Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Laugardagur 8. nóvember 1990 Laugardagur 8. nóvember 1990 Tíminn 21 Hjörleifur Guttormsson vill afnema rétt forsætisráðherra til að rjúfa þing: Var ekki beittur neinum þrýstingi Það kom mörgum á óvart þegar Hjörleifur Cuttormsson alþingis- maður tilkynnti í upphafi þingfundar á Alþingi síðastliðinn mánu- dag að hann hefði ákveðið að sitja hjá við afgreiðslu hinna margum- ræddu bráðabirgðalaga, en Hjörleifur hafði áður lýst yfír harðri and- stöðu sinni við lagasetninguna. Með þessari breyttu afstöðu forðaði Hjörleifur ríkisstjóminni frá falli, en forsætisráðherra var með það í huga að ijúfa þing vegna þessa máls. Talað hefur verið um að með þessari afstöðu hafi Hjörleifur skorið Sjálfstæðisflokkinn niður úr þeirri snöru sem flokkurinn var búinn að koma sér í. Tíminn spurði Hjörleif hver hefði verið aðdragandinn að því að hann breytti um af- stöðu. Breytt afstaða mótaðist á sunnudeginum „Því hefur verið haldið fram, að mjög hafi verið lagst á mig af þingflokki Al- þýðubandalagsins og af stuðnings- mönnum mínum í Austurlandskjör- dæmi að breyta afstöðu minni til af- greiðslu bráðabirgðalaganna. Einnig að forsætisráðherra hafi fengið vitneskju um breytta afstöðu mína í hádeginu á mánudaginn, en Matthías Bjarnason hafi þá þegar greint forsætisráðherra frá því að hann myndi ekki fella bráða- birgðalögin í atkvæðagreiðslu. Allt er þetta rangt og misvísandi. Breyting á afstöðu minni til atkvæða- greiðslu um bráðabirgðalögin varð um síðustu helgi í framhaldi af samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frétt- um um hugleiðingar forsætisráðherra og formanna annarra stjórnarflokka um þingrof, jafnvel án þess að frumvarpið til staðfestingar á bráðabirgðalögunum kæmi til atkvæða á Alþingi. Ég mótaði afstöðu mína með sjálfum mér án utanaðkomandi þrýstings sl. sunnudag og hún var ráðin í huga mér um rismál á mánudagsmorgni, áður en ég talaði við nokkurn mann og áður en ég hélt til þingflokksfundar kl. 10. Ég bar hana undir einn trúnaðarmann minn, sem ekki er starfandi í pólitík, í símtali rétt fyrir kl. 10 og fékk jákvæðar undirtektir frá honum. Jafnframt ráð- færði ég mig við starfsmann Alþingis um hálftíu leytið og aftur kl. 10 varð- andi formsatriði við að koma tilkynn- ingu um mikilvægt atriði á framfæri við þingið, en greindi honum ekki frá mála- vöxtum. Ég hlýddi á mál manna í þingflokki AB milli 10:15 og 11:45, en gaf þar ekkert til kynna um breytt viðhorf af minni hálfu. Astæðan var m.a. sú, að ég vildi ekki að málið færi í hámæli á þeim tíma vitandi um þingrofsvaldið í hendi forsætisráð- herra. Fyrstu þingmennirnir, sem ég greindi frá afstöðu minni og ákvörðun um að tilkynna hana í Sameinuðu þingi, voru Ragnar Arnalds og Steingrímur J. Sigfússon milli kl. 12 og hálfeitt. Upp úr kl. hálfeitt hringdi ég í Margréti Frí- mannsdóttur formann þingflokksins og óskaði eftir þingflokksfundi fyrir kl. 13, án þess að segja henni frá afstöðu minni. Ég átti samtal við Ólaf Ragnar um kl. 12:45 og sagði honum að boðað- ur væri þingflokksfundur og ég óskaði eftir að hann væri viðstaddur. Þá ræddi ég við forseta Sameinaðs þings á skrif- stofu hennar og bar fram ósk um að fá að flytja áríðandi tilkynningu í Samein- uðu þingi við upphaf fundar kl. 13. Þingmenn AB náðu saman til fundar rétt fyrir kl. eitt. Þar greindi ég þeim frá því að ég myndi sitja hjá við atkvæða- greiðslu um bráðabirgðalögin og hefði Ieyfi forseta fyrir því að skýra frá því við upphaf fundar í Sameinuðu þingi. For- seti setti fund en frestaði honum jafh- framt um 20 mínútur. Þingflokkurinn taldi ekki ástæðu til að forsætisráðherra yrði greint frá afstöðu minni fyrirfram, en hann var ekki viðstaddur þegar ég flutti þingheimi tilkynningu mína. For- maður AB hafði engin boð að flytja for- sætisráðherra um mína afstöðu fyrr en þá um svipað leyti og fundi var fram- haldið í Sameinuðu þingi kl. 13:20. Samkvæmt mínum heimildum lá þá ekkert fyrir um að Matthías Bjarnason hygðist greiða götu bráðabirgðalaganna gegnum þingið og slík afstaða af hans hálfu hefur ekki komið fram, a.m.k. ekki opinberlega, enn í dag að mér sé kunn- ugt. Ég tel gegna furðu að þurfa að lesa frá- sagnir og fréttaskýringar blaðamanna, eins og t.d. DV síðastliðinn fimmtudag, sem snúa staðreyndum á haus og það án þess að haft sé fyrir því að spyrja mig um sannleiksgildi þeirra skýringa sem þar má lesa og snerta mína afstöðu og aðild að atburðarásinni. Málið snerist þennan mánudag í raun- inni ekki fyrst og fremst um atkvæði einstakra þingmanna, heldur um ákvörðun forsætisráðherra að rjúfa þing og efna til kosninga og setja ný bráða- birgðalög af starfsstjórn eftir að hin fyrri væru úr gildi fallin. Hins vegar voru þau sund lokuð, eftir að sýnt var að bráða- birgðalögin næðu fram að ganga. Af- staða einstakra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins hefur síðan ekki skipt máli efnislega, nema þá varðandi rifrildið innanvert í þingflokki þeirra." Var ekki beittur þrýstingi Það er þá ekki rétt sem Þorsteinn Páls- son formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar hafi beitt þig þrýstingi. „Nei, það er ekki rétt. Eg fékk mjög góðan frið til að taka þessa ákvörðun. Hvorki þingmenn né ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hafa reynt hið minnsta að hafa áhrif á afstöðu mína til bráða- birgðalaganna allt frá því þau voru sett í sumar. Þetta mál var að sjálfsögðu rætt í þingflokknum og á það bent að afstaða okkar Geirs skipti miklu máli. Ég hlýddi á þessi sjónarmið en tók þau ekki sem þrýsting. Af hálfu stuðningsmanna minna á Austurlandi komu þau sjónar- mið vissulega fram í persónulegum við- tölum að menn hefðu áhyggjur af því ef ríkisstjórnin félli. En það komu líka fram gagnstæð sjónarmið, þar sem var heitið á mig að standa við þessa af- stöðu." Þú hefur sagt að meginástæðan fyrir því að þú breyttir afstöðu þinni til af- greiðslu bráðabirgðalaganna hafi verið að þú hafir ekki viljað láta kjósa um þetta einstaka mál. Var nokkuð óeðlilegt að kjósendum væri gefinn kostur á að velja á milli efhahagsstefhu ríkisstjórn- arinnar og efnahagsstefnu Sjálfstæðis- flokksins? „Ég er þeirrar skoðunar að það hefði verið óheppilegt af mörgum ástæðum að fara að rjúfa þingið og kjósa um þetta afmarkaða mál. Málið tók alveg nýja stefnu með samþykkt þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Það var einfalt mál fyrir mig að eiga hlut að afgreiðslu þessa frumvarps, ef það hefði ekki haft áhrif í víðara samhengi. Ég tel þessa þjóðarsátt vera mjög gloppótta. A bak við hana er alls ekki það innihald sem látið er í veðri vaka. Það standa hópar utan við þessa þjóðarsátt og framhald hennar er algerlega ótryggt. Því miður hefur hluti ríkis- stjórnarinnar verið að undirbúa hér að- gerðir sem varða efnahagslífið sem munu gersamlega kollvarpa þessari þjóðarsátt. Þar á ég við stóriðjufram- kvæmdirnar. Þær munu ekki aðeins kollvarpa þjóðarsáttinni heldur einnig þeirri viðleitni sem þessi ríkisstjórn hef- ur staðið fyrir að renna traustari stoð- um undir atvinnulíf á landsbyggðinni og snúa við þeirri öfugþróun sem þar hefur verið. Stuðningur minn við þessa ríkisstjórn réðist í upphafi ekki síst af fyrirheitum hennar um að forða at- vinnulegu hruni úti um land og bæta aðstöðu manna þar. Ég tel líka æskilegt að í alþingiskosn- ingum sé tekið á málum í víðu sam- hengi. Ég tel óeðlilegt að það umboð sem þingmenn fá til næstu fjögurra ára ráðist af einu máli. Að mínu áliti á í næstu kosningum m.a. að Qalla um efnahagsstefnuna, stóriðjumálin og af- stöðuna til Evrópubandalagsins. Afstað- an til EB er risastórt mál og raunar stærra en flest önnur. Það væri að mínu mati meiriháttar slys að fara í alþingis- kosningar í byrjun Þorra án þess að þessi mál komi þar við sögu.“ Afnema ber þingrofsréttinn „Málefni síðustu viku snerta líka mjög stóra þætti í okkar stjórnskipan. Það er í fyrsta lagi vald ríkisstjórnar til setningar bráðabirgðalaga, í öðru lagi vald forsæt- isráðherra til að rjúfa þing og í þriðja lagi deildaskiptingu Alþingis. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að afnema algerlega rétt ríkisstjórna til að setja bráðabirgðalög. Ég tel einnig skynsam- legt að afnema vald forsætisráðherra til að rjúfa þing milli kosninga. Það þing, sem kjörið er, á að sitja út kjörtímabilið, svipað og gerist í Noregi. Ég tel óheppi- legt að forsætisráðherra sé að vinna hér að málum með þingrofsvaldið uppi í erminni. Þetta hefur lítið verið rætt, en mér finnst eðlilegt að umræða verði um þetta atriði. Þá finnst mér nauðsynlegt að afnema hið íyrsta deildaskiptingu Alþingis þannig að þingið starfi í einni málstofu. Þingmeirihlutinn á að ráða niðurstöðu í málum, en ekki tilviljanakennd skipting manna á þingdeildir eins og nú er.“ Með setningu bráðabirgða- laganna voru lýðræðislegar Íeikreglur brotnar Þú gagnrýndir ríkisstjórnina harðlega í sumar fyrir að setja bráðabirgðalög á kjarasamning BHMR. Hefur afstaða þín til laganna eitthvað mildast? „Nei, hún hefur ekki mildast. Ég er efn- islega sömu skoðunar enn í dag og ég var í sumar. Þessi afstaða mín kom fram við fyrstu umræðu um lögin í neðri deild 23. október síðastliðinn. Ég tel að með setningu laganna hafi eðlilegar leikreglur í samfélaginu verið brotnar og að lagt hafi verið inn á mjög hættu- lega braut. Ég tel að þetta sé slíkt víti til varnaðar og að það megi ekki endurtaka sig. Það hefði verið afar óeðlilegt ef starfsstjórn hefði sett ný bráðabirgða- lög, eins og var hér til umræðu fyrir viku síðan. Það er mjög hættulegt fyrir launafólk að hafa þessa svipu bráðabirgðalaga yfir sér. Það fordæmi sem þarna var gefið gæti reynst afdrifaríkt í framtíðinni. Þess vegna var ég afar undrandi á af- stöðu forystumanna samtaka launa- fólks, þ.e. ASÍ og BSRB. Það er undar- legt af þeim að þola þennan gjörning og í raun að hlúa að honum. Þetta vopn getur hitt þessi samtök með fullum þunga hvenær sem er, ef stjórnmála- menn fá byr fyrir slíkum aðgerðum." Hvað afstöðu hefur þú til þjóðarsáttar- innar? „Ég tel þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum jákvæðan og ég tel mikilvægt að hann verði festur í sessi með samræmdum aðgerðum til lengri tíma. Stjórnarflokkarnir eiga að leggja sig fram um að varða leiðina fyrir næsta kjörtímabil, en það gera menn ekki ef spýtt er 100 milljörðum inn í hagkerfið á næstu fjórum árum vegna álbræðslu á Keilisnesi. Þá er þetta allt saman unnið fyrir gýg.“ Hefur þessi síðasta vika ekki verið mjög lærdómsrík fyrir stjórnmálamenn og þjóðina alla? „Ég er ekki í vafa um það. Ég held að það sé einmitt nauðsynlegt fyrir flokk- ana og þjóðina að draga lærdóm af því sem hér hefur verið að gerast. Fjölmiðl- ar geta einnig lært af þessu máli, en mér finnst að þeir hafi ekki allir staðið sig vel í fréttaflutningi af þessum atburðum. Innantökurnar í Sjálfstæðisflokknum, sem eru eftirleikur þessa máls, sýna það kannski betur en nokkuð annað hvað hér er um mikilvægan atburð að ræða, en jafnframt flókinn. Ég er sammála öll- um þeim sem telja að bráðabirgðalögin hafi brotið gegn leikreglum lýðræðis í þjóðfélaginu. En mér er Ijóst að það var í rauninni aðeins brot af þingliði Sjálf- stæðisflokksins sem tók afstöðu til lag- anna á þeim forsendum í síðustu viku. Þar réðu mestu skammtímasjónarmið, þ.e. flokkshagsmunir forystu Sjálfstæð- isflokksins. Sama má raunar segja um afstöðu forsætisráðherra þegar hann hugðist rjúfa þing. Ég held að þetta mál kenni okkur að við eigum að afnema heimild til setningar bráðabirgðalaga. Við eigum að tryggja að Alþingi starfi í einni málstofu og breyta stjórnskipun- inni þannig að þingið sitji út hvert kjör- tímabil." Flokkamir verða að skýra afstöðu sína til EB fyrir kosningar Þú hefur lýst því yfir að í næstu kosn- ingum verði m.a. kosið um afstöðuna til EB. Getur ekki verið að þjóðin eigi erfitt að taka afstöðu til þessa máls? Afstaða flokkanna er ekki mjög skýr í þessu máli. „Það er rétt. Flokkunum ber skylda til að skýra afstöðu sína til þessara mála fyrir næstu kosningar. Annað væri al- gert ábyrgðarleysi. Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkurinn og að ég held Kvennalistinn hafa lýst því yfir að inn- ganga íslands í EB komi ekki til greina. Afstaða Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins er af allt öðrum toga og ýmis- legt bendir til að þeir vilji sækja um að- ild að Evrópubandalaginu. Inn í þessa mynd koma samningaviðræðurnar um evrópsk efhahagssvæði, en þær flækja málið verulega. Almenningur veit í raun ekki hvað þar er á ferðinni. Stjómvöld hafa ekki skýrt fyrir fólki hversu afdrifa- ríkar þær viðræður gætu orðið. Þar væru menn að stíga skref sem mundi fyrr eða síðar leiða ísland alla leið inn í ÉB. Þess vegna hef ég verið andsnúinn því að við förum að bindast þessu evr- ópska efnahagssvæði. Þar með væmm við komin inn í fordyri EB og það verð- ur erfitt að snúa til baka. Mér finnst t.d. Framsóknarflokkurinn ekki vera sam- kvæmur sjálfum sér með því að vilja taka þátt í samningum um evrópska efnahagssvæðið af því að þar eru menn að skrifa upp á meginleikreglurnar sem gilda í Evrópubandalaginu sjálfu. Ég tel einnig að Alþýðubandalagið þurfi að marka skýra stefnu í þessum málum. Þetta mál er viðamikið og flókið og að- eins fáir hafa sökkt sér niður í það. Þetta á ekki aðeins við um almenning heldur einnig við suma alþingismenn. Samt kann svo að fara að strax á næsta ári verði menn að taka afstöðu til samninga um evrópska efhahagssvæðið." Að lokum, ertu sáttur við þessa ríkis- stjórn? „Ég tel að ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í þeim málum sem leiddu til mynd- unar hennar. Þar á ég við það neyðar- ástand sem blasti við haustið 1988 í at- vinnu- og efnahagsmálum. í þessum málum hefur stjórnin náð umtalsverð- um árangri, en það er vandasamt að tryggja hann til frambúðar. Þar finnst mér menn ekki hafa horfst í augu við framhaldið eins og þyrfti að gera. Ég tel einnig brýnt að menn marki framtíðar- stefhu í sjávarútvegsmálum. Kvótakerf- ið hefur í raun fengið að þróast án þess að mörkuð hafi verið nein heildarstefna til framtíðar. Þetta hefur farið í farveg sem erfitt verður að komast upp úr. Ég tel mig hafa stutt vel við bakið á þessari ríkisstjórn. Það eru aðeins örfá stjórnarfrumvörp sem ég hef ekki verið sáttur við. Sum þessara mála hafa verið mikið í fréttum í fjölmiðlum og þess vegna hef ég verið talinn ótryggur sem stjórnarliði. Sannleikurinn er hins veg- ar sá að ég hef lengst af unnið eins og þræll fyrir þessa ríkisstjórn." -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.