heimsóttu um þúsund manns safnið, þrátt fyrir að veður væri ekki allt of gott. Árbæjarsafn verður opið næst- komandi sunnudag milli kl. 13:00-16:00. Dagskráin verður fjölbreytt að venju. Fjórir vin- samlegir jólasveinar koma heimsókn og dansa ásamt safn- gestum í kringum jólatré við harmónikuundirleik. í Árbæn- um verða bakaðar lummur, laufabrauð verður skorið út með vasahníf, kerti verða steypt og til sýnis verður skreytt jólatré á baðstofulofti. Þá verður messað í kirkjunni kl. 15:30. Það er sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson sem messar. í Prófessorshúsinu eru tvær sýningar, þ.e. jólahald á stríðsár- unum og jól í Reykjavík um 1920. í Miðhúsum er prent- smiðja og þar býðst gestum m.a. að prenta jólakort. 1 Þingholts- stræti hefur verið sett upp kram- búð og þar er m.a. seldur kandís og í Dillonshúsi verður kaffi til sölu. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.